Tíminn - 17.07.1991, Side 9

Tíminn - 17.07.1991, Side 9
Miðvikudagur 17. júlí 1991 Tíminn 9 Dauðaslys á háöldruðum tvöfalt algengari á hinum Norðurlöndunum: Þeir ungu í mestri lífs- hættu Dauösfoll af völdum slysa hafa í heild verið hlutfallslega færri hér á landi heldur en á hinum Noröuriöndunum á undanförnum árum. Dauðaslys á börnum og ungu fólki eru eigi að síður miklu tíðari hér en á nokkru hinna landanna. Hagstætt heildarhlutfall íslands er eingöngu því að þakka að miklu færri háaldraðir látast vegna slysa hér á landi heldur en á hinum Norðuriöndunum. Kemur raunar verulega á óvart hve margt háaldrað fóUc deyr þar af völdum slysa, eða hlutfallslega upp í 20 sinnum fleira heldur en úr yngri aldurs- hópunum. Samkvæmt heilbrigðisskýrslum fyrir Norðurlönd voru dauðsföll af völdum slysa 46 á hverja 100 þús. íbúa þessara landa að meðaltali árin 1988/89. Slys var orsökin fyrir meira en helmingi allra dauðsfalla á fólki undir 25 ára aldri. En aftur á móti tæplega 5% af öllum dauðsföllum í þessum löndum. Um þriðjungur allra dauðaslysa verður í umferð- inni. Þótt slysin séu ekki stærri hluti af öllum dauðsföllum, þá er slasað fólk samt sem áður tiltölulega stór hluti þeirra sem lagðir eru inn til meðferðar á sjúkrastofnanir í öll- um þessum löndum. T.d. voru nær 4.400 íslendingar lagðir á sjúkrahús vegna slysa árið 1989. Dauðaslys voru, sem fyrr segir, hlutfallslega fæst á íslandi, eða sem svarar 34 á hverja 100 þús. íbúa, borið saman við 36 fyrir Svíþjóð og um og yfir 50 á hverja 100 þús. íbúa á hinum Norðurlöndunum. Þótt heildartalan sé íslendingum hagstæð verður aldeilis annað uppi á teningnum þegar litið er til yngstu aldursflokkanna. Því dauðaslys á börnum og ungu fólki eru miklu al- gengari hér en á nokkru hinna Norðurlandanna. Á aldrinum 15-24 ára fórust t.d. sem svarar 45 af hverj- um 100 þús. hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum var sama hlutfall hæst 30 í Finnlandi og niður í 23 í Svíþjóð, þ.e. nær helmingi lægra en á íslandi. Dauðaslys á bömum undir 15 ára aldri eru sömuleiðis lang al- gengust hér á landi. Þegar kemur á efri ár snúast hins vegar hlutföllin við á ný. Fjöldi dauðaslysa meðal fólks 80 ára og eldra svarar til 240 á hverja 100 þús. íbúa hér á landi. Það þýðir með öðrum orðum, að dauðaslys eru hlutfallslega fimmfalt algengari meðal þessa háaldraða hóps heldur en fólks í kringum tvítugt hér á landi. Af einhverjum ástæðum eru dauða- slys meðal elstu borgaranna þó miklu fleiri á öllum hinum Norður- löndunum. í Danmörku og Noregi farast hlutfallslega yfir 20 sinnum fleiri af völdum slysa úr hópi hinna háöldruðu heldur en þeirra sem ungir eru. Hæst er hlutfallið í Dan- mörku, um 570 af hverjum 100 þús. íbúum 80 ára og eldri — þ.e. meira en tvöfalt algengara en hérlendis. - HEI Hafrannsóknarstofnun lítur eftir þörungum við Hvalfjörð vegna hugsanlegrar eitrunar: EKKERT AÐ ÓTTAST Hafrannsóknarstofnun og heil- brigðisfulltrúinn í Kjósarsýslu hafa um nokkurra vikna skeið haft eftirlit með þörungum í Hvalfirði. í sum- um þeirra getur leynst ansi skætt eitur. Skelfiskur étur þörungana og þeir, sem éta skelfiskinn, geta veikst. Þess hafa þó ekki verið nein dæmi hingað tii. Að sögn starfsmanna Hafrannsókn- arstofnunar hefur ekkert það komið fram, sem ástæða er að óttast. Menn hafa tínt krækling í mörg ár og étið, án þess að verða verulega meint af. Nú þegar allt er undir eftirliti, ætti hættan að vera úr sögunni. Um leið og eitthvað óeðlilegt finnst, verður enda gefin út tilkynning, svo menn álpist ekki til að tína eitraðan skel- fisk. -aá. Kennt á bifhjól í Laugardalnum, en Umferðarráð er nú meðal annars að afla sér upplýsinga um það hvemig bifhjólakennslunni er háttað hér á landi. Timamynd: Pjetur Umferðarráð undirbýr gerð skýrslu um bifhjólamál: Bréflecj hollráð til nýrra bifhjólamanna Umferðarráð er nú að afla sér upplýsinga um mótorhjólakennslu og mótorhjóiaslys hér á landi. Óli Þ. Þórðarson hjá Umferðarráði sagði að fyrirhugað væri að kanna þessi mál og athuga hvort að breyta eða bæta þyrfti bifhjólakennsluna. Það væri hins vegar ekki enn komið f ljós hvort þess þyrfti. Umferðarráð hefur leitað upplýs- inga hjá ökukennurum um það hvemig bifhjólakennslan fari fram. Óli H. Þórðarson sagði að ef það kæmi í ljós að kennslan væri ekki fullnægjandi, þyrfti að bregðast við því í góðu samstarfi við