Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Fimmtudagur 30. maí 1991
Kvöld-, naotur- og helgldagavarsla apóteka f
Reykjavik 24.-30. mal er I Brelðholtsapóteki
og Apótekl Austurbæjar. Það apótek sem
fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl.
22.00 að kvöldi til kl. 9.00 aö morgni virka
daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs-
Ingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefn-
ar I slma 18888.
Neyöarvakt Tannlæknafélags fslands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm-
svari 681041.
Hafnarfjörður: Hafnarfjaröar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó-
tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
slma 22445.
Apótek Keflavikur: Opið virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
mennafridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga
til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl.
9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamarnes og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavikur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Soltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á
sunnudögum.
Vitjanabeiönir, slmaráðleggingar og tlmapant-
anir I sima 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl.
08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki-
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sfmi
696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild)
sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar-
hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúöir og læknaþjónustu erugefnar i sím-
svara 18888.
Ónæmlsaðgerðirfyrirfullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Roykjavíkur á
þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmissklrteini.
Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni
Eiöistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og
20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi
612070.
Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er I
slma 51100.
Hafnarflörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavlk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöö Suðumesja. Sími: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráögjöf I
sálfræðilegum efnum. Simi 687075.
Sjúkrahús
Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunaríækningadeild Landspítal-
ans Hátúnl 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17.
Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspitallnn í Fossvogi:
Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og
eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu-
dögum kl. 15-18.
Hafnarbúðlr: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita-
bandlð, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls
alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu-
daga kl. 14- 19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspítall: Heim-
sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósopsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl.
15-16 og 19-19.30._______________________
Sunnuhllð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim-
sóknartimi M. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavíkuríæknlshéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Slmi 14000. Keflavík-sjúkrahúsið:
Heimsóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrí- sjúkrahúslð: Heim-
sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá
kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavfk: Seltjarnarnos: Lögreglan sími
611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreið simi 51100.
Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrablll slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar: Lögreglan, slmi 11666,
slökkvilið slmi 12222 og sjúkrahúsiö simi
11955.
Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222.
Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi
3300, brunasimi og sjúkrabifreiö slmi 3333.
DAGBÓK
Myndasögusýning í
menntamálaráðuneytinu
í dag, fimmtudag, kl. 15 opnar mennta-
málaráðherra sýningu á teiknimynda-
sögum í fundarherbergi á þriðju hæð í
Sölvhóli. Sýningin verður opin á virkum
dögum kl. 8-16 og stendur til 30. júlí.
Þeir sem þama eiga myndir eru: Bjami
Hinriksson, Freydís Kristjánsdóttir,
Halldór Baldursson, Helena Guttorms-
dóttir, Jóhann Torfason, Ólafur Engil-
bertsson, Þorri Hringsson og Þórarinn
Leifsson.
Helgarskákmót Taflfélags
Reykjavíkur
Helgarskákmót T.R. verður haldið dag-
ana 30. maí til 2. júní. Það verður með
sama sniði og fyrri mót, sem þóttu takast
mjög vel. Tefldar verða 6 umferðir eftir
Monradkerfi, 1 1/2 klst. á 30 leiki og 30
mín. til að klára. Teflt verður í húsnæði
T.R., Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12.
Verðlaun eru þrenn, 25.000 kr., 15.000
kr. og 10.000 kr.
Skráning á mótið hefst klukkustund
fyrir fyrstu umferð fimmtudaginn 30.
maí.
Samsöngur þriggja kóra
í Hallgrímskirkju 31. maí
Kór Garðakirkju, Háskólakórinn og Kór
Akureyrarkirkju halda tónleika í Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 31. maí kl. 20.
Kór Akureyrarkirkju flytur undir stjóm
Bjöms Steinars Sólbergssonar meðal
annars nýtt kórverk eftir Jón Hlöðver Ás-
kelsson sem nefnist „í forgörðum Drott-
ins“. Kór Garðakirkju og Háskólakórinn
flytja undir stjórn Ferenc Utassy verk eft-
ir Ludovico da Viadana, Franz Liszt og
Zoltan Kodaly. Saman syngja kórarnir
þrír Davíðssálm nr. 150 við tónlist Césars
Franck og Nun Danket alle Gott eftir
Franz Liszt.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 nk. föstu-
dagskvöld í Hallgrímskirkju. Aðgöngu-
miðar eru seldir við innganginn og er
miðaverð kr. 1.000 (500 fyrir aldraða og
nema).
Feröafélag íslands
Laugardaginn 1. júní kl. 13 verður farin
fjölskylduferð á Selatanga.
