Tíminn - 24.10.1991, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. október 1991
Tíminn 9
Ann var önnur kona Dereks Humphry. Nú hefur hún líka yfirgeflö
þennan heim að elgin frumkvæði.
sér úti um banvænan skammt af
svefnlyfjum.
Þá var hann fréttaritari með sam-
búð kynþáttanna að sérgrein hjá The
Sunday Times. Samúðin, sem starfs-
félagar hans höfðu með honum
vegna dauða konu hans, sem skildi
hann eftir ásamt þrem sonum, sner-
ist í undrun þegar hann birti grein í
lítt seldu tímariti, þar sem hann
skýrði í smáatriðum frá því þegar
hann hætti sér fyrst út í náðarmorð.
„Síðan komu sjónvarpsþættirnir og
svo bókin,“ segir fyrrverandi starfs-
bróðir. „Á einu andartaki breyttist
hann úr frekar þungbúnum manni í
bókmenntastjörnu."
Hjónin kynntust gegn-
um auglýsingu
Áður en árið var liðið hafði Hump-
hry gifst Ann Wickett, bandarískum
háskólamenntuðum rithöfundi, sem
hann kynntist með því að svara aug-
lýsingu hennar í einkamáladálki
bókmenntatímarits. Þau settust að í
Ameríku þar sem þau urðu því meiri
fjölmiðlastjömur sem „Hemlock
Society" dafnaði, en samtökin hafa
að einkunnarorðum: „Gott líf, góður
dauðdagi". Meðal þeirra fyrstu, sem
gengu í samtökin, og þau fyrstu, sem
ffamfylgdu einkunnarorðunum,
voru aldraðir foreldrar Ann.
1986 óku Humphry-hjónin til Bost-
on, innrituðu sig þar á mótel til að
koma sér upp fjarvistarsönnun, og
aðstoðuðu svo gömlu hjónin við að
mylja 60 svefntöflur saman við
kvöldmatinn, heita eplasósu og ís.
Ann skrifaði metsölubókina „Dou-
ble Exit“, sem hún sagði að væri ná-
kvæm í smáatriðum, en þó upp-
skálduð frásögn af þeirri aðild sem
þau hjónin áttu f dauða foreldra
hennar. Og þegar rifrildið stóð sem
hæst milli þeirra Humphry-hjón-
anna, hótaði hann að fletta ofan af
sannleikanum um þátt þeirra við
lögregluna í Boston, ef hún hætti
ekki ófrægingarherferðinni f sinn
garð. Síðar sagðist hann „skammast
sín“ vegna þessarar hótunar sinnar
og hann hefði aðeins sett hana fram
vegna þrýstings frá henni.
Eftir Iát Ann sagði hann að hún
hefði verið mjög bitur síðustu tvö ár-
in. „Ég hefði viljað hitta hana og tala
við hana. En hún vildi ekkert við mig
tala," segir hann. Hann segir frá því
að alveg frá því þau voru nýgift hafi
þunglyndi hennar á tímabilum sett
sitt mark á hjónabandið og rifrildin
milli þeirra hafi verið heiftúðug. Að
því hafi komið að hann hafi ekki
treyst sér til að búa við þau. Hefði
hún hins vegar verið dauðvona hefði
hann getað þolað það að leiðarlok-
um, eins og hann hefði áður gert.
„Þetta var sá dauðdagi
sem hún kaus •••
Humphry hefur líka trú á því að Ann
hafi íyrir löngu gert sjálfsmorðs-
áætlun sem hún gæti gripið til ef
þörf væri á. „Hún tryggði það að þeg-
ar bréfið hennar fýndist væri hún
komin langt í burtu og enginn vissi
hvar hún væri. Og tíminn væri næg-
ur til að farga sér án truflana. Hún
þekkti óbyggðirnar vel. Það er eitt-
hvert fegursta útsýni í heimi frá
staðnum sem hún valdi sér. Þetta var
sá dauðdagi sem hún kaus og ég
virði hana fyrir að hafa framfylgt
ákvörðun sinni.“
Enn sem komið er hefúr Humphry
ekki tekist að fá nýju metsölubókina
sína útgefna í Bretlandi, vegna laga-
flækja. En bandaríski útgefandinn
hans ætlar að flytja bókina þangað
ólöglega loftleiðis. „Það er rétt eins
og gert var við „Njósnaveiðara", seg-
ir Humphry og hlær við.
