Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 8
I oc 8 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 Laugardagur 29. júní 1991 Tíminn 21 Fríverslunarsamningur við BNA engin allsherjarlausn Nú eru 50 ár liðin frá því að Bandarfldn og ísland tóku upp stjómmálasamband. Það gerðist þegar Bandarfldn tóku að sér vamir íslands í síðari heimsstyijöidinni. Þremur ámm síðar urðu Bandarflcjamenn fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði íslands. Árið 1951 var varaarsamningur lslands og Bandaríkjanna undirritaður. Síðan þá hafa samskipti landanna ávallt verið mikil. Nú eru nokkrar blikur á lofti. Með falli sov- éska heimsveldisins er staða herstöðvarinn- ar á Miðnesi óviss. Eins reyna íslendingar nú að ná samningum um Evrópskt efnahags- svæði. Með þeim munu viðskipti þjóðarinn- ar án efa færast enn ffekar í austurátt. Á fimmtíu árum hafa samskipti íslands og Bandaríkjanna breyst mjög. Á þessum tíma- mótum er rétt að huga að tengslum íslands og Bandaríkjanna. Charles J. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, er í helgarviðtali. „Ef við á annað borð tökum okkur nú sögu- legt sjónarhom er kannski réttast að fara eitt þúsund ár aftur í tímann. Ég er ekki í vafa um að landið sem Leifur Eiríksson fenn, Vín- land, er í raun Ameríka. Ég hef lesið margar bækur um þetta efni og mér þykir flest benda til að hann hafi komið að landi nálægt Boston. Lýsingamar koma heim og saman við veðurfar, sólargang, gróðurfar og dýralíf á þeim slóðum. Ýmsar leifar hafe og fundist og þær benda eindregið til hins sama. Það er óvefengjanlegt að Leifur Eiríksson sigldi til Ameríku og kom að landi við Boston. En við skulum einbeita okkur að síðustu fimmtíu ámm og formlegu stjómmálasam- bandi ríkjanna. Þá vil ég fyrst taka fram að samskipti Bandaríkjanna og íslendinga hafe alltaf verið góð og ríkjunum til hagsbóta allt frá því þau vom tekin upp 1. júlí 1941. Þá lagði Roosevelt forseti til við Hermann Jón- asson forsætisráðherra að ríkin tækju upp formlegt stjómmálasamband og skiptust á sendihermm. Hermann samþykkti það sam- dægurs og á haustmánuðum kom fyrsti bandaríski sendiherrann hingað til lands og fyrsti sendiherra íslendinga, Thor Thors, til Bandaríkjanna. Einhverjir kynnu að segja að samskipti ríkj- anna hafi á stundum verið erfið, til dæmis snemma á áttunda áratugnum þegar íslend- ingar deildu um vem sína í NATO og banda- rísku herstöðina á Miðnesi. Þá hélt hópur ís- lendinga uppi mótmælum hér við sendiráð- ið. Ég tel að þetta hafi aðeins verið innan- landsvandamál og -deilur íslendinga, sem þeir þurftu að leysa, og tóku ekki beinlínis til samskipta og samvinnu íslands og Banda- ríkjanna. íslendingar ákváðu að vera áfram innan NATO og halda áfram vamarsamstarfi við okkur. Við vorum ánægðir með það, en við hefðum einfeldlega farið ef þeir hefðu ákveðið annað, eins og við höfum gert í öðr- um löndum. En þetta vom deilur milli ís- lendinga innbyrðis — ekki deilur við Banda- ríkin. Og það er ekkert óeðlilegt við það. Svipaðar deilur komu upp í Bandaríkjunum, til dæmis um Víetnamstríðið eins og allir vita. FVrir tveimur ámm, þegar ég kom hingað til starfa, settum við okkur það verkefni að efla samstarf og samvinnu, verslun og við- skipti