ökukennara. Einnig sagði ÓIi að leitað yrði til Bifreiðaprófa ríkisins um hvemig bifhjólaprófin fæm fram. Þar að auki yrði leitað til ýmissa annarra aðila um hvað unnt væri að gera í þessum málum. Óli sagði að bifhjólamenn þyrftu að vita það að þeir væm á gífurlega hættulegum ökutækjum. Ef hraði þeirra væri ekki við hæfi þá væm þetta lífshættuleg ökutæki. Hann sagði að Umferðarráð hefði allar upplýsingar um bifhjólaslys. Hann sagði að verið væri að vinna í og skoða ýmsa þætti þeirra. Það væri dæmigert fyrir þau bifhjólaslys, sem orðið hafa að undanfömu, að öku- mennimir hefðu misst stjórn á hjól- unum. Ungir bifhjólamenn hefðu ekki sömu reynslu eða sama vald á bifhjólum sínum eins og eldri og reyndari bifhjólamenn. Jafnframt sagði Óli að Umferðarráð ætlaði að senda bréf til allra þeirra, sem nýlega hafa fengið ökuréttindi á bifhjól. Þar væm gefin ýmis holl ráð og ábendingar, sem ættu að koma bifhjólamönnunum til góða. Einnig væri íyrirhugað að koma viðvömn- um til allra ökumanna í gegnum fjölmiðla, þannig að ökumenn bif- reiða hefðu vandamál bifhjóla- manna ætíð í huga þegar þeir væm úti í umferðinni. -UÝJ Símasambandslaust á Blönduósi: Skurðgrafa klippti kapal í sundur Stór hluti Blönduóss var síma- sambandslaus í um 5 tíma í íyrra- dag. Símakapall fór í sundur rétt fyrir hádegi við Blöndubrúna vegna vegaframkvæmda er þar standa yfir, en það var skurðgrafa sem klippti kapalinn í sundur. Var búið að lagfæra skemmdina síðdegis. Að sögn stöðvarstjóra tóku íbúarnir þessari bilun með jafnaðargeði og sýndu þolin- mæði. Meðan á lagfæringum stóð var einungis hægt að ná í lögreglu gegnum bflasíma og fiögur fyrirtæki vom sambands- laus. GS. Nýnæmi í viðskiptum. Samskipti gegnum tölvur um gagnanet Pósts og síma: Viðskipti án pappírs eru komin í framkvæmd Samkomulag um pappírslaus viðskipti var undirritað í síðustu viku. Frá því í nóvember hefur verið unnið að undirbúningi samstarfs- verkefnis um prófun á pappírslausum viöskiptum. Prófanir á þess- um viðskiptum hófust hér á landi fyrir nokkrum dögum. Markmið þessa verkefnis er að auka hagkvæmni í viðskiptum með því að senda viðskiptaskjöl milli tölva, frá einu fyrirtæki til annars. Ætlunin er að prófa sem flestar teg- undir skjala, svo sem farmskrárupp- lýsingar, tryggingarbeiðnir, vöru- reikninga og pantanir. Einnig er fyrirhugað að prófa sendingar á pappírslausum tollskýrslum og hef- ur fjármálaráðuneytið heimilað slíkar prófanir. Skjölin verða send í gegnum X.400 gagnahólfaþjónustu Pósts og síma. Thlið er að 80% af því efni, sem prentað er út úr tölvukerfum, sé slegið inn í önnur tölvukerfi. Þetta þýðir mikinn tvíverknað og óhag- kvæmni auk villuhættu. Einnig er talið að 4% af verðmæti vörusendinga á milli landa fari í kostnað við pappírsvinnu. Hér á landi eru árleg verðmæti alls inn- og útflutnings meira en 160 mil- jarðar króna og þar af fara því um 6.4 miljarðar í pappírsvinnu. Að verkefninu standa EDI-félagið á fslandi, Fjármálaráðuneytið, ICE- PRO- nefnd, Skýrr, Netverk hf, Póst- ur og sími og Strikamerkjanefnd. Þessir aðilar munu leggja alls 5.8 milljónir króna í verkefnið. Niðurstöður verkefnisins verða kynntar á fyrirhugaðri ráðstefnu og tölvusýningu EDI-félagsins, sem haldin verður næstkomandi nóvem- ber. Einnig verður sú reynsla, sem fæst úr verkefninu, tekin saman og gefin út sem kafli í handbók IC- EPRO- nefndar um pappírslaus við- skipti. Ekki hefur endanlega verið gengið frá því hvaða fyrirtæki og stofnanir taki þátt í verkefninu. Því er ennþá mögulegt að sækja um þátttöku. Erlendis hefur reynslan af þessum viðskiptum verið mjög góð. Áríð- andi er að íslensk fyrirtæki og stofn- anir taki þessa tækni í þjónustu sína, meðal annars til þess að halda viðskiptasamböndum sínum er- lendis svo og samkeppnisstöðu sinni. Farið er að bera á því að papp- írslaus viðskipti séu orðin skilyrði fyrir viðskiptum við erlend fyrir- tæki. -UÝJ Samkomulagiö um pappírslaus viöskipti undirrituðu Jón Þór Þór- hallsson forstjóri Skýrr, Þorvarður Jónsson framkvæmdastjóri Pósts og síma, Karl Garðarsson frá Ríkistollstjóra, Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra, Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri V.Í., Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og Hol- berg Másson framkvæmdastjóri Netverks.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.