Seianti, eins
og hún gætl
hafa litiö út á
banadægri.
Myndin er til
sýnis í British
Museum.
BÓKMENNTIR
„ Sunnan við
hamranna slot “
„Ljóð“ eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur
Út er komin ljóðabók eftir skáldkon-
una Ingibjörgu Þorgeirsdóttur og ber
hún nafnið „Ljóð“. Skiptist bókin í tvo
hluta — „Líf og litir" og „Gamlir
strengir" og hefur einkum skáldskap að
geyma er fylgir góðum og gildum ís-
lenskum bragreglum, en einnig nokk-
ur óbundin ljóð. Ekki kunnum vér deili
á ferli Ingibjargar sem ljóðskálds, en af
bókinni má einhvern veginn ráða að
ljóðin séu ort á löngum tíma eða allt
frá æsku til elliára. Hér er um allviða-
mikla bók að ræða, miðað við ljóða-
bækur á seinni árum, en hún er 168
bls. og mjög vönduð að öllum frágangi.
Ingibjörg slær á strengi er sjaldan
heyrast hrærðir nú, því hún syngur um
íslenska sveit og sveitalíf eins og menn
þekktu það á fyrri tíð. Hér rekast menn
á tregafullar myndir af ættmæðrum
vorum að störfum yfir hlóðum sínum,
og hugurinn er látinn reika hjá tóftar-
broti undir „hamrasloti“:
„Sit ég í hvamminum sunnan við
hamranna slot
við sefgrœnar smábúfur, vallgróið
tóftarbrot.
Gleymd er þess saga og grafin í ald
anna hrönn,
gleði og harmtár og lífsstríðsins
margþætta önn."
Best virðast Ingibjörgu láta nátt-
úrustemmningar ýmsar, því hún býr
yfir næmu skyni á þá galdra sem búa
í landslagi og veðurfari, og hún hef-
ur verulegri orðgnótt yfir að ráða og
smekk til að beita henni og víða fal-
lega, og eyra hefur hún fyrir fögrum
háttum, sbr. ljóðið „Baldursbrá":
,pú velurþér ei laugfan lund
né lystigarða beð,
því œðri rósa inn á fund
þér ei skal rými léð.
ígluggatóft á gömlum bæ,
um grýtt og troðið hlað þig fæ
ég oft og einatt séð. “
Hér er því svipað sem kveði við óm
af Robert Burns og er ekki leiðum að
líkjast. Einnig fer ekki hjá að stöku
sinnum komi lesanda í hug kveð-
skapur Davíðs Stefánssonar, en það
kann allt eins eða a.m.k. meðfram að
vera vegna þess hve fátítt er að fá
ljóðabók í hendur þar sem enn er
haldið tryggð við „stuðlanna þrí-
skiptu grein“. Skáldinu er gjarna
talsvert niðri fyrir í þessum innilegu
ljóðum og er ekki fráleitt að þá verði
orðgnóttin henni heldur til trafala
að settu marki á stundum, og
kannske hefðu sum af ljóðunum átt
að vera styttri. En hér má lengi um
deila eftir því hver á lítur.
í heildina á litið er höfundi sómi að
bók sinni, alúð og vandvirkni lýsa af
hverju ljóðanna og ylur frá hlýju
hjarta. Svo er það sjálf verkkunnátt-
an, sem mörgum þeim gleymist að
tileika sér er smíða hyggjast stigann
upp í efri lög skáldskaparlistarinnar
nú á dögum. AM
„Hinn frjálsi
flökkusveinn “
„Á slitnum skóm“
eftlr Trausta Steinsson.
Guöstelnn —1991
,Á slitnum skóm“ nefnist ferðabók
eftir Trausta Steinsson, en TVausti er
rúmlega fertugur lands- og heims-
hornaflakkari, leiðsögumaður og
kennari, að því er á bókarkápu segir.
