Tíminn - 17.09.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 17.09.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 17. september 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Slml: 686300. Auglýslngaslmi: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Árás á lítil sjúkrahús I kjölfar nýrrar heilbrigðislöggjafar, sem sett var á tíð fyrri ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar (1971-1974), urðu miklar framfarir í heilbrigðismálum. Læknis- þjónusta og önnur heilsugæsla fór batnandi. Þess sér m.a. stað úti um landsbyggðina þar sem eru hinar nýju og vel búnu heilsugæslustöðvar. Ekki þarf að leiða getum að þvf að bætt heilsugæslu- kerfí jók opinber útgjöld mjög verulega, ekki vegna þess eingöngu að heilsugæslustöðvar risu úti um land, heldur og því sem mestu munar, að mikill vöxtur varð í starfsemi stórra sjúkrahúsa. Sú starfsemi hefur byggst upp af miklum hraða á tiltölulega stuttum tíma miðað við það sem var. Þessi sjúkrahús eru aðallega í Reykja- vík, Landspítalinn, Borgarsjúkrahúsið og Landakots- spítali. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur auk þess vaxið og eflst á þessum tíma og „er hin eina heil- brigðisstofnun sem kemst í samjöfnuð við stóru spítal- ana í Reykjavík. Hinar miklu framfarir í heilbrigðismál- um hafa leitt til þess að íslendingar standa framarlega í þessum efnum, og ber að fagna því. Hitt er annað mál að margt hefði mátt betur fara í stjórn og skipulagningu, að ekki sé sagt hvers kyns fjár- festingu og samnýtingu á sviði heilbrigðismála. Á síðari árum hafa heilbrigðisyfirvöld leitt hugann meira að kostnaðar- og skipulagsmálum en e.t.v. var meðan upp- byggingaraldan reis sem hæst og verkefnin blöstu hvarvetna við. Á þessum málum var tekið af festu og íýrirhyggju í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar undir stjórn þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðmundar Bjarnasonar. Á þessum árum tókst að draga úr útgjöld- um og útgjaldahraða milli ára án þess að slakað væri á um þjónustugæði. Leitast var við að ná faglegri sam- stöðu um hagræðingu og endurskipulagningu og tek- ist á við þá þætti í kerfinu sem fýrirferðarmestir voru, m.a. nauðsyn margs konar rekstrarsamvinnu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík. Því miður skar Reykjavík- uríhaldið upp pólitíska herör gegn þessum áformum og tafði málið, svo enn er þörf að halda því áfram. Núverandi heilbrigðisráðherra hefði átt að taka upp þráðinn frá fýrirrennara sfnum í því efni og ekki síst að haga vinnubrögðum í sama anda. Það hefur Sighvatur Björgvinsson ekki gert. Hans aðferð er að brjótast áfram skipulagslaust, og sannar hann með hverri til- tekt sinni, að hann hefur enga yfirsýn yfir þau verkefni sem vinna þarf að. Árásir hans á starfsemi litlu sjúkrahúsanna, hvort sem er St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði, St. Jósefsspítal- inn í Stykkishólmi eða Sjúkrahúsið á Blönduósi, eru duttlungaaðgerðir, sem engu máli skipta fýrir útgjöld heilbrigðiskerfisins. Þar er ráðist á garðinn sem hann er lægstur. Verst er að með þessu er verið að kippa grundvelli undan sjúkrahúsum á landsbyggðinni, þar sem starfsemi og rekstrarkostnaði er haldið innan eðli- legra marka. Hér er beinlínis um árás á landsbyggðina að ræða. Að leggja niður fæðingarhjálp og smátæka skurðdeildarstarfsemi litlu sjúkrahúsanna fækkar ekki verkefnum, heldur flytur þau til án þess að nein rök styðji slíkar breytingar. Eða hvaða rök mæla með því að hlaða meiru á stóru sjúkrahúsin í Reykjavík, þar sem þúsundir sjúklinga eru á biðlista? GARRI «Af úrsfhum kosninganna í SvíHód er Ijóst aft jafnaöarmenn hafa beöiö mikinn hnekki, sinn mesta ósigur í 70 ár aft sögn, og á þessari stundu virftist rökrétt aft átykta aö hægri stjóm komist til valda í Iandinu, en sænskir íhaldsmenn kváftust fyrit kosningamar ætla aft ríkja næstu tíu árin í þessu helsta vtgi skand- inaviska „kratismans". Hvort sem svo