Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 15
Tíminn 27 Laugardagur 29. júní 1991 MINNING hún kenndi mér. Guð blessi minn- ingu hennar. Margrét Helgadóttir. HJÓNAMINNING Þorgerður Jónsdóttir og Einar Erlendsson, Vík í Mýrdal Þann 22. júní s.l. andaðist elskuleg vinkona mín og velgjörðamanneskja, Þorgerður Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal, níutíu og fjögurra ára að aldri. Við andlátsfregnina setti mig hljóða. Fram í hugann streymdu Ijúfar myndir liðins tfma. Um leið og ég nefni Gerðu, kemur eiginmaður hennar, Einar, einnig í huga minn. Mér er svo tamt að segja „Einar og Gerða“ frá þeim tíma, er heimili þeirra, Grund, var mitt annað heimili í æsku. Einar var þá bókari hjá Kaup- félagi Skaftfellinga og Þorgerður hús- freyja á miklu myndarbúi. Orð þessi eru þannig skrifuð í minningu sæmd- arhjónanna beggja. Einar og Gerða voru fremdarfólk í öllum skilningi. Opinn hugur þeirra og víðsýni gerðu það að verkum, að til Grundar var margt að sækja, sem ekki lá við hvers manns götu. Aldrei hallaði orði í annarra garð á heimil- inu því. Mér er minnisstætt, hve vel þau hjón töluðu jafnan um hvem mann og leituðu hins besta í fari sveitunga sinna. Híbýlahættir að Grund voru og til fyrirmyndar, hvort heldur varðaði húsakynni eða innan- stokksmuni. Garðrækt var og augna- yndi og gleðigjafi, sem ekki gleymist Ég tel það lán mitt að hafa fengið að njóta elsku þessara hjóna og fjöl- skyldu þeirra. Þau löðuðu fram hið besta í öllum, sem þau umgengust Mannbætandi voru áhrifin, sem þau höfðu á umhverfi sitt. Einari og Gerðu varð þriggja bama auðið. Elstur er Erlendur, fyrrverandi forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Kona hans er Margrét Helgadóttir frá Seglbúðum. Steinunn eða Nenna eins og hún er alltaf köll- uð, hjúkrunarfræðingur, er næst í röðinni. Eiginmaður hennar er Albert Fink læknir, og búa þau í Bandaríkj- unum. Yngst er Erla íþróttakennari, gift Gísla Felixsyni rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins. Einnig ólu þau Einar og Gerða upp Bjöm Bergstein Bjömsson, bróðurson Einars. Bjöm lést í bflslysi árið 1986. Kona hans var Ólöf Helgadóttir frá Seglbúðum, en hún andaðist 1990. Það var gæfa mín, að við Erla Einars- dóttir urðum æskuvinkonur. Faðir hennar var einstakur á heimili; vel gef- inn og yfirvegaður heiðursmaður, prúðmenni í fasi, vandaður og reglu- samur í öllum störfúm sínum; góð- menni, sem alltaf átti hlýjan lófa, er hægt var að læða í lítilli hönd á erfið- um stundum. Eftir lát föður míns, sem fórst í sjó- róðri, þegar ég var 11 ára gömul, var ekkert það til, sem þau hjón eigi vildu fyrir móður mína og okkur systkinin gera. Um samskipti okkar Gerðu mætti viðhafa orð skáldsins: .Manstu, manstu orð og atvik, / öðmm hulin, týnd og gleymd." Mér var hún sem önnur móðir, hlýjan og ástúðin inni- leg, hugulsemin svo margháttuð, að til einskis verður jafnað. Fyrir mig persónulega eru minning- amar um ævintýraferðimar að Segl- búðum, þar sem gist var í sumarbú- stað fjölskyldunnar, farið í veiði og berjamó, ógleymanlegar og verður ekki með orðum lýst. Gerða var vel lesin, víðsýn og réttsýn í öllum sínum gjörðum og málflutn- ingi, sönn kona og góður vinur vina sinna allra. Árið 1975, eftir að heilsu þeirra hjóna fór að hraka, fluttu þau til Reykjavíkur. Nutu þau þá í enn rík- ari mæli ástfólginna