Bók sína nefnir hann „Reisubók" og
skírskotar þannig til eldri íslenskra
rita af toga þessarar bókmenntar-
greinar — svo sem reisubóka þeirra
Olafs Egilssonar, Jóns Indíafara og
fleiri. Bókin segir frá för hans á fyrra
ári frá Hollandi um Þýskaland, Aust-
urríki og Sviss, Tékkóslóvakíu, Ung-
verjaland, Rúmeníu, Júgóslavíu,
Grikkland og loks Tyrkland. Nokkuð
undarlegt má það virðast við fyrstu
sýn að fara að gefa út heila bók um
ferðaslóðir er svo margir íslendingar
eru teknir að fara um hin síðustu ár-
in — að Rúmeníu þó helst undanskil-
inni. En veldur hver á heldur. Trausti
ferðast einn síns liðs og hefur gefið
sér góðan tíma í leiðangrinum til að
skoða fólk og umhverfi, er reyndur og
úrræðagóður ferðamaður, sem
bregður ekki við þótt sitthvað „komi
uppá“. Slfkt verður honum aðeins að
nauðsynlegu kryddi í tilveruna, enda
hefði bókarefni orðið öllu rýrara án
þess. Hann er „der freie Wandersvog-
el“, athugull og prýðisvel ritfær, svo
gaman er að samfylgdinni. Vissulega
er fróðlegt að heyra af öllum þeim
sérkennilegu slóðum, er hann hefur
heimsótt, og hinni mislitu hjörð ein-
staklinga, er hann hefúr mætt. En
líklega er langbesti lærdómurinn, er
af bókinni má draga, sá með hvaða
hugarfari og hvernig fólk á að ferðast.
Hægt er að fara á hinar fjarlægustu
slóðir fyrir offjár, en koma þó heim
lítilli reynslu eða fróðleik ríkari.
Því á bók Trausta erindi og margur
ætti að geta lært af honum og fært
sér reynslu hans í nyt, er hann kann
að bera til Svartaskógar, Prag eða
Búdapest, svo ekki sé minnst á hin
fjarlægari lönd. Bókina má þannig
öðrum þræði skoða sem góðan og
„up to date“ leiðarvísi handa ferða-
fólki, en leiðarvísar handa ferða-
mönnum vilja úreldast furðu fljótt að
reynslu undirritaðs. Trausti þefar
uppi með ærinni fyrirhöfn heimili
Kafka í Prag og sæti Hómers, stein
úti á Eyjahafi hvaðan sér yfir sögu-
slóðir Ilionskviðu, og eru þessháttar
leiðbeiningar ekki ónýtar bók-
menntasinnuðum ferðalöngum. Eins
er gott að hafa reynslu hans í huga á
landamærastöðvum nýfrelsaðra og
kolringlaðra fyrrum kommúnista-
ríkja, en þar segir margt af í bókinni.
Inn í Rúmeníu mun þó varla nokkur
maður þora eftir að hafa lesið ,Á
slitnum skóm“, því af frásögnini má
ráða að menn lendi þar í ævintýrum
sem menn á borð við James Bond
þurfi til að bjarga sér í gegn um —
þjófar í herskörum og happ ef mönn-
um ekki verður nauðgað, sama af
hvoru kyninu þeir eru.
Þetta dæmist því að vera heldur
skemrntileg frásögn, þótt við lifum
nú þá tíma er furður gerast færri að
herma frá en t.d. hjá Eiríki ffá Brún-
um, sem fylgdi gaspípunni úr híbýl-
um sínum alla Ieið til gasstöðvarinn-
ar, eða þá er Jón Ólafsson hitti
skrímslið „slanga“ suður á TVankebar.
Þó sætir lýsingin á mannlífi í t.d.
Ungverjalandi og Rúmeníu sínum
tíðindum á undarlegum og óútreikn-
anlegum umbrotatímum. Er vel til
þess að vita að ferðasagan er ekki af-
lögð sem bókmenntagrein. Hvaða
sess bók Trausta mun skipa innan
hennar mun framtíðin leiða í ljós, en
margir góðir hafa skráð ferðasögur á
síðari árum, eins og Trausti getur um
í upptalningu á bókarkápu, og má
bæta í þann lista Kjartani Ólafssyni
og Björgúlfi Ólafssyni.
Ekki skal látið hjá líða að géta þess
að auk þess sem bókin er prýðilega
stfluð er hún vel úr garði gerð og —
sem betur fer — vel prófarkalesin.
AM