Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 29. júní 1991 Þorgerður Fædd 20. janúar 1897 Dáin22.júní 1991 í júlímánuði árið 1857 gengu í hjóna- band Þorgerður Jónsdóttir frá Svarta- núpi í Skaftártungu, þá 27 ára gömul, og Brynjólfur Guðmundsson frá Göt- um í Mýrdal, þá 24ra ára. Þorgerður átti m.a. ættir að rekja til Ólafs Ólafs- sonar bónda í Hjörleifshöfða og Sturla Jónsson bóndi á Þórustöðum í Grímsnesi var afi hennar. Langafi Brynjólfs var hins vegar Ögmundur sonur Högna Sigurðssonar á Breiða- bólstað (Presta-Högna), en hann var kvæntur Salvöru Sigurðardóttur frá Ásgarði í Grímsnesi. Hjúskapur Þorgerðar og Brynjólfs varð upphaf fjölmennrar ættar sem margir nefna Heiðarættina. Nýgiftu hjónin byrjuðu búskap sinn á Litlu-Heiði, en voru síðar 5 ár í Breiðuhlíð í Mýrdal, en fluttu svo aft- ur að Litlu-Heiði 1867 og bjuggu þar síðan, þar til Brynjólfur lést árið 1900 er hann hrapaði í Heiðarfjöllum. Þor- gerður átti heima á Litlu-Heiði þar til hún lést árið 1920. Þorgerður á Heiði, eins og hún var kölluð, var Ijósmóðir og þekkt kona í Mýrdal fyrir myndarskap á flestum sviðum. Böm þeirra Þorgerðar og Brynjólfs, sem upp komust, voru sex talsins. Næst yngstur í þeirra hópi var Jón Brynjólfsson, sem fæddist í Breiðuhlíð árið 1865. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Um fermingu varð hann fyrir því áfalli að fá lömun- arveiki, sem olli því að hann missti mátt í annarri hlið líkamans. Þetta lagaðist, en þó ekki að fúllu. Hann var haltur á öðmm fiæti það sem eftir var ævinnar. Þrátt fyrir þennan áverka gat Jón stundað flesta líkamlega vinnu og mun það hafa hjálpað til hve harðfylg- inn hann var, enda lét nágranni Jóns þau orð falla að hann væri harðgerður maður með afbrigðum. Árið 1892 giftist Jón Rannveigu Ein- arsdóttur. Hún var dóttir hjónanna Einars Einarssonar frá Þykkvabæ í Landbroti, síðar bónda á Strönd í Meðallandi, og Rannveigar Magnús- dóttur frá Skaftárdal. Þau Jón og Rannveig dvöldu tvö fyrstu búskapar- árin á Litlu-Heiði, en árið 1894 hefja þau búskap á Höfðabrekku. Þannig vildi til, að Rannveig og Vilborg eldri systir hennar fengu Höfðabrekkuna í arf. Magnús Magnússon bóndi á Skaftárdal hafði fest kaup á jörðinni og reyndar eignaðist hann fleiri jarð- ir. Honum auðnaðist bláfátækum að komast í góð efni með miklum dugn- aði. Hann náði þeim metorðum að verða útnefndur Dannebrogsmaður. Jón Brynjólfsson og Rannveig eign- uðust helming Höfðabrekkunnar og bjuggu á vestri partinum, en þau Vil- borg og Sveinn Ólafsson maður hennar áttu hinn helminginn og bjuggu á eystri partinum með sonum sínum þremur: Karli, Gústaf og Ein- ari Ólafi (síðar prófessor). Rannveig og Jón eignuðust sjö böm sem upp komust. Þriðja í röðinni var Þorgerður, sem fæddist á Höfða- brekku 1897. Nú eru aðeins tveir syn- ir á lífi: Ólafúr, sem dvelur á dvaíar- heimili aldraðra í Vík. Hann var giftur Elísabetu Ásbjömsdóttur. Brynjólfur, sem var giftur Meren Guðmundsdótt- ur og dvelur nú einn á heimili sínu í Reykjavík. Þessir