þjóðanna á sem flestum sviðum. Fram til þess var samvinnan að stærstum hluta á sviði öryggismála. Við vildum auka samstarf á sviði menntunar og menningar, verslunar og vísinda, ferðamála og fjárfestinga. Ég er mjög ánægður með þann árangur sem við höfum náð. Til dæmis að taka hefur út- flutningur Bandaríkjanna til fslands þrefeld- ast á síðustu árum. Hver íslendingur neytir amerískrar vöm fyrir um 1.000 dollara, 60.000 íslenskar krónur, á ári. Það er hærri upphæð en nokkur annar Evrópubúi eyðir í amerískar vömr á ári. Meðaltalið í Evrópu- bandalaginu er um 300 dollarar. Við höfúm orðið fyrir vonbrigðum með að útflutningur íslendinga til Bandaríkjanna hefur dregist saman. Slæm staða dollarans hefur beint út- flutningnum til Evrópu. En hann eykst aftur með því að íslendingar hafa nú upp á fleira að bjóða en fisk. Ég er sannfærður um það. Það færist stórkostlega í vöxt að íslenskir stúdentar haldi til framhaldsnáms við bandaríska háskóla. Nú fara um 32% af ís- lenskum stúdentum til Bandaríkjanna. Fyrir fimmtán ámm var hlutfallið innan við 10%. Margir háskólar í Bandaríkjunum vinna mikið með Háskóla íslands, m.a. að stúd- entaskiptum og sameiginlegum rannsókn- um. Samstarf á sviði vísinda hefur aukist mjög. Við vinnum saman að rannsóknum á lofthita í gufuhvolfi jarðar og þeim áhrifúm sem hækkun hans hefur, og fleiri rannsókn- um á sviði umhverfisvemdar. Samvinna í menningu og listum hefur og aukist Nú um nokkurt skeið hafa Reykjavík og Seattle haft með sér vinabæjasamband. Við vinnum að því að koma á vinabæjasam- bandi milli Keflavíkur og Orlando. Það ætlar frú Vigdís Finnbogadóttir að innsigla nú í haust á ferð sinni um Bandaríkin vegna dags Leifs Eiríkssonar. Þess vegna og til að leggja áherslu á hversu samskipti þjóðanna hafa aukist og auðgast síðustu ár, höfum við boðið forseta fslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, til að flytja hátíð- arræðuna við skólahátíð við háskóla í Miami í Flórída næsta ár. Og ætlum um leið að sæma hana heiðursdoktorsnafnbót" — Hvað með herstöðina á Miðnesheiði. Kemur hlutverk hennar til með að breytast með falli sovéska heimsveldisins og er hugs- anlegt að íslendingar taki við hlutverkum þar? „Nei. Ég held að NATO muni breytast Og það er reyndar ljóst að hermönnum í Mið- Evrópu verður fækkað stórkostlega nú þegar ógnin úr austri er horfin, eða að minnsta kosti orðin miklu minni en hún var. En ég held að herstöðin komi til með að gegna sínu hlutverki áfram. Má ég taka dæmi af lögreglumanninum sem stendur sína vakt um alla borg, sama hversu öruggt hvert borgarhverfi er. Okkur þykir það hyggilegra. Sama máli gegnir um herstöðina á Miðnesheiði. NATO mun áfram þykja það hyggilegt að hafa þar eftirlits- menn, einhveija til að fylgjast með ferðum flugvéla, skipa og kafbáta um og yfir Norður- Atlantshafið. Það er sama hversu allt virðist öruggt; það er hyggilegt, skynsamlegt að halda uppi eftirliti. En íslendingar hafa nú þegar tekið við nokkrum af þeim verkum sem bandarískir hermenn gegndu áður. Þeir munu alferið sjá um og reka ratsjárstöðvamar nýju. Þannig held ég að hlutverk herstöðvarinnar muni ekki breytast svo mikið. Hún verður þama til eftirlits. En íslendingar koma til með að tak- ast þar á hendur æ fleiri verk, hafe reyndar þegar gert það, sem er vel.