Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. september 1991 Tíminn 7 aaillli VETTVANGUR Guðmundur Jónas Kristjánsson: MIKILVÆG ÁLYKTUN Á miðstjómarfundi Sambands ungra framsóknarmanna á Sauð- árkróki helgina 31. ágúst-1. sept. s.l. var samþykkt mikilvæg ályktun, þar sem lýst er yfír „fullri andstöðu við þátttöku íslands í samningum um Evrópskt efnahagssvæði, vegna þess að fyrir- varar þeir, sem settir voru af hálfu íslands við upphaf samning- anna, eru týndir.“ Þá lýsir miðstjórn Sambands ungra framsókn- armanna þeirri von sinni, að samtökin „Samstaða um óháð ís- land“ verði „kærkomið mótvægi við einhliða áróðri utanríkisráð- herra í umræðunni um EES“. í ályktuninni kemur einnig fram hörð gagnrýni á málflutning utan- ríkisráðherra og fordæming á því, hvernig ríkisfjölmiðlar hafa fjallað um Evrópubandalagið og mál því tengd. Skelegg afstaða Vert er að hrósa miðstjóm SUF fyrir þessa lofsverðu ályktun, og taka undir forystugrein Tímans 4. sept. s.l. þar sem segir „að þessi ályktun sýnir að ungir framsókn- armenn hafa tekið skelegga af- stöðu gegn áformum núverandi ríkisstjórnar að semja sig inn í nýtt ríkjabandalag sem hefði í för með sér skerðingu á fullveldi íslands, ef fyrirvarastefna Steingríms Her- mannssonar væri lögð fyrir róða. Þessi ályktun sýnir einnig, að ung- ir framsóknarmenn ætla að hafa forystu meðal ungs fólks í stjórn- málaflokkum landsins um að vinna gegn afsali íslenskra þjóð- réttinda". Já, æ fleiri eru nú að gera sér grein fyrir því, hvaða hætta er á ferðum, ef samningsdrög Jóns Baldvins og félaga um Evrópskt efnahagssvæði ná fram að ganga. Sömu helgi og miðstjórn SUF þingaði lýsti t.d. aðalfundur Stétt- arsambands bænda miklum áhyggjum sínum með þróun við- ræðnanna um EES, og hafnar fyr- irliggjandi samningsdrögum. Þannig er þjóðin nú óðum að vakna til meðvitundar um, hversu samningsdrögin um EES eru orð- in varhugaverð fyrir jafn fámenna þjóð og okkur Islendinga, þegar fyrirvaramir um svokölluð „fjór- frelsi" Rómarsáttmála EB eru orðnir jafri útþynntir og raun ber vitni. Ályktun SUF er því svo sann- arlega í tíma töluð, og er mjög mikilvæg, ekki síst vegna fordæm- isgildis, því þama hefur yfirstjóm ungliðasamtaka næst stærsta flokks þjóðarinnar tekið af öll tví- mæli um sína þjóðlegu og ábyrgu afstöðu í þessu stærsta utanríkis- máli íslendinga á lýðveldistíman- um. Þingflokkurinn taki af skarið Á síðasta Flokksþingi framsókn- armanna á s.l. hausti var samþykkt skýr og skorinorð stefna gegn aðild íslands að Evrópubandalaginu. í því sambandi var t.d. bent á hætt- una af svokölluðu „fjórfrelsi" Róm- arsáttmála EB, en samkvæmt þeim sáttmála er gert ráð fyrir óheftum fjármagns- og fólksflutningum milli landa, þ.m.t. búsetu- og at- vinnurétti, kaup á landi og bújörð- um og frjálsum aðgangi að auð- Iindum. — En þetta óhefta „fjór- frelsi“, sem Flokksþing framsókn- armanna ályktaði réttilega gegn, eru Jón Baldvin og félagar nú að yfiríæra á hið Evrópska efnahags- svæði, á mjög lævíslegan hátt. M.ö.o.: Öll þau ákvæði í Rómar- sáttmála EB um „fjórfrelsin" svo- kölluðu, og sem Flokksþingið var- aði sem mest við, virðast nú vera komin nær óheft inn í sjálf samn- ingsdrögin að Evrópsku efnahags- svæði. Fyrirvarar Steingríms Her- mannssonar í Evrópsku efnahags- svæði, sem Tíminn vitnaði til í for- ystugrein 4. sept. s.l., eru þess vegna löngu útþynntir og fyrir bí í þeim drögum sem nú liggja fyrir um EES. Það er því ekki eftir neinu að bíða hjá þingflokki Framsóknarflokks- ins að taka af skarið, og lýsa yfir opinberri andstöðu gegn fyrir- liggjandi samningsdrögum að EES, eins og miðstjórn SUF hefur nú réttilega gert, og þá á grund- velli flokkssamþykktanna frá í fyrra. Samningarnir um EES, sem flokkurinn studdi fyrir kosningar, eru nefnilega orðnir allt aðrir „samningar" í höndunum á Jóni Baldvin nú eftir kosningar. „Euro- kratisminn" hefur tekið þar öll völd. Þeir eru orðnir biðsalur að sjálfu Evrópubandalaginu. Því til sönnunar er sjálfur forsætisráð- herra Noregs, sem túlkar samn- inginn að EES sem jafngildi 70% aðildar að sjálfu Evrópubandalag- inu og krefst meir að segja þess að samningurinn hljóti samþykkis minnst 2/3 hluta norska Stór- þingsins, ef hann eigi að öðlast lagagildi þar í landi. Og þegar þetta er skrifað, herma fregnir að forsætisráðherrann norski hóti jafnvel afsögn, því mikil gagnrýni er orðin í Noregi á samningsdrög- in, þar sem m.a. norski Miðflokk- urinn telur að allt of mikið hafi verið gefið eftir. Þegar norskir Miðflokksmenn eru farnir að óttast EES-samning- inn gagnvart norskum hagsmun- um, þarf enginn að undra þótt framsóknarmenn á íslandi og aðr- ir þeir, sem vilja standa vörð um íslenskt fullveldi og sjálfstæði smáríkisins íslands, geri það sama og það af enn meiri þunga. