Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 7
Gróðursetning
um við ekki þjóð, sem býr við
fólkseklu á hverjum bæ, þar sem
önnur hver jörð er aðeins hálf-
nýtt, þar sem fleira og fleira fólk
á ári segir moldinni upp holl-
ustu og kýs að selja vinnuafl sitt
eingöngu fýrir gull, - selja allt
fyrir gull? - Ef til vill. En við
skulum líta til baka og athuga
söguna. Stórar og voldugar
þjóðir, sem sóttu eftir gulli og
áttu ærinn auð, hafa liðið undir
lok vegna þess, að dætur þeirra
og synir sögðu moldinni upp trú
og hollustu. Hugsum við ekki of
lítið um mold - of mikið um
gull? Við skulum athuga, hvar
við erum á vegi stödd. Það er tal-
að um að færa byggðina saman.
Ég er þessu ekki mótfallinn að
vissu marki, ef hér er ekki um að
ræða fyrsta flóttaspor lingerðrar
kynslóðar frá héruðum, þar sem
feður okkar og mæður hafa
byggt og háð lífsbaráttu sína öld
fram af öld. Og þó ræður sú kyn-
slóð, sem nú byggir landið, yfir
mikilli tækni, næstum tak-
markalausri þekkingu til að
brúa fjarlægðir, til nýtingar
moldarinnar, - sem forfeður
okkar óraði ekki fyrir. En ef við
snúum á flótta úr vissum héruð-
um landsins, þá er ósýnt hvar
staðnæmst verður. Það er erfitt
að vinna aftur tapað land, og
enn örðugra að vinna aftur það
þrek og þann manndóm, sem
glatast á flóttanum. Við eigum
ekki að selja hin strjálbýlli land-
svæði á vald miskunnarlausra
atvika. Við skulum líta á þau
eins og fremstu varðstöð í stríði.
Það þykir mikilsvert að hafa sem
fullkomnast samband við slíkar
framstöðvar og láta þær ekki
falla, hvað sem það kostar. Ef
það tekst verða samgönguleiðir
framstöðvanna síðar samgöngu-
leiðir fyrir heilan her. Líka verð-
ur að ganga út frá því, að vegirn-
ir og rafmagnsþræðirnir, sem
við leggjum út um strjálbýlið,
verði síðar til afnota fyrir miklu
fleira fólk en þar er nú. Þá er
engu til lítils eytt, en jafnframt
miklu bjargað, kannske meiru
en nokkurn órar fyrir.
Gróðurmenning
Ég ræði um að byggja landið. Ég
veit, að í víðtækri merkingu tákn-
ar það fleira en trúnaðinn við
moldina. En ég ræði hér einkum
um trúnaðinn við moldina vegna
þess, að svo mikið hvílir á hon-
um. Ef við bregðumst þessum
trúnaði, munum við bíða ósigur.
Komið á heimili, þar sem trjá-
garður umlykur húsið, þar sem
matjurtagarðar eru vel hirtir og
túnið í góðri rækt. Enginn, sem
þannig býr, mun vera andlega
snauður. Þjóð, sem byggir land
sitt á þennan hátt, hún geymir
einnig tungu sína, bókmenntir
og önnur verðmæti ættstofnsins.
Sú þjóð, sem trúir á landið og
gæði þess, ber virðingu fyrir and-
legum verðmætum sínum og
verndar þau. Það er fyrst þegar
við förum að rækta landið, fórn-
um einhverju fyrir það, að okkur
lærist að elska það.
Ég álít, að landsmönnum sé al-
veg ljós nauðsyn þess, að nytja
fiskimiðin. Þær þjóðartekjur, er
þaðan renna, eru vissulega fjár-
hagslegur grundvöllur hinna
stóru framkvæmda.
En minnumst þess, að þegar
kemur þrjár mflur frá ströndum
þessa lands deilum við auði hafs-
ins með öðrum þjóðum. Hafið er
alþjóðaeign.
Minnumst þess og, að auðsætt
er, að nágrannar okkar munu
notfæra sér þennan auð meir en
áður hefír þekkst í sögu þessarar
þjóðar.
Minnumst þess og, að bestu sér-
fræðingar okkar hér og erlendis
hafa sannað, að veiðar með ný-
tísku veiðitækjum er rányrkja,
sem rýrir og jafnvel tæmir auðæfi
hafsins á skemmri tíma, en Ieik-
menn hafa viljað trúa. -
Sjórinn hefir verið stórgjöfull
undanfarin ár, enda erum við ís-
lendingar næstum einir á fiski-
slóðum við strendur landsins.
Verð afurða sjávarins hefir og ver-
ið alveg óvenjulegt.
En minnumst þess og, að Ægir
getur oft verið naumur á gjafir.
Svo var það í mörg ár fyrir stríðið.
Þá var afkoma sjávarútvegsins
bæði hér og víða erlendis mjög
þröng. Þannig tímar koma æði
oft, saga okkar er sannfróð um
það. -
Við skulum því meta auðæfi
hafsins mikils - Við skulum meta
þau að verðleikum, en ekki svo,
að þau slái þeirri ofbirtu í augu
okkar, að moldin hverfi sjónum. -
Maður og mold
Það lætur illa í eyrum mínum,
þegar það er prédikað, að aðalat-
vinnuvegur þjóðarinnar sé aðeins
einn - sjávarútvegurinn. En sam-
tímis er talað og ritað um land-
búnaðinn með lítilsvirðingu. -
Það, sem landbúnaðurinn leggur
í þjóðarbúið eru mikil verðmæti
- og sum þeirra verða ekki til íjár
metin.
- Þjóðin þarf að hafa greypt óaf-
máanlega í vitund sína, að van-
ræki hún moldina mun hún glata
sjálfri sér. Sagan um Hrafna-
Flóka mun halda áfram að endur-
taka sig frá þeim fyrsta manni,
sem hér dvaldi til þess síðasta
manns, sem hér kann að hafa
landvist. Sagan um Hrafna- Flóka
mundi verða saga þjóðarinnar, ef
hún tekur að hugsa eins og hann
og haga sér svo sem hann gerði. -
Það er þetta, sem ég óttast að
nútíma íslendingur skilji ekki.
Þverrandi trú á moldina væri
okkar váboði.
Það liggur ósýnilegur - og
mönnum að miklu leyti óskiljan-
legur - strengur milli manns og
moldar. -
Ef hér kemur veila í þann
streng, sem milli manns og
moldar er, - ef sá strengur brest-
ur, þá mun landið bresta úr hönd-
um okkar. - Eða eins og betur
hefir verið sagt og við ættum að
muna sem þjóð:
Ef endistu að plægja þú akurland fær,
ef uppgefst þú, naMausa gröf.
Þannig mun það verða um þessa
þjóð. Örlögum hennar mun það
ráða, hvort hún sýnir mold sinni
trúnað. -
Hugsjón lýðveldisins
Með þessum orðum lýkur hug-
leiðingu Hermanns Jónassonar
sem birt var á ári lýðveldisstofn-
unar 1944. Sá meginboðskapur,
sem fram kemur í þessum orð-
um, á enn fullt erindi við ís-
lenska þjóð og forystu- og
áhrifamenn hennar á ýmsum
sviðum athafna og menningar,
ekki síst stjórnmálaforingja
þjóðarinnar, þegar reynt er að
halda að henni viðhorfum í
efnahagsmálum, utanríkismál-
um og almennum stjórnmálum,
sem fara þvert á þann þjóðrækn-
isboðskap sem ber uppi lýðveld-
ishugsjónina.