Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. september 1991 Tíminn 5 Samræmd lífsgildakönnun gerð víða um heim í fýrrasumar: UM 77% ÍSLENDINGA TILBÚNIR í STRÍÐ Norðmenn eru greinilega mestir „frændur“ á Norðurlöndum. í könnun voru þessar þjóðir spurðan Hvaða þjóð fínnst þér að standi þér næst? Hér á landi nefndu rúmlega fjórðungur (26%) Norð- menn, nokkru færri (22%) Dani og um sjötti hver (16%) nefndi Færeyinga. í ijósi þess hve mjög íslendingar sækja til Svíþjóðar í nám og störf vekur athygli að aðeins 5% fundu til mestrar frænd- semi við Svía. Frændsemi við Norðmenn er þó hvergi ríkari en meðal Svía. Um 38% þeirra segja Norðmenn standa sér næst, en 22% nefna Dani. Og það sama er uppi á teningnum hjá Dönum, flestir nafna Norðmenn (28%), en miklu færri Svía (16%). Af Norðmönnum sjálfum finna hins vegar nær helmingurinn (44%) til mestrar frændsemi við Svía, en um fimmtungur nefndi Dani. Þetta var aðeins ein af ótal spum- ingum úr lífsgildakönnun, sem framkvæmd var á síðasta ári. Að hluta til er könnunin sambærileg við gildakönnun, sem gerð var í vestrænum löndum 1981-84 („ham- ingjukönnunina" frægu). Lífsgilda- könnunin var nú gerð samtímis í miklum fjölda landa, m.a. öllum löndum Vestur-Evrópu, Bandaríkj- unum og Ástralíu, en sömuleiðis mörgum löndum A-Evrópu og Asíu. Frumniðurstöður fyrir Evrópulönd- in voru kynntar í fyrsta sinn í Brus- sel í gær. Félagsvísindastofnun, sem sá um könnunina hér á landi, kynnti þá sömuleiðis helstu niðurstöður fyrir ísland og hin Norðurlöndin, ásamt meðalútkomunni fyrir SV- Evrópu. Efnahyggja mjög sterk Um lífsskoðun íslendinga varð nið- urstaðan m.a. sú, að þeir eru stoltir af þjóðerni sínu og bindast landinu sterkum böndum. M.a.s. sögðust 77% íslendinga tilbúnir að berjast fyrir land sitt ef til styrjaldar kæmi, borið saman við aðeins 54% fbúa í SV-Evrópu. íslendingar aðhyllast efnahyggju í mjög miklum mæli. Þeir setja hag- vaxtarmarkmiðið ofar í forgangsröð þjóðfélagslegra markmiða heldur en félagsleg, umhverfisleg og persónu- lega þroskandi markmið. Þeir trúa því líka sterklega að vísindalegar framfarir verði mannkyninu fremur til góðs en ills. Mikil áhersla íslendinga á jafnrétti var ein af sérkennandi lífsskoðunum þeirra, öfugt við flestar aðrar þjóðir sem, við val á milli gilda, leggja al- mennt meiri áherslu á frelsi einstak- lingsins. Og stundum mun meiri, t.d. í Bandaríkjunum. Hin mikla áhersla á jafnrétti er ekki sögð vegna þess að íslendingar séu sinnulausir um frelsi einstaklinga, heldur hitt, í hve miklum mæli þeir kjósa að hafa hvort tveggja — frelsi og jafnrétti. íslendingar virðast skera sig úr vegna óvenju mikillar trúar á að samkeppni sé af hinu góða. Hún hvetji fólk til nýsköpunar og til að leggja hart að sér í vinnu. íslending- ar hafa sömuleiðis mikla trú á því að vinnusemi leiði til velgengni í lífinu, og svipar þar mjög til Bandaríkja- manna. Lögreglan nýtur mests trausts Stjórnmálaáhugi virðist hvorki meiri né minni meðal íslendinga heldur en annarra Evrópuþjóða. Og þátttaka þeirra í ýmsum pólitískum aðgerðum reynist heldur ekkert frá- brugðin. Við spumingar um traust fólks á stofnunum þjóðfélagsins kom í ljós að íslendingar bera mest traust til lögreglunnar, 84% segjast bera mik- ið