tveir öldungar eru enn við ótrúlega góða heilsu. Hin systkini Þorgerðar, sem nú em látin, voru: Magnús, giftur Halldóru Ás- mundsdóttur sem lifir mann sinn, nú 95 ára; Guðrún, sem gift var Guð- mundi Þorsteinssyni; Einar, giftur Kristínu Pálsdóttur; og Steinunn, gift Valmundi Bjömssyni. Þorgerður ólst upp á Höfðabrekku með foreldrum sínum. Hún minntist oft á veruna þar og hvað lífsbaráttan var hörð. Faðir hennar sótti vinnu til Víkur við smíðar. Einnig réri hann þar á árabát, þegar gaf á sjó, en það gat verið stopult. Þótt oft væri þröngt í búi hjá mörgum á þessum árum þá mun aldrei hafa skort mat hjá þeim Jóni og Rannveigu. Fýlatekjan í Höfðabrekkuhömmnum var mikil matarbjörg fyrir ábúendur jarðarinn- ar og einnig fiskur þegar gaf á sjó. Þau Sveinn og Vilborg bjuggu á Höfðabrekku 1894-1905, en þá seldu þau Björgvin Vigfússyni sýslumanni sinn jarðarpart, en hann tók við Skaftafellssýslu vorið 1905. Fluttu Sveinn og Vilborg með fjölskyldu sína að Suður-Hvammi í Mýrdal og bjuggu þar til ársins 1920 er þau fluttu til Reykjavíkur. Það kom fljótt í ljós að Björgvin sýslumaður hafði líka áhuga á því að kaupa vestri part Höfðabrekkunnar. Mun það m.a. hafa haft áhrif á þá ákvörðun Jóns Brynjólfssonar og Rannveigar að selja sinn part og flytja til Víkur 1907 með fjölskyldu sína (Brynjólfur sonur þeirra dvaldi þó áfram einhvem tíma á Höfðabrekku), en þorpið var þá í örri uppbyggingu. Jón hafði þá þegar byggt sér íbúðar- hús undir Víkurbökkum. Þorgerður ólst svo upp áfram hjá foreldmm sínum í Vík. Hún stundaði bamaskólanám eftir því sem þá gerð- ist og síðar fór hún í unglingaskól- ann. Þar lærði hún dönsku og nokk- uð í ensku. Hún notaði vel þetta stutta skólanám og tungumálanámið gerði henni kleift að lesa dönsku. Mikill gestagangur var á heimili for- eldra Þorgerðar í Vík og oft þröng í húsi, ekki síst á vorin þegar vorkaup- tíðin stóð yfir og sama á haustin þeg- ar bændur ráku sauðfé til slátmnar. Þorgerður hóf störf í foreldrahúsum eins fljótt og kraftar leyfðu. Allir þurftu að vinna til þess að framfleyta sjálfúm sér og fjölskyldunni. Þorgerð- ur starfaði svo utan heimilisins eins og algengast var um ungar stúlkur á þeim ámm. Hún fór í sveit á sumrin, fyrst sem unglingur og síðar kaupa- kona. Var hún á nokkmm bæjum í Mýrdal og einnig fyrir austan Mýr- dalssand. Árið 1918 dvaldi Þorgerður hjá Guðrúnu systur sinni, sem þá var búsett á Patreksfirði með fjölskyldu sinni. Hafði hún oft orð á því, að það hefði verið lærdómsríkt að dvelja þar. Meðal annars lærði hún þar að dansa Lancier. Þorgerður giftist hinn 24. júlí 1920 Einari Erlendssyni verslunarmanni hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík. Bjuggu þau tvö fyrstu árin í húsi Er- lendar föður Einars, sem giftur var Ragnhildi Gísladóttur frá Norður- Götum. Erlendur Bjömsson var ann- ar innflytjandinn í Víkurþorp árið 1897. Þröngt var í litla húsinu hjá þeim Einari og Þorgerði fyrstu árin, en sambúðin þar var góð. Árið 1920 hófust þeir feðgar Erlendur og