Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 31. október 1991
Bókun Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarráði leiðir í Ijós furðulega stöðu mála varðandi veitingareksturinn í Perlunni:
Agreiningur um hver á
hvað í veitingabúnaði
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi kraföist þess í sérstakrí bókun
á borgarráðsfundi í fyrradag, að upplýst yrði hvaða búnað Hitaveit-
an hafi keypt fyrir tæpar sextíu milljónir króna í tengslum við veit-
ingarekstur í Perlunni á Öskjuhlíð. Búnaður hefur veríð keyptur
vegna veitingareksturs í Periunni fyrir um 100 milijónir króna, en
samkvæmt samningi við veitingamanninn átti hann að leggja til
nauðsynlegan búnað fyrir allt að 40 milljón krónur.
Það, sem umfram þá upphæð er,
hefúr komið í hlut Hitaveitunnar að
greiða. Enginn veit hvaða búnaður er
framlag veitingamannsins og hvaða
búnað Hitaveitan hefur keypt, þrátt
fyrir að ákvæði í samningi kveði
greinilega á um að sundurliðun á
þessu hafi átt að liggja fyrir áður en
veitingareksturinn hóf starfsemi
sína.
í bókun Sigrúnar segir m.a. að ekki
hafi verið staðið við ákvæði leigu-
samningsins: „í samningnum er
leigutakanum gert skylt að leggja
fram 40 milljónir til kaupa á búnaði í
eldhús og veitingasali og halda reikn-
ingum vegna þessara þátta aðgreind-
um í bókhaldi. Búnaður, sem leigu-
taki leggur til með þessum hætti,
skal sérstaklega skráður fyrir opnun
staðarins, segir í samningnum. Það
verður ekki lengur við það unað að
nú, næstum hálfu ári eftir að veit-
ingastaðurinn var opnaður, sé ekki
enn vitað hvaða búnað veitingamað-
urinn lagði ffam (fyrir 40 milljónir)
og hvaða búnað Hitaveitan á og er
gert að greiða tæpar 60 milljónir fyr-
ir. Ég geri þá kröfu til lögfræði- og
stjómsýsludeildar borgarinnar að
hún ljúki þessu máli með hraði.
Svona ágreiningsmál eiga ekki að
velkjast í borgarkerfinu mánuðum
saman.“
Tíminn hafði samband við Sigrúnu
og spurði hana til hvers hún væri að
vísa með því að tala um ágreinings-
mál í borgarkerfinu. Hún sagði að á
fundi í veitustjórn sl. föstudag hafi
verið staðfest að ágreiningur er uppi
milli Hitaveitunnar og veitinga-
mannsins um hver ætti hvað og hvað
væri hvors af þeim búnaði sem búið
væri að kaupa. Það eina, sem liggi
fyrir, sé sú krafa veitingamanns að
stærstu einstakir hlutir búnaðarins
yrðu hans eign, en á það hafi ekki
verið fallisL
Sigrún segir það í raun með ein-
dæmum að slík staða geti komið upp
og það bendi eindregið til þess að aJl-
ur búnaðurinn hafi verið keyptur án
nokkurs skipulags og kostnaðarað-
halds. Eftir á hafi síðan veitingamað-
urinn dregið sinn hluta, 40 milljónir,
frá heildarkostnaðinum og sent Hita-
veitunni reikninginn fyrir afgangin-
um, sem reyndust 60 milljónir. Þetta
segir hún ganga gjörsamlega í ber-
högg við ákvæði samningsins og vera
vinnubrögð sem séu gjörsamlega
óviðunandi. - BG
Samstaða um óháð Island gerir athugasemd við kynningarfundi Jóns Baldvins um EES-samninginn:
Skattgreiðendur látnir
borga áróður fyrir EES
Verslunarstjóra og aðstoðar-
verslunarstjóra í ATVR vikið
tímabundið úr starfi:
GRUNUR
UM
ÓREIÐU
Verslunarstjóra áfengisútsölunnar
við Lindargötu í Reykjavík og að-
stoðarverslunarstjóra, sem jafn-
framt er sonur verslunarstjórans,
hefur verið vikið tímabundið frá
störfum vegna gruns um stórfellt
undanskot á áfengi.
í reglubundinni athugun eftirlits-
manna ÁTVR á birgðum útsölunnar
sl. mánudag virtist vanta verulega
upp á birgðir útibúsins, eða sem
svaraði til milljóna króna, jafnvel 20
milljónum króna á útsöluverði.
Útibúið var lokað í fyrradag, meðan
eftirlitsmenn ÁTVR rannsökuðu
málið með aðstoð starfsmanna rík-
isendurskoðunar. Rannsókn þessa
máls hefur nú verið falin Rannsókn-
arlögreglu ríkisins. —sá
Samtökin Samstaða um óháð ís-
land hefur farið þess á leit við Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra, að Samstaða fái á jafnréttis-
grundvelli að taka þátt í fundum
sem utanríkisráðuneytið auglýsir
þessa dagana til kynningar á samn-
ingi um evrópskt efnahagssvæði
(EES). Hafni ráðuneytið þessari
beiðni, fer stjóm Samstöðu fram á
að ráðuneytið styrki samtökin fjár-
hagslega við að kynna viðhorf sín til
EES-samningsins.
