Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn & ]Q3é(J/r liiÍÍ SUF-SÍÐAN lliilMM Nokkrar ályktanir miðstjórnarfundar Sambands ungra framsóknarmanna 30. ágústtil 1. september 1991: HAMLAÐ GEGN HÆGRI VALD- NÍÐSLU RÍKISSTJÓRNARINNAR Nýkjörin stjóm KUFR ásamt Siv Friðleifsdóttur, formanni SUF. Frá vinstri Einar Sveinbjörnsson, Enok Klemensson, Siv Friðleifsdóttir, Sigurgeir Sigmundsson, Einar G. Einarsson formaður KUFR, G. Valdimar Valdimarsson, Gunnar Jón Yngvason, Skúli Skúlason og Ómar Stefánsson. Ályktun um kjör námsmanna Miðstjóm Sambands ungra fram- sóknarmanna gagnrýnir harðlega síendurteknar árásir ríkisstjórnar hægri flokkanna á námsmenn. Valdníðsla og tillitsleysi mennta- málaráðherra við námsmenn er al- gjörlega óþolandi. Fyrirvaralaus skerðing námslána sl. vor kom illa við námsmenn og raskaði áformum þeirra. Síðan skipar ráðherra nefnd sem á að endurskoða reglur um lánasjóðinn og eiga námsmenn enga fulltrúa í henni. Námsmenn hafa átt aðild að ákvarðanatöku um LÍN um langt skeið og unnið þar af heilindum, en hefur nú verið sagt stríð á hendur af ráðherra. Nýjasta afsprengi hægri aflanna eru áform um skólaskatta til að fjár- magna hallann á ríkissjóði og enn á ný fara ráðherrarnir í orðaleik við þjóðina og kalla skattinn innritun- argjald. Ákvarðanir um verulegar breyting- ar á fyrirhugaðri starfsemi einstakra skóla við upphaf skólaárs eru fyrir neðan allar hellur. Hugdettur af þessu tagi eru aðeins til þess fallnar að eyðileggja undirbúning nemenda og kennara og skapa glundroða og óvissu í skólamálum. Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna er furðu lostin á þeirri þögn sem ríkir um kjör námsmanna hjá ungliðahreyfingum stjórnar- flokkanna. Þó þær hafi gefist upp í baráttunni, munu ungir framsókn- armenn halda henni áfram. Miðstjórn SUF skorar á ungt fólk að rísa nú upp og láta til sín heyra sem víðast í þjóðfélaginu. Það talar enginn okkar máli ef við gerum það ekki sjálf. Ályktun um byggðamál Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hefur þungar áhyggj- ur af stefnu ríkisstjórnar hægri flokkanna í byggðamálum. Vart má á milli sjá hvor ríkisstjórnarflokkur- inn er hægrisinnaðri. Forsætisráðherra virðist einungis sitja sem fulltrúi Reykjavíkurvalds- ins í ríkisstjórn og vinnur markvisst að því að ganga af atvinnulífi á landsbyggðinni dauðu. Má þar til telja fiskeldi, rækjuvinnslu, ullar- iðnað og nú síðast mjólkurfram- leiðslu. Forsætisráðherra sér ofsjónum yfir þeim fjármunum sem fara til upp- byggingar atvinnulífs á landsbyggð- inni í gegnum Byggðastofnun. Hann hyggst leggja þennan þátt í starfsemi Byggðastofnunar niður og vísa landsbyggðinni á bankana. í þjóðfélaginu hefur ríkt um það sátt að ríkisvaldið og opinberir sjóð- ir sjái atvinnulífinu fýrir nauðsyn- legu áhættufjármagni og jafni út sveiflur í ytri aðstæðum. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar boðar að nú skuli þessu hætt. Þetta lýsir ótrúlegri skammsýni og vanþekkingu á ís- lensku atvinnulífi, sem alltaf hefur þurft að búa við ytri sveiflur. Það er einnig spurning hvernig skapa eigi ný atvinnutækifæri ef ekkert áhættufjármagn fæst, því ekki telja bankarnir sig aflögufæra. Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hvetur alla íslendinga til að standa vörð um það sem er þeim næst og haga sínum viðskipt- um þannig að þau komi fyrirtækjum í þeirra heimabyggð fyrst og fremst til góða. Við verðum að styðja við bakið á okkar eigin fyrirtækium til að halda atvinnunni heima. Á þenn- an hátt tekst okkur vonandi að þrauka af hina heimatilbúnu kreppu sem ríkisstjórn hægri flokkanna hefúr skapað. Ályktun um Evrópumál Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna vonast til þess að með nýstofnuðum samtökum „Samstaða um óháð ísland" sé komið kærkom- ið mótvægi við einhliða áróður ut- anríkisráðherra í umræðunni um evrópska efnahagssvæðið, EES. Miðstjórnin telur utanríkisráð- herra hafa brugðist gjörsamlega þeirri skyldu sinni að upplýsa þjóð- ina um hvað samningar um evr- ópska efnahagssvæðið snúast. Hvort þetta er gert vísvitandi eða af fávísi skal ósagt látið. Andstaða við aðild íslands að EES er vissulega fyrir hendi og því eðli- legt að þjóðin fái vitneskju um mál- ið frá þeim sem með það fara í stjórnkerfinu. Höfuðmarkmið utan- ríkisráðherra virðist vera að fjalla ekki um EES á opinberum vettvangi nema í skeytaformi eða með útúr- snúningi og orðaleikjum, samanber nýlegt dæmi um landbúnaðarvörur á frílista. Miðstjórn SUF gagnrýnir harðlega umfjöllun um EES í rfkisfjölmiðl- unum, en nú er svo komið að þjóðin veit meira um áhrif EES á norskt þjóðfélag en íslenskt. Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna hvetur til stóraukinn- ar umræðu um EES í þjóðfélaginu. Fyrirvarar týndir Miðstjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna lýsir vfir fullri and- stöðu við þátttöku Islands í samn- ingum um evrópskt efnahagssvæði, vegna þess að fýrirvarar, sem settir voru af íslands hálfu við upphaf samninganna, eru týndir. Félagsstarf SUF í sumar: í sönnum, léttum Þórsmerkuranda Samband ungra framsóknarmanna hefur staðið fýrir ýmiss konar fé- lags- og málefnastarfi í sumar og í haust. Haldinn var stjórnarfundur í SUF 7. júní þar sem m.a. voru sam- þykktar ályktanir sem birst hafa hér í blaðinu. Þann 29. júní stóð umhverfisnefnd SUF undir forystu Sædísar Gunn- laugsdóttur fyrir vinnuferð í rofa- barðið Steingrímsþúfu, en upp- græðsla barðsins er til merkis um áhuga ungra framsóknarmanna um ræktun landsins. Var barðið merkt SUF með skilti, þannig að nú eiga vegfarendur auðveldara með að finna það og eiga þar stund. Aðra helgi í júlí fóru SUF-arar í úti- legu í Þórsmörk í samvinnu við FUF-félagið í Árnessýslu. Vildi svo vel til að ungir sjálfstæðismenn voru þar einnig í hópferð. Komu sérstakir fulltrúar þeirra, haldnir léttum Þórsmerkuranda, í kurteisis- heimsókn í tjaldbúðir SUF- ara. Munu fulltrúar SUF-arar endur- gjalda heimsóknina við vel valið tækifæri. Vetrarstarfið á fullum dampi Samband ungra framsóknarmanna mun starfa af miklum krafti í vetur. Málefnavinna heldur áfram, opnir fundir á vegum nefnda eru í undir- búningi og ýmis önnur starfsemi er í bígerð. Ungir framsóknarmenn munu einnig nú sem íýrr taka virkan þátt í almennu flokksstarfi Framsóknar- flokksins. Þeim, sem vilja taka þátt í starfsemi SUF í vetur, er bent á að hafa samband við flokksskrifstofuna í Hafnarstræti 20. Síminn er 624480. Einnig er fólki bent á að lesa flokksmáladálkinn hér í Tímanum, en þar auglýsir SUF starfsemi sína. Fræðsluráðstefnan Stefna ‘91 á Sauðárkróki: Úr Þórsmerkurferð SUF í júlí. Vinnuferð í rofabarðið Steingrímsþúfu 29. júní undir stjórn Sædísar Guðlaugsdóttur, formanns umhverfismálanefndar SUF, sem er önnur frá vinstri. Nýtt kjördæmissamband ungra framsóknarmanna stofnað: KUFR í Reykjaneskjördæmi Þann 27. ágúst var stofnað Kjördæ- missamband ungra framsóknar- manna f Reykjaneskjördæmi, skammstafað KUFR. Sambandið verður samstarfsvett- vangur FUF-félaganna í kjördæm- inu og er ætlað að vinna að eflingu þeirra með því að vekja áhuga ungs fólks á stefnu framsóknarmanna. Formaður var kosinn Einar G. Ein- arsson. Aðrir í stjórn og varastjórn eru Sigurgeir Sigmundsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Jón Ingvarsson, G. Valdimar Valdimarsson, Skúli Skúlason, Enok Klemensson og Einar Sveinbjörnsson. Tækifæri ungs fólks í breyttri Evrópu? Þann 31. ágúst hélt SUF fræðslu- ráðstefnuna Stefna ‘91 í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Ráðstefnan var fjöl- menn og þótti takast mjög vel. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður FUF-Skagafirði, og hans heima- menn eiga þakkir skildar fýrir mikla aðstoð við framkvæmdastjóm og starfsmann ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni flutti Tryggvi Gísla- son, skólameistari MA á Akureyri, erindi um tækifæri ungs fólks í breyttri Evrópu. Jón Þórðarson, deildarstjóri í Háskólanum á Akur- eyri, flutti fýrirlestur um tækifæri ungs fólks á landsbyggðinni, Andrés Pétursson blaðamaður um hvort EB stefndi í að verða bandaríki Evrópu, Jóhann Pétur Sveinsson lögfræð- ingur um jöfnun atkvæðisréttar og Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, um stjórnmálaviðhorfíð. Frá fræðsluráöstefnunni Stefna Að ráðstefnunni lokinni fjöl- menntu SUF-arar á héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði, sem haldið var í Miðgarði í Varmahlíð. Þar stóðu SUF-arar fýrir skemmti- legri uppákomu, svokallaðri Ragn- '91. ars Reykásskeppni. Mörgum sögum fer af ballinu, sem haldið var að loknu héraðsmótinu, en eitt er víst að Skagfirðingar kunna að skemmta sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.