Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 31. október 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrffstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Áfangi að EB Vikuritið „The Economist“ gerir samningi EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði nokkur skil í fréttaskýringu og ritstjómargrein í nýjasta hefti sínu. Hér er um að ræða alþjóðlegt tímarit með höfuðað- setri í London. Augljóst er að greinar slíks blaðs eru mótaðar af alþjóðlegri yfirsýn um höfuðþætti þeirra málefna sem um er ritað. Umflöllun blaðsins um EES- samninginn ber þessa merki. Þar er því ekki að finna nána greiningu á því hvernig samningurinn horfír við í smáatriðum frá hverju einstöku ríki sem að honum stendur. Hér er ekki um að ræða úttekt á kostum og göllum, heldur frásögn af efni og eðli samningsins eins og hann liggur fyrir. Hinsvegar metur blaðið hver sú meginástæða var sem skar úr um að EFTA-þjóðimar gengust undir samninginn. Það mat er athyglisvert. Upphafsmálsgrein forystugreinar „The Economist“ er upplýsandi um skoðun blaðsins á ákvörðunarástæðu EFTA-ríkja fyrir stofnun evrópska efnahagssvæðisins. Blaðið heldur því fram að tilboð Evrópubandalagsins (í janúar 1989) um endurskoðun á tengslum EFTA og EB hafi verið hugsað sem tilraun af hálfu EB til þess að „halda aftur af ‘ EFTA-ríkjum að sækja um aðild að Evr- ópubandalaginu. Að áliti „The Economist“ fór þó á annan veg en ráð- herraráð EB ætlaðist til, því að samningaferlið fór út á þá braut að verða skref í átt til útvíkkunar Evrópu- bandalagsins. Ályktun blaðsins er því sú að EFTA- ríkin sjö hafí að lokum gert EES- samninginn með því meg- infororði að þá væri verið að stíga skref til fullrar aðild- ar að Evrópubandalaginu. Blaðið rökstyður þetta álit sitt enn frekar með því að minna á hvernig þessi mál standa í einstökum EFTA- löndum. Sú athugun leiðir í ljós að flest EFTA-ríkin ætla evrópska efnahagssvæðinu stutt tilvemskeið. Aust- urríki hefíir sótt um aðild að EB, Svíþjóð einnig. Finnar undirbúa aðildammsókn, svissneska ríkisstjómin lýsti yfir því við lok samningsviðræðna 22. október sl. að hún undirritaði samninginn eins og hann væri forleikur að fullri EB-aðild. Um afstöðu Norðmanna segir að ráða- mönnum þeirra þyki óárennilegt að standa utan við Evrópubandalagið, en em annars í biðstöðu fram á næsta ár um ákvarðanatöku. Skylt er að geta þess að „The Economist“ getur ís- lands ekki sérstaklega í þessari upptalningu um afstöðu EFTA-ríkjanna til framtíðarþróunar Evrópusamrunans, enda liggur ekki íyrir yfirlýsing íslensku ríkisstjómar- innar um að hún líti á evrópska efnahagssvæðið sem skref til fullrar aðildar að EB. Hitt hefur ekki farið fram- hjá þeim sem fylgist með málflutningi íslenskra ráð- herra, að þeir drepa á dreif umræðu um þá staðreynd að almennt líta EFTA-ríkin á evrópska efnahagssvæðið sem áfanga að fullri aðild að Evrópubandalaginu. ís- lenskir ráðherrar fást ekki til að hugsa það mál til enda. Þótt að sjálfsögðu verði afstaðan til EES-samningsins fyrst og fremst að ráðast af efnisatriðum hans, enda að mörgu að hyggja í því sambandi, bæri það mikilli skammsýni vitni, ef íslenskir stjómmálamenn létust ekki sjá að EFTA er að leysast upp, að EES er bráða- birgðastofnun í flestra augum, að íslendingar standa innan fárra ára frammi fyrir þeirri völ að ganga í Evr- ópubandalagið. Óska íslendingar sér þeirrar stöðu? Þau undur og stórmerki hafa gerst áAkureyri, að Bjami Sigtryggsson, útvarpsssfíóri á staðnum, var....... urs starfsfólks við útvarpið. Br þá sósíálisminn hfá útvarpinu farinn að færnt upp í befddnn, þegar yfir- menn innan þess hafa ekki virrnu- frið fyrir starfsfóUdnu. £n það hef- Þeír virðast vita þar á bæ til hvers fiokksskírteini eru notuð, m.a. f Háskólanum og útvarpinu. Boðskort handa varpinu, að yfirmönnum þar hefúr verið stíómað af starfsfólld. tíafi þeir æmt er óðara hlaupið saman f mótmælahóp. Skiplir þá engu hvað mótmælin eru