barna sinna, tengdabarna og barnabarna. Og svo að orð þeirra sjálfra séu notuð var ekki til elskulegri tengdadóttir en Margrét kona Erlendar, sem alla tíð var þeim einstaklega umhyggju- söm. Síðustu æviárin dvöldust Einar og Gerða á Hrafnistu og nutu þar góðrar umönnunar. Einar lést árið 1987. Að leiðarlokum flyt ég innilegt þakk- læti og kveðju frá aldraðri móður minni, systkinum og fjölskyldum þeirra. Sjálf kveð ég í dýpstu þökk og votta öllum aðstandendum Þorgerðar Jónsdóttur og Einars Erlendssonar hugheila samúð mína. Mér er kunnugt, að Gerða kveið ekki vistaskiptunum, sem biðu hennar. Nú er hún horfin af þessum heimi. Jesús sagði: „Ég lifi, og þér munuð lifa.“ Það er dýrlegur boðskapur. Við hittumst fyrir hinum megin. í Guðs friði. Hrefna Sveinsdóttir Guðmundur Jónsson Fæddur 3. júní 1901 Dáinn 15. júní 1991 Guðmundur, móðurbróðir minn frá Syðra-Velli í Flóa, er látinn, sá síðasti af 9 systkina hópi, þeirra sem upp komust, en 2 dóu í bemsku. Hann lést í Ljósheimum, langlegudeild Sjúkrahúss Suðurlands, en þar hafði hann dvalist sfðustu æviárin. Árið 1882 fluttust ung hjón austan úr Fljótshlíð og fengu til ábúðar jörð- ina Grjótalæk fyrir austan Stokkseyri. Þessir foreldrar Guðmundar frænda míns og hans systkina voru Jón Áma- son frá Hlíðarendakoti og Rannveig Sigurðardóttir frá Brúnum undir Eyjafjöllum. Á næstu 18 ámm búa þau á eftirtöldum jörðum: Eyvakoti á Eyrarbakka, Magnúsfjósum í Kaldað- ameshverfi og Rútsstaða- Norðurkoti í Gaulverjabæjarhreppi. Ekki var hér um neinar vildisjarðir að ræða, enda em þær allar löngu fallnar úr ábúð sem sérstakar bújarðir. Aldamótaárið 1900 flytjast þau að Syðra-Velli, aust- urbæ, eignuðust síðar jörðina og búa þar uns Jón afi minn deyr 1926. Þá taka þau böm þeirra, sem enn vom heima, við búskapnum, þau Rann- veig, Guðbjörg, Sigmundur og Guð- mundur. Rannveig amma mín lést 1931. Böm þeirra hjóna, sem upp komust, vom þessi: 1. Sigurður, f. 1883 í Eyvakoti. Dmkknaði ásamt 4 skipsfélögum sín- um veturinn 1912 af skútunni „Langanesi" sem Milljónafélagið í Viðey gerði út Þá tók út í ofsaveðri fyrir sunnan land þegar þeir freistuðu þess að gera að biluðu segli. Sigurður var ókvæntur og bamlaus. 2. Ámi, f. 1885 í Eyvakoti. Kona hans var Stefanía Jóhannesdóttir frá Skógsnesi. Þau bjuggu í Gegnishóla- parti og eignuðust 3 böm. Ámi lést 1934. 3. Guðrún Júlía, f. 1887 í Eyvakoti. Giftist Áma Jónssyni frá Heiði í Holt- um. Þau bjuggu fýrst á Heiði, en síð- an lengst af í Hafnarfirði. Þau vom bamlaus, en ólu upp fósturson. Júlía lést 1965. 4. Halla, f. 1889 í Magnúsfjósum. Giftist Páli Sigurðssyni í Árkvöm í Fljótshlíð. Þau bjuggu lengi í Ár- kvöm, en áttu heima í Reykjavík síð- ustu árin. Þau eignuðust einn son. Halla lést 1973. 5. Guðbjörg, f. 1892 í Magnúsfjós- um. Bjó alla ævi á Syðra- Velli með systkinum sínum. Ógift og bamlaus. Hún lést 1983. 6. Guðlaug, móðir mín, f. 1894 í Rútsstaða-Norðurkoti. Giftist Erlingi Guðmundssyni á Galtastöðum. Þau bjuggu á Galtastöðum allan sinn bú- skap og eignuðust 6 böm, þar af 4 sem upp komust. Guðlaug lést 1981. 7. Jóna Rannveig, f. 1897 í Rúts- staða-Norðurkoti. Bjó alla ævi með wstkinum sínum að Syðra-Velli. Ogift og bamlaus. Rannveig lést 1943. 