Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 llil AP UTAN Sambandsstjórnin virðist hafa misst tökin á hernum: Blóð drýp- ur í Slo- veníu Miklir bardagar geisuðu í lýðveldinu Slóveníu í Júgóslavíu í gær milli sambandshersins og um 40 þúsund manna varnarliðssveita lýðveldisins. Flugvélar sambandshersins gerðu loftárásir á Brnik- flugvöllinn í Ljubljana, höfuðborg Iýðveldisins, og flugvöilinn í borginni Maribor, sem er helsta iðnaðarborg Slóveníu. Landher sambandshersins beitti öryggi og samvinnu í Evrópu), sem skriðdrekum og bryndrekum í bar- dögum sínum við léttvopnaðar vam- arliðssveitir Slóveníu. Ómögulegt er að segja til um hve margir hafa fallið, en ljóst er að þeir skipta tugum ef ekki hundruðum. í Króatíu hefur komið til nokkurra átaka, en þau hafa verið smávægileg miðað við átökin í Sló- veníu. Króatar, sem hafa komið sér upp vamarliðssveitum eins og Sló- venar, sögðust mundu svara öllum árásum af hörku ef á þá yrði ráðist. Bardagamir hófust í kjölfar sjálf- stæðisyfirlýsinga lýðveldanna. SIó- venía gekk mun lengra í sjálfstæðisyf- irlýsingu sinni en Króatía og lýsti full- um slitum við sambandsstjómina í Belgrað. Serbar, fjölmennasta þjóðin í Júgóslavíu, vilja halda ríkjasamband- inu saman. Kommúnistar ráða ríkj- um í Serbíu, en veldi þeirra í Slóveníu og Króatíu hrundi eftir kosningamar. Serbar ráða mestu í sambandsstjóm- inni og sambandshemum. Formæl- andi sambandsstjómarinnar sagði í gær að herinn hefði gengið lengra en stjómin hafi ætlað honum að gera. Hemum hafi einungis verið fyrirskip- að að tryggja landamæri ríkisins. Á leiðtogafundi Evrópubandalagsins í Lúxemborg í gær var ákveðið að senda nefnd þriggja utanríkisráðherra til Júgóslavíu til að reyna að sætta stríðandi öfl. Þá ákváðu leiðtogamir einnig að hætta í bili allri aðstoð við Júgóslavíu. Þá em uppi hugmyndir um að samtökin RÖSE (Ráðstefna um hafa að markmiði að koma í veg fyrir stjómmálakreppur og hemaðarátök í Evrópu, reyni að stöðva átökin í Júgó- slavíu. Hins vegar em samtökin á miklu mótunarskeiði og ekki taldar miklar líkur á að þau geti náð árangri. Reuter-SÞJ Sambandsherinn hefur gengið of langt að mati sambandsstjórnarinnar. Hún ætlaði honum einungis að tryggja landamæri ríkisins. Pólska þingið knýr fram ný kosningalög: Neitunarvaldi Walesa hnekkt Tilskilinn meiríhluti náðist í neðrí deild pólska þingsins í gær til að koma í veg fyrir að Lech Walesa, forseti landsins, geti neitað að undirrita lagafrumvarp þingsins um ný kosningalög og þannig komið í veg fyrír að það verði að lögum. Walesa hefur átt í miklum útistöðum við neðrí deildina um kosningalögin sem honum finnst alltof flókin og líkleg til að leiða til of sundurleits þings. Tvo þriðju hluta þingmanna þurfti til að hnekkja neitunarvaldi forsetans. 282 þingmenn vildu hnekkja neit- unarvaldi forsetans, 100 voru á móti og 9 sátu hjá. Walesa þarf því að boða til fyrstu fullkomlega lýðræðislegu þing- kosninganna í Póllandi áður en 3. júlí er allur og samkvæmt stjórnar- skránni og pólskum lögum kemur aðeins til greina að halda kosning- arnar 27. október. Rimma Walesa og neðri deildar- innar hófst 10. júní, þegar hann neitaði fyrst að undirrita kosninga- lagafrumvarpið. Þá vantaði sjö at- kvæði upp á að deildin gæti hnekkt neitunarvaldi forsetans. Þingdeild- Sri Lanka: Bretland: Thatcher hætt- ir þingmennsku Einn Utríkasti stjórnmáhunaður Breta, þingmaður frá árinu 1959 og forsætisráðherra í ellefu ár, Maigaret Thatcher, sagðist í gœr ekki ætla að gefa kost á sér f næstu þingkosnJngum sem John M^jor, núverandi forsætísráðherra, verður f síðasta lagi að boða til f næsta mánuðL Thatcher sagöist þó ætla að halda áfram afskiptum af stjóm- málum þótt hún fari af þingL Thatcher er fyrsta og eina konan, sem gegnt hefur embættí forsætís- ráðhern í Bretlandi, og hún gegnd) þvf embættí lengur en allir aðrír, sem hafa verið forsætisráðhemr á þessari Öld. Það bar mikið á henni þegar hún var forsætisráðherra og hefúr stefna hennar, sem ein- kenndist af hörku og keppnisskapL skapað nýtt hugtak i sfjómmála- fræði, thatcherismi. Hún hefur fengíó gagnrýni fyrir að vera harð- stjóri og hafa