Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. október 1991 Tíminn 3 Byggingarsjóður verkamanna áformar að veita 500-600 lán á næsta ári. Formaður Hlífar segir þörf fyrir 2000 ný lán: Auka þarf framboð á félagslegu húsnæði „Það virðast allir stjómmálaflokkar vera sammála um það að lægst launaða fólkið eigi ekki að hafa þak yfir höfuðið," segir Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarflrði, um ástandið í húsnæðismálum láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu. Sigurður sagði það ekki vera of- mælt að það ríki neyðarástand í þessum málum. Nú bíða um 2000 manns eftir láni frá Byggingarsjóði verkamanna. Horfur eru á að í ár veiti sjóðurinn lán til kaupa á um 600 íbúðum. í fjárlagafrumvarpinu er miðað við að veitt verði 500-600 lán á næsta ári. „Það er skömm að þessu,“ sagði Sigurður. Hann nefridi sem dæmi um ástandið að nú býr ein húsnæð- islaus fjölskylda í Hafnarfirði í sum- arhúsi sem Hlíf á. Sigurður sagði að það kosti 35-45 þúsund krónur á mánuði að leigja þriggja herbergja íbúð á höfuðborg- arsvæðinu. „Hvemig er hægt að ætl- ast til að fjölskylda, sem er með tekj- ur innan við 100 þúsund krónur á mánuði, geti borgað slíka leigu?" spurði Sigurður. „Það verður að gera átak í þessum málum. Það átak verður að vera upp á 2000 íbúðir. Það átak á ekki að vera í þeirri hroðalegu skömmtunar- mynd sem er á þessu í dag. Það á að vera framhjá kerfinu. Síðan á að út- hluta íbúðum í félagslega kerfinu jafnóðum og þörf er á.“ í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að Byggingarsjóður verka- manna veiti 500-600 ný lán á næsta ári. Jafnffamt er tekið fram að þetta fari nokkuð eftir því hvort tekst að styrkja fjárhagsstöðu sjóðsins. Sigurður T. Sigurðsson, for- maður verkamnannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Framlag ríkissjóðs á næsta ári í Byggingarsjóðinn verður sam- kvæmt frumvarpinu 1.075 milljónir. Gert er ráð fyrir að vextir á lánum hækki og meðallán á íbúð lækki um 12-18%. Eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram, hafa komið fram nýjar upplýs- ingar um að fjárhagsstaða Bygging- arsjóðsins sé mun verri en áður var talið. Svokölluð fortíðarvandanefnd telur að ef sjóðurinn verði gerður upp í dag vanti 8,4 milljarða til að endar nái saman. Þá hefur verið tek- ið tillit til 7,4 milljarða króna eigin- fjár sjóðsins. Ástæðan fyrir þessari slæmu stöðu er að sjóðurinn lánar út á 1% vöxtum, en tekur sjálfur lán hjá lífeyrissjóðunum sem bera 6,5- 7% vexti. Framlag ríkisins til sjóðs- ins í gegnum árin hefúr ekki nægt til að vega upp þennan vaxtamun. Ráðinn til Sinfóníunnar í Barcelona Einar Sigurðsson kontrabassaleik- ari hefur verið ráðinn til Sinfóníu- hfjómsveitar Barcelona, sem er ein helsta og þekktasta hljómsveit Spánar. Einar lauk námi í Vínarborg nú í sumar, eftir 5 ára framhaldsnám við Konservatorium der Stadt Wien, en aðalkennari hans þar var prófessor A. Ackerman. Jaftiframt náminu við tónlistarháskólann lagði Einar stund á nám í hljóðupptöku á náms- árum sínum í Vínarborg. Einar er fæddur 1963. Hann er sonur hjón- anna Ingu Ámadóttur og Sigurðar Markússonar. Kona Einars er Elfa L. Gísladóttir tónlistarkennari. Jón og Bjarni á fundi um EES Haldinn verður opinn hádegisverðar- fúndur um EES-samningana á Hótel Lind í Reykjavík, kl. 12:00 á morgun, fostudag. Frummælandi á fundinum