8. Sigmundur, f. 1899 í Rútsstaða- Norðurkoti. Bjó alla ævi með systkin- Syðra-Velli um sínum að Syðra-Velli til dánardægurs 1978. Ógiftur og bam- laus. 9. Guðmundur, sem nú er kvaddur, f. 1901 á Syðra-Velli. Bjó þar alla tíð með systkinum sínum þremur, en eftir lát Rannveigar, systur þeirra, með þeim Guðbjörgu og Sigmundi. Síðustu árin var hann orðinn einn og eftir að hann fór að Ljósheimum seldi hann jörðina nágrannabónda sem lagði hana við sína. Otal bemskuminningar koma í hug- ann þegar ég lít til baka, tengdar þess- um systkinahópi. Fyrir þær er ekki rúm í einni minningargrein. Þannig skipuðust mál að Guðmundur, bróðir minn, sem er 2 ámm eldri, var ný- fæddur tekinn í fóstur af þeim systk- inum íjómm á Syðra-Velli. Þegar við komumst á þann aldur að vera ein- færir á milli bæja vom mörg sporin milli Galtastaða og Vallar. Þá var skokkað beint af augum yfir móana, stokkið langstökk yfir Vallarlækinn, stiklað yfir Katrínarkeldu, framhjá Sauðahúsinu og Þvottaflóðinu, yfir túngarðinn og heim í hlað á Velli. Alltaf var mér jafn vel tekið af þeim systkinum og ef eitthvað var að veðri var allt húsið leikvangur okkar Guð- mundar bróður, kjallari, hæð, ris og hanabjálkinn. Þau systkin reistu þetta íbúðarhús úr timbri á steyptum kjall- ara árið 1936 og hefir það verið myndarlegt hús á þeim tíma. Fyrir kom að við skutumst í vestur- bæinn og slógum í púkk við yngstu syni Ólafs bónda og Margrétar, en þeir vom á aldur við okkur, en af því er önnur saga. Alltaf var hlýlegt á milli heimilanna í vestur- og austurbæ á Velli og mikill samgangur. Hafa þau böm frá vestur- bænum sýnt Guðmundi og þeim austurbæjarsystkinum mikla ræktar- semi alla tíð. Mikill dugnaður og vinnusemi var sameiginlegt einkenni þessara móð- ursystkina minna, og metnaður til að láta sinn hlut ekki eftir liggja. Þvflíkt var kapp þeirra systkina á Velli til allr- ar búsýslu að ekkert gat stöðvað þau nema helst ef gesti bar að garði, þá áttu þau til að taka í spil í góðra vina hópi. Hjá þeim systkinum á Velli var jafn- réttið viðurkennt löngu á undan öll- um jafnréttislögum, svona eins og af sjálfú sér, að sömu laun væm fyrir sömu vinnu. Um hver áramót var áriö gert upp og skipt jafnt ef afgangur var af búrekstrinum. Mín fyrsta reynsla af nálægð dauðans var í stofunni á Velli þegar séra Árel- íus flutti húskveðju yfir Rannveigu, en hún lést þegar ég var 10 ára. Þá varð mér í einni svipan Ijóst hver missir þeirra systkina var. Þannig skiptust á skin og skúrir, en í minn- ingunni em líka margir sólskinsdag- ar á Syðra-Velli. Guðmundur gegndi mörgum trún- aðarstörfum fyrir sveit sfna og sýslu. Hann var í hreppsnefnd frá 1935- 1974 að féum ámm undanskildum eða alls í 33 ár. Formaður Búnaðarfélags Gaulverja- bæjarhrepps var hann um langt ára- bil. Hann sat í stjóm sjúkrasamlags- ins í 30 ár og lengst af formaður og gjaldkeri. í stjóm Ræktunarsam- bands Flóa og Skeiða sat hann um áratugi og Flóaáveitufélagsins í aldar- fjórðung. Guðmundur var oft með fyrstu mönnum að tileinka sér ýmsar nýj- ungar í bættum búskaparháttum, sérstaklega eftir að möguleikar í vél- tækni komu til sögu. Hann var fram- farasinnaður að upplagi. Einn er þó sá félagsskapur sem ég held að hafi staðið hjarta hans næst alla tíð, en það var Ungmennafélagið Samhygð. I Samhygð gekk hann 13 ára gamall, var í stjóm félagsins um skeið og fulltrúi þess á héraðsþingum Skarphéðins. Þeir bræður báðir, Guð- mundur og Sigmundur, sóttu fundi félagsins lengi fram eftir aldri og báru hag