langur valdatími fer í hond hjá sænsku hægri öflunum efta ekári, er sennilegt aö athafnir nýrrar stjóm- ar í Svíþjóð muni einkennast af hafa orðiö vitni að í eigin landi aö undanfömu: samdrætti og nlöur- skuröi í mennta- og féiagsmála- kerflnu. ÞaÖ er veröugt hugleiöing- arefni hvort dagar „skandínaviska velferöarkerfisins" mum' ekki brátt heyra sögunni fil. Skandinaviska velferöarmynstríð, sem óneitanlega hefur haft stn áhrif við mörkun stefnunnar f fé- iagsmálum á íslandi, hefur þótt hin mesta fyrirmynd um heim allan og átt þátt í aö efla álit Norðuriand- anna meira en öest annað. Það er aftur á móti afar dýrt og margir þættír þcss hafa leglð opnir fyrir gagnrýni, er „mannúöin" hefur á sumum sviöum vhrst ganga of langt og kerfið veriö misnotað. Þetta kerfi varö tíl viö aöstæður er kjÖr allrar alþýðu voru stórum léiegri en nú er almennt, og þykir mörgum sem það hafi nú gegnt sínu hlut- verid og kominn tími til að endur- skoða það og einkum með aðgerö- um sem horfa til skeröingar. Við Hf- um nú þá tíma sem séríega ákjós- anlegir eru tfl aö ráöast félagsmálakerflnu meö niður- skuröi. I*ví veldur almennur leiöi og tortryggni gagnvart sósíalisma almennt og líka hitt aö menn eru í óöaönn aö „gera hreint borö" með þáttöku í Stór-Evrópu markaöarins fyrir augum. Þannig er fráleitt aö líta á hugmyndir um álögur skóla- gjaida og gjöld sjúMinga vegna sjúkravistar sem ráöstafanir ein- göngu í því skyni að létta byrðar hins opinbera um tíma. Málið snýst Uka um ný grundvallarviðhorf — „prinsíp". Þaö væri hrapallegt aft láta sér missjást um þetta. Hin nýju „prinsíp" hyggjast á því að hver maftur borgi fyrir þaft sem hann þiggur, vöru sem þjónustu. Gagnstætt „skandinaviska kerfinu" færist sá möguieiki, aö einhveijir þjóöfélagsþegnar séu þess ekki megnugir að rísa undir þessari ein- fÖIdu kröfu, í skuggann. I»aö er eldd það sama og aö þeim sé með öllu gleymt Þeir hafa hins vegar ckki „skandinaviskan" forgang lengur. Svo einfalt er það. Þótt þessi stefnubreyting muni hitta einhveija hópa talsvert hart fyrir, er þeim best að sætta sig við það strax að veriö er aö sleppa af þeim hend- inni. Tímar fara í hönd þegar þaö veröur ótryggara fyrir margan en var að komast á eliiár eöa veikjast Þjóöfélagiö mun ekki hafa sama a“ á þdm og fyrr. ÞaÖ er auft- vitað eldd það sama og að þeir verði látnir deyja drottni sínum á gðtum úti. En þeir verða mjög trúlega látnir þrauka meðan þeir hanga Það verða iíka geröar meiri kröfur tfl þeirra sem eru ungir, að þeir standi sig, því reynsla annars staö- ar frá sýnir að námsárangur fær tillití. Menntun fær þannig í aukn- um mæli alvöru peningagildí og í samræmi viö það mun þurfa aö borga fyrir hana. Satt að segja eru skólagjöldin, sem hæst er rætt um nú, eldd nema byrjim á því sem orðið verður að svo sem áratug liönum. í háskóhim veröur Oröið um talsverðar fiárhæöir að ræða. Hér er ekki verfð að „mála skratt- ann á vegginn" á neinn hátt Ekki er einu sinni veriö aö leggja dóm á hvort breytíngamar séu jákvæðar eöa neikvæðar. Hér ern aöeins hug- leiðingar til umiæðu á ferð um það, sem framundan hiýtur að vera og ástæöulaust er að láta koma sér á óvart er þaö ber að höndum. ■p VÍTT OG BREITT 111■H 1 M 811111m 1 ■ i—H— ■ 1 Oleysanleg vandamálasúpa Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er mikil vandræöastjóm. Vandamálin hrannast að henni úr öllum áttum og flest þeirra býr hún til sjálf. Henni dugði ekki að þurfa að kljást við nútíðar- og framtíðarvanda, eins og flestar ríkisstjómir, heldur bjó hún sér til fortíðarvanda að ráða fram úr. Og það er ekki nóg með að stjórnarflokkamir hafi komið sér upp samskiptavanda, heldur eiga báðir stjómarflokkamir við mikinn innbyrðisvanda að stríða, sem er eins og piparinn út í ofkryddaða vandamáíasúpuna sem verið er að malla á stjómarheimilinu. Það er eins og venjulega að það em peningarnir sem em vandamálið. Of litlir skattar og of mikil útgjöld kalla á úrlausnir sem allar lenda í sömu