Tíminn - 23.10.1991, Side 13

Tíminn - 23.10.1991, Side 13
Miðvikudagur 23. október 1991 Tíminn 13 Viðtalstími heilbrigðis- ráðherra á Patreksfirði Viðtalstími heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvat- ar Björgvinssonar, miðvikudaginn 30. þ.m. verður á skrif- stofu Patrekshrepps, Patreksfirði, frá kl. 09:00-12:00 fyrir hádegi. Þeir, sem áhuga hafa á að koma til viðtals við ráð- herrann, eru vinsamlega beðnir um að láta skrá sig á skrif- stofu Patrekshrepps í síma 1221. Heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytiö, Reykjavík, 21. október 1991 BUNAÐARBANKI ISLANDS Jarðir til sölu Eftirtaldar jarðir eru til sölu: 1. Lundur 2, Lundarreykjadal, Borgarfjarðarsýslu. 2. Þúfur, Hofshreppi, Skagafirði. 3. Vestaraland IV, Öxarfirði, N-Þing. 4. Brekknakot, Svalbaröshreppi, N-Þing. 5. Bakkagerði, Hlíðarhreppi, N-Múl. 6. Hamar, Geithellnahreppi, S-Múl. Nánari upplýsingar veittar í síma 91-25444. Stofnlánadeild landbúnaöarins BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLTÍ KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbygeðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnú Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðisr Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur léttfólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavlfc Látum bíla ekki ganga að óþörfu! Útblástur bitnar verst á börnum .. Evrópska efnahags- svæðið orðið að veruleika Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra boðar til almenns borgarafundar í Súlnasal Hótels Sögu í kvöld, miðvikudaginn 23. október 1991, kl. 20:30, þar sem hann mun kynna samninginn um evrópskt efna- hagssvæði. Utanríkisráðuneytiö Leikkonan úr Tortímandanum 2 lék í Fríöa og dýrið á sínum tíma: Stundar líkamsrækt sex daga vikunnar Linda Hamilton, sem leikur ann- að aðalhlutverkið í nýjustu kvik- mynd Arnolds Schwarzenegger, Tortímandinn 2, Dómsdagur, stundaði líkamsrækt af miklum krafti vegna myndarinnar og náði gífurlegum árangri á stuttum tíma. „Ég er líkamsræktarfíkill," segir hin 34 ára gamla leikkona. „Ég byrjaði í strangri líkams- ræktarþjálfun þremur mánuðum áður en tökur á myndinni hóf- ust.“ Linda eyðir sex dögum vikunnar í líkamsrækt með Anthony Cort- es, þjálfara sínum. Árangurinn er augljós, það ætti hver maður, sem fer á myndina, að sjá. En það er ekki nóg, heldur er Linda ekki alveg jafn lík tvíburasystur fyrir vikið. Enda miklu kraftalegri. Hún segir að sig hafi alltaf langað til að vera ólík systur sinni. Þegar þær voru 16 ára klippti hún af sér allt hárið og rakaði af sér auga- brúnimar til að vera ólík systur sinni. „Ég vildi vera ljót, ég var furðufugl á meðan systir mín var klappstýra og hin mesta pæja," segir Linda Hamilton. Hún segir að Madonna hafi ver- ið sín fyrirmynd þegar hún byrj- aði að lyfta lóðum. „Ég hugsaði með mér að ég vildi fá líkama eins og Madonna," segir Linda. Linda Hamilton gerði garðinn frægan með leik sínum í sjón- varpsþáttunum The Beauty and the Beast, eða Fríða og dýrið, sem Stöð 2 sýndi hér um árið. Hún á 21 mánaða son, sem lék sitt fyrsta hlutverk á hvíta tjaldinu í Tortfm- andanum 2. „Hann leikur son minn í atriði sem tekið er á leik- velli áður en kjamorusprengjan springur," segir Linda. Hún á bamið með leikaranum Bmce Abbott, en þau voru einu sinni gift. Þau voru gift í 5 ár og á því tímabili hjálpaði hann henni að hætta kókaínneyslu. ,Að vera einstæð móðir er nokk- uð erfitt. í fyrstu lifðum við eins og sígaunar. Ég þeyttist með hann með mér um þvera og endi- langa Kalifomíu fyrstu þrjá mán- uðina og við bjuggum á hótelum. En ég held að það sé mikilvægt að hafa hann hjá mér. Ég er móðir hans og verð það áfram,“ segir Linda Hamilton leikkona. Tortímandinn 2, Dómsdagur, er sýnd í Stjörnubíó um þessar mundir. Linda Hamilton og Leslie tví- burasystir hennar. Hún er orbin hiö mesta líkamsræktartröll. Rúm Bills Wyman selt á uppboði: Rúmið á langa sögu Mikill aðdáandi The Rolling Stones keypti rúm, sem Bill Wyman átti, fyrir 25.000 doll- ara á uppboði í vikunni. „Ég kaupi furðulega hluti," sagði ljósmyndarinn Ray Gaffn- ey á Sotheby’s-uppboðinu þar sem seld voru gömul sveitahús- gögn. „Mér líkaði útlitið á rúm- inu og það á svo sannarlega skemmtilega sögu.“ Wyman keypti rúmið af félaga sínum í grúppunni, söngvaran- um góðkunna Mick Jagger. Wy- man ákvað að selja rúmið eftir að slitnaði upp úr hjónabandi hans og unglingafyrirsætunnar Mandy Smith.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.