þess fyrir brjósti. Guðmundur var gerður að heiðursfélaga Samhygðar og fáni félagsins var eitt af því fáa sem hann hafði upp á vegg hjá sér síðustu árin á Ljósheimum. Kristján Eldjám forseti sæmdi Guðmund riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf árið 1980. Guðmundur lýsir best sjálfur hug sínum til samferðamanna í viðtali fyr- ir nokkrum ámm. Þar segir hann: „Ég ber ekki kala til nokkurs manns og er þakklátur þeim mönnum sem ég hef unnið með. Oft á tíðum var starfið skemmtilegt, þó maður hafi ekki alltaf verið sammála, sem er ekki aðalatriði, heldur hitt að vera sáttur við allt og a!la.“ Starf bóndans var honum efst í huga til hinstu stundar. „Það er farið að grænka," vom ein af hans síðustu orðum. Hann lá banaleguna þegar Flóinn hans, þessi algræna víðátta, klæddist vorskniði. Nú leggst hann sjálfur undir þennan græna feld sem hann hefir lifað með 90 vor. Sáttur að leiðarlokum. Hann verður jarðsettur í Gaulverja- bæjarkirkjugarði við hlið ættmenna sinna. Hann, ásamt sínum systkina- hópi, hefir goldið landi sínu og þjóð fósturlaunin. Blessuð sé minning þeirra. Siguijón Erlingsson Ein bemskuminning mín er að ver- ið var að grafa í hlaðið í austurbæn- um. Það átti að reisa íbúðarhús. Búið var að flytja heim mikið af timbri og allskonar vamingi. Það var sérstök lykt af nýju timbrinu, allt var þetta framandi fyrir bamsaugunum. Það komu menn af öðmm bæjum í vinnu, það var smíðaður stór pallur, þar var hrærð steypan í undirstöður hússins. Svo kom maður ríðandi á tveimur rauðum hestum. Maðurinn hét Krist- ján í Bár, hann var smiður. Hann var kominn til að smíða húsið. Kristján kom seinnipart dags og byrjaði strax að negla saman spýtur, hann var að smíða steypumót. Það átti að steypa kjallara undir húsið. Sem bam var ég að snúast í kringum þá sem vom við smíðina og spyrja, hvað á að gera við þetta og hvað á að gera við hitt. Húsið var reist á nokkr- um vikum og flutt var í kjallarann fyr- ir slátt, en þá var húsið fokhelt Á Syðra-Velli var tvíbýli, í vestur- bænum bjuggu foreldrar undirritaðs en í austurbænum bjuggu fjögur systkini. Auk Guðmundar vom Sig- mundur, Guðbjörg og Rannveig, en í allt vom systkinin níu. Auk þeirra, sem áður vom nefnd, var Árni bóndi í Gegnishólaparti í Gaulverjabæjar- hreppi, Halla húsfreyja í Árkvöm í Fljótshlíð, Guðlaug húsfreyja á Galta- stöðum f Gaulverjabæjarhreppi, Júlía Guðrún, búsett í Hafnarfirði og Sig- urður, en hann dmkknaði af þilskip- inu Langanesi í stórviðri 28 ára gam- all. Foreldrar þeirra vom Jón Ámason frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, dáinn 1925, og Rannveig Sigurðardóttir frá Brúnum undir Eyjafjöllum, dáin 1931. Öll em systkinin látin og er Guðmundur síðastur sem kveður. Guðmundur var fæddur á Syðra- Velli 3. júní 1901. Hann ólst upp við almenn sveitastörf, hlaut bama- fræðslu eins og hún var á þeim tíma; annars hefúr uppeldið mótast af vinnu og þeirri baráttu að hafa í sig og á, sem hefur sjálfsagt ekkert verið framyfir það í æsku hans. Guðmund- ur var snemma liðtækur og fór að vinna heimilinu, en eins og áður sagði missti hann Sigurð bróður sinn og Ámi fór í búskap um sama leyti, svo störfin hafa fljótlega lent á yngri bræðmnum, honum og Sigmundi, en hann var tveimur ámm eldri. Þeg- ar faðir þeirra lést tók Guðmundur við búsforráðum með systkinum sín- um sem áður vom