Jafnvel nánustu sam- starfsmenn viðurkennt að hún hafi Htla kímnigáfu og Utla þollnmæði. Hún var snemma unpnefhd Jám- frúin vegna hörku sinnar. Thatcher, sem er 65 ára, greindl ...................... Margaret Thatcher ekkí frá því hvað hún ætlaði að gera þegar þingmennskunni lyki, en gaf þó í slö'n að það yrðl eítthvað tengt efnahagsmálum og utanríkismál- um sem hún sagðist hafa mikinn áhugaá. Reuter-SÞJ Aðskilnaðar- sinnar myrða danskan mann Skæmliðar tamfla á Sri Lanka réð- ust á langferðabifreið á austurhluta eyjarinnar í gær, myrtu fjórtán far- þega og særðu átta. Á meðal hinna myrtu var danskur rfldsborgari. Skæmliðamir sprengdu jarð- sprengju undir rútunni og varð hún alelda á skömmum tíma. Tíu manns bmnnu tíl bana, en fjórir, þar á meðal Daninn, vom skotnir þegar þeir reyndu að flýja úr eldhaf- inu. Ellefu náðu að flýja inn í fmm- skóginn. Thlið er að Frelsissamtök tamíl- tígra (LTTE) beri ábyrgð á árásinni. Samtökin berjast fýrir sjálfstæði ta- mfla á norður- og austurhluta Sri Lanka, en þeir eru í minnihluta á eyjunni. Múslimar eru í meirihluta. Þetta er í fýrsta skipti sem skærulið- ar tamfla myrða Vesturlandabúa, en um 30 þúsund manns hafa látist í bardögum skæruliða og stjórnar- hersins í þau átta ár sem þeir hafa staðið yfir. Ekki var alveg ljóst hvað Daninn var að gera á þessum slóðum. Sum- ir töldu að hann hefði komið til Sri Lanka fýrir um einum mánuði og væri venjulegur ferðamaður, en aðr- ir héldu því fram að hann hefði rek- ið matsölustað skammt frá austur- ströndinni. lámíltígrarnir eru einnig taldir ábyrgir fýrir morðinu á Rajiv Gand- hi, fyrrum forsætisráðherra Ind- . lands,. og fyrir. sprengjutilræðinu í.: Kólombó 21. júní þar sem að minnsta kosti 20 manns létu lífið og 150 slösuðust. Sjö menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Gandhi og eru þrír þeirra taldir vera tamíltígrar. Reuter-SÞJ in breytti þá frumvarpinu að nokkru leyti í samræmi við óskir Walesa, en ekki nægjanlega mikið að mati forsetans. Efri deildin, þar sem Walesa nýtur mikils stuðn- ings, lagaði frumvarpið enn frekar að kröfum Walesa, en neðri deildin sem hafði síðasta orðið brevtti því aftur að fyrri breytingu. I þeirri mynd mun frumvarpið nú verða samþykkt. Walesa hefur haldið uppi harðri gagnrýni á neðri deildina, sem er að mestu skipuð kommúnistum. í fyrstu kosningunum, sem Sam- staða, óháðu verkalýðssamtökin, tók þátt í, fengu kommúnistar, samkvæmt sérstökum samningi sem þeir gerðu við Samstöðu, að halda 65% þingsæta neðri deildar- innar fyrir utan kosningarnar. Wa- lesa hótaði m.a. á tímabili að leysa upp þingið ef það kæmi í veg fyrir að breytingartillögur hans á kosn- ingalagafrumvarpinu næðu fram að ganga, en hann dró síðan í land og sagðist ekki mundu brjóta ákvæði stjórnarskrárinnar. F réttayfi r I it ALGEIRSBORG • Átök brut- ust út i Algeirsborg milli is- lamskra heittrúarmanna og óeiröalögreglu í gær, þau hörö- ustu frá þvi fyrsta óeiröaaldan braust út ( sfðasta mánuði. SRINAGAR - Aöskilnaöar- samtökin í Kasmír á tndlandi, sem gerðu tilraun ti! að ræna fimm ísraelskum ferðamönnum á fimmtudag, sögðust I gær ætla aö halda eina ísraels- manninum sem þau náðu að ræna, þangað til þau hefðu rannsakað hvað hafi gerst ná- kvæmlega þegar önnur aö- skilnaðarsamtök reyndu að raena fsraelsmönnunum fimm af þeim. Átök brutust út þegar skæruliðum aðskilnaðarsam- takanna iaust saman og þrfr ferðamannanna komust undan við illan leik, en einn var skot- tnrrtíl bana. WASHINGTON • Bandarísk- ir embættismenn hafa gefið í skyn að hugsaniega verði grip- ið til hernaöaraðgeröa gegn írökum, ef þeir fara ekki að kröfum Sameinuðu þjóðanna og hætta viö leynilega kjarn- orkuáætlun sina. SEVILLA - Tveir menn létust og þrjátlu og einn slösuðust í sprengjutilræði ( borgínni Se- villa á Spáni í gær. Skæruliða- samtökin ETA, sem berjast fyr- ir aðskiinaði Baska á Spáni, eru grunuð um verknaðinn. KUALA LUMPUR - Óttast varað um það bll 120 Indónes- ar haft drukknað þegár bát, sem þeir voru á, hvolfdi eftir að hafa ient I árekstri við fiutn- ingáskip fyrir utan strönd Mal- asiu. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.