Kristín Einarsdóttir, formaður
Samstöðu um óháð ísland, segist
ekki telja eðlilegt að kostnaður við
að koma áróðri formanns Alþýðu-
flokksins, Jóns Baldvins Hannibals-
sonar, á framfæri, sé greiddur úr
sameiginlegum sjóðum lands-
manna, án þess að um leið sé gætt
jafnræðis að þvf er varðar ólík sjón-
armið. Hún bendir á að mikilvægt sé
að efni EES-samningsins sé kynnt
landsmönnum á sem skýrastan og
bestan hátt og varar við einhliða
áróðri í því sambandi. Eðlilegt væri
að stjómvöld standi fyrir hlutlægri
kynningu á svo mikilvægu máli.
Ekki sé hægt að afgreiða sjónarmið
Samstöðu með upphrópunum eins
og fullyrðingum um misskilning,
útúrsnúning, vanþekkingu og rang-
færslur.
í bréfi Samstöðu til utanríkisráð-
herra er bent á að á fundum, sem ut-
anríkisráðherra haldi þessa dagana,
hafi ráðherra aðeins greint frá fyrir-
huguðum samningi af sínum sjón-
arhóli, en gagnrýnum sjónarmiðum
séu engin skil gerð. Þess vegar fer
Samstaða fram á að kynna sjónar-
mið sín með sama hætti og utanrík-
isráðherra gerir á umræddum fúnd-
um, og kostnaður fúlltrúa Sam-
stöðu af fúndunum verði greiddur á
sama hátt og annarra.
Pallist ráðuneytið ekki á þessa
beiðni, telur Samstaða til greina
koma að samtökin haldi sérstaka
fundi til að kynna EES-samninginn
og ráðuneytið greiði kostnað við
fundina.
Kristín sagði að að sjálfsögðu gæti
utanríkisráðherra sagt: „Haldið þið
bara fundi og kynnið ykkar sjónar-
mið.“ Málið sé að Samstaða hafi ekki
sama aðgang í sjóði almennings eins
og utanríkisráðherra og eigi því erf-
itt með að fara um landið og auglýsa
fundi. Kristín benti á að lestur einn-
ar auglýsingar, af þeirri lengd sem
heyrst hefúr í útvarpi undanfama
daga, kosti um 10 þúsund krónur.
Þessi auglýsing hafi verið lesin
mörgum sinnum. Að auki hafi aug-
lýsingar birst í öllum blöðum.
Frá undirritun samnings samstarfsnefndar kaupfélaganna og EJS. F.v. Örn Andrésson sölustjóri EJS,
Bjöm Jóhannsson ráðgjafi, og fulltrúar kaupfélaganna Skúli Jóhannsson og Guðmundur Búason.
Nýtt afgreiðslu-
kerfi í kaupfélög
Samstarfsnefnd samvinnuverslana Kaupfélagið í Borgamesi hefiir um ásamt strikamerkjalesurum. Kassamir
undirritaði nýlega samning við Einar nokkurt skeið prófað ítarlega sams tengjast Victor-tölvukerfi sem sér um
J. Skúlason um kaup tíu kaupfélaga konar afgreiðslukerfi og kaupfélögin úrvinnslu gagna, svo sem uppgjör,
um aHt land á nýju afgreiðslukerfL hafa nú keypL en auk þess hefúr Hag- birgðaskráningu, verðlagningu, við-
Kerfið verður á næstunni sett upp í kaup nýlega tekið í notkun sams konar skiptamanna- og félagaskrár. Fyrirtæk-
tuttugu verslunum og fleiri munu búnað í sínum verslunum. ið Rökver hannaði hugbúnað kerfisins
bætast við síðar. Um er að ræða NCR-afgreiðslukassa í samvinnu við Einar J. Skúlason hf.
Flugleiðir segja upp starfsfólki:
BUA SIG UND-
IR AUKNA
SAMKEPPNI
„Um næstu mánaðamót verður 66
af rúmlega 1.200 starfsmönnum
Flugleiða hér heima sagt upp störf-
um. Þetta skiptist í tvennt: annars
vegar eru það 38 starfsmenn í far-
þegaafgreiöslu í Keflavík. Þeim er
sagt upp með það fyrir augum að
endurskipuleggja starfsemina.
Annað hvort að hún verði boðin út,
eða verði áfram á vegum félagsins,
en þá í öðru formi.
Hvort sem verður ofan á, verður
stór hiuti þessa hóps endurráðinn.
Hinir 28 eru starfsmenn í ýmsum
deildum og þær uppsagnir eru end-
anlegar. Við gerum sem sé ráð fyrir
að starfsmönnum fækki um 2%,“
segir Einar Sigurðsson, deildar-
stjóri upplýsingadeildar Flugleiða.
.Ástæðurnar fyrir þessu eru fyrst
og fremst þær að fyrirtækið hefur
lokið endurnýjun flugflota og verð-
ur að tryggja sér viðunandi hagnað
til að standa við þær skuldbinding-
ar. Þau markmið, sem við settum
okkur á þessu ári, nást ekki. Fyrir-
tækið er að bregðast við því. í öðru
lagi er flugfélagið að laga sig að nýj-
um háttum í flugrekstri í Evrópu.
Við erum að bregðast við sam-
keppni, sem er byrjuð og mun halda
áfram að aukast. Flugleiðir standa
sig vel í henni, við byrjuðum fyrr að
fara ofan í saumana á rekstrinum
heldur en flestir aðrir. Starfsmenn
okkar hafa vitað af því frá því í sum-
ar að félagið yrði að leita leiða til að
spara. Fækkunin fylgir eiginlega al-
mennum sparnaðaraðgerðum í öll-
um deildum fyrirtækisins,“ segir
Einar.
-aá.