Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.05.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. maí 1991 Tíminn 5 Nefnd skipuð vegna ófullnægjandi auglýsingamáta ferðaskrifstofanna Engar ýkjur um lágt ferðaverð Neytendasamtökin og Verðlags- stofnun hafa ákveðið að skipa nefnd vegna fjölda kvartana sem borist hafa Neytendasamtökunum frá fólki sem hefur átt viðskipti við ferða- skrifstofur. Aðallega er kvartað vegna auglýsinga ferðaskrifstofanna og að í þeim séu gefnar ófullnægj- andi upplýsingar um verð á utan- landsferðum. Neytendasamtökin telja æskilegt að settar verði reglur um hvernig auglýsa megi utan- landsferðir. Sigrún Kristmannsdóttir, lögfræð- ingur Verðlagsstofnunar, sagði að svo virtist sem allar ferðaskrifstof- urnar gæfu upp verð á utanlands- ferðum án flugvallarskattar og for- fallatryggingar. Hún sagði að nefnd- in væri rétt að fara af stað og því væri lítið hægt að segja um málið. Það gæti tekið töluverðan tíma að fá niðurstöður úr nefndinni en reynt yrði að koma með reglu um auglýs- ingaaðferðir ferðaskrifstofa fyrir næstu auglýsingavertíð þeirra. Sett- ar yrðu reglur um upplýsingar sem ferðaskrifstofur eiga að veita í aug- lýsingum og athugað hvort ástæða væri til að breyta almennum skil- málum ferðaskrifstofa. í nefndinni eiga sæti fulltrúar Verðlagsstofnunar, Neytendasam- takanna og Félags ferðaskrifstofa. -UÝJ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 217 brautskráðust — þar af 140 stúdentar Fjölbrautaskólanum í Breiðholti var slitið í íþróttahúsi skólans við Austurberg, fimmtudaginn 23. maí sl. í 31. sinn að viðstöddu fjölmenni. í dagskóla fengu 217 nemendur af- hent lokaprófsskírteini en í kvöld- skóla 30. 140 stúdentar voru braut- skráðir frá skólanum og náðu Berg- lind Reynisdóttir á náttúrufræði- braut dagskóla og Magnús Bjarnason á viðskiptafræðibraut kvöldskóla bestum árangri. Kristín Arnalds skólameistari sleit skólanum að lokinni athöfn. -SIS Birkiskógurinn í Húsadal í Þórsmörk er að deyja úr elli og Skógræktin grípur til aðgerða: Tjaldstæði eru bönnuð Skógrækt ríkisins hefur ákveðið að banna öll tjaldstæði í Húsadal í Þórsmörk í sumar. „Skógurinn er að deyja úr elli og við erum að gróðursetja ný tré í staðinn," sagði Böðvar Guðmundsson skógarvörð- ur á Suðurlandi í samtali við Tím- ann í gær. Birkiskógurinn í Húsadal er um aldargamall og það segir Böðvar vera eðlilegan líftíma birkiskóga. Því séu trén í Húsadal hvert af öðru að týna tölunni. Það sama segir Böðvar vera að gerast í Bæjarstaða- skógi í Skaftafelli en þessir tveir skógar eru á svipuðum aldri. „Það er mjög eðlilegur framgangsmáti birkiskóga að gjörfalla áður en þeir endurnýja sig. Vissulega hefur fólk traðkað mikið í skóginum í Húsa- dal en ég held að það hafi haft óveruleg áhrif. Sauðfjárbeit kann líka að hafa haft einhver áhrif en hún var stöðvuð fyrir nokkrum ár- um,“ sagði Böðvar. Öllum verður þó heimilt að fara um Húsadalinn þrátt fyrir að tjald- stæði séu bönnuð. Þau verða á ræktuðum grasflötum framan við dalinn þar sem skálar Austurleiðar hf. eru. Þau geta þó ekki tekið við jafnmiklu af fólki og Húsadalurinn hefur gert og sagði Böðvar því eðli- legt að fólk tjaldaði einnig á öðrum svæðum í Þórsmörk, s.s. Langadal og Básum. -sbs. Hjalparstofnun kirkjunnar: Hjálpar er víða þörf Frá áramótum hefur Hjálpar- stofnun kirkjunnar sent 17 millj- ónir til kaupa á hjálpargögnum fyrir fórnarlömb Flóabardaga og fórnarlamba hungurs í Afríku. Fyr- ir utan þetta eru framlög til fastra verkefna. í ályktun aðalfundar Hjálpar- stofnunarinnar er landsmönnum þakkaður góður stuðningur við starf stofnunarinnar á síðasta ári. Þar segir að enn sé þörf fyrir neyð- arhjálp; ekki síst þjóðum Afríku, þar sem áætlað sé að 20 milljónir manna svelti, flóttamönnum Kúrda og fórnarlömb náttúruham- fara í Bangladesh. Stjórn Hjálparstofnunar kirkj- unnar skipa þau Margrét Heinreks- dóttir, Hanna Pálsdóttir og Ey- steinn Helgason. í varastjórn sitja Friðrik Sophusson og sr. Úlfar Guðmundsson. Nefnd um framtíð Skálholtsstaðar Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur, í samráði við biskup íslands og menntamálaráðherra, skipað nefnd til að huga að framtíð Skál- holtsstaðar. Nefndinni er ætlað að skoða öll mál staðarins, þar á meðal framtíð skólahalds og rekstur sum- arbúða. Ennfremur skipulags- og byggingarmál og hvernig sé heppi- legast að nýta land staðarins til landbúnaðar. Lára Margrét Ragnarsdóttir alþing- ismaður hefur verið skipuð formað- ur nefndarinnar. Aðrir nefndar- menn eru sr. Jónas Gíslason vígslu- biskup, sr. Sigurður Sigurðarson prestur á Selfossi, sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og Ásdís Sigurjónsdóttir deildarsérfræðingur. -sbs. Viö opnum l.júní Um 40 verslanir, veitinga- og þjónustu- fyrirtœki á verslunarsvœði þar sem 80.000 manns leggja leið sína í hverri viku. Borgarkringlan, mitt á milli Kringlunnar og Borgarleikhússins, þar sem listin að lifa er listin að versla. i Brosandi verslunarhús

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.