Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. maí 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Barna- og unglinga-
geðdeild og fordómar
Hvað eru fordómar? Oftast má rekja þá til þekfcingarleysis,
ókunnugleika á því sem um ræðir. Og hvað má gera - jú, fræða
og kynna það sem áður hefur verið lokað eða viðkvæmt í um-
ræðu.
Það að hafa geðræn vandamál virðist svo miklu erfiðara í augum
manna en það t.d. að vera með botnlangabólgu. Ef bamið þitt fær
botnlangabólgu fer það inn á spítala og þar er framkvæmd skurð-
aðgerð og þessi sýkti líkamshluti fjarlægður.
Það er hins vegar allt annað uppi á
teningnum ef barnið reynist með
geðræn vandamál. Þú heldur að
það sé þér að kenna, þú sért ekki
nógu góður uppalandi og svona
mætti lengi telja. Þú reynir að ráða
sjálfur fram úr vandanum og ef vel
lætur eruð þið tvö um að ala upp
og annast barnið.
Sundum hafa komið kvartanir frá
Dagvist barna eða skóla. Á þeim
stöðum eru sálfræðingar og aðrir
sem veita aðstoð og stuðning. Ef
ekki hefur dugað er næsta skrefið
e.t.v. að foreldrum er bent á að
leita til Barna- og unglingageð-
deildar.
Það eru flestum þung spor - og
hvers vegna það? Er nokkuð verra
að leita hjálpar á barnageðdeild en
barnadeild? Á báðum stöðum er
reynt að veita þá aðstoð og lækn-
ingu, stuðla að bata, sem hægt er.
En þú getur sagt öllum frá því að
barnið þitt sé á barnadeild, en þú
forðast að tala um það að barnið sé
á geðdeild.
Frá því ég kom fyrst til starfa á
Barna- og unglingageðdeildina
spyr fólk mig enn sömu spurninga:
Getur verið að börn séu geðveik? -
Með geðræn vandamál?
Stundum hef ég velt því fyrir mér
hvort það myndi hjálpa ef breytt
yrði heiti deildarinnar, alveg eins
og það að með tímanum hafa ýmis
heiti á geðrænum vanda breyst.
Þar kemur reyndar líka til aukin
þekking á vandamálum barna. í
dag tölum við um að einstaklingur
sé þroskaheftur, ekki fáviti, við töl-
um um misþroska, við tölum um
ofvirkni o.fl. í dag leggjum við líka
áherslu á það t.d. að einhverfir ein-
staklingar séu ekki geðveikir held-
ur séu þeir með víðtæka þroska-
truflun.
Breytti það einhverju um for-
dóma að gera slíkt? E.t.v. er það
raunin, en slæmt er ef fordómar og
hræðsla koma í veg fyrir að fólk
leiti þjónustu fyrir börn sín þar
sem hana er að fá eða börn, ung-
lingar og foreldrar líði fyrir að
þiggja ekki þessa þjónustu vegna
þess að jafnvel nánustu ættingjar
mega ekki vita að leita hafi verið til
Barna- og unglingageðdeildar.
Við starfsfólk á dagdeild Barna- og
unglingageðdeildar höfum velt því
mikið fyrir okkur hvort við ættum
mögulega okkar þátt í allri þessari
duld sem hvílir yfir vinnustað okk-
ar. Ég er ekki frá því. Á öllum
sjúkrahúsum játast starfsmenn
undir þagnarskyldu. Ég óttast að
við tökum þagnarskylduna svo há-
tíðlega að við segjum ekki fólki
sem spyr hvers konar starfsemi fari
fram á Barna- og unglingageðdeild
og ýtum með því jafnvel undir dul-
úðina. Hins vegar felst þagnar-
skyldan í því að við megum aldrei
og hvergi ræða um einstaklinga
sem þiggja þjónustu okkar.
Ég get ekki hætt svo þessum
vangaveltum mínum að ég minnist
ekki á Sæbrautarmálið svokallaða.
Svo skelfmgu lostin hef ég verið
frá byrjun þessa máls. Ég hef velt
því fyrir mér hvers vegna við sem
höfum unnið með þessum börn-
um og foreldrum þeirra höfum
ekki verið duglegri við að kynna
málefni þessara einstaklinga og
einkenni betur fyrir almenningi.
Við höfum gleymt okkur við þjálf-
un þeirra. Við höfum reyndar alltaf
haft inni í þjálfunaráætlunum
þeirra félagslega þjálfun. Við höf-
um farið með þeim í búðir, banka,
kaffihús, sund o.fl. Einnig hefur
baráttan fyrir bættri þjónustu, s.s.
meðferðarheimilum, sambýli,
skammtímavistun, vernduðum
vinnustað, tekið mikla orku, ekki
síst frá foreldrum.
