Tíminn - 17.09.1991, Side 2

Tíminn - 17.09.1991, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 17. september 1991 Nýir fulltrúar í bæjarstjórnum skera niður styrki til Kvennaathvarfsins um 100%: Námskeið á vegum Kvennaathvarfsins í Tilveru, nýjasta fréttabréfí Samtaka um kvennaathvarf, kemur fram að fjárhagsstaða athvarfsins er bágborin, enda hefur dvalar- dögum kvenna Qölgað um 150% og barna um 200% á milli áranna 1990-1991. Þessa fjölgun var ekki hægt að sjá fyrir og þess vegna ekki gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir árið 1991. Aðrar ástæður eru, að nýir full- trúar í bæjarstjórnum landsins hafa skert styrki til Kvennaathvarfsins um allt að 100%. Auk þess hefur þjónusta og aðstoð við dvalargesti athvarfsins verið aukin. Samtökin standa fyrir námskeiði dagana 28.-30. nóvember nk., frá kl. 19-22 tvo íyrri dagana og kl. 10-17 á laugardeginum. Efni námskeiðsins verður m.a.: - Starfsemi Kvennaathvarfsins. - Hvað er heimilisofbeldi? - Lögin. - Hvers vegna láta konur bjóða sér ofbeldi? - Að alast upp á heimili þar sem pabbi lemur mömmu. - Nauðgunarmál. - Á hvaða hátt má styðja konur, sem búa við ofbeldi á heimilum eða hafa orðið fyrir nauðgun? - Viðtalstækni. - Stuðningsnet Kvennaathvarfs- ins, sjálfboðaliðar. Fundurinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi Kvennaathvarfsins og málefni þess. Námskeiðið verður haldið í Hlað- varpanum, Vesturgötu 3, Reykjavík. Þátttökugjald er 3.000 krónur. Inn- ritanir fara fram í síma 613720. í fréttabréfinu kemur einnig fram að það hefur lengi verið draumur þeirra, sem starfa við Kvennaathvarfið, að fá til samstarfs konur af landsbyggðinni, konur sem tækju að sér að vera eins konar full- trúar Kvennaathvarfsins í heima- byggð sinni. Landsbyggðarfulltrú- arnir gætu m.a. tekið að sér dreif- ingu kynningar- og fræðsluefnis, séð um samskipti við sveitarstjórnir og félagsmálanefndir. Einnig verið konum, sem þyrftu á aðstoð Kvennaathvarfsins að halda, til stuðnings og ráðgjafar og verið milliliðir í einstökum málum. Það Alþingi: FORSETAR í JAPAN Forsætisnefnd Alþingis skipuð Sal- ome Þorkelsdóttur, forseta Alþing- is, og varaforsetunum Jóni Helga- syni, Cunnlaugi Stefánssyni, Hjör- leifi Cuttormssyni og Kristínu Ein- arsdóttur, er nýkomin heim úr opinberri heimsókn til Japan sem farin var í boöi japanska þingsins. Með í for voru starfsmenn Alþingis, Friðrik Ólafsson og Vigdís Jóns- dóttir. Fyrir boðinu stóð Yoshihiko Tsuc- hyia, forseti efri deildar japanska þingsins, House of Councillors. Hann er mikill íslandsvinur og hef- ur beitt sér fyrir því á margan hátt að efla samskipti landanna. Forsætisneftidin ræddi við ýmsa frammámenn í japönsku þjóðlífi: forsætisráðherrann Toshiki Kaifu, utanríkisráðherrann Taro Nakay- ama, ráðherra landbúnaðar-, sjávar- útvegs- og skógræktarmála Motoji Kondo, forseta beggja deilda jap- anska þingsins, fyrrnefndan Tsuchy- ia og Yoshio Sakurauchi, forseta Salomc Þorkels- dóttir, forseti Alþingis. neðri deildar, House of Repre- sentatives, og ut- anríkismálanefnd efri deildar þingsins. Fram kom að íslendingar og Japanir eiga víða samleið um hinn alþjóðlega vett- vang. Menn voru sammála um að efla bæri samskipti þjóðanna á sviði menningar og við- skipta. Má geta þess að í japanska þinginu er starfandi sérstök vin- náttunefnd Japans og íslands, sem Tsuchyia kom á, og gegnir for- mennsku fyrir. Þá kynnti sendinefndin sér starf- semi ýmissa opinberra stofnana í To- kyo og ræddi við forstöðumenn þeirra. Loks gafst henni tækifæri á að heimsækja skrifstofu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Tokyo, sem Helgi Þórhallsson stýrir. -aá. er staðreynd að a.m.k. 30% dvalar- kvenna Kvennaathvarfsins koma ut- an af landi og fjölmargir einstak- lingar hringja þaðan til að ræða vandamál sín eða annarra. Starfskonur Kvennaathvarfsins hvetja konur til að láta heyra frá sér varðandi þessa hugmynd. Kvennaathvarfið hefur fengið nýtt símanúmer: 91-611205. Einnig er komið nýtt símanúmer á skrifstof- unni 91-613720. -js Súluhlaup í sólarhring Jökulhlaup hófst í Súlu síóastliö- inn sunnudag. Árni Snorrason bjá Orkustofnun segir í samtali við Tímann að Uaupið hafi verið mjög skarpt og það sé í rauninni gengið yfír. Vatnið kemur úr Grænalóni í Vestur- Skaftafells- sýslu, norðvestan undir Skeiðar- árjökli. Lónið nær að lyfta jöklin- um og búa sér til