fáránieg og lítíð viö- komandi stofnuninnl. Samhlæstr- inum verður að hlýöa. Ötvaips- stjórar hafa aliir verið af þeirri gráðu, nema heist Jónas Þorbeigs- son, að þeir hafa tefdð þann kostinn að beygja af fyrir frekjuliðinu. Enda er nú svo komið að sendisvehminn f fyrírtækinu ræður meira en út- varpsstjóri, einkum ef hann er móðgaður. Aftur á mðti sitja ein- staka yfirmenn útvarpsins áreitni- laust í sínum stöðum ef þeir hafa réttan pólitískan Íit, eða þegja við öilura sósíalisraanum. Dagskrár- stjórnin er þannig um þessar mundir, að mestur tími fer í að efla kynni við afætumar f samfélaginu, enda rikir mikili friður um dag- skrána. Þar er maður með fiokks- skfrteíni í öðru hverju sæti. Þetta skráteini hefúr verið öruggur passi í marga áratugi. Þaðerþóekid sama flokksskírteini og þjóðvijjinn var að skrifa um f gær, þegar blaðið var að minnast á Hannes Hóímstein Giss- urarson og sagðf: „Hann fékk lekt- orsstöðu í Háskólanum út á flokks- skfrteini í Sjáifstæðisflokknum.“ Nú Sigtryggsson sé sérstakiega pólit- fskur maður, eða það hafl verið kona með flokksskírteini, sem varö þess valdandi að hann var sviptur störium vegna sambiásturs starfs- fórin á allri aðferðinni. Og þá kom í þ'ós aö útvarpsstjóri var ekki maöur til að hreinsa út úr útíhúinu á Ak- ureyri og ráða nýtt fóflt. Það hefði verið gert bvarvetna annars staðar en bér. Aðgerðimar á Akureyri eru aðir á útvarpinu um að stíga nú feti framar og losna við afla yfirmenn sem ekki hafa skúteini. Með því móti hefði úlvarpið enga afsökun lengur tíl að starfa sem vemduð ríkisstofnun. Þá væri hægt að gera það að hiutafélagi á s tundinni, nema sjálfstæðismenn séu svo haflir undir núverandi félagslegt al- raeði, að þeir megi ekki af því Kemur þá í hugann hinn veiideiki forystumanna Sjálfstæðis- flokksins, sem mótaður var meö orðum og gerðum af einum úr því liði einmitt norður á AkureyrL Kunningi hans kom tlmbraður tíl staks bindindismanns uppi á Brekku og hafði við orð að hann væri undariegur hann Jón. Þegar hann yrði vel fuflur þá gréti hann yfir því að vera ekki kommúnisti. Mörg önnur dæmi mætti nefna, sem sýna hvað ölium finnst sjálf- sagt að útvarpið skuli vera í hönd- um sósíalista. En nýjasta og skýr- asta dæmið er brottrikning Bjama Sigtryggssonar firá útvarpinu á Ak- ureyri, þegar hann ætlaði að leyfa sér að vinna það veric sem hann var ráöinn tfl: að stjóraa útvarpinu á Akureyri. Þá kom bara starfsiiðið og sagði samkvæmt vinnureglunni » aðalstöðvunum: Þú hefur efckert leyfi tii að skipta þéraf þessu fyrir- tækL Það hefur lengi verið vitað að og raunar var undirstrikað með að- gerðinni á Akureyri. Frekjan í því máli er svo opinská, að notendur hver orsökin var til samblásturs starfsfólksins. Eins og venjuiega hefur það verið einrátt um túlkun á sinni hflð máisins. Bjama Sig- tryggssyni er afhir á mótí sagt að þegja, samanber DV í gær. Nú ættí útvarpssfjóri að sjá sóma sitm í því að senda fjölmiðlum skýrslu um málið, svo aflhr geti fengið að sjá rökinfyrir þvf að starfsfófldð er Kt- ið ráða og sett oíar yfirxnönnum sínum. Ötvarpsstjóri gæti fengið dagskrárstjóra tii að hjálpa sér við textann, en sameiginiega ættu þeir að geta gert grein fyrir því hvemig fóflctð fer að því að stjóma. Við svona aðstæður er kannski ekki að undra þótt starfsfóÐdð teldi sér heimilt að loka stofnuninni f þrjá daga hér um árið. Þá var ekkert lal- að um það óskapiega öryggi, sem á að felast f rekstri þessarar einú stöðvar. Garri !