Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagotu, S 28822 ------------rt— Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga PÓSTFAX 91-68-76-91 iel HÖGG- >. DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahlutir TVÖFALDUR1. vinningur A Ií niinn FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1991 Reynt að koma höggi á okkur á viðkvæmum tíma Náttúruvemdarsamtök, sem þekkt eru að því að halla réttu máll, reyna að spilla fyrir íslendingum á ársfundi Hvalveiðiráðsins. Halldór Ásgrímsson: „Við íslendingar enyn ekki óvanir óvönduðum málflutningi frá þessum aðilum. Þeir hafa reynt að gera okkur tortryggilega á all- an hátt eins og þeir hafa mögulega getað. Þetta mál, sem nú er verið að blása upp, er greinilega í þeim augljósa tilgangi að reyna að koma höggi á okkur íslendinga á viðkvæmu augnabliki á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þessir aðilar hafa ekki einu sinni haft fyrir því að leita sér upplýsinga hjá íslenskum yfirvöldum heldur birta þessa hluti án þess að leita nokkurra skýringa hér. Þetta eru svo óvönduð vinnubrögð að það tekur engu tali, þótt ekkert komi mér lengur á óvart frá þessum aðil- um. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og fyrrv. sjávarút- vegsráðherra, í gær þegar bomar voru undir hann staðhæfingar frá umhverfisverndarsamtökunum Environmental Investigation Ag- ency, sem urðu til um miðjan síð- asta áratug eftir deilur innan Greenpeace. Umhverfisvemdarfyrirbæri þetta staðhæfir að íslendingar hafi brot- ið í bága við samþykktir Hvalveiði- ráðsins og flutt út stærstan hluta þess hvalkjöts sem veitt var í vís- indaskyni. íslensk stjórnvöld hafi og reynt að smygla kjötinu út und- ir því yfirskyni að þar færi fiskur. Og skirrst við að færa útflutt hval- kjöt til bókar, þannig að ekki beri saman bókum Japana um innflutt hvalkjöt frá íslandi og bókum ís- lendinga um útflutt hvalkjöt til Japan. Samtökin krefjast þess að forsætisráðherra sjái til þess að vís- indaveiðar íslendinga verði rann- sakaðar. Enda þjóðinni til skamm- ar. Um þetta sagði Halldór Ásgríms- son: „Sannleikurinn er sá að Al- þjóða hvalveiðiráðið samþykkti ályktunartillögu á sínum tíma um að stærri hluti hvalaafurða yrði nýttur innanlands. í sjálfu sér vor- um við ekki skyldugir til að fara eft- ir þessari ályktunartillögu, en ákveðið var strax í upphafi að gera það. Síðan þurfti að ganga frá skil- greiningu á þessu máli, sem gert var í samtölum við Bandaríkja- menn þar sem það var ákveðið að 51% af kjötmagninu þyrftu að vera nýtt hér innanlands og 49% mættu fara til útflutnings. Eftir þetta var ákveðið að setja sér- staka nefnd til þess að fylgjast með og skilgreina þetta mál og sættu Bandaríkjamenn sig vel við það. Mikil áhersla var lögð á af okkar hálfu að standa að málinu með þessum hætti, þótt ljóst væri að verulegt fjárhagslegt tjón hlytist af Þetta fólk, sem telur sig umhverfissinna, sakar íslendinga um lygar og falsanir skjala í sambandi við út- flutning á hvalkjöti. Tímamynd: Pjetur þessum sökum. Þetta mál verður að skoðast í því Ijósi að margir líta svo á að það skipti máli hver étur hvalina, en ekki hversu mörg dýr eru drepin og það er eitt aðalsjón- armið hjá mörgum sem sækja fund Alþjóða hvalveiðiráðsins." Vert er að vara við að allar tölur EIA eru ágiskanir. Samtökin þykja heldur ekki með öllu ábyggileg. Nýverið sagði formaður þeirra, All- an Thornton, frá því í Sky-fréttum að Færeyingar hefðu það til dund- urs og skemmtunar að slátra grind. Því til sönnunar hafði hann myndir af rotnandi hvalkjöti í fjörum Þórs- hafriar. Við skoðun kom í ljós, að Thornton og hans menn