Selatangar eru kjörinn staður fyrir fjöl-
skyldur með böm. Spennandi sand- og
hraunfjara. Merkar minjar um útræði
fyrri tíma. Fiskabyrgi, verbúðarrústir,
refagildrur, draugur (Tanga-Tommi),
sérstæðar hraunmyndanir. Fjörubál.
Spennandi ferð fyrir fólk á öllum aldri.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust-
anmegin (stansað á Kópavogshálsi og í
Hafnarfirði v. kirkjugarðinn).
Munið gönguferð um gosbeltið 5. ferð á
sunnudaginn kl. 13. Allir velkomnir.
Ferðafélag íslands
Ingvar Staffans í FÍM-salnum
Nú stendur yfir í FÍM-salnum í Garða-
stræti sýning á verkum sænska lista-
mannsins Ingvar Staffans.
Ingvar Staffans er fæddur í Austurbotn-
um, Finnlandi, árið 1947. Hann er sjálf-
menntaður í myndlist. Hann hefur hald-
ið níu einkasýningar og tekið þátt í fjöl-
mörgum samsýningum. Ýmsar opinber-
ar stofnanir og söfn í Svíþjóð eiga verk
eftir hann.
Á sýningunni í FÍM-salnum em mál-
verk gerð með blandaðri tækni.
Sýningin verður opin daglega frá kl. 14
til 18. Henni lýkur sunnudaginn 9. júní.
Sölusýning á verkum
meistaranna
Klausturhólar og Listhús efna til nýstár-
legrar sölusýningar á verkum margra
helstu listamanna þjóðarinnar í sýning-
arsalnum að Vesturgötu 17.
Meðal annars em þar sýndar myndir
eftir Jóhannes S. Kjarval, Ásgrím Jóns-
son, Svavar Guðnason, Jón Stefánsson,
Erró, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald
Skúlason, Jóhann Briem, Júlíönu
Sveinsdóttur o.fl. Sumar þessara mynda
hafa ekki komið áður fram til sölu hér á
landi. Sýningin stendur til sunnudagsins
9. júní. Opið er alla daga kl. 14-18.
Lárétt
1) Konunafn. 6) Rimlakassi. 8)
Grænmeti. 9) Fljót. 10) Vond. 11)
Fugl. 12) Draup. 13) Fæddu. 15)
Strax.
Lóðrétt
2) Gömul. 3) Féll. 4) Draumórar. 5)
Væn. 7) Kjaftæði. 14) Tónn.
Ráðning á gátu no. 6279
Lárétt
1) Galli. 6) Nái. 8) Öld. 9) Tár. 10)
LLL. 11) Tjá. 12) Afi. 13) Táu. 15)
Hissa.
Lóðrétt
2) Andláti. 3) Lá. 4) Litlaus. 5)
Rölta. 7) Hreif. 14) As.
Gsnéisskfi 0 ' 9 '
29. maí 1991 kl. 9.15 Kaup Sala
Bandarikjadollar ...59,840 60,000
Sterlingspund .104,406 104,685
Kanadadollar ...52,219 52,358
Dönsk króna ...9,2097 9,2343
Norsk króna ...9,0523 9,0765
Sænsk króna ...9,8462 9,8725
Finnskt mark .14,7954 14,8350
Franskur franki .10,3984 10,4262
Belgiskur franki ...1,7139 1,7185
Svissneskur frankl... .41,3974 41,5081
Hollenskt gylllni .31,3339 31,4177
.35,3007 35,3951 0,04759 5,0304
ítölsk líra .0,04746
Austurrískur sch ...5,0170
Portúg. escudo ...0,4047 0,4058
Spánskur peseti ...0,5697 0,5712
Japanskt yen .0,43560 0,43676
írskt pund ...94,323 94,575 81,0840
Sérst. dráttarr. „80,8678
ECU-Evrópum .72,4393 72,6330
Ef bilar rafmagn, hltavelta eða vatnsveita
má hringja I þessi slmanúmer:
Rafmagn: I Reykjavlk, Kópavogi og Seltjarn-
amesi er slmi 686230. Akureyri 24414, Kefla-
vik 12039, Hafnaríjörður 51336, Vestmanna-
eyjar 11321.
Hitaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjarnar-
nes slmi 621180, Kópavogur 41580, en eftir
kl. 18.00 og um helgar (sima 41575, Akureyri
23206, Keflavik 11515, en eftir lokun 11552.
Vestmannaeyjar slmi 11088 og 11533, Hafn-
aríjöröur 53445.
Slmi: Reykjavlk, Kópavogi, Seltjarnarnesi,
Akureyri, Keflavik og Vestmannaeyjum til-
kynnist I slma 05.
Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn,
hitaveita o.fl.) er I slma 27311 alla virka daga
frá kl. 17.00 til ki. 08.00 og á helgum dögum
er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við
tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og I
öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig
þurfa að fá aðstoö borgarstofnana.
90 ára:
Þorsteinn Guðmundsson
Skálpastöðum
Þann 31. maí fyrir 90 árum fæddist
að Syðri-Fossum í Andakflshreppi
sveinbarn. Foreldrar þess voru Guð-
mundur Auðunsson og kona hans,
Guðbjörg Aradóttir ljósmóðir. -
Þeim dreng var nafn gefið og hann
nefndur Þorsteinn. Hann er nú níu-
tíu ára, andlega heill og teinréttur
sem ungur væri þrátt fyrir hlífðar-
laust strit um langa ævi, og á heima
á föðurleifð sinni, Skálpastöðum.
Ég gef mér það, að heilladísirnar
hafi verið þar nærri þegar fæðingu
hans bar að, og að þær hafi lagt
blessun sína yfir lífstíð þess drengs,
sem þá var í heiminn borinn. Um
það sýnist mér lífsferill hans, atvik
og störf í þágu heimilis hans og
samþegna hans heima í héraði og
víðar bera Ijóst vitni.
Ég veit að Borgfirðingar munu fjöl-
menna og heimsækja hinn aldna
höfðingja í tilefni þessa afmælis
hans. Og ég veit að það verður stór-
hátíð heima á Skálpastöðum þar
sem ættingjar og vinir munu hylla
öldunginn síunga. Þar munu þeir
þakka honum langa og gifturíka
samfylgd og samvinnu heima og
heiman í félags- og framfaramálum
sinnar sveitar og síns fagra heima-
héraðs. Þeir munu minnast sagna-
mannsins og skáldbóndans, sem á
leikandi léttan hátt, svo að sérstaka
eftirtekt hefur vakið, hefur skráð
lífsferil sinn og annarra á fögru máli
og bera heiðríkju huga hans og
vöggugjöf órækt vitni í hreinni stíl-
snilld. Frásagnargáfan er ein af
vöggugjöfum sem honum hafa
hlotnast í ríkum mæli og margir
hafa notið í þeim bókum, sem kom-
ið hafa út frá hans hendi. Hygg ég að
þar séu ekki öll kurl komin til grafar
og margur ber þá von í brjósti að fá
meira að heyra úr sagnasjóði hans
og að honum endist aldur og þrek til
að láta þær vonir rætast. Sagnir,
sem hann öðrum fremur kann góð
skil á og hefur þá hæfileika að
greina frá öðrum fremur. Þeir munu
minnast náttúrubarnsins og lax-
veiðimannsins, sem hafði mögu-
leika á aö rækta með sér þá íþrótt í
sínu heimalandi. En síðast en ekki
síst munu þeir minnast bóndans,
Þorsteins á Skálpastöðum, sem tók
við jörð, sem rétt framfleytti einni
fjölskyldu með því að hafa sig allan
við, en hefur með visku sinni og
snilli lagt grunninn að því ættarsetri
sem Skálpastaðir eru í dag, þar sem
þrír ættliðir búa saman með þeim
myndarskap að víðfrægt er og í
þeirri sátt og samlyndi, sem ætti að
vera öðrum lýsandi fordæmi og veit-
ir þeim öllum þann óðalsfrið sem
allir þrá að njóta, og skapar viðkom-
endum lífshamingju og góða af-
komu. Að svo hefur til tekist, hygg
ég að skaphöfn Þorsteins eigi
stærstan þáttinn, að ógleymdum
hlut hans ágætu konu, Þórunnar
Vigfúsdóttur frá Tungu í Valþjófsdal
vestur. - Það eitt, útaf fyrir sig, veit
ég að hann/þau telja sitt mesta lífs-
lán og mest til gleði að fá að sitja við
þann arineld í fagurri elli sinni, í
frændgarði.
Alls þessa og margs annars veit ég
að Borgfirðingar og aðrir munu
minnast þegar hann óbilaður leggur
nú upp á 10. áratug ævi sinnar með
heiðríkju í huga og sólskin í sálu
sinni á ævikvöldi. Slíkum er gott að
njóta langrar ævi.
Það var ekki ætlun mín að rekja
ættir eða æviferil Þorsteins á
Skálpastöðum. Mig langaði aðeins
til að senda honum fáein þakkar- og
kveðjuorð í tilefni afmælis hans fyr-
ir þau kynni, sem með okkur hafa
tekist á efri árum okkar beggja, fyrir
hreina tilviljun. í þeim kynnum og
samskiptum hefi ég svo margs notið
sem mér hefur orðið mikill ávinn-
ingur að og ég vildi ekki án vera svo
lengi sem við báðir höldum heilli
hugsun. Þar hefur hann verið veit-
andinn en ég þiggjandinn. Sú þakk-
arskuld verður honum seint eða
aldrei goldin af mér. Því eru þessi
orð mín á blað færð.
