Tíminn - 29.06.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. júní 1991
Tíminn 5
Prestastefnunni á Hólum lokið:
Suðurland titrar ótt og títt:
Nokkrir smáskjálft-
ar síðustu daga
Nokkrar eftirhreytur hafa verið
síðustu daga af hinum snarpa
jarðskjálfta, sem varð að morgni
19. júní og átti upptök sín við ósa
Ölfusár.
Að sögn Ragnars Stefánssonar,
jarðskjálftafræðings á Veðurstof-
unni, mælast 5 til 10 skjálftar á
dag, sem allir eru um og innan við
1 á Richterkvarða. Fólk verður
hins vegar ekki þessara skjálfta
vart.
Frá því í Heklugosinu í janúar og
febrúar hefur allmargra jarð-
skjálfta orðið vart á Suðurlandi,
sem hafa orðið allt að 4,6 á Richter.
Ragnar Stefánsson segir að það sé
eins og jarðspenna á Suðurlandi
hafi breyst nokkuð við Heklugosið.
Jarðskjálftum þessum hefur nú
mjög fækkað.
Ragnar Stefánsson segir að ekki
sé í ljósi síðustu mánaða um eitt-
hvert meðaltal jarðskjálfta að
ræða, það er að segja hvort þeirra
sé að vænta með reglulegu milli-
bili. Hið fullkomna jarðskjálfta-
mælikerfi, sem sett hefur verið
upp á Suðurlandi, ætti að geta það,
en hins vegar hafi engar formúlur
verið settar upp til að segja til um
slíkt. -sbs.
Veikindi Reykvíkinga í maímánuði:
1746 MEÐ KVEF OG
250 MEÐ IÐRAKVEF
Alls greindust 1746 tilfelli af kvefi og
öðrum veirusýkingum í efri loftveg-
um í Reykjavík, í síðastliðnum maí-
mánuði, samkvæmt skýrslu þriggja
heilsugæslustöðva, þriggja lækna og
Læknavaktarinnar sf. Þá greindust
250 tilfelli af iðrakvefi, sem er veiru-
sýking í þörmum, 89 tilfelli af háls-
bólgu og 66 tilfelli af lungnabólgu. Þá
greindust 30 einstaklingar með
hlaupabólu, 14 með inflúensu, 1 með
mislinga, 1 með rauða hunda og í
maímánuði greindist einnig 1 ein-
staklingur með matareitrun.
Kirkjan taki á
vanda nútímans
Prestastefnan, en henni iauk í fyrradag, hefur sent frá sér ályktan-
ir um ýmis mál. Meðal annars er skorað á stjómvöld að leggja til
þróunarsamvinnu svipað hlutfall þjóðartekna og nágrannaþjóðir
okkar gera og standa þannig við samþykkt Alþingis. Ennfremur
þurfi kirkjan að bregðast við lífsskoðunarvanda samtímans með því
að ítreka að hún sé almenn og öllum opin.
„Margar þjóðir þriðja heimsins
líða vegna ranglátrar efnahagsskip-
unar í heiminum og eru í fjötrum
skuldakreppu sem hindrar nauð-
synlegar framfarir og lífskjarabata.
Bilið milli rfkra þióða og fátækra
eykst stöðugt... I ljósi nýlegrar
skoðanakönnunar um viðhorf ís-
lendinga til þróunarsamvinnu er
ljóst að hugarfarsbreytingar er þörf
meðal okkar. Könnunin sýnir
hróplegt vanþakklæti þjóðar, sem
býr við almenna velsæld," segir í
ályktun Prestastefnu.
Prestar segja í ályktun sinni að
samfélagsbreytingar undangeng-
inna áratuga hafi gert það að verk-
um að íslenskt samfélag megi nú
kallast fjölhyggjusamfélag þar sem
tekist sé á um ólík lífsviðhorf. Af
því leiði að margir telji kristna trú
ekki jafn sjálfsagða og áður. „Margt
bendir til að ríkjandi heimsmynd
tækni- og framfarahyggju sé að
gliðna. Heimsflótti ýmiss konar,
sem er í andstöðu við þá samfélags-
ábyrgð sem byggist á kristinni
kenningu, er áhyggjuefni. Kirkjan
þarf að bregðast við lífsskoðunar-
vanda samtímans með því að ítreka
að hún er almenn og öllum opin.