Einar handa um byggingu nýs íbúðarhúss uppi á Víkurbökkum. Byggingin var hafin 4. júlí og henni var lokið 7. des- ember. Bjó Einar með (jölskyldu sinni í eystri hluta hússins (2/3) og Erlend- ur í vestri hlutanum (1/3). Hafði Er- lendur smíðastofu í kjallara hússins. Útsýni úr nýja húsinu, sem fékk nafnið Gmnd, var mikið og fagurt. Reynisdrangar og Reynisfjall í vestri, Gæsatindar og Mýrdalsjökull í norðri, Arnarstakksheiði með Höttu, Hrafna- tind og Víkurhamra ásamt Hjörleifs- höfða í austri og í suðri innsiglaði haf- ið þennan fagra hring. Enda þótt aðalstarf Einars Erlends- sonar væri hjá Kaupfélagi Skaftfell- inga hafði hann í nokkur ár umsjón með vömflutningaskipinu Skaftfell- ingi, sem flutti vömr til Víkur og fleiri staða við suðurströndina. Þá hafði Einar leyfi frá Kaupfélaginu að stunda sjóróðra á vetrarvertíð. Átti hann ásamt Erlendi föður sínum og fleir- um sexæringinn Svan, sem Erlendur hafði smíðað. Var Einar formaður með bátinn. Það var hins vegar undir hælinn lagt hve oft var hægt að róa til fiskjar. Brimótt suðurströndin var oft spör á gæftir. Þá stundaði Einar einn- ig bjargsig í Reynisfjalli um fylatím- ann síðustu viku í ágústmánuði. Hann og nokkrir aðrir höfðu fjallið á leigu af Víkurbændum. Var fyllinn góð búbót og á haustin vom á Gmnd ein til tvær tunnur af söltuðum fyl. Var þetta talinn herramannsmatur þeirra sem komust á bragðið. Ofan- \jf IJjJtT . Slil J túJ/.Ci •! » ‘ * » nif.e rrtaohnvi §o ibnut iríój .ul'.óssfi Jónsdóttir nefnd aukastörf Einars lögðust niður þegar kom fram á fjórða áratug aldar- innar. Þau Þorgerður og Einar eignuðust þrjú böm. Þau em: 1. Erlendur, sem gegndi forstjórastarfi Sambands ísl. samvinnufélaga í þrjá áratugi. Hann kvæntist Margréti Helgadóttur frá Seglbúðum og eiga þau þrjú böm, Helgu meinatækni, Eddu píanóleik- ara og Einar Ijósmyndafræðing. 2. Steinunn (Nenna), sem lærði hjúkr- unarfræði bæði í Reykjavík og í Bandaríkjunum. Hún hefur verið bú- sett vestra frá 1948 og hefur verið yf- irhjúkmnarkona á Háskólaspítalan- um í Los Angeles um árabil. Hún kvæntist Albert Fink lækni. Þau eiga tvö böm, Dísu magister í Norður- landamálum búsetta í Danmörku, og Henry Einar lögfræðing búsettan í Kalifomíu. 3. Erla, hún útskrifeðist úr Kvennaskólanum og síðar íþrótta- skólanum á Laugarvatni. Hún hefur stundað kennara- og skrifstofústörf. Hún kvæntist Gísla Felixsyni rekstr- arstjóra og eiga þau þrjú böm, Einar Indriða tæknifraeðing, Efemíu Hrönn kennara og Ómar Loga matvælafræð- ing. Erla og Gísli hafe verið búsett á Sauðárkróki. Þá ólst upp hjá þeim Einari og Þorgerði bróðursonur Ein- ars, Bjöm Bergsteinn Bjömsson. Faðir Bjöms fórst ásamt Bergsteini bróður hans í fiskiróðri frá Vest- mannaeyjum árið 1918 áður en Bjöm fæddist. Hann ólst upp fyrst hjá Er- lendi afe sínum og Ragnhildi ömmu, en þegar þau féllu frá ólst hann upp hjá þeim Þorgerði og Einari. Bjöm Bergsteinn Bjömsson giftist Ólöfu Helgadóttur hjúkmnarkonu frá Segl- búðum. Þau áttu fjögur böm: Ragn- hildi kennara, Helga