Tíminn - 11.07.1991, Page 5

Tíminn - 11.07.1991, Page 5
Fimmtudagur 11. júlí 1991 Tíminn 5 Norðurlönd með töluvert mismunandi reglur um greiðslu lyfjakostnaðar: Viö áleiðis úr sænska yfir í danska kerfið? Reglur um þaö hvemig lyfjakostnaður skiptist milli notendanna sjálfra og hins opinbera eru töluvert mismunandi á Norðurlöndun- um. Beinar greiðslur einstaklinga virðast hvað mestar í Danmörku og Finnlandi. Fram undir þetta virðist íslendingurinn hafa sloppið ódýrast. íslensku reglunum virðist mest hafa svipað til þeirra sænsku á undanfömum árum, en nýlegar breytingar hins vegar vera í átt að danska fyrirkomulaginu. Þar sem okkur er tamt að bera okkur saman við hin Norðurlöndin í flestu er að velferðarmálum lýtur, er fróðlegt að sjá hvaða form þau hafa valið á greiðslu lyfjakostnaðar. Heilbrigðis- skýrslur Norðurlanda 1966-1991, sem eru nýkomnar út, lýsa í grófum drátt- um hvemig þessum málum er hagað í hverju landi. Föst 720 íkr. upphæð í Svíþjóð... í Svíþjóð er meginreglan sú, að fyrir lyf út á lyfseðil greiðir einstaklingur hveiju sinni að hámarki 75 skr. (um 720 ísl. kr.) beint úr eigin vasa. Þegar síðan lyfja- og lækniskostnaður hefur náð 8.700 til 14.500 fsl. kr. (mismun- andi eftir héruðum) innan 12 mánaða tímabils á viðkomandi sjúklingur kost á fríkorti það sem eftir er tímabilsins. Sem sjá má svipar þessum sænsku reglum verulega til þeirra sem hér giltu um langt árbil, eða til nýlegra stjómarskipta. Nema hvað lífeyrisþeg- ar hafa samt sloppið mun betur á Is- landi (230 kr. fyrir hvert lyf) en í Sví- þjóð. ... 25% til 100% af verði í Danmörku Nýjum lyfjagreiðslureglum, sem við fengum með nýrri ríkisstióm, svipar nokkuð til þeirra dönsku. I Danmörku er lyfjum skipt í þrjá meginflokka hvað varðar beinar greiðslur sjúklingæ Lyf í fyrsta flokki verður fólk almennt að greiða að fullu sjálft Þó er mögulegt fyrir lækna að sækja um 50% eða 75% niðurgreiðslu fyrir einstaka sjúklinga. FVrir lyf í öðrum flokki þarf fólk að greiða 50% afverði. í þennan flokk em sett viðurkennd og ömgg lyf, þ.e. svo fremi að ekki sé talin hætta á að þau verði ofnotuð. FVrir lyf í þriðja flokki þarf sjúklingur að greiða 25% af heildarverði. í þenn- an flokk komast aðeins lyf við sérstök- um og oft lífshættulegum sjúkdóm- um. Auk þess er krafa um að viðkom- andi lyf verði ekki með auðveldum hætti notað við minniháttar krank- Gunnlaugur Júlíusson, hjá Stéttarsambandi bænda, segir: ÓRÁÐ AÐ FLYTJA NÚ ÚT ÓUNNA ULL Landsbankinn hefur tekið rekstur Alafoss á leigu næstu 6 mánuðina. Á þeim tíma á að endurskipuleggja reksturinn, vinna upp í gerða samninga og treysta viðskiptasambönd. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að ullar- þvottastöð fyrirtækisins í Hveragerði verði opnuð, eða tekið verði við ull frá bændum. Hvað svo tekur við veit enginn. En staðan er óþægileg fyrir marga, meðal annarra bændur. Gunnlaugur Júlíusson hjá Stéttar- sambandi bænda: „Við höfúm engin sérstök áform enn varðandi framtíðina. Nú vinnum við að þessum formlegu atriðum varðandi gjaldþrotið, að tryggja rétt þeirra bænda sem hafa lagt inn ull hjá Ála- fossi. Svo höfum við náttúrlega miklar og vaxandi áhyggjur af framtíðinni. Hvemig þessi mál þróast. Þau skipta vitaskuld bændur miklu máli bæði f bráð og lengd. Ullin hefúr vaxið svona tæp 10% í verðlagsgrundvellinum. En það er náttúrlega misjafnt eftir bænd- um og hversu ullin frá þeim er góð. En þeir hjá ullarmóttöku Álafoss segja að ullin hafi gjörbreyst nú á síðustu tveimur til þremur árum, hún sé orð- in miklu betri og meira til hennar vandað. Þannig að hún skiptir ýmsa bændur mjög miklu. Á þessum kvóta- og samdráttartímum hefur enda verið hvatt til þess að menn vönduðu sem mest til ullarinnar. Þannig að þetta er stóralvarlegt mál. Ef Landsbankinn ætlar sér bara að vinna úr birgðum og upp í gerða samninga, þá þarf hann ekkert að opna ullarþvottastöðina í Hveragerði eða taka við ull af