eða nokkuð mikið traust til henn- ar. Þá kemur menntakerfið (81%, sem er veruleg aukning frá 1984 og mun meira traust en það nýtur í Evrópulöndum og Bandaríkjunum), félagslega tryggingakerfið (69%, sem er t.d. hærra hlutfall en í Sví- þjóð), kirkjan (68%, sem er miklu meira traust en almennt í Evrópu- löndum) og dómstólamir (67%). Stórfyrirtælgum betur treyst en þjóðþingum Alþingi nýtur trausts 54% íslend- inga, sem hafa þar sérstöðu ásamt Síldarútvegsnefnd: Undirbýr sölusamninga Sfldarútvegsnefnd hefur að venju notað sumarið tíl að kanna markað fyrir saltaða sfld vegna komandi haustvertíðar og hefur hún þegar rætt við kaupendur í öllum helstu Kindakjöt: Hækkar um 8,5% Sexmannanefnd hefur ákveðið að verð á kindakjötí skuli hækka um 8.5%. í nefndinni sitja þrír fulltrú- ar neytenda og þrír fulltrúar fram- leiðenda. Einhugur ríkti á fundinum þegar ákvörðun var tekin. Hún er þó háð fyrirvara um hækkun sláturkostnað- ar. Ákvörðun um hana lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun, en fast- íega var gert ráð fyrir að hún yrði 4.5%. -aá. viðskiptalöndum. Þess er vænst að niðurstöður fyrirframsamninga við Svía og Finna liggi fyrir um næstu mánaðamót. Rætt hefur verið við þá stofnun rússneska lýðveldisins sem hefur með innkaup á matvælum að gera og alla þá aðila í Póllandi sem vitað er að versli með saltsíld. Vegna ástands efnahagsmála í þessum löndum er of snemmt að spá um niðurstöður. Óvæntir atburðir í Sov- étríkjunum hafa tafið viðræður við Rússa, en líkur benda til að semja megi við Pólverja ef þeim verða ekki settir strangir greiðsluskilmálar. Ef samningar nást við Pólverja þarf sfldin að vera komin á markað um miðjan nóvember, enda éta þarlend- ir mest af henni á jólaföstu og lönguföstu. Eins og alltaf er og gert ráð fyrir að selja nokkurt magn til Norðurlandanna fyrir jól. -aá. Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson kynna samræmda lífsgildakönnun sem lögð var fyrir fjölda þjóða, þar á meðal íslendinga. Timamynd: Ami Bjama Norðmönnum og Hollendingum. Því í flestum öðrum löndum, sem könnunin náði til, kvaðst innan við helmingur íbúanna bera traust til þjóðþingsins. Virðist sérstaklega at- hyglisvert, að í mörgum þessara lýð- ræðisríkja bera menn mun minna traust til þjóðþinga sinna, sem þeir hafa þó kosið fulltrúa á, heldur en til stórfyrirtækja í þessum löndum, sem þeir ráða víst oftast ósköp litlu um. Enn athyglisverðari er þó kannski sú niðurstaða, að f helmingi aðildar- ríkja Evrópubandalagsins (Frakk- landi, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Belgíu og frlandi) bera menn meira traust til Evrópubandalagsins heldur en sinna eigin þjóðþinga. Hinar aðild- arþjóðirnar bera álíka traust til þinga sinna eins og EB. Og þetta á ekki aðeins við um aðild- arlöndin. Þótt aðeins 37% Svía treysti þjóðþingi sínu, lýsa 59% þeirra trausti á EB og 53% trausti á stóríyrirtækjum sínum. Hérlendis verða bæði EB og stóríyrirtækin ennþá að lúta í lægra haldi fyrir AJ- þingi (36% treysta EB og 39% stór- fyrirtækjunum). Almennt bera vestrænar þjóðir heldur meira traust til Evrópu- bandalagsins heldur en Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Það á líka við hér á landi, þar sem NATO nýtur að- eins trausts 