Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 31. október 1991
Tíminn
Körfuknattleikur — Japísdeild:
SNÆFELL STAL SIGRINUM
Lofcamínútumar í leik Snæfells og
Grindvíkinga í Japísdeildinni í
körfuknattleik í Stykkishólmi í
gærkvöld voru æsispennandi.
Grindvíkingar voru yfir nær allan
síðari hálfleik 84-89 þegar 1 mín.
Körfuknattleikur:
var eftir, og 86-89 þegar 18 sek. voru
eftir. Þá stal Karl Guðlaugsson bolt-
anum, brunaði fram og jafnaði með
3ja stiga körfu. Þar að auki var brot-
ið á Karli eftir skotið og hann skor-
aði úr báðum bónusvítunum og
kom Snæfelli yfir 91-90. Grindvík-
ingar minnkuðu muninn úr víta-
skoti 91-90, en Bárður Eyþórsson
átti síðasta orðið með tveimur víta-
skotum 93-90.
Bárður var stigahæstur með 27
stig, Tim Harvey var með 26 og Karl
með 15. Fyrir gestina gerðu Dan
Krebbs 33 stig og Guðmundur
Bragason 22. BL
Mjög
sterkt
pressulið!
Á laugardaginn gangast Samtök
íþróttafréttamanna og KKÍ fyrir
pressuleik í körfuknattleik. Leikur-
inn verður í íþróttahúsinu í Kapla-
krika í Hafnarfirði kl. 14.00.
Þar sem ljóst er að margir af sterk-
ustu körfuknattleiksmönnum
landsins gáfu ekki kost á sér þegar
landsliðið var valið, er íþróttafrétta-
mönnum vandi á höndum að velja
12 leikmenn í pressulið, því einnig
er úr að velja á öðrum tug erlendra
leikmanna sem hér leika.
Auk pressuleiksins verður á dag-
skrá troðkeppni og þriggja stiga
keppni. Sannkölluð veisla fyrir
áhugamenn um körfuknattleik.
BL
Bárður Eyþórsson var stigahæstur hjá Snæfelli í sigrinum á Grind-
VÍkingum í gærkvöld. Timamynd Pjetur
Aðalritarar UEFA og belgíska knattspyrnusambandsins og lögreglufor-
ingi í Brussel dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir vanrækslu í starfi,
sem leiddi til dauða 39 manna á Heysel-leikvanginum árið 1985:
HVER ER ABYRGUR?"
Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Þorsteinn Björnsson
Þemunesi viö Reyöarfjörð
verður jarösunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju laugardaginn 2. nóvember
kl. 14.00. Jarðsett verður á Kolfreyjustað.
Böm, tengdaböm, barnabörn og barnabamaböm
Fiskverkunarhús
Fiskveiöasjóður Islands auglýsir til sölu fiskverkun-
arhús að Bakkagötu 11, Kópaskeri. Um er að ræða
433 ferm stálgrindarhús á steyptum undirstöðum og
selst húsið með þeim tækjum og búnaði sem í því er.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiða-
sjóðs íslands, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Frestur til að skila tilboðum á skrifstofu sjóðsins renn-
ur út kl. 16:00 þann 15. nóvember n.k.
Áskilinn er réttur til aó taka hvaða tilboði sem er eöa
hafna öllum.
FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS
Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
Sími 91-679100.
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavlkur, óskar eft-
ir tilboðum I að leggja Suðuræð - Áfanga A2.
Verkið felst I að leggja 2,8 km langa einangraða plpu I plastkápu frá Ell-
iðaám meðfram Suðurfelli og Breiðholtsbraut að Reykjanesbraut. Plpan
er að hluta 08OO mm vlð og 0700 mm að hluta.
Verkinu skal lokið 15. október 1992.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofú voni, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk,
gegn kr. 20.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 13. nóvember 1990 kl.
11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
— mikil reiði innan UEFA með dómana, reynt verður að fá þeim
hnekkt — Einnig er til athugunar að setja bann á UEFA-leiki í Belgíu
Eitt hörmulegasta slys íþróttasög-
unnar átti sér stað á Heysel-leik-
vanginum í Brussel í Belgíu 29. maí
árið 1985, er 39 manns létu lífið í
óeirðum á leik Liverpool frá Eng-
Iandi og Juventus frá Ítalíu í Evr-
ópukeppni meistaraliða. Allar götur
síðan hefur verið leitað að sökudólg-
um og loks nú, sex árum síðar, er
málaferlum lokið. En ekld eru aliir á
eitt sáttir með dómsniðurstöður.
Áhangendum Liverpool var kennt
um að uppúr sauð á leikvanginum.
Fjórtán þeirra voru dæmdir fyrir
manndráp, en í áfrýjunarrétti var
einn þeirra sýknaður en dómar yfir
hinum þrettán voru þyngdir.