gengu í ruslatunnur Þórshafnarbúa og drógu þaðan upp gamalt kjöt, sem hafði verið fleygt þegar nýtt kjöt barst, dreifðu því í fjöru og mynd- uðu síðan. -aá/SIS Meginniðurstaða 36. þings BSRB var sú að hækka kaupmátt lægstu launa: Kjaramálin á oddinum Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi um málefni Sorpu í borgarráði: HÓTANIRNAR ERU ÓHÆFA í gær var slitið 36. þingi BSRB. Þar voru kjaramálin ofarlega á dag- skránni. Á þinginu var samþykkt ályktun þess efnis að sérstök áhersla yrði lögð á stórhækkun lægstu launa og hefði sú hækkun forgang í næstu kjarasamningum. í sömu ályktun var hvatt til aukinnar umræðu um mótun launastefnunn- ar með áherslu á að kaupmáttur Tuttugu og tveggja ára i rumaöur bifhjóls beið bana í árekstri við stóra vörubifreið á gatnamótum Bfldshöfða og Sævarhöfða um ki. 7:30 í gærmorgun. Ökumaður bif- hjólsins ók Sævarhöfða í átt að Bíldshöfða og varð fyrir vörubifreið- inni á gatnamótunum. Talið er að hann hafi látist samstundis. taxtalauna yrði stóraukinn og hann tryggður svo að dagvinna dygði til framfærslu. Auk þess var nokkur umræða um Evrópumálin og niðurstaða þings- ins var sú að innganga íslands í Evr- ópubandalagið kæmi ekki til greina. Ekki yrði heldur vikið frá sjálfs- ákvörðunarrétti íslendinga, yfirráð- um yfir auðlindum landsins og efna- Þá fórst íslensk stúlka í umferðar- slysi í Lúxemborg á þriðjudags- morguninn. Hún var að sópa gang- stétt fyrir utan gistiheimili þar sem hún vann og varð fyrir tengivagni dráttarbifreiðar sem ók hjá í þann mund. Hún Iést samstundis. Stúlkan sem lést hét Hulda Birgis- dóttir. Hún var tvítug að aldri. GS hagslögsögu þess í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Einnig samþykkti þingið að skora á ríkisstjórnina að ef til kæmi að ís- land gengi í EES yrði um það þjóð- aratkvæðagreiðsla. í lok þingsins var umræða um upp- sagnir BSRB-félaga undanfarna mánuði. Samþykkt var án umræðu ályktun um að BSRB skyldi mót- mæla væntanlegum uppsögnum 57 starfsmanna Heilsuhælis Náttúru- lækningafélagsins í Hveragerði. Alls sóttu 192 fulltrúar þingið frá 37 aðildarfélögum af öllu landinu. í lok þingsins fór fram stjórnarkjör og var Ögmundur Jónasson endurkjör- inn formaður. í dag er svo áætlaður mótmæla- fundur á Lækjartorgi af hálfu félaga BSRB. Þar verður mótmælt ákvörðun rík- isstjórnarinnar um vaxtahækkun og meðfylgjandi kjaraskerðingu launa- fólks og ástandinu í húsnæðislána- málum. -UÝJ Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, sagði á síðasta borgarráðsfundi að hún áiiti hótanir framkvæmdastjóra Sorpu í fjölmiðium um hækkun á gjaldskrá Sorpu, ekki við hæfi hjá nýstofnuðu fyrirtæki sem starfar án samkeppni. Framkvæmda- stjórinn hefði varpað ábyrgð á rekstrarörðugleikum Sorpu yfir á sveitarfélögin, að þau hafi ekki lagað sig að breytíri sorphirðu. Hann hafi hvatt fyrirtæki til að taka sig verulega á, annars yrði gjaldskráin hækkuð. í framhaldi af þessu lagðl Sig- rún fram fyrirspum f borgarráði um hvemig sorphirðudeild borg- arverkfræðings ætlar að kynna flokkun heimilissorps og standa að hirðingu sorps í framtíðinni, sérstaklega hvað varðar þann hluta sem hægt er að endurvinna, eins og pappír. Þá spurði hún hvemig borgin ætlar að koma til móts við þá íbúa, sem ekki hafa bifreið til umráða til þess að aka sorpi sínu á gámastaði. Almennt virðist fólk hafa álitið að sorpböggunarstöðin myndí flokka sorp og að fólk þyrfti því ekki að fiokka það sjálft. Fróðlegt verður að sjá hveraig borgaryfir- vöid hyggjast snúa sig út úr vand- anum. -SIS Lúxemborg og Reykjavík: Tvö banaslys

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.