“ — Samningamir um Evrópska efnahags- svæðið ganga ekkert of vel. Það virðist ekki vera neitt samkomulag um fríverslun með fisk. Er hugsanlegt að Islendingar geti orðið aðilar að fríverslunarsamningi Bandaríkj- anna, Kanada og Mexíkó, ef Evrópusamning- amir nást ekki? „Ég er oft spurður að því hvort Evrópa og Ameríka keppi um viðskipti við ísland. Ég neita því. Þegar íslendingar gengu í EFTA og gerðu viðskiptasamning við EB þá einmitt jukust viðskipti þeirra við Evrópu og Amer- íku. Ég held að það sama muni gerast nú þegar og ef ísland verður aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Ein helsta ástæða þess að amerísk fyrirtæki ætla að byggja hér álver er sú að ísland verður sennilega aðili að EES. Þannig kemst framleiðslan til Evrópu toll- frjálst Viðskiptin styrkjast í báðar áttir. Það er því ekki andstætt okkar hagsmunum ef þið gerist aðilar að EES. Það eykur viðskipti landanna. En ég held að við komum ekki til með að gera sams konar fríverslunarsamning við ís- land og við höfúm gert við Kanada og Mexí- kó. Þau skipa sérstöðu legu sinnar vegna einfaldlega. Við viljum ekki gera viðskipta- samninga við mörg einstök ríki. Við viljum sem víðtækasta fríverslun, og hún nái til sem flestra og helst allra vinaþjóða okkar. Þessa stundina eigum við í svokölluðum núll-núll viðræðum um fríverslun á fiski, iðnaðarvamingi og svo framvegis. Þar inni viljum við að Evrópubandalagslöndin, Japan og EFTA-löndin verði. Og við viljum að ís- land verði einnig með og geti þannig stund- að fríverslun með fisk og flestar aðrar vömr við stærstan hluta heimsins. Það yrði íslend- ingum mjög hagstætt og það er markmið okkar að koma á fríverslun um allan heim. Ef EES-viðræðumar fara út um þúfur og ís- lendingar falast eftir fríverslunarsamningi við Bandaríkin myndum við segja við ykkur: Hvað er ykkur til hagsbóta, hverju viljið þið ná fram? Ef þið viljið selja okkur meiri fisk þá skulum við semja um það. Ef þið viljið semja um ál, þá skulum við semja um ál. Um leið yrðum við að skilgreina okkar hags- muni, hverju viljum við ná fram í staðinn. Ykkur er það til dæmis mikilvægt að geta stundað fríverslun við okkur með veiðiút- búnað. Okkur er það hins vegar mikilvægt að geta stundað fríverslun með til dæmis landbúnaðartæki. Við segjum því: Ræðum þessi mál. Þið fáið fríverslun með veiðiútbúnað, við með landbúnaðartæki. Þegar við erum sammála þá skulum við snúa okkur að öðrum löndum, sem við höfúm viðskipti við, og fá þau til þess að gangast inn á samninginn. Þannig ættum við að ná sam- komulagi við sem flestar þjóðar um sem flest og tryggja ykkur og okkur sem víðtækasta fríverslun. Og ég held að það sé helst til hagsbóta fyrir íslendinga, eins og aðra. Viðskiptasamningur Bandaríkjanna, Kan- ada og Mexíkó er á margan hátt svipaður og Evrópska efnahagssvæðið, en margt er þar þó ólíkt Mestu skiptir þó að staða þessara landa er sérstök og allt önnur en staða ís- lands og Bandaríkjanna. Þannig er ekki um það að ræða að íslendingar verði aðilar að einhvers konar norður-amerísku efnahags- svæði. Ég held að það væri ekki í þágu ís- lendinga. Og ekki í þágu Bandaríkjanna. Við eigum að fara eftir þeim leiðum sem helst eru