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Maís-ræktun í Mexíkó Maís er ræktaður á yfir tveim milljónum býla í Mexíkó og er ein aðalfæða landsmanna. Nú er ris- inn ágreiningur um hvort maís á að falla undir fríverslun í samningum Norður- Ameríkulandanna og Mexíkó, sem standa fyrir dyrum. Er maísinn orðinn pólitískt og efnahagslegt vandamái í samn- ingaviðræðunum sem erfitt ættar að reynast að leysa. í viðræðum Mexíkó við Bandarík- in og Kanada um Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku er maís ásteitingarsteinn. Maís er helsta uppskera Mexíkó, og er maís ræktaður á 2,25 milljónum bændabýla, mörgum litlum og á rýru landi, og er uppskera þeirra á bónda og búverkamann 6-sinnum minni en á maís-ekrum Banda- ríkjanna. Maís og baunir er helsta viðurværí fátæks fólks í Mexíkó, a.m.k. fímmtungs landsmanna, en til vemdar bændum er 70% innflutningstollur á maís. Og er tollurínn Bandaríkjunum þymir í augum í fríverslunarviðræðun- um. Mexíkanska stjórnarflokknum, Byltingarstofnanaflokknum (PRI), er vandi á höndum, því að allt frá því að byltingin gekk yfir landið 1910- 20, hafa bændur verið bak- hjarl hans. Sagði Financial Times svo frá 3. júlí 1991: „Á þessum feiknarmikla vanda eru uppi önd- verðar skoðanir á meðal mexí- kanskra embættismanna. Sumir þeirra segja málið svo viðkvæmt, að ríkisstjórnin ætti að halda maís utan viðræðna um (fríverslun- ar)svæði, þótt Bandaríkin og Kan- ada hreyfi mótmælum. (Hins veg- ar halda aðrir þeirra fram), að eftir tiltekinn tíma, t.d. þrjú ár, ætti Mexíkó að fella með öllu niður toll á maís. Ef ríkisstjómin hefði brugðið á það ráð 1989, hefði (til- skipunar)söluverð ræktenda lækk- að úr 208,4 $ í 135,5 $ á tonn af maís.“ Gestaprófessor við ITAM- tækni- háskólann í Mexíkó-borg, Santiago Levy, og Sweder van Wijnbergen frá Center for Economic Research í Bandaríkjunum hafa í álitsgerð mælt með niðurfellingu maís- tollsins. ,Aðeins þriðjungur hinna 2,25 milljóna maís-bænda selur maís. (Hinir hafa hann sér til fram- færis.) Og í hæsta lagi um 330.000 þeirra selja umtalsvert magn af maís... En búverkamenn, um 3,75 milljónir ... munu njóta góðs af lægra verði á maís... Sá agnúi er á, eins og Levy og van Wijnbergen benda á, að ræktað land félli mjög í verði, ef maís-tollurinn yrði niður felldur, og úr eftirspurn eftir vinnuafli drægi... í álitsgerðinni telst þeim til, að svonefndur „vel- ferðar“-kostnaður af tollinum hafi 1989 numið 122 milljónum $ eða svarað til 42% af ríkisstyrkjum til maís-bænda, 292 milljónum $. Á er annar vandi. Maís er að mestu leyti ræktaður á ejido, bú- jörðum í eins konar sameign ábú- enda og sveitarfélaga. Ef Mexíkó fellir maís undir fríverslunarsamn- ing við Bandaríkin og Kanada, kann það að nokkru að koma á einkavæðingu ejido með því að leyfa ábúendum, þótt ekki að skylda þá til, að festa kaup á bú- jörðum sínum. gefur FIAT undir fotinn Ráðstjómarríkin hyggjast selja allt að 30% hlut í hinum miídu VAZ-bílasmiðjum á Volgu-svæðinu, þar sem liö- lega 700,000 bflar eru fram- leiddir á ári. Um tilhögun slíks útboðs hafa Ráðstjómarrflrin ráðfært sig við íjársýslubanka í New York, Bear Stearas & Co. Vitað er, að ítölsku Fiat- bflasmiðjurnar hafa hug á kaupum á hlut í VAZ, en um hæð væntanlegs kauptilboðs síns hafa þau leitað ráða hjá verslunarbanka í London, Morgan Grenfell & Co., en í apríl 1991 ræddi forstjóri Fi« at, Paolo Cantarella, við ráð- stjómina um fyrirkomulag út- boðs hlutar í VAZ og náði við hana samkomulagi um það. — VAZ sehir þriðjung bfla sinna tll útlanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.