Ég tala um fordóma hér og ætla
því að reyna að vera ekki fordóma-
full á hinn veginn, þó að það sé mér
ákaflega erfitt. Að fordæma ekki þá
heilbrigðu og eðlilega greindu sem
vilja sex ungmenni burt úr bæjar-
félagi sínu vegna ónæðis.
Síðustu árin hefur sambýlum
fjölgað mjög og verið litið svo á að
allir ættu rétt á að búa í litlum ein-
ingum. Þroskaheftir og fólk með
geðræn vandamál eiga sama fé-
lagslega rétt og aðrir borgarar
þessa þjóðfélags. Alltaf hafa öðru
hverju komið upp mál þar sem
mótmælt hefur verið að einbýlis-
hús yrðu að sambýlum. Vona ég að
þetta Sæbrautarmál verði þó það
síðasta. Að fólkið á Nesinu reyni að
kynnast þessum unglingum og
átta sig á því að þeir eru alls ekki
hættulegir á nokkurn máta. Mér
verður hugsað til Trönuhólaheim-
ilisins og hvernig börnin sem fóru
þangað árið 1982 og eru nú komin
yfir tvítugt hafa orðið partur af því
nágrenni sem þau lifa í.
Að síðustu vil ég minnast á að
Barna- og unglingageðdeildin hef-
ur verið til húsa við Dalbraut 12
síðan 1971 og aldrei man ég eftir
því að kvartað hafi verið yfir okkur
frá nágrenninu. Starfsfólk verslana
hefur sýnt okkur umburðarlyndi,
vinsemd og skilning. Og þá spyr
ég, hefði verið hægt að kynna ein-
hverfuna betur fyrir væntanlegum
nágrönnum þeirra á Nesinu, en þá
hlýt ég líka að spyrja: Hvernig átti
nokkrum manni að detta í hug að
svona færi á árinu 1991?
Höfundur er Sólveig Guð-
laugsdóttir geðhjúkrunar-
fræöingur.
Haraldur Jóhannsson: ^
FORNAR SLOÐIR
Af Kili
Á steinkrossum Manar hafa fund-
ist 29 rúnaristur... Myndir á stein-
krossunum sýna minni úr nor-
roermi goðafræöi, Sigurð Fáfnis-
bana, Óðin og Fenrisúlf, Ragna-
rök... (Bls. 429) Á Suðureyjum eru
þrjú fjöll, sem bera nafhið Hekla.
(Bls. 452) Einar Pájsson
í Steinkrossi, fjórða bindinu í rit-
safni sínu um heiðinn dóm og fom
minni, fjallar Einar Pálsson í síðari
hluta þess um fornar götur eða
slóðir (sem hann nefnir markleið-
ir), að nokkm með tilliti til mörk-
unar lands. Sú umfjöllun hans
verður hér stuttlega rakin.
I
Við athugun á mörkun landnáms í
Rangárhverfi virtist Einari Pálssyni
sem „Hlíðarendi í Fljótshlíð hefði
markast af línu, sem rann frá Stein-
krossi á Rangárvöllum yfir Þríhym-
ing að tindi Dagmálafjalls á öxl
Eyjafjallajökuls ... í há-austri frá
Hofi er fjallið Þríhymingur — og
Vatnsdalsfjall á milli. Á Vatnsdals-
fjalli er Helgafell ... í hánorðri frá
Helgafelli var Steinkross og kross-
götur... Ef línan frá Steinkrossi var
framlengd yfir Þríhyming (í SA)
rann hún að landamörkum Hlíðar-
enda í Fljótshlíð ... Lítill vegur var
að sjá, að Hlíðarendi hefði nokkum
tíma verið „endi“ Fljótshlíðar... Svo
var að sjá sem línan frá Steinkrossi
rynni um Merkjá.... Lína frá Stein-
krossi að Dagmálafjalli sýndist
m.ö.o. ráða nafngift Hlíðarenda."
(Bls. 386- 387)
Var Einari Pálssyni ókunnugt um
áþekkar athuganir, þegar honum
barst í hendur The Old Straight
TVack eftir Alfred Watkins, sem fyrst
var út gefin 1925, en endurútgefin
1970 og síðan þrisvar endurprent-
uð. Út frá kennileitum á Bretlands-
eyjum sá Watkins marka fyrir
horfnum fornum götum, „!ays“
(sbr. „norræna orðið „leið“ „ (Bls.
393), en við sjó enda þær við klett
eða höfða, „stundum drang í hafi.“
(Bls. 395) Koma leiðir saman, „þar
sem haldin voru þing, lögrétta og
markaður," (Bls. 397). Og „einatt
miða (ath. þær) að krossgötum"
(bls. 394), en við margar þeirra
stóðu steinkrossar.