löndunum til hagsbóta. Það er að tryggja fríverslun og gera hana sem víðtækasta. Ég veit að þetta er flókið mál — mjög flók- ið — og krefst erfiðra samningaviðræðna. Það er einfaldara að hugsa sér einn allsheij- ar fríverslunarsamning milli íslands og Bandaríkjanna. En ég held að slíkur samn- ingur sé ykkur ekki til hagsbóta og hann væri ekki til hagsbóta fyrir okkur. Ég hlustaði á japanska fræðinginn Kenichi Ohmae í morgun: Hann segir að neytendur ráði nú ferðinni hér í heimi. Hreyfing þeirra hefur meiri áhrif en þjóðemishyggja, sósfel- ismi, trúarbrögð og svo framvegis. Hún mun tryggja heimsfriðinn og betri lífskjör, segir Ohmae. Mér varð hugsað til þess að Ronald Reagan snéri Repúblikanaflokki vinnuveitenda og framleiðenda á haus og gerði hann að flokki neytenda. Hann aflétti hömlum á innflutn- ingi, til dæmis á japönskum vamingi. Því fylgdi tap á stál- og bifreiðaverksmiðjum í Bandaríkjunum og að fiórar milljónir manna misstu vinnuna. En um leið sköpuðu neytendur um átta milljónir nýrra starfa í þjónustu. Verð lækkaði og efnahagurinn blómgaðist, allir græddu nema kannski stóm framleiðendumir. Smærri fyrirtæki blómstra og neytendum — almenningi — em tryggð betri lífskjör. Ef það er rétt sem Ohmae segir, ætti neytendahreyfingin einn- ig að ná yfirhöndinni hér, meðal annars með viðskiptasamningum við sem flestar þjóðir heims.“ — Að lokum: Hvemig kanntu við þig? „Ég kann mjög vel við ísland. Náttúmna og mannlífið. Við hjónin höfum ferðast um landið þvert og endilangt Ég held við höfum komið til allra rauðu hringjanna á landa- kortinu nema Seyðisfiarðar. Við höfúm keyrt yfir hálendið, farið þar yfir á hestbaki, geng- ið á fiöll og jökla og séð flesta stærstu hver- ina. Þá þykir mér mjög skemmtilegt og áhugavert að fylgjast með þjóðlífinu, stjóm- málunum og öllu sem þeim fylgir. íslendingar og Bandaríkjamenn eiga líka margt sameiginlegt. Þeir deila sömu gmnd- vallarskoðunum, sömu gildunum, sömu lífsskoðuninni. Og eins og ég gat um áður em tengslin mjög rótgróin. Þið emð hluti af sögu okkar. Mér þætti gaman að geta þess að til að minnast fimmtíu ára afmælisins höfum við fengið Pétur Bjamason myndlistarmann til að gera minnismerki um allt þetta — sög- una og samskipti þjóðanna. Ég fékk því framgengt að grunnur verksins, sem er á myndinni, er tvöfaldur. Úr íslensku graníti og bandarísku graníti. Þannig stendur hann fyrir samvinnu þjóðanna, þær mætast í hon- um. Af honum rís svo svo þessi oddur, sem Pétur fékk svo snilldarlega til að minna á vík- ingaspjót. Hann stefnir fram á við, til fram- tíðarinnar, en vísar um leið til fortfðarinnar. Mér þykir verkið svo gott að við hjónin höf- um fengið Pétur til þess að gera annað eins. Þegar við fömm héðan mun það standa á heimili okkar við Mexíkóflóann. Þar á Golf- straumurinn upptök sín.“ -aá. Fimmtíu ár eru liðin frá því ísland og Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband. Síðan þá hafa samskipti þjóðanna breyst mjög. Charles J. Cobb sendiherra segir: Charles J. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna, heldur á verki Póturs Bjamasonar um samvinnu Banaríkjanna og íslands. Þaö tvinnar saman fortfö og framtíö. Tfmamynd: pjetur I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.