Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 Tíininn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. / Ingvar Glslason Aðstoðaíritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttjastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. feíml: 686300. Auglýslngasími?680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Dæmi Slóvena Atburðir síðustu daga innan júgóslavneska sam- bandsríkisins mættu verða gagnleg lexía mörgum þeim sem ræða um sameiningarmál Evrópu með glýju í augum af þeirri trú sinni að þjóðrækni sé á undanhaldi og ekki sé til sú þjóð, stór eða smá, sem ekki telji nauðsynlegt að vera í stórum ríkisheildum eða ganga í þær, ef slíkt er í boði. Þjóðrækni, sem af ýmsum er uppnefnd þjóðremba til að tengja eðlilega þjóðernisvitund við þýska nas- ismann og aðrar ofbeldisstefnur, er lifandi afl í stjórnmálum og menningarmálum víða um Evrópu. Þótt íslendingar séu mataðir á kenningum Evrópu- hugsjónar auðhringa evrópskra stórvelda eins og hún birtist í grundvallarboðskap Rómarsamnings- ins og stefnumörkun Evrópubandalagsins, er rangt með farið að allar þjóðir Evrópu uni sér best í sam- bandsríkjum með sterkri miðstjórn og sjái hag sín- um best borgið með því að njóta ríkisheildanna um afkomu sína og öryggi. Menn geta kannski ímyndað sér að það Evrópuríki sem stórveldi auðhringanna stefna að, þ.e. útvíkkað Evrópubandalag, eigi sér meiri framtíð en þau ríkja- bandalög sem nú eru að gliðna sundur eða er haldið saman með hörku stjórnskipulags og hervalds. En engin vissa er fyrir því að svo muni verða. Evrópu- ríki auðhringanna er í mótun. Saga þess hingað til er bara forsaga. Hins vegar dylst engum að hverju er stefnt. En hvað er að gerast í þeim sambands- og banda- ríkjum sem eiga sér nokkra sögu? Ef litið er til Sov- étríkjanna sést að eina lífsmarkið með pólitík í því landi er þjóðernishyggjan. Tákist Sovétmönnum ekki að leysa þjóðernisdeilur er tómt mál að tala um friðsamlega uppbyggingu og endurskipulagningu efnahags- og framleiðslukerfisins. Sömu sögu er að segja af þróun mála í Sambandsríki Suður-Slava, Júgóslavíu, sem er bandaríki sex „lýðvelda“ og ekki færri þjóða og þjóðabrota með sérstaka sögu og menningu, ólíka trú og tungumál, en samt súrraðar saman í miðríki, sem í öllum höfuðatriðum ein- kennist af stjórnskipulagi og stjórnarfari slíkra rík- isheilda. Þar eru einstakar þjóðir því fremur núll og nix sem þær eru minni, þótt ekki skorti á að þær séu dugmiklar og finni til þess máttar sem býr í menn- ingu þeirra og vilji ekki láta kúgast af meirihluta- valdi alríkisstjórnanna. Tvær þjóðir júgóslavneska sambandsríkisins, Sló- venar og Króatar, hafa ákveðið að stofna sjálfstæð þjóðríki, en geta það ekki vegna þess að alríkis- stjórnin í Belgrad hindrar það með hervaldi, enda hefur alríkisstjórnin alla samúð stórveldanna og kemst því upp með að beita alríkishernum á Slóvena og stofna með því til borgarastyrjaldar fremur en að fara samningaleiðir. Hér verður engu um það spáð hvort úr þessu verða langvinn stríðsátök. Hins vegar má í hnotskurn sjá hvað bíður smáþjóða sem gefa sig á vald alríkjum. Þær eru að binda sig pólitískum böndum sem þær leysast sjaldnast undan nema ein- hver ósköp fylgi. T lÍMABRÉFIÐ í dag er helgað nærri fimmtíu ára gamalli hug- leiðingu Hermanns Jónassonar (1896-1976), sem lengst allra var formaður Framsóknarflokksins og átti að baki langan ráðherra- feril, fyrst og fremst sem forsæt- isráðherra lengur en flestir hafa verið. Hermann var að vísu hinn mesti fullhugi í óvægnum stjóm- máladeilum síns