Kirkjulegt starf er í vexti og þörf er
á fjölbreyttari starfsháttum sem
mæta þörf fólks fyrir trúarsamfé-
lag. Jafnframt þessu þarf að stunda
markvissa trúarfræðslu um undir-
stöðuatriði kristinnar trúar."
Þá er og vikið að breytingunum í
Austur-Evrópu. Segir að kirkjur
landanna hafi þar átt stóran hlut
að máli. „Þær hafa sýnt merkan
vitnisburð trúar með þolgæði sínu
andspænis áratuga ofsóknum í
einni eða annarri mynd og harð-
ræði af hálfu einræðisstjórna,"
segir í ályktun Prestastefnu sem
lauk í fyrradag.
-sbs.
Áætlana um auknar fjárfestingar
gætir hjá Iðnlánasjóði:
Kristján Gíslason, forstjórí Radiomiðunar hf., afhendir Hannesi Hafstein, forstjóra SVFÍ, sem er tíl
vinstrí á myndinni, nýju öryggisbaujuna. Tfmamynd: Ami Bjama
Fyrsta gervitunglabaujan var afhent SVFÍ í gær:
aukist 130%
Eftirspum efttr fiárfestingalánum
bjá Iðnlánasjóði var 130% meirí á
fýrstu fjórum mánuðum þessa árs
heldur en á sama tímabili í fyrra.
Lánsumsóknir þessa fjóra mánuði
námu samtals tæplega einum míUj-
arði króna. En það svarar t.d. til um
tíunda hluta heildarútlána sjóðsins
um síðustu áramót, sem voru
9.875 m. kr. Aukin lánaeftirspum
kemur ekki fram f fiölgun um-
sókna, heldur eru fjárhæðimar, sem
sótt er um nú, mildu hærrf að með-
altali en á síðasta ári.
í fréttabréfi Iðnlánasjóðs kemur
fram að útlánsvextir á lánum í er-
lendri mynt lækkuðu þann 15. júní
sJ. Kjörvextir SDR-lána lækkuðu
úr 10,60% f 10,30% og lána í
bandarfkjadöhim úr 9% í 8,5%. Á
sama tnna hækkuðu hins vegar
kjörvexör inniendra útlána úr
7,95% í 8,10%.
Iðnlánasjóður hefúr að undan-
fómu leitað eför Ölboðum og samið
um þau eríendu lán, sem gert er ráð
fyrir að sjóðurinn taki samkvæmt
lánsfjárlögum (1350 m. kr.).
Lántökur sjóðsins á innlendum
markaði eru á hinn bóginn sagðar
> háir markaðsvextir, sem kalla
myndn á verulega vaxtahækkun á
innlendum útlánum sjóðsins. - HEI
Byggingarkostnaður og
húsaleiga hækka
Baujurnar sem auka
öryggi sjófarenda
Vísitala byggingarkostnaðar hækk-
aði um 1,3% milli maí og júní,
samkvæmt útreikningum Hagstof-
unnar. Nær öll hækkunin, eða
1,1%, er rakin U1 2,9% meðal-
hækkunar á töxtum útseldrar vinnu
iðnaðar- og verkamanna þann 1.
júní.
Byggingarvísitalan, sem gildir fyrir
júlímánuð, er 185,9 stig. Samsvar-
andi vísitala með grunn í desember
1982 er 595 stig.
Síðustu tólf mánuði hefur bygging-
arvísitalan hækkað um 8,2%. Þar af
er hækkun síðustu þrjá mánuði
2,6%, sem umreiknað samsvarar
nær 11% árshækkun.
Þá hækkar leiga fyrir íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði, sem samið hefur
verið um að fylgi vísitölu húsnæðis-
kostnaðar eða breytingum meðal-
launa, um 2,6% frá og með 1. júlí.
Leigan helst síðan óbreytt í ágúst og
september. - HEI
Fyrsta EPIRB-406 gervitungla-
neyðarbaujan var afhent Slysa-
vamaféiagi íslands í gær. Það var
Radiomiðun hf. sem gaf baujuna og
Kristján Gíslason, framkvæmda-
stjóri Radiomiðunar, afhcnti Hann-
esi Þ. Hafstein, forstjóra SVFÍ, þá
fyrstu.