farveg undir hann. Yfirieitt kemur hlaupið mjög skyndilega, þ.e. á meðan iónið er að tæmast, en síðan dregur jafn skyndilega úr því. Hlaupið núna hefur varað í um sólarhring, en eftir því sem ég best veit var hlaupið ekkert frá- brugðið mörgum öðrum hlaup- um þama, segir Árni. Aóspuröur segirÁmi Súluhlaup yfirieitt vera áriegan viðburð; þó komi fyrir að tvö ár líði á milli og þá verði Uaupin stærri, enda Uaðlst meira vatn upp í brúnina. Hann segir að hlaupið hafi farið af stað í sumar, en hætt við að Uaupa þá, sennilega vegna ís- stfflu. Ljóst er að það er eldd margt sem stöðvar SúluUaup eftir að það byijar, en það gerðist þó í sumar. Þannig að hlaupið núna kom ekki á óvart, við áttum von á því, segir Ámi. -js Úr stóðrétt í Skrapatungu. Ferðamálafélag Austur-Húnvetninga: Hrossasmölun og stóð' réttir í Skrapatungu Sunnudaginn 22. september verður stóð réttað í Skrapatungu. Réttin er við Laxá í Refasveit, á mótum Lax- árdals og Norðurárdals í Austur- Húnavatnssýslu. Hrossin, sem réttuð eru, koma af svæðinu milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, afrétti Engihlíðar- og Vindhælishreppa. Til réttar koma mörg hundruð hross. Smalað verð- ur laugardaginn 21. september og fyrri hluta sunnudagsins á eftir. Réttarstörf hefjast svo um klukkan 13 og standa fram eftir degi. Á sunnudaginn geta menn átt hrossakaup. Söluhrossum verður komið fyrir í auðum dilk og þau sett á söluskrá, sem afhent verður við innganginn. Áhugasömum stendur og til boða að kynna sér hvernig hrossum er smalað. Þeir eiga þess kost að taka þátt í því er Laxárdalur verður smal- aður laugardaginn 21. september, undir leiðsögn. Þeir hinir sömu skulu hafa samband við Hótel Blönduós sem fyrst. Sérstakt tilboð verður á gistingu. Það eru Ferðamálafélag Austur- Húnvetninga, Engihlíðarhreppur, Hagsmunafélag hrossabænda og að- ilar í ferðaþjónustu nyrðra sem standa að þessari nýbreytni. -aá. NÝ HERFERÐ UNDIR KJÖRORÐINU „VÖRN FYRIR BÖRN“: STÖÐUMAT Á HAUSTFUNDUM HJÁ SVFÍ Stjómarmenn og starfsmenn Sfysavamafélags íslands hyggjast nú leggja land undhr fót og halda fundi með hinum ýmsu félögum. Á dagskrá verður m.a. eins konar stöðumat hjá SVFÍ þar sem rædd verða ýmls mál, sem tengjast starfi félagsins í nútíð og framtíð. í landmu eru nú 94 björgunarsveit- ir og 114 slysavamadeildir, sem vinna gífuriega mikið sjálfboða- vinnustarf. Nú er hafin könnun á umfangi þessa starfs með það að leiðarijósi að meta það fjár, og rætt er um að meta eignlr félagsíns um land allt, en telja má víst að þær nemi einhverium milljörðum. Á fundaferðinnl um landið veröur m.a. rætt um fjármál SVFÍ, ftæðshi- starfið, Slysavamaskóla sjómanna, björgunarmiöstöðina í Slysavama- húsinu, samskipti við aðra björgun- araðila, ný verkefni og síðast en ektó síst slysavamir bama. Stjóro Slysavamafélagsins hefur einmitt ákveðið að hefja umfangs- mikla herferð undir heitinu „Vöm fyrir böra“, þar sem reynt verður að draga athygli landsmanna að siys- förum barna á öihun sviðum. Einn liðurinn í þessari herferð nefnist „Gerum bæinn betri fyrir böm“ og verður unninn í samráði við sveitar- félög. Felst hann ma. í því að gerö veröur könnun á slysagildrum fyrir böm og leitað eftir úrbótum. Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur hef- ur verið táðin til að annast annan þátt í þessu víðtæka verkefni, en hún mun á næstunni halda ftmdi \>íðs vegar um land, vinna að útgáfu ftæðslubækbngs og væntanlega gera könnun á slysagildrum á leik- skólum. Áriega koma á siysadeild Borgarspítalans um 11.000 böm innan við 14 ára aldur, og era þá ótalin þau böra, sem leita til heilsu- gæslustöðva eða annarra sjúkrahúsa í höftiðstaðnum og úti um land. Haustfúndimir hefiast á laugar- dag, standa fram á sunnudag og veröa sem hér segin Vesturland, í veiðihúsinu við Laxá kl. 13:30 á laugardag og á sama tíma í Varma- landi á sunnudag. Vestfirðir, í Fé- lagsheimili Patreksfiarðar tó. 13:30 á laugardag og í Sigurðarbúð á ísa- firði á sama tíma á sunnudag. Norð- uriand, í Jónínubúð á Dahnk á laug- ardag U. 13:00 og í Skúlagarði á sunnudag kl. 14:00. Ansturiand, í Sfysavamahúsinu, Höfn, á laugar- dag ld. 14:00 og í Valaskjálf, Eglls- stöðum, á sama tíina á sunnudag. Suöuriand, í Brydebúð í Vík kl. 13:30 og í Aratungu á sama túna á sunnudag. Reykjavík/Reykjanes, í Sanágerði kL 13:30.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.