Þorsteinn á Skálpastöðum gekkst
ungur að árum undir hugsjón ung-
mennafélaganna og samvinnustefn-
unnar. Samtök ungmennafélagsins
fengu hann ungan til að fara norður
á Vestfirði til að flytja ungum og full-
orðnum erindi í anda þeirrar mann-
bætandi hugsjónar. Eflaust hefur
honum sjálfum þótt í nokkuð mikið
lagt. Sjálfur segir hann frá því, að í
þeirri för lagði hann leið sína að Núpi
í Dýrafirði að hitta séra Sigtrygg
Guðlaugsson og hitti þá á séra Sig-
trygg lasinn og í rúmi sínu. Honum
þótti nokkurs um vert að fá umsögn
Sigtryggs um það sem hann ætlaði
að flytja vestfirskum æskulýð og öðr-
um áheyrendum. Því bað hann séra
Sigtrygg að lesa yfir erindi sín. Að
lestri loknum rétti Sigtryggur hon-
um blöðin aftur og sagði: „Þú þarft
ekki að minnkast þín fyrir að láta
fólkið heyra þetta, Þorsteinn rninn."
- Með þau orð að leiðarljósi lagði
hann upp í þessa menningarför sína
um Vestfirði norðanverða. Því tilfæri
ég þessi orð séra Sigtryggs hér, að
mér sýnist að svo hafi orðið um
fleira. Þorsteinn hefur ekki þurft að
minnkast sín fyrir orð sín eða gerðir
um sína mörgu ævidaga. Þar hefur
heiðríkja hugans og viska verið hon-
um það leiðarljós, sem hún varð vest-
firskum ungmennum í þessari Vest-
fjarðaför hans. Spekingurinn, séra
Sigtryggur, hafði lesið rétt úr hugar-
fari þessa nemanda síns þegar hann
mælti svo og að þau hafi verið nokk-
urskonar „mottó'1, einkunnarorð,
Þorsteins í oröi og verki á langri ævi.
En gæfudísirnar voru með Þor-
steini á fleiri en einn veg í þessari
för. Sjálfur hefur hann sagt frá því
atviki á þann hugljúfasta hátt sem
ég minnist að hafa lesið um þau
Sjafnarmál. Þar gisti hann hjá stúlk-
unni, sem átti eftir að verða hans og
hann hennar og játaðist undir að
vera með honum í verki, að byggja
upp bæinn hans og færði honum
einn af stóru vinningunum í lífi
hans og þeirra beggja. Og oftar
munu þær dísir hafa verið í för með
honum þó það verði ekki rakið. Þó
get ég ekki stillt mig um að vitna í
frásögn hans af ferð hans frá Akra-
nesi upp f Borgarnes með búslóð
sína á leið að Skálpastöðum til að
taka þar við búi af föður sínum. Tví-
vegis hékk á bláþræði hvernig sú för
endaði. En giftan var í för með hon-
um og hann náði fyrirhugaðri lend-
ingu án áfalla. - Upp frá því hefur
hann átt Skálpastaði og Skálpastaðir
hann, órjúfanlega. Saga bóndans og
býlisins er samofin. Verkin sýna
merkin. Þar ber þetta tvennt hvort
öðru glæsilegt vitni. Vitni um hvað
hægt er að gera þegar hugur, hönd
og hamingja leggja saman. - Það
glampar á gullin þil á Skálpastöð-
um. Glampar heiðurs og hamingju
eru yfir og í öllu því sem Þorsteinn á
Skálpastöðum, kona hans og synir
þeirra hafa unnið með huga og hönd
á því fagra sveita- og gæfusetri. -
Megi svo verða um alla framtíð.
Þorsteini vini mínum þakka ég dýr-
mæta kynningu á liðnum árum. Við
hjónin óskum honum, konu hans
og afkomendum allra heilla og
blessunar um ókomin ár.
Hjartans þakkir mínar færi ég þér,
kæri vinur. Megi Guð fara mjúkum
höndum um ykkur, heiðurshjón,
hér eftir sem hingað til.
Guðmundur P, Valgeirsson,
Bæ
Þorsteinn tekur á móti gestum á
Skálpastöðum, laugardaginn 1.
júní frá kl. 15.00.
Missagt var í Tímanum í gær að
móttaka gesta væri á afmælisdag-
inn.