Við það tækifæri sagði Kristján að
hann hefði heitið Hannesi því fyrir
nokkrum árum að gefa honum eina
svona bauju þegar hann kæmi með
björgunarskip SVFÍ, Henrý A. Hálf-
dánarson, til landsins, en þá hefðu
slíkar baujur ekki verið leyfðar hér.
Þetta loforð væri hann því að efna
nú.
Hannes tók við baujunni og sagði
að það hefði löngu verið orðið tíma-
bært að leyfa baujurnar hér á landi.
Þær veittu sjófarendum mun meira
öryggi en tíðkast hefur og hann von-
aðist til að þess yrði ekki langt að
bíða þar til baujurnar yrðu komin í
sem flest skip. Kristján afhenti einn-
ig Gunnari Tómassyni, fulltrúa
Slysavarnaskóla sjómanna, og Guð-
jóni Ármanni Eyjólfssyni, skóla-
stjóra Stýrimannaskólans, sína
hvora kennslubaujuna.
Baujurnar eru í sambandi við fimm
gervitungl, svokallað SARSAT/CO-
SPAS-kerfi, sem eru umhverfis jörð-
ina. Fyrsta neyðarkallið frá EPIRB-
bauju kom í gegnum SARSAT/CO-
SPAS-kerfið árið 1982 og síðan þá
hefur kerfið aðstoðað við björgun
um 1800 mannslífa. Neyðarsending-
ar baujunnar eru bæði mótteknar á
121,5 MHz og 406,025 MHz neyðar-
tíðni. Gervitunglin eru sífellt að
hlusta á neyðarsenditíðnina og um
leið og þau nema slíkar sendingar
senda þau boð til móttökustöðva á
jörðinni. Eftir að móttökustöðin
hefur reiknað út nákvæma staðsetn-
ingu baujunnar hefur hún samband
við næstu björgunarstöð og þá er
skipum, flugvélum og þyrlum stefnt
á slysstað.
Baujurnar eru einnig útbúnar sjálf-
virkum sleppibúnaði og gefa þær frá
sér upplýsingar um það hvort hún
hafi verið sett af stað handvirkt eða
hvort hún hafi farið sjálf af stað.
Öryggismálanefnd Alþjóðasiglinga-
málastofnunarinnar hefur samþykkt
að skylda notkun EPIRB-406 bauj-
unnar í nýja Alþjóðalega öryggis- og
neyðarkallkerfinu. Auk þess hafa
Kanadamenn, Bretar, Bandaríkja-
menn og Frakkar gert búnaðinn að
skyldu í fiskiskipum sínum og u.þ.b.
12000 EPIRB-406 baujur hafa verið
settar upp í erlendum skipum.
Hér á lslandi hefur búnaðurinn að-
eins verið samþykktur, en ekki verið
skyldaður og fyrstu baujunni var
komið fyrir í björgunarskipi SVFÍ,
Henrý A. Halfdánarsyni, f gær.
-UÝJ
Nýtt fyrirtæki rekur ístess:
Laxá hf. tekur við
Stofnað hefur verió nýtt hlutafé- manns.
iag um þrotabú ístess á Akureyri. Hlutafé er 8,150 miQjónir, en
Nýja fyrirtækið beitir Laxá hf. og hluthafar eru KEA, Akureyrarbær,
er að mestu leyö í eigu sömu aðila Hraðfirystihús Þórshafnar,
og áttu ístess. Byggðastofnun og þrjú smærri
Búið er að skrifa undir leigu- fyrirtæki.
samning við þrotabú ístess um Guðmundur Stefánsson hjá Laxá
Íeigu á verksmiðjunni og fram- hf. segiraðumsvifþessafyrirtæk-
Íeiðslubúnaði í KrossanesL Laxá is verði nokkuð minni en hjá íst-
hf. leigir reksturinn a.m.k. til ára- ess. Hann hýst við að fyrirtækið
móta. Framleiðsla er þegar hafin verði komið » eðlílegan rekstur í
hjá fyrirtækinu, en þar vinna átta næstu víku. -SIS