Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. september 1991 Tíminn 3 SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA Coldwatet, USA IFPL, UK VlK .Hamboro IFPE. Parla IFPC. Tokyo UBSfl AMt Fiskútflutningur SH til Sovétríkjanna hefur algerlega dottiö niður á þessu árí og hitt stórveldið, Bandaríkin, hefur keypt kríngum 30% minna en í fyrra. Japanir eru nú orðnir stærstu kaupendurnir, miðað við magn. SH álítur tímabili verðhækkana á erlendum fiskmörkuðum lokið, en spurningu um: Verðstöðvun eða verðfall í haust Bráðabirgðatölur Fiskifélagsins: Heildaraflinn rúm 700.000 t Samkvæmt tölum frá Fiskifélagi íslands hefur þorskaflinn í ár, frá 1. janúar-31. ágúst, verið 244.7 þús. lestir, ef tölur eru leiðréttar sam- kvæmt skekkjumörkum, en heimil- aður heildarafli á þessu tímabili var 245 þúsund lestir, þannig að aðeins um 300 tonn vantaði upp á að veitt væri upp í kvótann. Hvað ýsuna varðar á sama tímabili voru veidd 42.8 þúsund tonn, en heildarkvót- inn var 40 þúsund tonn. Heildark- arfaaflinn er á þessum tíma 56.3 þús. tonn, en heildarkvótinn var 65 þús. tonn. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins var heildarafli hér við land í ágúst 49.656 tonn, sem er heldur meira en á sama tíma í fyrra þegar veidd voru 47.796 tonn. Þorskaflinn í ágúst er þó nokkru minni nú en í fyrra, eða 20.703 tonn á móti 21.101 tonni. Ýsuafli, karfa- afli og annar botnfiskafli er svipaður og í fyrra, en ufsaaflinn er tæpum 1.000 tonnum meiri í ágúst í ár en í fyrra. Mest munar um miklu meiri rækjuveiði í síðasta mánuði en á sama tíma í fyrra. í ágúst í ár voru veidd 4.288 tonn af rækju, en í fyrra var samsvarandi afli 2.928 tonn. Það sem af er árinu er heildaraflinn orðinn 711.480 tonn á móti 1.105.029 tonnum í fyrra. Þessi mikli munur skýrist að langmestu leyti með minni loðnuafla í ár, eða rúmum 200 þúsund tonnum á móti meira en 600 þúsund tonnum á sama tímabili í fyrra. Bátar hafa það sem af er árinu veitt 415.768 tonn, togarar 260.721 tonn og smábátar 34.991 tonn. Af einstökum verstöðvum hefur mestum afla verið landað í Vest- mannaeyjum það sem af er árinu, eða 88.036 tonnum, en Grindavík kemur næst með 35.702 tonn. Ef hins vegar aðeins er litið til landaðs þorskafla, eru Vestmannaeyjar enn hæsta verstöðin með 15.645 tonn af þorski, en Hafnarfjörður er í öðru sæti með 14.289 tonn. Þákemur Ak- ureyri með 13.389 tonn. Fulltrúi stúdenta í stjórn LÍN hirtir framkvæmdastjórann: Sannanir „Það sjónarmið er ríkjandi um fískmarkaðinn í dag, að verðhækk- unartímabiiinu sé lokið. Kaupendur og seljendur velta því fyrir sér hvort verðið, sem nú fæst, muni haldast í haust eða hvort það muni lækka tii muna,“ segir Gylfí Þór Magnússon framkvæmdastjórí í fréttabréfí Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Frosti. Svo dæmi séu tekin segir hann verð á þorski, ufsa og karfa hafa verið spennt til hins ýtrasta. Þurfi því ekki að koma á óvart þótt kaupendur haldi að sér höndum og vilji sá hvemig verð þróast á næstunni. Þetta hafi Ld. haft áhrif á karfablokk í Evrópu. „Við sjáum ekki ástæðu til þess að búast við hreinu verðfalli fiskafúrða nú með haustinu, eins og heyrst hef- ur talað um. Líkur em þó á, að verð á einstökum tegundum og/eða pakkn- ingum verði ekki eins hátt og á fyrri hluta ársins," segir Gylfi Þór. Hjá SH segir hann menn þeirrar skoðunar, að rétt sé að leitast við að halda núverandi markaðsverði, í sam- vinnu við viðskiptavini erlendis. Mjög snöggar verðbreytingar reynist alltaf ákaflega slæmar, bæði fyrir framleið- endur hér heima og neytendur. Verð- lækkanir þær, sem menn þurfi að sætta sig við, verði á hinn bóginn látnar koma fram hægt og rólega til að skapa ekki glundroða á markaðn- um. Gylfi Þór segir fréttir ekki hafa borist af auknum veiðum og vinnslu ann- arra þjóða á helstu fisktegundum okkar. Aukins framboðs þeirra sé því vart að vænta á næstunni. Fréttir frá Alaska varðandi ufsaverð og ráðstöf- un á afla bendi t.d. ekki til harðnandi samkeppni. Haldist neysla svipuð og verið hefur þurfi varla að óttast neina birgðaaukningu. Á hinn bóginn segir Gylfi Þór sjást nokkur merki þess að hátt fiskverð dragi úr neyslu sjávaraf- urða. Og birgðasöfnun af þeirri ástæðu segi fljótt til sín. Framleiðsla á vegum SH var 50.600 tonn fyrstu sjö mánuði þessa árs, sem er 6% meira en á sama tíma í fyrra. Aukningin er sögð mest í ufsa og karfa, en einnig nokkur á sfld, stein- bít, humri og rækju. Þorskframleiðsl- an er hins