flugumferðar- stjóra, Erlend líffræðing og bónda og Gyðu Björk líffræðing. Bam Björns fyrir hjónaband með Jónu Bjöms- dóttur er Bima, gift Guðmundi Þor- steinssyni kennara. Bjöm lést í bif- reiðaslysi 1986 og Ólöf kona hans lést 1990. Þorgerður var mikil húsmóðir og lagði mikinn metnað í að halda fagurt heimili. Einnig lagði hún sig fram í matargerð meira en algengt var á þeim tíma. Hún eignaðist fljótt danska matreiðslubók sem hún nýtti sér vel. Þá fékk hún líka matarupp- skriftir úr dönskum vikublöðum sem Einar maður hennar var áskrifandi að. Á þessum árum var í Skaftafells- sýslum ekki um að ræða aðra gisti- staði en í heimahús. Þess vegna vom flest heimili í Vík gististaðir fyrir þá sem þurftu að dvelja í Vík í lengri eða skemmri tíma. Það kom oft í hlut Þorgerðar að hýsa ýmsa framámenn þjóðarinnar er þeir þurftu að gista í Vík og minntist hún stundum á nokkra þeirra. Einn heim- ilisgesturinn var Guðmundur Einars- son frá Miðdal sem oft gisti hjá þeim þegar hann var á ferðinni í jöklaleið- öngmm sínum. Þannig eignuðust þau hjónin vináttu við fólk hvaðan- æva. En fyrst og fremst vom það þó sveitungamir nær og fjær sem vom tíðir gestir alveg eins hjá þeim eins og hafði verið hjá foreldmm þeirra. Þorgerður var áhugasöm um garð- rækt. Hún lagði vemlega vinnu í blómabeðin í garðinum á Gmnd og ræktaði þar líka grænmeti. Ég minn- srjvsfe (V. :i.*é öb4 .Iðírujqysfe ra i r ist þess er við Erlendur vomm á ferð síðla sumars þegar hún gæddi okkur á jarðarberjum úr garðinum sínum. Þau smökkuðust frábærlega vel. Það var eitthvert ferskt íslenskt bragð af þeim. Faðir minn var einn af þeim mörgu sem oft dvaldi dögum saman hjá þessum ágætu hjónum. Hann var endurskoðandi kaupfélagsins og þurfti því að eyða talsverðum tíma í þau störf. Á síðustu ámm ævi sinnar átti hann við erfið veikindi að stríða. Þá mátti á stundum heita að Þorgerð- ur vekti yfir honum dag og nótt Meiri nærgætni og hugulsemi var ekki hægt að sýna. Þorgerður tók virkan þátt í félagslíf- inu í Vík. Hún gerðist félagi í Kvenfé- lagi Hvammshrepps, fljótt eftir að það var stofnað árið 1919. Þegar Guðlaug Halldórsdóttir í Suður-Vík féll frá árið 1926 tók Þorgerður við gjaldkera- starfi félagsins sem hún gegndi um árabil. Þá var hún kjörin formaður fé- lagsins, en vegna annarra starfa gegndi hún því aðeins í eitt ár. Þá var Þorgerður virkur félagi í sambandi við leikstarfsemi kvenfélagsins. Um árabil færði félagið upp leiksýningar í samkomuhúsinu í Vík. Tók Þorgerð- ur þátt í þessum sýningum meira og minna. Hún var mjög áhugasöm um þessi mál og las mikið, enda átti Ein- ar allgott bókasafn á þessum ámm. Þá starfaði Þorgerður í skólanefnd í Vík í fjölda ára. Þótt hún sýndi þess- um félagsmálum mikinn áhuga stóð hugur hennar þó næst heimili sínu. Þegar ég var 14 ára gömul í Seglbúð- um kynntist ég fyrst fjölskyldu Einars og Þorgerðar þegar þau komu í sum- arfrí ásamt annarri fjölskyldu úr Vík og tjölduðu við túngarðinn heima, rétt við Grenlæk. Þau höfðu ákveðið að dvelja