verður Jón Baldvin Hannibalsson, en hann mun jafnframt svara fyrirspumum. Þá mun á fundinn mæta Bjami Einars- son, stjómarmaður í Samstöðu, sam- tökum um óháð ísland. Það eru fram- sóknarfélögin í Reykjavík ásamt SUF, sem standa fyrir þessum fundi, og er hann öllum opinn. Margnota bleiur á markað hérlendis Notið og endið, ekki notið og hendið er kjörorð nýrrar umboðsversi- unar með margnota bleiur, sem nýverið hóf göngu sína á Dalvík. Um er að ræða margnota bómullarbleiur sem eru eins í laginu og einnota bréfbleiur. Kjami bleiunnar er úr rayon sem eykur uppsog, og yfir nóttina er sett aukainnlegg sem eykur uppsogið enn frekar. Utan um bleiuna em nælonbuxur sem em umhverfis- vænni en plastið í bréfbleiunum. Engin gerviefni em í bleiunum og bómullin skaðar ekki viðkvæma húð bamsins. Bleiurnar em fáanlegar í þremur stærðum, 3-8 kg, 7-14 kg og 12-21 kg. í fréttatilkynningu frá umboðs- versluninni Margnota bleiur segir Stefna Eimskips í umhverfismálum Eimskip hefur gefið út upplýsinga- rit með stefnu félagsins í umhverf- ismálum, leiðbeiningar til starfs- manna og viðskiptavina. „í starfsemi Eimskips hefur þess verið gætt, að rekstur félagsins skaði ekki umhverfi þess,“ segir í fréttatil- kynningu frá Eimskipafélaginu. Stefnan byggir á þeim reglum og viðhorfum, sem almennt em að ryðja sér til rúms víða um heim. -aá. ennfremur að bleiumar séu fram- leiddar af fyrirtækinu European Ba- by Basics Industries Inc., en fyrir- tækið er þekkt fyrir að vera um- hverfisvænt og selja vömr í háum gæðaflokki og hefur hlotið verðlaun rir störf sín í þágu umhverfismála. fréttatilkynningunni segir enn- fremur að sjúkrahús vestanhafs hafi nú lagt einnota bleiur á hilluna og tekið í notkun umhverfisvænar bómullarbleiur, almenningi til for- dæmis. Staðreyndin er að það tekur allt að 500 ár að eyða bréfbleiu og em þær því ógnun gagnvart um- hverfinu. Með notkun á einnota bleium safnast upp 1,5 tonn af msli fyrir hvert barn, miðað við bleiu- notkun í tvö og hálft ár. Auk þess er kostnaður í krónum talinn mun minni. Til samanburðar má geta þess að meðalverð þriggja tegunda af bréfbleium gefur ársútgjöld uppá um 49.300 krónur, en er kr. 17.350 ef notast er við 20 margnota bleiur, og er þá allt talið með: buxur, inn- legg, þvottaefni og rafmagn. Kostn- aður, miðað við 12 margnota bleiur og tilheyrandi, er hins vegar 12.350 krónur. hiá-akureyri. Viö opnun nýrrar umboösskrifstofu Sjóvár-Almennra f Þorlákshöfn. Sjóvá-Almennar í Þorlákshöfn Opnuð hefur verið umboðsskrifstofa Sjóvár-Almennra Guðmundur er nú einnig umboðsmaður fyrir FÍB, við Unubakka 3 í Þorlákshöfn. Umboðsmaður Sjóvár- Ferðamiðstöðina Veröld, auk þess að selja Happómiða í Almennra er Guðmundur Sigurðsson. umboði Happdrættis Háskóla íslands. -js Við gefum orðinu „einkatölva" nýja merkingu! Með Macintosh PowerBook verður enn auðveldara að vinna frábær störf, því þær má taka með sér hvert sem er. Þær vega aðeins 2,3 til 3,1 kg og rafhlaðan endist í allt að 4 klst. PowerBook-tölvurnar geta notað öll Macintosh- forritin, eru tengjanlegar við aðrar tölvur, hafa möguleika á faxmótaldi og fást með allt að 40 Mb innb. harðdiski. Síðustu forvöð á þessu ári að panta Macintosh- tölvubúnað samkvæmt Ríkissamningnum eai Apple-umboðið Skipholti 21, sími (91) 624 800 6. nóvember L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.