tíma, en honum var einnig sýnt um að flytja eftir- minnilegar tækifærisræður, sem áheyrendur fundu að voru samd- ar af alúð og vandvirkni, en ekki hristar fram úr erminni eins og einhvers konar eyðufylling eða aukanúmer í dagskránni. Ein af þessum tækifærisræðum Hermanns er hugleiðing sú sem hér verður birt og höfundur nefndi einfaldlega Mold. Við höf- um ekki á reiðum höndum upp- lýsingar um hvenær þessi ræða var flutt, eða hvert tilefnið var ná- kvæmlega, en hún er birt í tíma- ritinu Dagskrá árið 1944, á ári lýðveldisstofnunar. Þetta er hug- leiðing eftir glöggskyggnan stjórnmálamann, sem horfir til framtíðar á þröskuldi nýs tíma- bils í sögu íslensku þjóðarinnar. Eftirsóknarvert land Það er fyrst og fremst eitt, sem mig langar til að biðja ykkur að leggja á minni. Og það er þetta: Við verðum að byggja landið, - annars missum við réttinn til þess og munum glata því. Nú munið þið ef til vill spyrja: Hvað er maðurinn að fara? Höf- um við íslendingar ekki byggt þetta land í meira en þúsund ár, byggjum við það ekki enn í dag - og eigum við ekki landið? Allt þetta er í aðalatriðum rétt. En muna skyldum við það, að við fundum Vínland hið góða, - byggðum það ekki. Við týndum því. Við fundum Grænland, byggðum það lítt og glötuðum því. Bretar hafa lagt undir sig lönd með því að flytja þangað, látið plóginn og andann leggja þau undir framtak sitt og menningu. Þannig hafa þeir myndað voldug- asta veldi veraldar. Sagan hefir sýnt og hún mun halda áfram að sanna um ókomnar aldir, að sér- hver þjóð verður að byggja land sitt til þess að geta átt það. Og þegar þú svarar mér því, að við höfum byggt landið fram á þennan dag og eigum það, skul- um við gæta þess, að það eru gerðar aðrar kröfur til þess, er kalla má með réttu, að byggja land í dag, en gerðar hafa verið síðustu þúsund árin. í því sambandi skulum við, sem eigum þetta stóra, góða og lítt byggða land, gæta þess, að fjar- lægðirnar eru að hverfa úr mann- heimi. Heimurinn var stór, en er það ekki lengur, - sumir segja, að hann sé of lítill fyrir fjölgandi mannkyn. Á fáum öldum hafa heilar heimsálfur verið numdar. Þjóðimar, sem þar dvöldu fyrir, byggðu ekki landið, og urðu því að þoka um set. í veröld, sem er að verða of lítil, verður skyggnst um eftir hverjum ónotuðum bletti. Þeir, sem hugga sig við það, að við búum í svo norðlægu og harðbýlu landi, að menn af öðmm þjóðum muni ekki leita hingað, skulu hafa það hugfast, að byggðin færist stöðugt norður á bóginn, og tækni og kunnátta hefir kennt mönnum að Iáta hin- ar dýrmætustu nytjajurtir gróa og bera ávöxt norðar með hverju ári, og skapa ný afbrigði, sem þola æ harðari lífsskilyrði. Við erum minnt á það, að hafís- inn er oft nálægur og vorkuldinn er oft mikill. En vorkuldinn vinn- ur einnig tjón í öðrum löndum, sem eru þéttbýl og talin vel byggileg. Önnur þjóðlönd eiga einnig vá- gesti við að stríða, sem eru engu hættuminni gróðri jarðar en vor- kuldinn. Á hverju ári berast okk- ur fréttir utan úr heimi um váleg- an uppskerubrest. Nei, við skulum ekki hugga okk- ur við það, að landið okkar sé of harðbýlt til þess að verða eftirsótt af öðrum þjóðum. Moldin okkar geymir auð, sem er okkur enn lítt kunnur. Ræktuðu löndin, tún og garðar, eru aðeins smáblettir í Hermann Jónasson óræktinni. Hinir miklu mýraflák- ar íslands voru fyrir fáum árum álitnir fánýtir. Þegar við lærðum að þurrka þá, kom í ljós, að þar fólst besta gróðurmoldin. Skurð- gröfurnar mikilvirku hafa nú gert þessa þurrkun vinnandi verk. r Auöur Islands Á ferðum okkar um landið horf- um við með hryggð á