Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1991, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 17. september 1991 Tíminn 9 Vinnueftirlitið: Rannsakar mengun af vinnu meö steinull Vlnnueftirlit ríkisins, Meistara- og verktakasamband byggingar- manna, Múrarasamband íslands, Samband byggingamanna og Steinullarverksmiðjan hafa sett saman vinnuhóp til að kanna ryk- mengun af framleiðslu og notkun einangrunarefna eins og steinull- ar og glerullar. Mikið hefur verið rætt um hvort þessi efni geti valdið lungnakrabba. Þó ekki hafi verið sýnt fram á það, þykir sumum sem ekki séu nægar upplýsingar til að segja megi að ryk frá glerull og steinull sé hættulaust. Starf hópsins er þríþætt: Að kanna í samvinnu við Partek í Finnlandi hvort mengun af steinull verksmiðj- unnar á Sauðárkróki sé sambærileg við mengun af öðrum steinullarvör- um. Að mæla þá mengun, sem menn verða fyrir er þeir einangra með steinull. Og að útbúa leiðbein- ingar um rétt vinnubrögð við ein- angrunarvinnuna. Stefnt er að því að settar verði reglur um vinnu með glerull og steinull. Helstu niðurstöður, sem nú liggja fyrir, eru: Framleiðsla Steinullar- verksmiðjunnar stenst fyllilega samanburð við aðrar steinullarvör- ur. AJlar mælingar, sem hér hafa verið gerðar, sýna að mengun við einangrunarvinnu er undir hættu- mörkum. Þá hefur Steinullarverk- smiðjan gefið út leiðbeiningar um rétta meðhöndlun á steinull, sem dreift verður til allra viðskiptavina verksmiðjunnar. -aá. Samband íslenskra samvinnufélaga: Norræn neytendasamvinnu- félög ræða um markaðsmál Norræni markaðshópur Inter-CO- OP samtakanna heldur ársfund sinn í Reykjavík 18. og 19. septem- ber í boði Sambandsins og Mikla- garðs hf. Inter-COOP var stofnað árið 1971. Það er samtök neytendasamvinnufé- laga í Evrópu, ísrael og Japan. Verk- efni þeirra er að miðla reynslu sinni og þekkingu til félaganna í hópnum. Hluti af því starfi er unninn af Nor- ræna markaðshópnum, markaðs- stjórum norrænu félaganna í Inter- COOP. Þeir hittast árlega og ræða þau markaðsmál, sem efst eru á baugi, og upplýsa hvern annan um stöðu og þróun markaðs- og skipu- lagsmála í löndum sínum. Meðal eftiis ársfundarins nú verður sWrsIa um stöðu smásöluverslunar á íslandi og niðurstöður rannsóknar á beinni markaðssókn, sem gerð var á heimili samvinnumanna í Finn- landi. Þá ræðir hópurinn „Smásölu- verslun framtíðarinnar" frá nor- rænu sjónarmiði. -aá. Vetrarstarf karlakórsins Stefnis: Góður söngur, léttir félagar Karlakórínn Stefnir í Mosfellsbæ byijar nýtt starfsár þann 1. október nk. Kórínn hefur starfað í liðlega 50 ár og leggur áherslu á söngva úr ýmsum áttum, einkum íslensk og erlend lög af léttara taginu, en einn- ig verk klassískra höfunda. Helstu viðburðir í starfi kórsins eru tónleikar á jólaaðventu og vortón- leikar. Á síðasta ári hélt kórinn vor- tónleika í Mosfellsbæ, Reykjavík, Hvammstanga og Blönduósi. Tengsl við erlenda kóra eru fastur þáttur í starfi kórsins og hefur hann farið í söngferðalög til Noregs og fleiri landa. Næsta vor er von á þekktum þýskum kór hingað til lands og mun Stefnir endurgjalda þá heimsókn síðar. Kórinn hefur ágæta æfingaaðstöðu í Varmárskóla í Mosfellsbæ og eru æfingar einu sinni til tvisvar í viku. Þeim, sem áhuga hafa á skemmti- legum söng í léttum félagsskap, er velkomið að hafa samband við söng- stjórann, Lárus Sveinsson, og er bú- seta í Mosfellsbæ ekki skilyrði fyrir þátttöku í kórnum. Gróðurhúsaáhrif rædd Fyrsta norræna ráðstefnan um al- hliða rannsóknir á gróðurhúsaáhrif- um og hækkandi hita á jörðu fer fram dagana 16.