Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 17. september 1991 UTLOND Kosningar afstaðnar í Svíþjóð: Jafnaðarmenn bíða ósigur, erfiðar stjórnarmyndunar- viðræður framundan Nýtt tímabil í stjómmálasögu Svíþjóðar hófst í gærmorgun, þegar Ingvar Carlsson forsæt- isráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, eftir að flokkur hans, Jafnaðar- mannaflokkurinn, beið mik- inn ósigur í þingkosningun- um þar í landi. Flokkurinn hefur ekki beðið annan eins ósigur í sjö tugi ára. Flokkurinn tapaði 18 þingsætum og hefur nú 138 þingmenn í stað 156 áður. Eftir að kósningaúrslitin voru ljós, sagði Carlsson að búast mætti við ringul- reið í landinu. „Sænska þjóðin og launþegar eiga eftir að gjalda þessa,“ sagði hann. Úrslitin gefa þó ekki skýrar línur um framhaldið, því að þrátt fyrir að borg- araflokkunum hafi tekist að velta jafnaðarmönnum úr sessi, tókst þeim ekki að ná þeim meirihluta sem þeir þurftu. Græningjaflokkurinn þurrkaðist algjörlega út, en flokkur- inn hafði 20 menn á þingi. Nýtt lýð- ræði, flokkur sem var stofnaður fyrir rúmlega ári síðan „til að fá meira fjör í stjórnmálin", fékk 25 menn inn á þing. Kristilegir demókratar unnu verulega á, flokkurinn fékk 7,2% at- kvæða í kosningunum nú, en ekki nema 2,9% í kosningunum árið 1988. Miðflokkurinn missti töluvert fýlgi, eða 11 þingsæti. í gærmorgun sagði Ingvar Carlsson við blaðamenn að hann hefði beðist lausnar fýrir sig og ríkisstjórn sína, og orðið hefði verið við beiöni hans. Hann var beðinn um að sitja áfram sem forsætisráðherra þar til ný stjóm verður mynduð. Carlsson sagði að hann hefði játað þeirri ósk. Allan Larsson fjármálaráðherra tel- ur að úrslit kosninganna eigi eftir að skaða möguleika sænska efnahags- kerfisins um aukinn efnahagsvöxt og minnkandi atvinnuleysi. „Við meg- um búast við óstöðugleika og tvísýnu í efnahagsmálum og það mun hafa afdrifaríkar afleiðingar fýrir landið,“ segir Larsson. Thage Peterson, talsmaður þings- ins, hélt fund með formönnum flokkanna í gær. Hann sagði að ný ríkisstjóm ætti að geta tekið við völd- um strax í næsta mánuði, en þingið tekur til starfa þann 1. október. Carl Bildt, formaöur Hófsama sam- einingarflokksins, sagði blaöamönn- um í gær að hann væri tilbúinn til að veita minnihluta stjóm forystu. „Ég harma að kjósendur skyldu ekki gefa okkur tækifæri til að mynda meiri- hlutastjóm. En ég sé ekki ástæðu til að kosningar verði haldnar aftur," segir Bildt Ulf Andelson, fýrrum leiðtogi hóf- samra, segir að fjögurra flokka ríkis- stjóm hægriflokkanna sé ólíklegur kostur. Þó sé óvíst að spá um hvað verður. Framtíð Carlssons sem leiðtogi jafn- aðarmanna er óviss á þessari stundu í kjölfar ósigursins. Talið er aö Carl Bildt, formanni Hófsama sameiningarflokksins, verði falin stjómarmyndun. Ingvar Carlsson og flokkur hans biðu mikinn ósigur í kosningunum í Svíþjóð um helgina. FLOKKUR FYLGI í % ÞING- FYLGI í % ÞING- ÁRIÐ 1991 SÆTI ÁRIÐ 1988 SÆTI Jafnaðarmannaflokkurinn 38,2 138 43,2 156 Hófsami sameiningarfl. 22,1 80 18,3 66 Frjálslyndi flokkurinn 9,2 33 12,2 44 Miðflokkurinn 8,6 31 11,3 42 Nýtt lýðræði 6,8 25 — — Vinstri flokkurinn 4,5 16 5,8 21 Græningjafiokkurinn 3,4 — 5,5 20 Kristilegir demókratar 7,2 26 2,9 — Aðrir — — 0,8 — Samtals 100 349 100 349 Gro Harlem Brundtland, forsætis- jafn erfitt að stjóma Svíþjóð og Nor- fordæmi um skiptinguna í flokka- ráðherra Noregs, sagði eftir að kosn- egi núna,“ segir Brundtland. keríi landsins. Það eiga efalaust eftir ingaúrslitin voru Ijós að nú yrði jafn Olaf Johanson, leiðtogi Miðju- að verða vandræði við stjórnarmynd- erfitt að stjórna Svíþjóð og Noregi. flokksins, sagði eftir kosningarnar: un.