Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. maí 1991 Tíminn 11 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Innritun nemenda í fram- haldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dag- ana 3. og 4. júní nk. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjarskólan- um innritunardagana. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eígum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viöhald og viögerðir á iönaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Si'mi 84110 Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar , Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNII) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVjK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar ^uma^ hjólharðar Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á iágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarða- skiptingar. BARÐ8NN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844 ÍTALSKIR ÞJÓFAR ítalskir peningaþjófar eru kræfir og svífast einskis tii að nálgast feng sinn. Nýlega gerðist það á hraðbrautinni L’Aquila, rétt utan við Róm, að krani stóð þvert á veg- inum og iokaði honum fýrir um- ferð. Því var það að ökumaður peningaflutningabíls, sem að bar, neyddist til að stansa. Þá var eins og líf hefði færst í kranann sem sveiflaðist til og möibraut flutningabílinn. Öku- maðurinn kramdist til dauðs í at- ganginum. Nú gátu þjófarnir athafnað sig í friði og tæmt bílflakið af verð- mætum, en ekki hefur verið gefið upp hversu mikil þau voru. Og þá var bara að láta sig hverfa af vett- vangi með fenginn. Reyndar leið ekki á löngu þar tii lögreglan hafði í vörslu sinni fjórar manneskjur, sem grunaðar voru um aðild að verknaðinum. Þessi glæpaaðferð er áður óþekkt á Ítalíu og dugir ekki að gera hana eftirbreytni- verða í augum þeirra, sem einskis skirrast til að komast yfir fé. m. ■v John Drew Barrymore hefur átt í iangri og strangri baráttu viö sameiginlegan óvin Barrymore-ættarinn- ar, áfengissýkina. Hann var lagstur í flakk og betl skömmu eftir að dóttir hans fæddist, en nú virðist hann vera að rétta úr kútnum. | iiillll SPEGILL Ættarfylgja fræg- ustu leikaraættar Holiyvyood er drykkjusýkin Drew Barrymore er ekki nema 16 ára, en þetta stutta líf hennar hefur ekki verið þrautalaust, þrátt fyrir frægt nafn og ótal tækifæri í Holly- wood. Hún hrærði t.d. hug og hjarta áhorfenda í kvikmyndinni um geimveruna E.T. og hún er bú- in að skrifa sjálfsævisöguna um litlu glötuðu stúlkuna. Þar fer hún mörgum orðum um hvílíkt tóm hefði fylgt því að alast upp föður- laus. Föðurlaus er hún reyndar ekki. Pabbi hennar heitir John Drew Barrymore og var faðir hans leik- arinn frægi John Barrymore og föðursystkin sömuleiðis frægir leikarar, Ethel og Lionel. Og reyndar nær leikarahefðin lengra aftur í ættir. Allt þetta fræga og hæfileikaríka fólk átti sameigin- legan óvin, áfengi, en það var John Drew Barrymore sem fýrstur við- urkenndi ósigur sinn. Hann var búinn að segja skilið við venjulega borgaralega tilveru rétt eftir að dóttir hans fæddist, lagðist í flakk og slark og stundaði betl til að tóra. Snemma fór að bera á þessu ætt- areinkenni hjá Drew og þótti læknum hennar ráðlegt að leita uppi pabba hennar í þeirri von að það gæti orðiö henni til bjargar, en hann var ófáanlegur til að leggja nokkuð til málanna, heldur hélt uppteknum hætti og eyddi tíman- um innan um aðra útigangsmenn í Santa Monica í Kalifomíu. Nú er þó svo komið að hann er aftur mættur í Hollywood og virð- Drew Barrymore er ekki nema 16 ára, en á þegar mikla og fjölskrúð- uga forb'ð. Hún hefúr þegar gengið í gegnum meðferð til að losna undan ofrieyslu áfengis og eiturtyQa. Hún er líka þegar búin að ganga í gegnum eina trúlofun, með Leland Hayward, sem stóð stutt ist vilja hefja nýtt líf. Hans fyrsta verk þegar hann kom þangað var að hringja í dóttur sína og biðja hana um eina litla milljón dollara til að koma undir sig fótunum. Hún neitaði. Og nú er eftir að sjá hvemig framtíðin verður hjá Barrymore-feðginunum. Þau eru bæði góðir leikarar og hafa erft góðan skerf af hæfileikum hinnar frægu ættar sinnar, bæði góða og erfiða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.