Tíminn - 17.09.1991, Qupperneq 10

Tíminn - 17.09.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn Þriðjudagur 17. september 1991 — ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA: Leifur A. Símonarson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavfk 13. tll 19. september er I Arbæjar- apótekl og Laugamespóteki. Þaö apótek sem fyrr or nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aó kvöldi til kl. 9.00 aö morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýs- Ingar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefn- ar f sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sím- svari 681041. í dag leggur Leifur Albert Símonar- son, prófessor við Háskóla íslands, hálfa öld að baki. Þetta hefur verið starfsamur aldarhelmingur, þó hann einkennist ekki af svokallaðri erfíðisvinnu. Þetta hefur líka verið íhugull aldarhelmingur, þó hann einkennist ekki af skáldlegum vangaveltum, svokölluðum. En það eru öðru fremur vinnusemi og íhygli sem mér finnst einkenna fer- il Leifs. Leifur er Vestfirðingur að upp- runa, fæddur á ísafirði. Sonur Sím- onar Jóhannssonar sjómanns og Rannveigar Einarsdóttur verka- konu. Á ísafirði hafði Leifur ekki Ianga viðdvöl, því fyrstu sjö æviárin var hann í fóstri hjá afa sínum og ömmu, Einari Guðleifssyni og Ólöfu Jóhannesdóttur á Kollsá í Jökulfjörðum. Þaðan fór Leifur til Bolungarvíkur til móður sinnar og fósturföður, Matthíasar Jónssonar. í Bolungarvík gekk Leifur á skóla, svo sem reglur gera ráð fyrir, og var þá undir handarjaðri Steins Emils- sonar. Steinn var um margt óvenju- legur maður. Hann hafði lært nátt- úrufræði og kunni ýmislegt í því sambandi sem aðrir kunnu ekki. Má vera að strax þá hafi hugur Leifs hneigst til náttúrufræðanna, sem hann hefur dyggilega lagt lið í starfi sínu, bæði sem fræðimaður og kennari. Að loknu stúdentsprófi fór Leifur til Kaupmannahafnar til náms í náttúrufræðum og þaðan lauk hann prófum, eins og til var stofnað, magistersprófi 1971 og síðan lísen- síatprófi 1978. Við Kaupmanna- hafnarháskóla lagði hann einkum stund á jarðfræði og urðu stein- gervingar sérsvið hans. Aðalkennari hans í sérsviðsnáminu var prófessor Tove Birkelund. Það er nokkurn veginn föst regla að jarðfræðistúd- entar í Kaupmannahöfn lendi í jarðfræðivinnu á Grænlandi á sumrin. Leifur fór til Grænlands eins og aðrir og hefur þetta verið þeim öllum hinn besti skóli, nema ef vera skyldi Helga Pjeturss forð- um. Grænland er mjög fjölbreyti- legt land og að mestu leyti gert úr allt öðru bergi en ísland og hefur myndast við allt önnur jarðfræðileg skilyrði. Þar má því kynnast marg- víslegri náttúru sem á sér engan líka hér á landi og er slíkt ómetan- leg reynsla í kennslu og starfi. í samræmi vil námsferil þá ber Leifur starfstitil, sem fáir landar vorir geta státað af, steingervinga- fræðingur. Steingervingafræðin er sú sérgrein jarðfræðinnar, sem fæst við rannsóknir á steingervingum, en það eru alls konar menjar um líf og lífverur í fornum jarðlögum. Markmið steingervingafræðinnar er að öðlast skilning á því hvernig lífíð var á Iiðnum jarðsöguskeiðum og við hvaða ytri skilyrði það bjó. Steingervingafræðingar hafa gefið okkur innsýn í það hvernig lífið á jörðinni varð til og hvernig það hef- ur þróast frá frumstæðum og ein- földum fyrirbærum, sem voru á mörkum þess að vera lifandi ein- staklingar og óvenjulega flókin efnasambönd, til þess að verða það margslungna kerfi af frumstæðum jafnt sem háþróuðum tegundum, sem við þekkjum úr lífheiminum í dag. Hún hefur einnig gefið okkur mynd af því við hvernig skilyrði þetta líf varð til og dafnaði. Það er þessi sérgrein sem hefur dregið upp þá mynd af lífssögunni, sem hinn menntaði heimur býr við, aðhyllist hann ekki hina guðdómlegu sköp- unarsögu. Það hefur því komið í hlut Leifs, eftir að hann kom heim, að halda áfram starfi þeirra manna, sem lögðu grunninn að þekkingu okkar á fornlíffræði íslands fyrr á öldinni, manna eins og Jóhannesar Áskels- sonar, Guðmundar G. Bárðarsonar og Jakobs Líndals. Þetta hefur Leif- ur gert af mikilli samviskusemi og lengstum verið einn um það hér- lendra manna, að sinna þessu sér- sviði. Hann hefur því að vonum átt í allmikilli samvinnu við erlenda sér- fræðinga á þessum sviðum. Drýgst samstarf um íslenska steingerv- ingafræði hefur hann líklega átt við Þjóðverjann Walter Friedrich, sem er prófessor í Árósum, þó ýmsa fleiri megi telja. Þeirra starf hefur að mestu leyti snúist um steingerv- ingalög á Vestfjörðum. Leifur hefur verið starfsmaður Háskóla íslands, bæði kennari við skólann og sérfræðingur við rann- sóknir á Raunvísindastofnun Há- skólans frá því að hann kom heim frá námi fyrir 20 árum. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyr- ir báðar stofnanirnar á ferli sínum, t.d. verið skorarformaður Jarð- og landfræðiskorar og hefur nýlega verið skipaður prófessor við Raun- vísindadeild. Hann hefur átt sæti í ritnefnd Tímarits Háskólans frá því það hóf göngu sína. Hann situr í stjórn Raunvísindastofnunar og er stofustjóri Jarðfræðastofu stofnun- arinnar. Hann er vinsæll kennari og nær góðum árangri í kennslu. Einnig er hann ötull á sviði rann- sókna og eftir hann liggja tugir rit- gerða stórra og smárra og hafa þær birst víða í fagtímaritum og alþýð- legri ritum. Þá hefur Leifur setið í stjórn Hins íslenska náttúrufræði- félags og verið í ritnefnd Náttúru- fræðingsins síðastliðin átta ár. Hér er ekki staður né stund til þess að tíunda verk Leifs í smáatrið- um, en þó er varla hægt að komast hjá því að nefna nokkur dæmi um það hvað hann hefur verið að sýsla og verður mér þá fyrst fyrir að tí- unda það sem mér finnst sjálfum merkilegast og skemmtilegast, þó það sé ekki á meðal viðamestu verka Leifs. íslenskir steingervingar eru í flestum tilvikum annað hvort plöntusteingervingar úr millilögum frá tertíer eða sjávardýraleifar frá ströndum landsins frá ísöld, lokum ísaldar og nútíma. Það, sem vekur mestan áhuga minn, eru frávikin frá þessu. Og þau eru til og þar hef- ur Leifur komið rækilega við sögu. Fyrst var það fyrir tæpum tveim áratugum er hann gerði grein fyrir fyrstu þekktu skordýrunum úr ís- lenskum tertíerlögum (8-10 miljón ára) og nú síðast var það er honum bárust beinflísar í hendur norðan úr Vopnafirði, sem reynst hafa verið bútar úr beinum fyrstu þekktu landspendýranna, sem þekkt eru á landinu frá því fyrir ísöld. Þetta eru að öllum líkindum herðablað og ganglimabein úr smávaxinni hjart- artegund, sem uppi var hér undir lok tertíers (fyrir 3-4 miljónum ára). Þar með er orðið Ijóst, að þó ísland væri einangruð eyja í hafinu var það ekki landdýrasnautt með öllu fram að ísöld, eins og flest benti til fram að þessum beinafundi. Frá þessu greindi Leifur í greín í Nátt- úrufræðingnum á síðasta ári og hef- ur hún vakið mikla athygli, enda er hér um að ræða kúvendingu hug- mynda. Það er því mjög áhugavert að fylgjast með því hvað er fram- undan á sviði steingervingafræð- innar hér á landi og með öllu óvíst hvað kann að koma í Ijós. Hvernig var landdýralífinu hér á tertíer raunverulega háttað? Vart hefur „Hjörtur Hjartarson" verið einstæð- ingur. Hann hlýtur að hafa átt sér bræður og systur, forfeður og ef til vill afkomendur. Og úr því hér lifði ein spendýrategund, eru þá ekki miklar líkur á að þær hafi verið fleiri? Fyrir utan starfssvið sitt á Leifur sér ýmis áhugamál, en þó ber þar eitt öllum öðrum hærra. Það eru gamlar bækur um náttúrusögu og menningarsögu landsins. Hann er ötull safnari slíkra rita og veit meira um fágæt rit og ritafbrigði en flestir aðrir. Þau eru ófá safnritin sem hann hefur komið saman heilum eintökum af með því að sanka að sér slitrum og ræflum. Slíkt er menn- ingarstarfsemi sem ekki er hægt að meta til fjár eða annarra viðmiðun- argilda. Leifur hefur líka yndi af því að eiga fallegar bækur og því hefur hann yfírleitt þann hátt á að láta binda rit sín inn í vandað band. Bókasafn hans er því bæði fallegt og dýrmætt. Leifur meðtók fyrstu áhrif sín af mannlífi og náttúru í Jökulfjörðum. Eins og vel er þekkt þá lifði kunn- átta, galdrar og vitneskja fram fyrir nefið lengst með þjóðinni í Jökul- fjörðum og á Ströndum og þar loðir hún kannski enn við. Þrátt fyrir þetta er Leifur líklega ekki göldrótt- ur, en stundum læðist þó að manni sá grunur að undir hægu og yfir- veguðu fasinu leynist einhver kunnátta sem aðrir búi ekki yfir. En það er vel með slíkt farið. Það er ekki asinn sem einkennir fas Leifs, eða stressið sem leggur á móti manni, þegar maður hittir hann. Hann er alltaf jafn hægur og yfirvegaður hvað sem á gengur og hvað sem til umræðu er. Hann æðir ekki um ganga með handaslætti eða olnbogaskotum. Hann gengur hæg- um, stórum