Segir Einar Pálsson svo frá: „Geta
menn rétt aðeins ímyndað sér svip-
inn á höfundi þessarar bókar, þegar
hann las eftirfarandi í riti Watkins:
„Sex eða átta sveitabæir og staðir
nefndir „Hillend" (ath. Hlíðarendi),
sem staðsettir em umhverfis Mal-
vems em athyglisverð sönnun þess,
að þeir em notaðir sem leiðarmörk
slóðar, sem beint er að tindi á hæð.
Fáir þessara sveitabæja eða staða
geta talist á enda hlíðar eða standa
tiltölulega hátt. — í sex tilvikum
fann ég, að markleiðir gengu í gegn-
um „Hillend", annað hæðar-staðar-
nafn og áfram að tindi.“ „ (Bls. 389-
390)
II
„Steinkross (ath. nú eyðibýli) er
mitt á milli Bergþórshvols í Land-
eyjum og Stangar í Þjórsárdal," (bls.
399) segir Einar Pálsson enn.
„Kunnugir skýrðu mér snemma frá
því, að krossgötur hefðu frá fornu
fari verið við Steinkross, en ekki
man ég eftir að hafa séð Steinkross
beinlínis nefndan krossgötur á
prenti." (Bls. 401) í Jarðabók Áma
Magnússonar og Páls Vídalíns né
heldur í Jarðatali 1847 mun ekki
getið gatna við Steinkross. Þeirra er
hins vegar getið í árbókum Hins ís-
lenska fornleifafélags, svo sem 1928:
„Stöku sinnum er þó farinn enn
hinn fomi vegur, hjá Steinkrossi,
um Knafahóla," (bls. 401) og 1953 í
grein Vigfúsar Guðmundssonar um
Eyðibýli og auðnir á Rangárvöllum.
Farast Einari Pálssyni svo orð:
„Hafi mér ekki skotist yfir einhverja
markverða heimild, virðist upp talið
það, sem vitað er með vissu um
Steinkross frá öndverðu. Hef ég
þannig ekki fúndið skýringu á nafn-
giftinni..." (Bls. 402). En hann getur
þess, að í bók sinni um Rangárþing
1974 segi Þórður Tómasson, safn-
vörður á Skógum: „Heimilt virðist
að telja bæjamafnið Steinkross
benda til þess, að vestrænir menn
eða Keltar hafi reist þar steinkross.“
(BIs. 399)
III
Alfred Watkins kemst „að þeirri
niðurstöðu, að tiltekin stétt manna
hafi haft mælingar með höndum.
Vom verkfæri mælingamanna staf-
ir, hver þeirra virðist hafa borið tvo
slíka ... Annað helsta heitið á þess-
um forna mælingamanni, sem erfst
hefur, er COLMAN. Telur Watkins
orðið keltneskt, mnnið af COEL,
sem merkir „tákn“... Tilfærir Watk-
ins fjölda COI^ömefna, sem virðast
lúta að mælingu lands." (Bls. 350)
Frá landnámi á Akranesi segir
Landnáma svo: „Þormóður hinn
gamli og Ketill Bresasynir fóm af ír-
landi til íslands og námu Akranes
allt á milli Aurriðaár og Kalmansár.
Þeir vom írskir. Kalman var og írsk-
ur, er áin var við kennd, og bjó fyrst
í Katanesi. Þeir bræður skiptu lönd-
um með sér...“ (Bls. 349) Þá er
spurn: „Er Kalman hin íslenska
mynd COLMANS?" (Bls. 350)
í Danmörku kann Colman að hafa
átt starfsbróður, Jens Vejmand.
„Vejmand er þjóðsagnavera, sem
LEGGUR VEGI og slær gmnnar
skálar í þríhliða steina. Fomleifa-
fræðingurinn P.V. Glob, sem minn-
ist í örstuttu máli á þetta (í Danske
Oldtidsminder 1967), sér að vísu
ekki annað athyglisvert í dæminu
en skálar steinanna ... VEGMAÐUR
kann augljóslega að vita að mark-
leiðum.“ (Bls. 455-456)
IV
Með tilliti til mörkunar landnáms
og þinga á annan bóginn, en leiða á
hinn bóginn, setur Einar Pálsson
fram tilgátu, sem ýmsa mun vekja til
íhugunar: „Goðorði Kjalamesþings
... fylgir helgun Alþingis ... Tökum
eftir því, að það er Helgi bjóla, sonur
Ketils flatnefs í Suðureyjum, bróðir
Auðar djúpúðgu, sem nam með ráði
Ingólfs Kjalarnes. Þegar Auður kom
til íslands, fór hún „á Kjalarnes til
Helga bjólu bróður síns“ ... Gjörvall-
ur gmndvöllur Alþingismörkunar
að Þingvöllum kemur þama sam-
an.“ (Bls. 321-322)
Og þá vaknar spurning: „Eða hví
heitir fjallvegur nærri miðju íslands
KJÖLUR?" (Bls. 322)
Reykjavík, 16. apríl 1991.
Haraldur Jóhannsson