nefnd. Guðmundur var hraustur og fylginn sér og hefur það vafalaust verið hans takmark að verða bjargálna, og það tókst þeim systkinum með dugnaði og vinnusemi og hefur það eflaust bú- ið í þeim að þau höfðu ekki allt of mikið í æsku en viljað brjótast út úr þeim viðjum. Guðmundur hafði gott vit á skepnum, hann hafði eins og þá var algengast kýr, kindur og hross. Fjárbúið var með því stærra sem gerðist í lágsveitunum og arðsamt; eins vom kýmar, þær vom vel rækt- aðar. Guðmundur tileinkaði sér snemma ræktun búfjárins, aflaði sér fræðslu, sótti fúndi og fyrirlestra sem vom að byrja á hans árdögum í bú- skap. Snemma vom Guðmundi falin trúnaðarstörf. Hann var ungur kos- inn í hreppsnefnd og sat í henni í áratugi, hann veitti forstöðu sjúkra- samlagi sveitarinnar meðan það var rekið, var formaður Búnaðarfélags Gaulverjabæjarhrepps í tvo áratugi og sat í stjóm Flóaáveitunnar í þrjá áratugi. Guðmundur veitti forstöðu deild Slysavamafélagsins í sveitinni og lét þau mál til sín taka. Sem ung- ur maður starfaði hann í ungmenna- félagshreyfingunni. Guðmundur var sæmdur Fálkaorðunni fyrir störf sín að félagsmálum. Ekki get ég skilið svo við grein þessa að ég minnist ekki á hin systk- inin sem bjuggu á Syðra-Velli með Guðmundi, en þessi orð mín em kveðja til þeirra allra. Þar til nýja húsið var reist stóðu bæimir á Syðra-Velli saman og var aðeins þykkur torfveggur á milli þeirra. Þó að veggurinn væri þykkur háði það ekki góðum samskiptum á milli bæj- anna. Þó vom bændumir báðir þeirrar gerðar að þeir létu engan eiga hjá sér ef því var að skipta og oft aðstoðuðu heimilin hvort annað ef með þurfti. Rannveig systir þeirra lést árið 1942, langt um aldur fram, innan við fimmtugt. Hún var fíngerð og mynd- arleg stúlka, var lagin í höndunum og þrifin. Að henni var mikil eftirsjá fyrir þau systkini. Guðbjörg lést árið 1983; hennar var minnst þá og fjölyrði ég ekki um hana nú. Sigmundur var fæddur árið 1899, eins og áður var getið. Hann átti ekki skepnur útaf fyrir sig, en vann heimilinu og fór til sjávarverka á vertíðum, en hætti því þegar búið stækkaði. Sigmundur var ákaflega barngóður og hændust böm að hon- um hvar sem hann fór; hann. lék sér og ræddi við þau sem jafningja af lífi og sál. Sigmundur hafði ákaflega gaman af að fara af bæ í vinnu, ekki vegna þess að alltaf hafi verið svo mikið kjöt á beininu, heldur til að hitta fólk, því hann var ræðinn og hafði gaman af að slá á lauflétta strengi, og meinfyndnar athuga- semdir hans vöktu eigi sjaldan kát- ínu. Eftir að undirritaður stofnaði heimili á Syðra-Velli var Sigmundur heimilisvinur, sérstaklega bamanna og börnin vom heimagangar hjá þeim systkinum í austurbænum. Þau sendu börnunum jólagjafir og fylgdust með námi þeirra. Árið 1933 tóku þau systkinin í fóst- ur systurson sinn, Guðmund. Hann er sonur Guðlaúgar og Erlings er bjuggu á Galtastöðum eins og áður sagði. Ólst hann upp hjá þeim systk- inum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952, fór til Ameríku og settist þar að, býr í Louisiana. Hann er giftur þarlenskri konu og á þrjú böm. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir gömul kynni, þakka fyrir sambýlið, þakka kynslóðinni sem mddi braut- ina, kynslóðinni sem við emm að kveðja. Blessuð sé minning systkinanna frá Syðra-Velli. Jón Ólafsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.