þar tvær vikur. Nærri má geta hve mikla fyrirhyggju þurfti af hendi húsmæðranna til þess að tryggja að nóg væri til af matföngum og nauðsynlegum áhöldum þennan tíma sem dvalið var í sveitinni, en næsta verslun var í 100 km fjarlægð. Nokkur búdrýgindi vom þó af sil- ungsveiði karlmannanna úr Gren- læk, en konur og böm stunduðu berjatínslu. Ég minnist þess hve oft var gestkvæmt hjá þeim í tjöldunum, jafnvel komu næturgestir langt að. Síðar meir reistu þau hjónin ásamt vinafólki lítinn skúr, að vísu án allra þæginda, en þetta var samt stórt stökk frá tjöldunum. Oft undraðist ég hve margt fólk gat komist fyrir í þess- um litla skúr, — en samkomulagið var gott og myndarskapur Þorgerðar leysti flest mál. Jafnveí mestu óveð- ursdagamir vom ánægjulegir; þá fór faðir minn í heimsókn til þeirra og slegið var í slag og spilað fram á rauðanótt. Kynni við þessa fjölskyldu lögðu gmndvöll að hamingju lífs míns, þar sem ég giftist síðar Erlendi syni þeirra Einars og Þorgerðar. Eftir að öll böm Þorgerðar og Einars fóm að heiman dvöldu þau alltaf hjá okkur á jólum. Má segja að þegar bömin okkar komu til sögunnar þá vom afi og amma þýðingarmikill þáttur jólahaldsins, því Einar afi lék jólasvein á aðfangadagskvöldi í fjölda ára. Við Erlendur og börnin okkar átt- um einnig ánægjulegar stundir á heimili Einars og Þorgerðar í Vík og einnig vomm við stundum öll saman á æskuslóðum mínum við Seglbúðir. Síðar kom veglegur sumarbústaður fyrir fjölskylduna og þróunin hélt áfram. Við Erlendur byggðum okkar eigin bústað við Grenlæk árið sem hringvegurinn var opnaður 1974. Þar tókum við á móti mörgum gestum meðan Erlendur starfaði í Samband- inu. Árið 1975 fluttu Einar og Þorgerður til Reykjavíkur í íbúð Hrafnistu við Jökulgmnn. Að búa í húsinu sínu í Vík var orðið þeim ofviða. Það vom samt ekki létt spor fyrir þau að flytja úr Víkinni, sérstaklega fyrir Einar. Hann hafði dvalið þama svo til allan sinn aldur. Tilboð um kaupfélags- stjórastöður utan Víkur höfðu hon- rcb'ivrsibi'i' viTi ri a'i i*t '-**'i um borist, en svarið var alltaf það sama: „Ég vil starfa áfram hjá Kaupfé- laginu í Vík.“ Hann var þama rótfast- ur. Drangamir, Reynisfjall og Jökull- inn vom vinir hans og minningamar í lífshlaupi hans vom úr Víkinni; þar veitti lífið honum mikla hamingju og þar fékk hann líka sína lífsfyllingu, enda þótt dimma skugga bæri fyrir hugskotssjónir þegar sjóslysin komu upp í hugann. Fjölskylda okkar og annarra skyld- menna reyndi að hjálpa tengdafor- eldmm mínum til þess að aðlagast breytingunum, enda fór svo að þau sættu sig við að dvelja í Jökulgmnni. Kannski varð þeim þetta léttara fyrir það, að húsið okkar var í næsta ná- grenni við íbúðina þeirra. Þorgerður hafði oft á orði, að hún hefði ekki þor- að að vona að svo stutt yrði á milli okkar. En dætumar vom lengra í burtu, en væm þær á ferðinni í Reykjavík eyddu þær öllum stundum sem þær gátu hjá foreldrum sínum. Árin í Jökulgmnni vom að mörgu leyti góð ár fyrir Einar og Þorgerði. Með þeirri hjálp