vandamálaflækjunni. Auk fortíðarvandans hefur stjórn- arliðinu tekist að magna upp fram- tíðarvanda sem nær áratugi fram eftir næstu öld og em þar á sveimi í óravíddum framtíðarinnar margra tugmilljarðaskuldir, sem em lífeyr- ir langlífra ríkisstarfsmanna. Að koma honum fyrir í ríkisbókhald- inu er ekki vandalaust og þarf tals- verða hugkvæmni til. í skotgröfunum í þingræðisríkjum þykir sjálfsagt að fjármálaráðherra semji fjárlaga- frumvarp með sínu fólki og leggi það fram með samþykki þeirrar rík- isstjómar sem hann situr í. Enda beri hann ábyrgð á eigin tillögum og framkvæmd þeirra. Á íslandi hefur aðferðin verið tíðkuð í stór- um dráttum allt frá því að kansellíið í Kaupmannahöfn hætti að vera skömmtunarskrifstofa fyrir þarfir íslendinga. En nú er mnnin upp ný öld. Frið- rik, fjármálaráðherra Davíðs og Jóns Baldvins, er að vísu að banga saman fjárlagafrumvarpi, en sú ný- lunda er upp tekin að gjörvöll þjóð- in er látin fylgjast með hverri hug- mynd sem fram kemur um tekjur og gjöld ríkisins á næsta fjárlagaári, með þeim góðu afleiðingum að hver einasta hagsmunaklíka lands- Friðrik Sophusson er fyrsti fjármálaráðherra sögunnar sem þarf að semja fjárlög fyrir opnum tjöldum og undir þrýstingi allra hagsmunaaðila landsins. Varla nema von að sprengihætta steðji aö fjárlagarammanum. ins er komin í skotgrafirnar að mótmæla bæði niðurskurði og hugmyndum um tekjuöflun áður en þær eru ræddar í ríkisstjóminni, hvað þá að komast inn í frumvarp- ið. Duglegustu mótmælendumir em í röðum stjórnarliða á þingi og ut- an. Þeir em svo fljótir á sér að kom- ast í fjölmiðla og æpa hátt og snjallt að þeir styðji íjandakornið engar af ráðagerðum ríkisstjómarinnar, að stjórnarandstaðan er nær alltaf höndum seinni að lýsa yfir and- stöðu við ráðabmggið, því stuðn- ingslið stjórnarinnar er nær alltaf á undan að lýsa yfir vantrausti á ríkis- stjómina og tilburði hennar til stjórnunar. Vesalings fjármálaráðherrann hef- ur gert heiðarlegar tilraunir til að fá vinnufrið og meira að segja haldið blaðamannafund, eða kallað saman alþingi fjölmiðlanna, og gert til- raun til að kynna fjárlagafrumvarp sitt, því það má greinilega ekki bíða þar til Alþingi kemur saman, eins og hefðir og lög mæla fyrir um. En á ráðagerðir hans um ríkisfjár- málin hlustar enginn, en þeim mun betur ná hávaðaseggimir í forystu- liði íhalds og krata eyrum „hags- munaaðilanna" og er fjárlagagerðin að vonum öll í uppnámi og þessa dagana em heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra höfúðvanda- málin. Lítt af setningi slegið Á sama tíma og Friðrik Sophusson baslar við að koma fortíðar- og framtíðarvanda ríkisbúskaparins inn í ramma fjárlaganna, eins og það heitir á stjómmálamannamáli, hóta fyrrgreindir ráðherrar að loka skólum og spítölum svo þeir sprengi ekki fjárlagarammann utan af sér og forsætisráðherra segir að ekki komi til mála að hækka skatta og Iáta þá eigna- og tekjumiklu fara að borga. Utanríkisráðherra boðar hrossaskatt og sjávarútvegsráð- herra að fiskveiðikvótinn verði minnkaður vemlega á næsta fjár- lagaári. Hér er lítt af setningi slegið, frem- ur en á Glæsivöllum forðum, og er skortur á stjórnvisku orðinn höfuð- vandi ríkisstjórnarinnar, og skal samt ekki gert lítið úr öðmm vandamálum hennar. Stjómarandstaðan býr við þá til- vistarkreppu að stjórnarliðar em yf- irleitt á undan að lýsa frati á allar hugmyndir um hvað ríkisstjómin ætlast fyrir í þessum málaflokki eða hinum. Andstæðingamir komast varla að með sína gagnrýni og þá ekki fyrr en eftir dúk og disk, flokksráðsfundi stjórnarflokkanna og margendurteknar hótanir stjórnarþingmanna um að þeir styðji ekki stjórnina deginum leng- ur ef þessu eða hinu ráðabrugginu verður hmndið í framkvæmd. Og ráðherrarnir gefa yfirlýsingar út og suður, svo að enginn veit lengur hver stjómarstefnan er önn- ur en sú að leyfa strákunum að vera í ráðherraleik svolítið lengur. OÓ J

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.