Einnig var skipuleggjendum leiks-
ins kennt um og var Hans Bangerter,
fyrrum aðalritari UEFA (Knatt-
spyrnusambands Evrópu), dreginn
fýrir rétt árið 1989. Ári síðar, fyrir
áfrýjunarrétti, var fyrri dómi hnekkt
og Bangerter fundinn sekur um
manndráp af gáleysi vegna mikillar
vanrækslu í starfi, þ.e.a.s. að hann
Áhangandi Liverpool fær að
kenna á þvf hjá einum Juvent-
us-manni. Það voru Liverpool-
stuðningsmenn sem áttu upp-
tökin að óeirðunum, sem kost-
uðu 39 manns lífið.
skyldi velja úr sér genginn Heysel-
leikvanginn sem leikstað. Hann var
dæmdur f þriggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi, en aðalritari belg-
íska knattspymusambandsins, Albert
Roosens, og belgískur lögreglufor-
ingi fengu báðir sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi. Þann 16. þessa mán-
aðar staðfesti hæstiréttur Belgíu
þessa dóma.
UEFA gaf frá sér yfirlýsingu eftir að
dómamir voru staðfestir, þar sem
sambandið sagði dómana fádæma
ósanngjama og byggða á óásættan-
legum forsendum. Einnig sagði í yf-
irlýsingu UEFA að dómamir hefðu
mikið fordæmisgildi og settu skipu-
lagningu íþróttahreyfingarinnar í
kreppu, ekki einungis í Belgíu heldur
um víða veröld. Forráðamenn UEFA
hyggjast reyna hvað þeir geta til þess
að fá dómunum hnekkt.
„Það er tilgangslaust að halda þessu
til streitu meðan Belgar Iáta svona.
Það verður eitthvað að gera, við get-
um ekki haldið svona áfram og tekið
þá áhættu að einn af okkur verði
gerður ábyrgur, komi eitthvað fyrir.
Það verður rætt um það af fullri al-
vöm innan UEFA, að banna belgísk-
um liðum að taka þátt í leikjum á
vegum sambandsins, jafnt félagslið-
um sem landsliðinu," sagði Lennard
Johansson, forseti UEFA, í samtali
við belgískt dagblað.
í næstu viku eiga bæði Anderlecht
og Club Brugge að leika á heimavelli
í Evrópukeppni og belgíska landslið-
ið á að leika á heimavelli gegn Þjóð-
verjum í næsta mánuði. Þessir leikir
munu vafalaust fara fram, en lög-
gæsla verður strangari en vanalega.
Þá eru dómamir taldir hafa slæm
áhrif á sameiginlega umsókn Belga
og Hollendinga um að halda úrslita-
keppni Evrópumóts landsliða árið
1996.
Forráðamenn belgíska knattspymu-
sambandsins hafe ekkert viljað tjá sig
um þetta mál. Reuter-BL
Snóker:
mm ■ n w m
bin Kuia
að auki
Mandy Fisher ætlar ekki að láta
óléttu koma í veg fyrir að hún
haldi áfram á íþróttabrautinni,
jafnvel þótt það þýði að hún taki
þátt í keppnl daginn áður en hún
á að veröa léttari.
Mandy, sem er bresk, ætlar að
taka þátt í heimsmeistarakeppni
kvenna í snóker sem fram fer 6.-
10 nóvember nk., þótt hún eigi
von á sér 7. nóvember.
„Ég ætla að leika, svo framar-
iega sem mér er það unnt Svo
framarlega sem hnðimar em
ektó byrjaðar, ætla ég að keppa,"
sagði Fisher á þriðjudag. JEg er
vitaskuld mikil um mig, sem
stendur, og það hefur verið erfitt
að stunda æfingar. Heimsmcist-
arakeppnin er hápunkturinn I
íþróttlnni og ég vil fá að vera
með,“ segir Fisher.
Það má þvf segja með sanni að
ein aukakúla verði við borðið
þegar Fisher ieikur, en spum-
Ingin sem stendur eftir en Hvað
gerir Fisher þegar hvíta kúlan er
úti á miðju borói? Þegar snóker-
spilarar þurfa að halla sér fram á
borðið, verður Fisher þá að nota
„maskínuna" eða verður hún
Utín síga niður úr lofiinuV BL
Oska eftir að kaupa
heyhleðsluvagn eða
fjölhnífavagn
ekki eldri en árg. ‘83, stærð 24 til 28 rúmmetrar.
Upplýsingar í síma 93-56671, eftir kl. 20.
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNIDÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
||ap«"
Landsbyeeðar-
ÞJÓNUSTA
fyrirfólk, stofnanir og
fyrirtæki á landsbyggðinnL
Pöntum varahluti og vörur.
Samningsgerð, tilboð í
flutninga.
Lögfræðiþjónusta, kaup og
sala bifreiða og húsnæðis.
Okkur er ekkert áviðkomandi,
sem getur létt fólki störfin.
LANDSBYGGÐ HF
Ármúla 5 -108 Reykjavík
Símar 91-677585 & 91-677586
Box 8285
Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík
STÖÐVUM BÍLINN
ef við þurfum að
tala í farsímann!
|\^ U3rtw"