■ VÍTT OG BREITT 1181 mmmmmmmm h mmmnm Bagaleg formleysa Að land sé byggt með lögum er forsenda þess að fólk geti myndað þjóðfélagsheild. Lögin kveða á um réttindi og skyldur einstaklinga og samfélags og eiga að vera til þess fallin að árekstrar verði sem minnstir og auðvelda samskipti manna og stofnana þeirra. En til að fara að lögum verða einstak- lingarnir að vita hver þau eru í stórum dráttum, rétt eins og að kristinn maður þarf að kunna boðorðin til þess að trú og líferni fari saman. En á öllu þessu vill verða mikill misbrestur. Ekki liggur alltaf í augum uppi hver eru lög í landi og reyna slyngir lögfræðingar iðulega mjög á þanþol þeirra. Dómstólar skera úr um hver lögin eru. Lög eru samin, samþykkt og birt í Stjórnartíðindum og stundum eru lög byggð á dómum sem birt eru í úrskurðum og dómabókum. Fæst af þessu er almenningi að- gengilegt og er þeim mun baga- legra að enginn aðili kynnir lög og reglur samfélagsins á þann hátt að flestum þeim, sem hlíta eiga lögunum, séu þau skiljanleg. Réttindi og skyldur einstakling- ana og stofnana þjóðfélagsins eru mörgum lokuð bók og samskiptin eftir því. í villu og svima Svala Thorlacius hæstaréttar- lögmaður skrifar tvær frábærar greinar í Morgunblaðiö, sem birt- ust í fyrradag og í gær. Er það vonum seinna að lögmaður stingi niður penna og leiðbeini fólki um refilstigu lagaparagraffanna um málefni sem skiptir hvert einasta mannsbarn miklu máli, en fólk veður í villu og svima um. Fyrri grein Svölu er undir fyrir- sögninni Ranghugmyndir um óvígða sambúð og hin síðari Ranghugmyndir um skráningu eigna, skilnað og arf. Svala starfrækir eigin lögmanns- stofu og hefur mikla reynslu af málarekstri varðandi einkamál og réttarstöðu fjölskyldu og einstak- linga innan hennar. í skrifum hennar kemur fram að fólk gengur með kolrangar hug- myndir um stöðu sína í fjölskyldu og samfélagi, eins og fram kemur í fyrirsögnum greina hennar. Milli 20 og 30 þúsund manns búa í óvígðri sambúð, og er bersýni- legt að langstærstur hluti þess stóra hóps heldur að það hafi sömu réttarstöðu og hjón í vígðri eða löglegri sambúð. Þegar á reynir kemur í ljós að ranghugmyndirnar eru skaðlegar, þar sem réttarstaða og eignaskipt- ing er allt önnur en viðkomandi héldu að væri. Eignaskráning og skipti við skilnað eða hvað varðar arf eða líf- eyri er einnig á allt annan veg far- ið en fólk heldur yfirleitt, og á skafankana rekur það sig ekki fyrr en um seinan. Svala bendir m.a. á að sáralítill hluti fasteigna er þinglýstur á nafn kvenna, og halda flestir að það skipti ekki máli á hvort hjóna eign er skráð, og enn vandast mál- in þegar um óvígða sambúð er að ræða. Þörf fræði Hér er hvorki ástæða til né tök á að endurtaka meginatriði úr greinum Svölu, en bent á að þær eru þörf lesning öllu fjölskyídu- fólki og ekki síður þeim sem ætla að stofna til hjúskapar eða sam- búðar. Þetta ágæta framtak hæstarétt- arlögmannsins ætti að leiða til þess að meiri áhersla verði lögð á að kynna almenningi lög og regl- ur um jafnmikilvægt atriði og lagarammann um fjölskylduna, sem sýnist fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra lands- manna. Það er ekki einleikið hve fáviskan á þessum sviðum er mik- il. Lög um fjölskyldumálefni eru miðuð við hjúskap og hjóna- bandsbörn, Skipting eigna, rétt- indi til lífeyris og arfshluti sömu- leiðis, og svo búa tugir þúsunda í blessunarlausri sambúð og halda í fávisku sinni að einu gildi hvernig til hennar er stofnað. Lög eru til að auðvelda samskipti samfélagsþegnanna og koma reglu á lífsform þeirra. En til að lögin nái tilgangi sínum þurfa þegnarnir að þekkja þau og þar með eigin skyldur og réttindi. Svala nefnir í greinum sínum nokkur dæmi um þann fáránleika sem fólk getur allt í einu verið umvafið vegna bagalegra rang- hugmynda um eigin stöðu í fjöl- skyldu og samfélagi. Þekkingar- leysið er kannski ekki verst, frem- ur misskilningur og mistúlkun á lagabókstöfum, sem hvergi er neinn fótur fyrir. Enginn ætti að hefia sambúð, hvorki vígða né formlausa, án þess að kynna sér áður einföld- ustu lagagreinar um fjölskylduna og lagarammann um hana. Formleysa í samskiptum ein- staklinga og samfélags leiðir að- eins til vandræða og upplausnar. Hið ágæta framtak Svölu Thor- lacius mætti gjarnan verða fleir- um til eftirbreytni, að auka skiln- ing á réttindum og skyldum. Það gerir þjóðfélagið árekstra- minna og þægilegra að Iifa í. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.