bænd- um. Heimsmarkaðsverð á ull hefur fallið gríðarlega og sett bændur í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi í mikinn vanda. í Álafossi hafa menn vitaskuld verið að vinna verðmæti úr ullinni og það má segja að framtíðin sé undir þvf komin að menn komist þar að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Útflutning- ur á óunninni ull er enginn kostur að mínu mati og ég miða þá bara við hvemig gengið hefur hjá þeim þjóð- um, Áströlum og Nýsjálendingum, þar sem þetta er miklu stærri atvinnuveg- ur en hér. En við vinnum í þessu rnáli," segir Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsamb. bænda -aá. leika. Insúlín er eini lyfjaflokkurinn sem danskar sjúkratryggingar greiða 100%, segir í skýrslunni. Búast má við að íslenskum reglum um greiðslu lyfja muni innan tíðar svipa ennþá meira til hinna dönsku. Samkvæmt yfirlýsingum núverandi heilbrigðisráðherra í útvarpi nýlega líst honum nokkuð vel á það fyrir- komulag að sjúklingur greiði ákveðið hlutfall af verði lyfjanna. Um 44 þús. íkr. árshá- mark í Finnlandi Finnsku reglunum svipar líka að nokkru til þeirra dönsku. Lyf án lyfseð- ils borgar sjúklingur að fullu. Af lyfseð- ilsskyldum lyfjum virðist algengast að sjúklingur greiði sjálfur 50% af því sem verð lyfs fer umfram 500 íkr. (FIM 35). Sum lyf gegn 36 sérstaklega tilgreind- um sjúkdómum greiða flnnskar sjúkratryggingar að fullu og fyrir 15 lyf til viðbótar þarf sjúklingurínn aðeins að greiða 10% af verði. Þá er sú meginregla, að sjúklingur þurfi ekki sjálfur að borga meira en 3.051 finnsk mörk, eða í kringum 44 þús. íslenskar krónur fyrir lyf á hverju almanaksárí. Hámark um 1.560 íkr. í Noregi Nýjar reglur f Noregi gera ráð fyrir að sjúklingar borgi sjálfir ákveðna pró- sentu af verði lyfja, en þó ekki yfir ákveðið hámark. Lyf fyrir böm undir 7 ára aldri greiða sjúkratryggingar að fullu. Fyrir lyf handa lífeyrisþegum og 7-16 ára bömum á sjúklingurinn að borga 10% af verði, en þó ekki yfir 670 íkr. (75 nkr.) hverju sinni. Aðrir skulu borga 20% af lyfjaverði, en þó að há- marki um 1.560 kr. íslenskar (175 nkr.) fyrir hvert lyf. Meginreglur þess- ar em svo misjafnar milli landa að töluverðum erfiðleikum er háð að segja til um hver þessara þjóða sleppur ódýrast út úr apótekum sínum. Að ætla íslendingum stað er enn erfiðara, þar sem sjálfri Hagstofunni „hefur ekki tekist að afla haldgóðra upplýsinga um verðáhrif af breytingum á þátttöku al- mennings í lyfjakostnaði", eins og seg- ir í tilkynningu ffá Hagstofunni. -HE JEPPA HJÓLBARÐ- ARNIR VINSÆLU *THANK00K Jeppahjólbarðar frá Suður-Kóreu: 215/75 R15, kr. 6.320. 235/75 R15, kr. 6.950. 30- 9,5 R15, kr. 6.950. 31- 10,5 R15, kr. 7.950. 31-11,5 R15, kr. 9.470. 33-12,5 R15, kr. 9.950. Hröð og örugg þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Síman 91-30501 og 91-84844 Sumar- tijólbarðar þiágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU Á lágu verðl. Mjög mjúklr ogsterkir. Hraðar hjólbarða- skiptíngar. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavfk Sfmar: 91-30501 og 84844 ■O •{fH* Mt* íamut (r&rn 1 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar SEKTIR fyrir nokkur umferöarlagabrot: Umferöarraö vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæöum, sem eru samkvæmt leiöbeiningum rikissaksóknara til lögreglustjóra trá 22. februar 1991. Akstur gegn rauöu Ijósi Biöskylda ekki virt Ekiö gegn einstefnu Ekiö hraöar en leylilegt er Framúrakstur viö gangbraut Framúrakstur þar sem bannaö er „Hægri reglan" ekki virt Logboöin ókuljós ekki kveikt -alllaö 7000 kr. “ 7000 kr. Slöövunarskyldubrot Vanrækt aö fara meö ókutæki til skoöunar Öryggisbelli ekki notuö -alltaö 7000 kr. 4500 kr. 3000 kr. MJOG ALVARLEG OG ITREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! yUMFERÐAR RÁÐ :^WSS»^SWi*SSftft«SSSSflíS TIMANS kemur út á föstudögum I Tíminn \'

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.