og ákveðnum skrefum um ganga og götur. Þegar hann vann við rannsóknir á Nugsuaq á Grænlandi sem jarðfræðistúdent við Kaupmannahafnarháskóla ásamt kennara sínum, prófessor Rosenquist, fékk hann viðurnefni innfæddra, eins og flestir fá við slík tækifæri. Þeir kölluðu hann orgr- ilaq. DularfuIIt orð og þarf heila málsgrein á íslensku til þess að gera grein fyrir merkingu þess: „Sá sem hleypur hratt um í fjöllunum vegna þess að hann tekur svo stór skref." Þetta komu eskimóarnir strax auga á. Leifur kemst það sem hann ætlar sér og hann er síst lengur að því en aðrir, og gildir þá einu hvort það er úti á stórgrýttum fjöllum, inni á sléttum skólagöngum eða á flækju- gjörnum fræðaslóðum, en það ger- ist á ótrúlega Ijúfmannlegan hátt og að því er virðist átakalítið. Einkum er þetta Ijóst úti í náttúrunni þar sem starfssvið hans er öðrum þræði. Þar nýtur hann sín og þar kemur vinnusemi hans og þraut- seigja enn betur í ljós en við skrif- borðið og kennslupúltið. Leifur er kvæntur jafnöldru sinni og sveitunga, skóla- og fermingar- systur, Ingibjörgu Kristjánsdóttur frá Bolungarvík. Hún hefur um ára- bil rekið matsölu og smurbrauðs- stofu í Garðabæ. Þar fást hinar bestu brauðsnittur sem völ er á. Leifur og Inga eru ákaflega samhent hjón og í Garðabæ hafa þau búið sér fagurt og friðsælt heimili. Þau eiga tvö börn, sem eru á framhaldsskóla- aldri, Ólöfu, sem nú fetar í fótspor föður síns og stundar nám í jarð- og landafræði við Háskólann, og Berg- þór, sem stundar nám í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og þykir meir en liðtækur blakmaður. Við Leifur kynntumst fyrir um það bil aldarfjórðungi, ungir menn með áhuga á jörðinni sem við göng- um á og því sem hún fæðir af sér. Með okkur tókst strax ágætur vin- skapur, þó við séum af andstæðum landshornum, hann af steingerv- ingasvæðinu á Vestfjörðum en ég af gabbróhorninu á Suðausturlandi. Þessi vinskapur hefur alla tíð hald- ist, enda höfum við átt ýmislegt saman að sælda í starfi og lengi haft starfsaðstöðu í sömu byggingu. Ég óska Leifi og fjölskyldu hans innilega til hamingju í tilefni þess- ara tímamóta og vona að bæði jarð- fræðin og Háskólinn eigi eftir að njóta starfskrafta Leifs óskertra um langan tíma. Einnig vil ég óska þjóðinni til hamingju með Leif og vona að hún megi eignast marga slíka einstaklinga. Á því byggist vel- ferð hennar öðru fremur. Páll Imsland Móðir okkar Halldóra Örnólfsdóttir Sjónarhæö fsafirði lést þann 15. september á Sjúkrahúsinu á Isafirði. Börn hinnar látnu If J Ástkær eiginmaður minn, faðir og sonur Jón Hreiðar Kristófersson frá Grafarbakka, Vesturbrún 9, Flúðum, Hrunamannahreppi, varð bráðkvaddur 13. september. Jóhanna Sigríður Danielsdóttir Birgir Þór Jónsson Kristín Ásta Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir Hafnarf|öröur: Hafnartjaröar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmlsvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka og aöstandendur þeirra, sími 28586. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og timapantanir I slma 21230. Borgarspítallnn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnirslösuöum og skyndiveikum allan sól- artiringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sím- svara18888. Ónæmlsaögerðirfyrirfulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sór ónæmissklrteini. Garðabær: Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistööin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efrium. Simi 687075. Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríækningadeild Landspital- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- iagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspftalinn I Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarflröl: Alla daga kl. 15-16 00 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuríæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri- sjúkrahúslö: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraöra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknarllmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Neyöarslmi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvi- liö og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkviliö og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið síml 3333.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.