Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 17. september Tíminn 13 £E@NB06INN&. Þýsk kvikmyndahátíð í Regnboganum Þriðjudagur 17. septenber: KL. 21:00 RASCHAUA Öngþveiti- 5 mfn. þögul tilraunamynd eftir Ergún Chevik. DRACHENFUTTER Drekafóður-79. mln. verðlaunamynd eftir Jan Schutte. — M.E.U. KL 23:00 EINE ROLLE DUSCHEN Eitt stykki sturta TREFFEN INTRAVERS Stefnumót í Travers - M.E.U. Endurtekin sýning Miðvikudagur 18. september: KL. 21:00 SCHWARZBUNTMÁRCHEN Svart og marglitt ævintýri DER GLÁSERNE HIMMEL Glertiiminninn - M.E.U. Endurtekin sýning KL. 23:00 FRANKIE Frankie ÚBERALLIST BESSER, WO WIR NICHT SIND Það er alistaðar betra að vera, en þar sem við erum - M.E.U. Endurtekin sýning. Aðalfundur Landverndar og ráðstefna um menningarlandslag, sem ber heitið: Ásýnd íslands fortíð — nútíð — framtíð verður í Munaðarnesi 11., 12. og 13. október 1991. Dagskrá verður send aðildarfélögum. Landvernd. J Frá yt Tónlistarskóla Kópavogs Skólinn verður settur miðvikudaginn 18. september kl. 17 í Kópavogskirkju. Skólastjóri. ---------------------------------------------'N D* Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför Kristins Eiríkssonar Goðheimum 11 Stefanfa Sigurjónsdóttir Guðni Jónsson Kristfn Jónsdóttir Gunnar Jónsson Eiríkur Kristinsson Ólöf M. Eiríksdóttir Birgir Eiríksson Hólmfríður Eiríksdóttir Einar V. Eiríksson Jón Guðnason Sigrún Sveinsdóttir Gfsli Vilhjálmsson Guðfinna B. Kristjánsdóttir Kolbrún Eiríksdóttir Kristján Otterstedt Hólmfríður Ingvarsdóttir Gestur Helgason Sigríður Ingvarsdóttir Lára Ingalls úr Húsinu á sléttunni er orðin mamma, hún á tveggja ára strák: Setur barnið ofar kvikmyndaheiminum Hvort sem henni líkar það betur eða verr, og henni líkar það illa, þá verður Melissa Gilbert alltaf þekkt sem Lára Ingalls, stelpan í þáttunum Húsið á sléttunni. En nú er langt síðan þættirnir hættu göngu sinni. Melissa Gil- bert er orðin fullorðin kona, hún er orðin 27 ára gömul og langt er síðan fléttumar fengu að fjúka. En gamalkunna brosið er enn á sínum stað. Michael Landon, sem lék föðurinn í þáttunum, er lát- inn, hann lést fyrr í sumar. Það er nú svo að Húsið á sléttunni minnir mann á gömlu góðu árin, þegar þess var beðið með óþreyju að klukkan yrði fjögur á sunnu- dögum svo hægt væri að fylgjast með Ingalls-fjölskyldunni í gegn- um súrt og sætt. Gárungarnir kölluðu þættina Grenjað á gresj- unni, en þeir hafa sennilega haft alveg jafn gaman af þessum þátt- um og við hin. Melissa stóð í löngu sambandi við kvennagullið Rob Lowe, en árið 1988 giftist hún leikritahöf- undinum Bob Brinkman. Og fyrir tveimur árum eignuðust þau soninn Dakota. Frá þeirri stundu hefur leiklistarferill Melissu vikið fyrir Dakota, sem skipar hæstan sess í hennar Iífi. „Ég held að það sé ónauðsynlegt að ræða um fortíð mína,“ segir hún. „Núna einbeiti ég mér að nútíðinni, Bob og Dakota. Sonur minn hefúr vakið hjá mér tilfinn- ingar sem ég vissi ekki að ég ætti til. Sú kona, sem er móðir, veit um hvað ég er að tala. „Að vera frægur sem krakki heldur þér í fjarlægð frá fólki og jafnvel vinum þínum, og þú verð- ur að vera mjög strangur við sjálfan þig til að höndla frægð- ina,“ segir Melissa. Það hefur henni sjálfri tekist með miklum ágætum. Núna leik- ur hún í leikriti sem maður hennar samdi. Það heitir Bay- house og var sett upp í Michigan. „Ég býst ekkert frekar við að vinna við kvikmyndir eða sjón- varpsþætti aftur. Mér finnst ekki að nokkur eigi að leggja allt líf sitt í þann heim, því það er heim- ur blekkinga og svika. Þú ættir ekki að gefa meira af þér í þann heim en þú nauðsynlega þarft,“ segir Melissa Gilbert að lokum. Melissa segir að heimur hennar snúist að mestu um soninn Dakota. Sem Lára Ingalls, en þannig man fólk eftir henni. Dakota hefur ekki hugmynd um hversu fræga mömmu hann á. Hvað þá að hann viti að hans vegna væri hún til í að gefa það allt frá sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.