víðáttu- miklar auðnir. Oft höfum við sagt við okkur sjálf: Ónýtt land! Hörmulegt að sjá mikinn hluta landsins ónothæfan og óbyggi- legan. Mikið er að vísu óbyggi- legt. En tilraunir, gerðar á sand- flákum í Rangárvallasýslu hin allra síðustu ár, sýna, að margar dýrmætustu nytjajurtir okkar geta engu síður gefið þar ávöxt en að Sámsstöðum í Fljótshlíð. Ver- ið viss um, að ennþá á blessuð moldin eftir að sýna, að hún býr yfir auði, sem við skynjum ekki nema að örlitlu leyti. Við erum í dag ein hinna fáu menningar- þjóða, sem ekki höfum notað nýj- ustu þekkingu til þess að efna- greina moldina. Áhugasamur ís- lenskur efnafræðingur er nú í fullkominni vísindastofnun er- lendis að búa sig undir að vinna þetta rannsóknarstarf. í stöðuvötnum landsins og blá- um elfum þess vaka nytjafiskar, þar sem ránshendur hafa ekki far- ið um. Þetta er mikii auðlegð. Við erum aðeins rétt að byrja að læra stafróf þess, hvernig ber að hag- nýta þessi hlunnindi. Með hækk- andi sól koma nytjafiskar með glitrandi sporðaköstum frá hin- um miklu afréttum úthafsins og fylla ár og læki, sem mannshönd- in hefur enn þyrmt. Og þegar okkur lærist að veita ungfiskun- um öruggari lífsskilyrði, virðast því lítil takmörk sett, hve mjög þessar auðlindir geta aukist. Mér er kunnugt, að erlendir menn hafa þegar opin augun fyrir því, hve miklir fjársjóðir þarna eru fólgnir. Við eigum mikið og gott land, umlukt bestu fískimiðum verald- ar. Öld eftir öld hafa erlendar þjóðir hætt lífi sona sinna til þess að sækja auð á þessar fiskislóðir. Þessi þáttur í auðlegð okkar er öllum, innlendum sem erlendum mönnum, ljós. Við skiljum, að það er lífsnauðsyn okkar að nýta þennan auð. En hér er líka svo að okkur þrengt, að engin þjóð önn- ur á minni landhelgi. Á alþjóða- vettvangi heyjum við baráttu fyr- ir því að fá að friða lítinn blett af uppeldisslóðum ungfisksins. Til þessa hefur sú barátta orðið ár- angurslítil eða árangurslaus. Aðr- ar þjóðir fylgjast með hverri hreyfingu okkar varðandi fiski- miðin. Það hefur verið seilst til þessarar auðlegðar okkar alveg upp í landsteina. En munum, að í landinu sjálfu er einnig auður, sem þó hefur ekki virst eins augljós, - auður moldarinnar, stöðuvatnanna, ánna, fossanna, heita vatnsins. Hér dyljast margir möguleikar, sem við getum ekki varðveitt okkur til handa, nema með því að nota þá, - með því að byggja landið. - Og þó við séum að tala um kulda, er hitt þó sannara, að ,£yjan vor er engum köld, er þú brosa lcetur hennar morgna, hennar kvöld, hennar Ijósu ncetur. “ Að nýta landið Mér kemur í hug annað eyland langt suður í höfum. Eyjaskeggj- ar þar hafa einkennileg trúar- brögð. Enginn maður má eiga landið, - guðirnir eiga það, - en réttur manna til þess helgast af því einu, að þeir noti það. Réttar- kennd þjóðarinnar er óðum að nálgast þessi trúarbrögð. Sam- kvæmt íslenskri löggjöf verður sá, er á ónotað Iand i nágrenni þéttbýlis, að láta það af hendi við þá, sem þarfnast þess, fyrir sann- gjarnt verð. í nágrannalöndum okkar eru skipti á hinum stóru lendum aðalsættanna að komast í framkvæmd. Heimurinn er að verða lítill. Við erum ekki lengur afskekkt. Með vaxandi alþjóða- hyggju verður sú hugsun ríkári, að sá einstaklingur og sú þjóð, sem ekki nýtir auðæfi lands síns, hafi glatað réttinum til þeirra í hendur annarra, sem hafa atorku til að erja landið og færa sér í nyt gæði þess. Það verður litið á ónotaða möguleika eins og fjár- muni, sem „fúna í ríkra sjóði". Að byggja landið En eru þetta ekki dauð orð? Er-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.