-18. september 1991 á Hotel Ascot í Kaupmanna- höfn. Háskóli íslands tekur þátt í þessari ráðstefnu með lykilerindi. Að erind- inu standa Dean Abrahamson gisti- prófessor, Valdimar K. Jónsson pró- fessor og Júlíus Sólnes prófessor, en Dean Abrahamson flytur erindið. -js Eldri borgarar í haustferð: '■ 1 Evrópu A undanfömum árum hefur tlr- val/Útsýn boðið upp á hópferðir fyr- ir eldri borgara um feguratu héruð Evrópu. Einni slíkri ferð iauk í by«j- un þessa mánaðar. Tæplega 50 ís- lendingar nutu 16 dýrðardaga í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi og Lúxemborg, í 20-30 stiga sólarhita. Þetta var hamingjusamur hópur sem samiagaðist vel, glaðir í hjarta. Á svona feröalagi skapast ótrúiega fljótt hlýr ftölskyldubragur. Ailir eru orðnir kunningjar fyrr en varir, og rígur milli byggða og borgar er fjar- lægur. Fararstjóri f þessari ferð var Lilja Hilmarsdóttír. Er þar skemmst frá að segja að hún nekti starf sitt af kunnáttuscmi og snilld. Hópurinn fann til öryggis. Lýsingar á löndum og iandsbyggöum skýrar og skemmtíiegar. Hllitsemi og fyrir- hyggja á þann veg að alft var klappað og klárt i hverjum einasta viökomu- stað. Hafl hún og feröaskrifstofan hjart- ans þðkk fyrir eftirminnilega ferð. • Pálmi Eyjólfsson Ur verki Magnúsar Pálssonar, Sprengd hljóðhimna vinstra megin. Alþýðuleikhús og Þjóðleikhús í samvinnu: Vinstri hljóð- himna sprengd Alþýðuleikhúsið og Þjóðleikhúsið frumsýna á Litla sviði Þjóðleik- hússins í dag nýtt leikverk, eða raddskúlptúr eftir Magnús Pálsson. Verkið nefnist Sprengd hljóðhimna vinstra megin og gerist að mestu á Jón Isberg sýslumaður upplýsir um Hunaver: Innheimti ekki vsk. Jón Isberg, sýslumaður í Húna- vatnssýslu, viíl koma eftirfarandi upplýsingum um staðreyndum á framfærí: „Um virðisaukaskatt af rokk- hliómleikum í Húnaveri. Á hverju ári frá 1989 hefur mikið verið rætt og skrifað um rokk- hljómleika, sem haldnir hafa verið í Húnaveri um verslunarmanna- helgina. Og ekki hvað minnst um hvort þessir hljómleikar væru söluskattsskyldir og síðar virðis- aukaskattsskyldir. Árið 1989 innheimti ég, sem inn- heimtumaður ríkissjóðs, ekki söluskatt af þessum hljómleikum, þar sem ég taldi þá ekki söluskatts- skylda, eftir þeim reglum, þ.e. lög- um, reglugerðum og öðrum fyrir- mælum sem innheimtumönnum ber að fara eftir. Skattstjórinn í Reykjavík mun hafa komist að sömu niðurstöðu og einnig ríkis- skattstjóri. Árið 1990 komst ég einnig að þeirri niðurstöðu að hljómleikar væru án virðisaukaskatts og inn- heimti hann ekki. Þessari ákvörð- un var ekki breytt af skattstjóran- um í Reykjavík og ekki heldur rík- isskattstjóra. Engar nýjar reglur hafa verið settar um virðisauka- skatt af hljómleikum á árinu 1990 eða fyrirmælum breytt. Þess vegna innheimti ég ekki skattinn af rokk- hljómleikunum, sem haldnir voru í Húnaveri um síðustu verslunar- mannahelgi. Sem hliðstæðu má benda á að ekki mun hafa verið greiddur virðisaukaskattur af rokkhljómleikum í Hafnarfirði 16. júní síðastliðinn.“ -j* greifasetri þar sem fram fara átök vegna ástamála greifadótturinnar og bflstjóra greifans. Samtímis gerast atburðir annars staðar, í öðrum tíma og á öðrum tilverustigum. Magnús Pálsson er myndlistarmað- ur og kýs gjaman sjálfur að kalla verk sín raddskúlptúra, eða sam- bland af tali, tónlist, ljóði og mynd. Áhorfendum er í sífellu komið á óvart og þarf að hafa sig allan við að fylgja því sem fram fer. Leikendur koma ýmist fram sem einstaklingar eða kór og skipta í sífellu um gervi. Höfundur leikstýrir verkinu ásamt Þórunni S. Þorgrímsdóttur, en þar sem þau eru bæði myndlistarmenn þá er María Kristjánsdóttir þeim til ráðgjafar um leikstjómina. Hlutverk eru í höndum John Speight óperu- söngvara, Amars Jónssonar, Eddu Amljótsdóttur, Guðnýjar Helgadótt- ur, Guðrúnar S. Gísladóttur, Krist- bjargar Kjeld og Stefáns Jónssonar. Vegna anna verða aðeins 7 sýningar á verkinu og verður sú síðasta 29. sept nk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.