Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 13
^ /■' Laugardagur 29. júní 1991 Tíminn 25 MINNING Bjöm Bjömsson yfirvélstjóri Fæddur 27. nóvember 1924 Dáinn 22. júní 1991 Á mánudaginn kemur verður til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Björn Björnsson vélstjóri. Bjöm andaðist að heimili sínu hér í borg laugardaginn 22. júní s.l. eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Við samstarfsmenn hans bæði til sjós og lands viljum með þessum hætti minnast hans með þakklæti fyrir óbrigðult og ánægjulegt sam- starf á umliðnum árum. Björn réðst sem vélstjóri á skip Skipadeildar Sambandsins í febrúar- mánuði 1955, þá á Litlafellið hið fyrra. Hann starfaði síðan sem vél- stjóri nánast sleitulaust á skipum Skipadeildar þar til í marsmánuði 1990, er hann lét af störfum sökum heilsubrests, eftir liðlega 35 ára starf. Eftir að hann hóf störf sín hjá Skipadeild var hans starfssvið vél- stjóm og farmennska með stuttu hléi þó, þá er hann gegndi eftirliti á vegum útgerðarinnar með smíði núverandi Jökulfells í Englandi. Björn var maður mikillar kunnáttu og reynslu á sviði vélfræðinnar og vélsmíða og miðlaði þar af óspart til sinna samstarfsmanna og þá ekki hvað síst til þeirra yngri sem oft kunnu það vel að meta. Hann var fær rennismiður. Hann hafði eðlis- læg, nánast tilfinningaleg tengsl við sínar vélar. Hann þekkti þær út og inn, þeirra eðlilega gang og vissi hvernig þeim leið. Hann talaði oft um þær sem um mannlegar verur væri að ræða og hafði um þær hlý orð. Björn var farsæll í sínu starfi og úr- ræðagóður ef eitthvað bar útaf. Þess mun lengi minnst, er hann með að- stoð sinna manna smíðaði nýtt elds- neytisdæludrif í aðalvél Skaftafells í stað þess er mölbrotnaði við hin verstu skilyrði er skipið rak vélar- vana í vondu veðri á hafi úti langt vestur af íslandi með þeim árangri að eftir 5 sólarhringa þrotlausa vinnu komst það heilu og höldnu til hafnar af eigin rammleik. Björn var með afbrigðum ósérhlíf- inn maður og slíkum mönnum verður starfsframlagið aldrei full- þakkað. Hann var traustur maður og trúr sínum. Björn stundaði sitt vélsmíðanám hjá Guðmundi heitnum Sigurðssyni á Þingeyri. Hann lofaði oft þá undir- stöðukunnáttu og þau hollu ráð, sem hann þar fékk og hafði hlý orð um þá feðga Guðmund og son hans Matthías. „Blessaður, það er Bjössi." Þannig hljómaði einatt byrjunin á þeim símtölum, sem við samstarfsmenn hans áttum við Bjössa. f raun þurfti Bjössi ekki að kynna sig, við þekkt- um hans kunnuglegu rödd mæta vel. Nú er þessi rödd hljóðnuð og er eiganda hennar sárt saknað. Björn kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur, árið 1952. Þau áttu sér sitt hlýlega heimili aö Tómasarhaga og þar dó Björn eins og fyrr sagði. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Kristínu og Bimu, sem báðar búa ásamt fjöl- skyldum sínum í næsta nágrenni. Við sendum Guðrúnu, dætrum hennar og þeirra fjölskyldum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Guðmundur Jónsson Syðra-Velli verður jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 29. júní kl. 2 e.h. Vandamenn. Hjartans þakkir flytjum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför Guðmundar Halldórssonar frá Bergsstöðum Þóranna Krístjánsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. ÍÞRÓTTIR ______________________Eyjaleikar — Fimleikar:_______________ Sigurbjörg sigraði í fjölþrautinni Sigurfejörg Ólafsdúttir fimleika- Falle frá Jersey með 32,950 » ein- 120 MANNS TIL HOLLANDS kona sigraði í fjölþrauf á Eyjaleik- kunn. Fimleikasambandiö mun senda unum, sem nú eru haldnir á Guðmundur Brynjólfsson varð f 120 manna hóp á Cymnaestrada í Álandseyjum. Þá kntu þeir Guð- 2. sæti í fjölþraut karla, en aðeins Amsterdam í Hoilandi dagana 12.- mundur Brynjólfsson og Jón varkepptístökldoggólfæflngum. 20. júlí. Þetta mót er þaö stærsta Finnbogason etanig í verðlauna- Guðmundur fékk 8,900 fyrir setn Alþjóðafimleikasambandið sætum á lelkunum. stökkið, en 8,850 fyrir gólfæfing- heldur. Sýnendur eru á aldrinum í fjölþrautinni fékk Sigurbjörg amar, eða samtals 17,750. Jón 12-65 ára fti Kópavogi, Garðabæ, 8.350 í einkunn fyrir stökk, Finnbogason varð í 3. sæti með Kcflavík, Reykjavík og Akureyri. 8.850 fyrir tvíslá, 8,500 fyrir slá 8,750 fyrir stökkib, 8,700 fyrir Efiit verður til mikillar fimleika- og 9,050 fyrir góifæfingar. Sam- gólfæfingamar, eða samtais sýningar í Digranesi í Kópavogi i tals 34,750. ðnnur varð Sabina 17,450. Sigurvegari varð Scott mánudaginn kemur, 1. júlí. Meðal Stenbách frá Álandseyjum með Chandler frá IVincc Edwards eyju sýnendaverðamargarafreksstúlkur 33.850 og þriðja varð Stefanie með 18,700 í einkunn samanlagt. í fimieikum, bæði fyrr og nú. BL íþróttir helgarinnar: „Framliðin“ mætast Á sunnudaginn hefst 7. umferð Samskipadeildar, 1. deildar karla í knattspymu. Þá mætast meðal ann- ars „Framliðin" tvö, Víkingur og Fram, á Víkingsvelli. Sem kunnugt er hafa Vikingar á að skipa 5 fymim leikmönnum Fram. Þá mætast einnig Víðir og Valur í Garði. Báðir Ieikirnir hefjast kl. 20. Kl. 16 leika FH og KA í Kaplakrika. Umferðinni lýkur með leik KR og Stjörnunnar á KR-velli og ÍBV og Breiðabliks í Eyjum kl. 20 á mmánu- dagskvöld. f 1. deild kvenna leika ÍA og Þróttur Nes. á sunnudag ki. 14 á Akranesi. Staðan í 1. deild- SAMSKIPADEILDINNI KR 6 4 2 0 13-2 14 Breiðablik 6 4 2 0 11-5 14 fBV 6 3 12 9-8 10 Fram 6 3 12 9-8 10 Víkingur 6 3 03 12-12 9 Valur 6 3 03 6-6 9 KA 6 2 13 6-8 7 FH 6 1 23 6-8 5 Stjarnan 6 1 14 5-11 4 Víöir 6 0 24 4-12 2 SICLINGAR í dag verður haldið kænumót, Doddamót, á Fossvogi. Keppt verður í Optimist og opnum flokki. Mótinu verður framhaldið á morgun. Á morgun sunnudag verður haldið Sólstöðumót á sundunum við Skúlagötuna í Reykjavík. Þetta er fjölskyldumót, þar sem keppt er eftir sérstakri fjölskylduforgjöf. BL Wimbledon-tennismótið: Ivanisevic og Agassi í vandræðum Það stytti loks upp á Englandi í gær og því var hægt að halda áfram með Wimbledon-mótið í tennis, sem tafist hefur mikið vegna rigninga síðustu daga. Helstu úrslit í gær urðu þau að þeir Goran Ivanisevic og Andre Agassi lentu báðir í töluverðu basli með andstæðinga sína. Ivanesivic sigraði Bretann Andrew Castle 7-6 (9-7) 7-6 (7-5) og 6-2. Þá vann Agassi Kanada- manninn Grant Connell 4-6, 6-1, 6-7 (6-8) 7-5 og 6-3. Gamla brýnið Jimmy Connors vann léttan sigur á Finnanum Veli Paloheimo 6-2,6-0 og 7-5. BL Knattspyma — Unglingalandslið kvenna: Arna með lið sitt á Norðurlandamót Ama Steinsen, þjálfari unglinga- landsliðs kvenna U-16 ára, hefur val- iö lið sitt, sem heldur á Norðurlanda- mót í Pajulahti í Finnlandi um helg- ina. Mótið hefst á sunnudag og lýkur sunnudaginn 7. júlí. Liðið er skipað eftirtöldum knatt- spymustúlkum: Asdís Þorgilsdóttir ÍBK Ásgerður Ingibergsdóttir Sindra Ásthildur Helgadóttir UBK Bima María Björnsdóttir Val Bryndís Einarsdóttir KR Elísabet Sveinsdóttir UBK Hanna Kjartansdóttir Haukum Heiða Haraldsdóttir Reyni S. Hjördís Símonardóttir Val íris Sæmundsdóttir Tý Kristbjörg Helga Ingadóttir Val Kristín Sveinsdóttir Tý Margrét Ólafsdóttir UBK Olga Færseth ÍBK Rósa Brynjólfsdóttir UBK Rósa Steinþórsdóttir Sindra Akureyri - Golf: BJÖRN AXELSSON SIGRADI í ANNAÐ SINN Á ARTIC OPEN Fimmta Artic open-miðnæturmót Golfklúbbs Akureyrar fór fram á Jað- arsvelli um síðustu helgi. Akureyr- ingurinn Bjöm Axelsson sigraði í keppni án forgjafar, og er það í ann- að sinn sem Björn sigrar á Artic op- en, en hann sigraði einnig árið 1988. Keppni án forgjafar var æsispenn- andi og var nánast einvígi milli Björns og Arnars Más Ólafssonar. Þegar Amar hafði lokið keppni seinni daginn, var ljóst að Björn varð að leika síðustu 9 holumar „á pari“. Það tókst og Björn stóð uppi sem sigurvegari. Keppni með forgjöf var einnig mjög spennandi. Þar stóð Sævar Jónatansson uppi sem sigur- vegari á 135 höggum. f 2.-4. sæti urðu 3 jafnir, og var árangur í þrem- ur síðustu holunum látinn skera úr um röð. í sveitakeppninni sigraði sveit skipuð Molly McCoy Bandaríkj- unum, Kolbeini Gíslasyni GA, Ólafi H. Gylfasyni GA og Kristjáni Grant GA. Auk áðurtaldra keppnisgreina var Mitsubishi-bifreið í verðlaun fyrir það að fara holu í höggi á 18. braut. Bifreiðin gekk ekki út að þessu sinni, þó ekki hafi miklu munað. Fyrri dag- inn stoppaði bolti Svisslendingsins Paul White örfáa millimetra frá barmi holunnar. Seinni daginn komst Jón B. Hannesson næst hol- unni, en vantaði samt 70 cm uppá. Þess má geta að Jón fór holu í höggi á mótinu í fyrra og hlaut bifreið að launum. Mótið þótti takast í alla staði vel, þótt veðrið hefði mátt vera örlítið betra til að miðnætursólin nyti sín til fulls, eins og einn keppenda orð- aði það. Um 140 manns tóku þátt í mótinu, þar af um helmingur út- lendingar. Nokkrir erlendir blaða- menn voru meðal þátttakenda, og samkvæmt heimildum Tímans mun ætlunin.að gera mótinu góð skil í a.m.k. tveimur eriendum stórblöð- um, auk tímarita um íþrót(ir. . . Úrslit án forgjafan högg 1. Bjöm Axelsson GA146 2. Arnar Már Ólafsson GK 147 3. Phillip Hunter GS 148 4. Sigurður Pétursson GR 148 5. Jónatan Drummond GR 151 6. Þórhallur Pálsson GA 156 7. Skúli Ágústsson GA 156 8. Eiríkur Haraldsson GA 158 9. Jason Magee 158 10. Ólafur A. Gylfason GA 159 Úrslit með forgjöf: 1. Sævar Jónatansson GA 135 (18) 2. Kristján Grant GA 136 (20) 3. Kolbeinn Gíslason GA 136 (28) 4. Bjöm Axelsson GA 136 (5) 5. Skúli Ágústsson GA 138 (9) 6. Magdalena Þórisd. GS 139 (24) 7. Jóhann P. Anderssen GA 140 (13) 8. Pétur Sigurðsson ísaf. 140 (15) 9. P. Maxwell Englandi 141 (12) 10. Stefán Jónsson GA 141 (19) hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.