vegar nánast sú sama og á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir aukna framleiðslu milli ára og að útflutningurinn er talsvert meiri en framleiðslan, hefur nú minna verið flutt út heldur en á sömu mánuðum í fyrra. Birgðir hjá SH eru því meiri nú en á sama tíma í fyrra. Heildarútflutningurinn er 52.400 tonn, að andvirði 11 milljarða króna (210 krAg meðalverð) það sem af er . árinu. En var 59.000 tonn fyrir 10,4 milljarða (176 krAg). Japanir keyptu um fjórðung alls út- flutnings SH á tímabilinu, eða rúm- lega 13 þúsund tonn, og næst mest Sunnlensk sláturhús að hefja sauðfjárslátrun: Áætla aö slátra um 160.000 fjár Sauðfjárslátrun í sunnlenskum sláturhúsum er að hefjast í þess- ari viku. Sláturtíðin stendur í 5-6 vikur eða til loka októbermánaðar. Stöðvarstjórar sláturhúsanna gera ráð fyrir að þeir slátri 160 þúsund fjár í haust en sú tala get- ur þó breyst Mestu er slátrað hjá SS á Hvol- svelli, eða alls 54 þúsund fjár. Það er helmingi meira en í fyrra, sem helgast af því að sauðfjárslátrun SS á Hvolsvelli lagðist af þegar kjö- tvinnsla fyrirtækisins flutti þang- að. SS í Vík og á Klaustri slátra 20 þús. fjár hvort hús. Höfn-Þríhyrn- ingur slátrar samtals 36.500 fjár, u.þ.b. 15 þús. á Selfossi og 21 þús. í Þykkvabæ. Byrjað var að slátra sumarlömb- um upp úr 20. ágúst og fyrir þau hefur verið greitt nokkuð hærra verð. Sláturhúsmenn segja að margir séu ragir við að leggja fé inn strax í upphafi sláturtíðar, en þeir segja það hins vegar betra, enda sé kjötið þá fituminna en þegar lengra líður fram á haustið. -SBS, Selfossi fór til Frakklands, um 11,5 þús. tonn. Þar er í báðum tilfellum um verulega aukningu að ræða. Útflutningur til Bandaríkjanna hefur á hinn bóginn minnkað í kringum 30% milli ára, í tonnum talið, niður í rúmlega 10 þús. tonn fyrstu sjö mánuði þessa árs. Þá vekur sérstaka athygli að enginn út- flutningur er til Sovétríkjanna það sem af er þessu ári, borið saman við hátt á fimmta þúsund tonn í fyrra. Mælt í útflutningsverðmætum eru Bandaríkjamenn aftur á móti ennþá langefstir á blaði, með um 3,2 millj- arða króna á því tímabili sem hér um ræðir. Þá kemur Frakkland, um 2,3 milljarðar, og síðan Japan og Þýska- land, um 1,9 milljarða hvort land. - HEI eða „Mér þykir það með ólíkindum að af grein hins síðamefnda í Morg- sjá það haft eftlr þér að um það bil unblaðinu 11. þm. f bréfi Péturs 600 námsmenn séu f því að segir aö námsmenn fari fram á að svindla í stórum stfl á Lánasjóði Lárus styðji mál sitt einhverjum íslenskra námsmanna. Ég kann- rökum og sýni fram á að 600 ast ekki við að upplýsingar, sem manns stundi svindl. Geti hann stutt geti slíkar fullyrðingar, hafi það ekki, krefst Pétur þess að Lár- komið fram í stjóm sjóðsins,“ us biðjist afsökunar, enda sé það segir í bréfi sem Pétur Þ. Óskars- ekki gott mál að almenningur fái son, fulltrúi stúdenta í stjóm ekki réttar upplýsingar frá mönn- Lánasjóðs ísl. námsmanna, hefur um í æöstu stöðum og myndi sér ritað Lárusi Jónssyni, fram- skoðanir um námsmenn út frá kvæmdastjóra LÍN. forsendum sem ef til vill eigi ekki Pétur skrifar Lárusi bréf í tiiefni við rök að styðjasL —sá Frá Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Bætt við húsnæði í Hvaleyrarskóia Nýlega var formlega tekið í notkun nýtt skólahúsnæði Hvaleyrar- skóla í Hafnarfirði. Um er að ræða síðari hluta 1. áfanga, sem er um 600 fm, en fyrri hluti þessa áfanga var tekinn í notkun í fyrra. Hval- eyrarskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. í þeim áfanga, sem nú hefur verið tekinn í notkun, eru 7 almennar kennslustofur, raungreinastofa, tón- menntastofa, hóprými og stjómun- ar- og vinnuaðstaða. Þá hefur einnig verið komið fyrir til bráðabirgða að- stöðu fyrir kennslu í verklegum greinum og fyrir heilsugæslu. Á því skólaári, sem nú er nýhafið, verða um 200 nemendur í Hvaleyr- arskóla í 1. til 6. bekk, en gert er ráð fyrir að einn árgangur bætist við ár hvert þar til 10. bekk er náð. Skólastjóri Hvaleyrarskóla er Helga Friðfinnsdóttir, en auk hennar eru kennarar og annað starfsfólk 20 tals- ins. Arkitekt skólans er Ormar Þór Guðmundsson og verktaki var ístak hf. Auk þessa áfanga í Hvaleyrarskóla hefur húsrými í Setbergsskóla í Hafnarfirði verið aukið um eina 150 fm. Vegna örari fjölgunar nemenda en ráð hefði verið fyrir gert, hefur verið komið upp tveimur lausum kennslustofúm til að leysa brýnasta húsnæðisvandann í vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.