35% íslendinga. Þægilegir vinnufélagar númer eitt Kannanir benda til þess að íslend- ingar séu vinnufúsir í meira lagi. Spurðir um mikilvægustu atriðin í störfum sínum er algengast að ís- Iendingar nefni þægilegt samstarfs- fólk og góð laun, en mikil frí voru hvað neðst á blaði. Raunar var þessi forgangsröðun svipuð víðast hvar. Þó virðist það segja nokkra sögu um reynslu Norðmanna af atvinnuleysi, að „örugg ráðning" er hjá þeim í öðru sæti (en því 8. hérlendis), en góð laun niðri í því fimmta. Þegar afstaða var könnuð til launa- jöfnunar og hins vegar þess hvort sanngjarnt sé að umbuna betri starfsmönnum umfram þá slakari, þótti enn ein togstreitan koma í Ijós í lífsskoðun Iandans. Því þeir vilja í senn umbuna þeim, sem betur standa sig, og um leið að launamun- ur í þjóðfélaginu sé ekki of mikill. - HEI Verktakasamband i fyrir óstjóm á húsbréfakerfinu: „111 að stuðla að lækkun vaxta eftír lánsfé hafi mjög dregist sam- kaupa, en ekki til að leysa almenn- skorar stjóm Veridakasambands an að undanfömu. Við slíkar að- an fjárhagsvanda fólks eða U1 að fslands á ríkisstjómina að stöðva stæður mættí ætía að ávöxtunar- standa undír neyslu eða eyðslu al- nú þegar með lögum útgáfu hús- krafa og þar með afföll af húsbréf- mennings. Nú cr svo komið að bréfa vegna greiðsluerfiðleika. um lækkuðu í stað þess að hækka. þessl lán bitna hvað harðast á Jafnframt skorar stjóm Vf á Kf- Hækkunina nú virðist fyrst og ungu fólki og þeim sem eru að eyríssjóðina í landinu að verja í fremst mega rekja tíl gífurlegrar eignast sfna fýrstu íbúð. Þetta auknum mæli ráðstöfunarfé sínu útgáfú húsbréfa vegna greiðslu- fólk verður að bera hin óeðlilega til kaupa á húsbréfum, a.m.k. erfiðleikalána. Slík útgáfa bréf- miklu afföll sem nú ero á húsbréf- meðan ávöxtunarmöguleikar eru á anna stefni í að verða vel á þriðja um. því stigi sem verið hafa fram að mlHjarð á árinu. Stjóm VÍ varaðí Þá átelur stjóro VÍ lífeyrissjóðlna þessu.“ stjómvöld alvaríega við því um fyrír að halda vöxtum á húsbréf- Þetta kemur fram í ályktun síðustu áramót að lögleiða fyrir- um uppi með spákaupmennsku. stjómar VÍ um húsbréfakerfíð og greiðslu vegna greiðsluerfiðleika f Almenningur f landinu hlýtur að vaxtamál, en í henni lýsir stjómin húsbréfakerfinu. Jafhframt var gera þá krofu til sjóðanna að þcir áhyggjum sínum vegna þeirrar bent á að með slíku yrði grund- gætí hagsmuna félaga sinna jafnt hækkunar sem orðið hefur á velli kerfisins sem almenns lána- í nútíð sem framtíð og ekki síður ávöxtunarkröfu húsbréfa undan- kerfis fyrir íbúðakaupendur stefnt þeirra sjóðsfétaga, sem yngri era farið. ívoða. ognúeru aðkoma séruppþakiyf- Sijómin telur að vaxtahækkunin „Stjóm VÍ tehxr að leysa veröi al- ir höfuðið. Ábyrgð lífeyrissjóð- séúröQu samhengi við ástandið á mennan fiárhagsvanda fólks með anna er mikil í þessu máli, enda fasteigna-og peningamarkaðnum, Öðrum hætti en í gegnum hús- virðist vaxtastigið í þjóðfélaginu enþarhafi verulega dregið úr við- bréfakerfið. Húsbréfakerfið var ráðast í vaxandi mæli af ávöxtun- skiptutn með bæðl notaðar og nýj- sett á laggirnar tíl að veita fólld arkröfu húsbréfa." ar íbúðir, auk þess sem eftirspura lánafyrirgreiðslu vegna íbúða- —-sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.