sem þau fengu frá Hrafnistu gátu þau haldið þar heimili í sjö ár, en síðan fluttu þau að Hrafn- istu. Þá þurfti líka aðlögun, en aldur- inn var að færast yfir og hjálpaði til þess að þau sættu sig betur við breyt- ingamar. Einar hélt upp á 90 ára af- mæli sitt 12.1985 og var við sæmi- lega heilsu, en svo fór að halla undan fæti. Hann lést á Borgarspítalanum eftir stutta legu 1987. Þorgerður bar missinn með jafhað- argeði, þótt söknuðurinn undir niðri væri mikill. Þau höfðu lifað saman í óvenjulega kærleiksríku hjónabandi í 67 ár og hún var þakklát fýrir þessi ár og fyrir það að bömunum þeirra hafði vegnað vel. Eftir að Þorgerður var ein, heimsótti ég hana á Hrafnistu næstum daglega. Það var einhver sterkur þráður sem batt okkur saman. Þorgerður bjó yfir einhverri dulskynjun sem erfitt var að skýra. Hún sá fyrir ókomna atburði. Hún hugsaði mikið um trúmál og eyddi miklum tíma í að brjóta til mergjar boðskap Krists í Nýja Testa- mentinu. TVú hennar var sterk, en þó ofin vissu raunsæi. Sum bömin mín og tengdaböm trúðu því að Þorgerð- ur amma gæti sent þeim jákvæðar hugsanir þegar þau þurftu að ráða fram úr málum eða koma fram opin- berlega, t.d. á tónleikum. Þá var oft sagt við Þorgerði ömmu: „Viltu hugsa til mín." Þeim fannst þetta bera ár- angur. Það var erfiðara fyrir Þorgerði að bera ellina vegna þess hve hún missti mikla sjón. Hún hafði áður, þegar þau bjuggu í Jökulgrunni, unnið mikla handavinnu með því að hekla dúka og mottur. Afköstin vom ótrúlega mikil. Hún gafst samt ekki upp á handa- vinnunni eftir að sjónin dofnaði. Þá tók hún til við að prjóna sokka og vettlinga handa bömum og bama- bömum og fleirum. Þessi vinna stytti henni stundir og hún naut þess að geta hlustað á útvarpið og fylgst með öllum fréttum innlendum sem út- lendum. Þorgerði byrjaði að hraka þann 13. júní. Það urðu henni sérstök vonbrigði, vegna þess að hún átti von á langþráðri heimsókn dóttur sinnar frá Bandaríkjunum. Nokkm síðar varð hún rúmliggjandi. Þá virtist ljóst að hverju stefndi. Þegar dóttir hennar frá Bandaríkjunum kom til hennar var það af henni dregið, að hún gat aðeins sagt: „Ertu nú kornin." Það vom hennar síðustu ským orð. Hún andaðist á Hrafnistu laugardaginn 22. júní, á nítugasta og fimmta aldursári. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég bera fram þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir framúrskarandi umhyggju og nærgætni sem það sýndi Þorgeröi í gegnum árin. Þær vom margar hlýju hendumar sem hlúðu að henni las- burða, þannig að henni mætti líða sem best. Elskuleg tengdamóðir og mín besta vinkona hefur kvatt mig að sinni. Þótt aldurinn hafi verið hár er söknuður- inn samt mikill. Þakklæti er mér efst í huga, þakklæti fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Þakklæti fyrir kærleika hennar og umhyggju sem hún bar fyrir fjöl- skyldu okkar, þakklæti fyrir allt sem ■ )r/i'v-. V.ri rs'. .íVi'ifr fríu tvM 'i.WíViö rv- .lllj'. -ú ,l.|u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.