“ „Úrslitin eru hræðileg, það verður „Þetta eru úrslit, sem ekki eiga sér Reuter-SIS Fréttayfirlit BELQRAD - Óeirðir brut- ust út aðeins klukkutíma eftir að Carrington lávarður, formaður friðarnefndar Evr- ópubandalagsins, kom tii Belgrad til að ræða við stríöandi aðila um friðar- horfur f Júgóslavíu. Evr- ópubandalagið hefur vax- andi áhyggjur af ástandinu í landinu. Ráðamenn f bandalaginu hafa rætt um að senda 30.000 manna hersveitir til Júgóslaviu eða þá að beita efnahagsþvingunum til að koma á friði. HONG KONG - Frjáls- lyndir unnu mikinn sigur f fystu kosníngunum til lög- gjafarþingsins. Þeir unnu 16 sæti af 18. Þetta er talið sýna skýrlega að fólkið vill meira iýðræði. MANILA - Öldungaráðiö á Fiiippseyjum hefur hafnað áframhaldandi setu Banda- rfkjahers i eyjunum í þriðju og siðustu kosningum um þetta mál. öldungaráðið hvatti stjórnina i Washing- ton til að kalla hermenn sína, sem eru 8.000 tals- ins, heim sem fyrst. Coraz- on Aquino forseti hefur sagt að hún hyggist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál. JERÚSALEM - Búist er við aö annar fundur verði haldinn um lán Bandaríkja- manna tii ísraela. Banda- ríkjamenn hafa sagt að þetta sé mjög óheppilegur timi fyrir lán, nú þegar frið- arráðstefna Miðaustur- landa er á næsta leiti. Hassan, krónprins Jórdan- fu, hefur sagt að lánamálið sé prófsteinn Bandarikja- manna um hvort (sraels- menn láti kaupa sig til setu á friðarráðstefnunni. DES MOINES, lowa - Bandarískir demókratar, sem ætla sér að bjóða fram mann á móti George Bush í forsetakosningunum næsta ár, hafa sett efnahagsmál og þjóðemisréttindi efst á kosningaloforðalistann. CAPE CANAVERAL, Flórida - Geimskutian Discovery er komin á ioft á ný. Verkefni hennar að þessu sinni er að kanna ástand ósonlagsins. WASHINGTON - Bush Bandaríkjaforseti mun hitta Kohl, kanslara Þýskalands, fljótlega til að ræða um að- stoð við Sovétrikin. Þjóðverjar eru á höttunum eftir Markus Wolf, sem er í Austurríki: Verður hann sendur heim? Þjóðveijar sögðu í gær að þeir vildu fá Markus Wolf framseldan til Þýskalands þar sem hann yrði dreginn fyrir rétt fyrir njósnastarf- semi. Wolf hafði yfirumsjón með njósnum í Bonn fyrir Austur- Þýskaland og er nú í haldi í Vínarborg. Dómsmálayfirvöld hafa viðurkennt að fátt sé til úrræða til að fá hann framseldan, þar sem njósnastarf- semi er pólitískur glæpur, en ekki eru neinir samningar um framsal njósnara á milli landa. Wolf, sem er 67 ára gamall, hefur unnið sér tíma með því að sækja um hæli í Austurríki sem pólitískur flóttamaður. Ráðamenn þar segja að það taki minnst tvær vikur að vinna úr því máli. „Ríkisstjórn Þýskalands hefur látið það sterklega í ljós að mikill áhugi sé á því að fá Wolf sendan þangað." Þetta er haft eftir Júrgen Schmidt, talsmanni dómsmálaráðuneytisins. Hann hélt áfram og sagði: „Framsal á milli landa nær ekki yfir pólitíska glæpi. Svo að frá okkar sjónarhorni hefur það engan tilgang að biðja Austurríkismenn um að framselja Wolf.“ Ráðamenn í Austurríki náðu Wolf á sunnudag, tveimur vikum eftir að hann fór í felur þarlendis, eftir komu sína frá Moskvu, en hann missti vernd eftir valdaránstilraun- ina í Moskvu. Talsmaður innanríkisráðuneytisins í Austurríki segir að hann sé nú undir þeirra vernd. „Það mætti kalla þetta stofufangelsi. Hann hefur visst frelsi, en við viljum vita hvar hann er hvenær sem er.“ Wolf flúði til Moskvu skömmu fýrir sameiningu Þýskalands, til að forð- ast handtöku. Franz Loeschnak, innanríkisráð- herra Austurríkis, segist efast um að samþykkt verði að veita Wolf pólit- ískt hæli eða honum leyft að vera áfram í landinu. Óljóst er hvort þetta þýði að þýsk- um stjórnvöldum verði að ósk sinni eða hvort Wolf fái að fara úr landi og hvert sem hann kýs sjálfur. Schmidt sagðist vonast til að hann yrði sendur til Þýskalands. „Við ætl- um okkur ekki að sækja hann sjálfir. Ég tel að best væri ef hann kæmi hingað sjálfur," segir hann. Wolf var yfirmaður austur-þýsku leynilögreglunnar Stasi á tímabili. Einn af njósnurum hans vann sig upp í að verða aðstoðarmaður Willys Brandt, sem var kanslari Vestur- Þýskalands. Brandt varð að segja af sér í kjöifar hneykslis, þegar upp komst um aðstoðarmanninn árið 1974. Wolf hefur skrifað tvær bækur eftir að hann yfirgaf skuggaheim njósna árið 1987. Hann hefur sagt í nokkr- um viðtölum að hann vilji búa í Þýskalandi. Reuter-SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.