Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur31. október 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Orsök launamunar kynj- anna leitað Ráðstefna Framkvæmdanefndar um launamál kvenna var haldin iaugardaginn 19. október síðastliðinn. Þar var fjallað um launa- mun kynjanna, leitað orsaka, bent á nýjar leiðir í baráttunni og greint frá nýrri könnun kjararannsóknamefndar um launamun innan ASÍ. Hlutverk nefndarinnar er fyrst og fremst að kynna sér Iaunalega stöðu konunnar og hafa uppi fræðslu um allt er varðar laun og launakjör kvenna og hvernig að þeim er staðið. Hildur Jónsdóttir, verkefnisstjóri Norræna jafnlaunaverefnisins og einn af frummælendum á ráð- stefnunni, bendir á að norræna jafnlaunaverkelnið snúist einmitt um að fmna leiðir til að draga úr launamun kynjanna. Verkefnið er stærsta jafnréttisverefni sem nú er unnið undir merkjum norrænnar samvinnu. í erindi Hildar kemur fram að konur á íslandi hafa staðið í launa- baráttu frá því snemma á þessari öld. Konurnar, sem báru kolapok- ana á bakinu hérna niður við höfn og bogruðu yfir sólþurrkuðum saltfiski, fengu á árinu 1913 15 aura á tímann og karlamir í sömu störfum fengu 30 aura. Launa- munur kynjanna á þessum árum er forvitnilegur, vegna þess að bilið milli íslensku kvenþjóðarinnar í heild og íslenskra karla er enn í dag nákvæmlega það sama og þá. í dag hafa íslenskar konur í heild að- eins eina krónu í tekjur fyrir hverj- ar tvær sem karlar hafa. Hildur tekur fram að krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu var sett fram á íslandi í fyrsta skipti ár- ið 1930. Það em 61 ár síðan. Jafn- launalögin sem sett voru 1973, jafnréttislögin sem leystu þau af hólmi 1976 og öll nýrri jafnréttis- lög eiga að tryggja íslenskum kon- um fullt launajafnrétti á við karla, ekki aðeins íyrir sömu störf heldur einnig fyrir jafnverðmæt störf, og þau eiga að vera okkar lagalega vemd gegn hvers konar kyn- bundnu misrétti á vinnumarkað- inum. Þrátt fyrir það er launamun- urinn 40-60%, þ.e. konur hafa 40- 60% af því sem sambærilegir karl- arfá. Hildur segir að það sé ekkert ein- falt mál að skilgreina launamun- inn og greina hann niður. Um all- an hinn vestræna heim er deilt um aðferðimar til þess. Deilan snýst að miklu leyti um hversu víðtækur samanburðurinn milli kynjanna á að vera, það er hvað skilgreinum við sem kynbundið misrétti. Hild- ur telur að þröng skilgreining á launamisrétti sé sú sama og hefur verið ráðandi hér á landi. Launa- misrétti er sá launamunur sem mælist milli fólks af gagnstæðu kyni í sömu eða mjög líkum störf- um hjá sama atvinnurekanda, þeg- ar frá er dregin mismunandi menntun, vinnutími, mismunandi starfsaldur og fleiri slíkir þættir. Vandinn við þessa skilgreiningu er að sá munur, sem er milli hreinna karlastarfa og hreinna kvenna- starfa, er ekki tekinn með. Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur BSRB, flutti einnig er- indi á ráðstefnunni, um kenningar í hagfræði sem uppi eru um orsak- ir launamismunarins, en þær eru margar. Til grundvallar ráðandi kenning- um innan hagfræðinnar liggur sú hugmynd að á fullkomnum mark- aði náist jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á vöru. Á full- komnum vinnumarkaði er jafn- vægi milli framboðs og eftirspurn- ar eftir vinnuafli, og þar eru ein- staklingum greidd laun í samræmi við framleiðni þeirra, en fram- leiðni er háð eiginleikum manna og mannauði þeirra. Rannveig nefnir í fyrsta lagi mannauðskenninguna, en út- gangspunktur kenningarinnar er að einstaklingar með sömu fram- A ráðstefnu um launamál kvenna kom fram, að meðalvinnutími íslenskra kvenna utan heimilis er sá lengsti sem þekkist í heiminum leiðni fái greidd sömu laun sé vinnumarkaðurinn fullkominn. Fjárfestingar einstaklinganna í mannauði leiða til hærri fram- leiðni þeirra og skila sér til þeirra í formi hærri launa. Fjárfestingar í mannauði eru ekki aðeins fjárfest- ingar í skóla- og starfsmenntun, heldur og sú þekking sem einstak- lingurinn öðlast í og utan vinnu. Til eru þeir sem aðhyllast mann- auðskenninguna, en telja jafn- framt að konur með sömu eigin- leika og fjárfestingu í mannauði og karlar, fái ekki greidd sömu laun og þeir. Þá er talið að sama fjárfest- ing í mannauði skili sér í mismun- andi framleiðni hjá konum og körlum, vegna þess að: a) Konur fara aftur inn á heimilið þegar þær giftast og eignast böm, og þar af leiðandi fá þær ekki þá starfsþjálfun sem skyldi. b) Konur eru ekki eins framleiðn- ar og karlar á vinnustað, þar sem þær þurfa að skipta sér milli heim- ilis og vinnustaðar. Rannveig bendir á að sér hafi þótt einkennilegt að aldrei hafi verið rætt um það hér á landi, a.m.k. ekki af hálfu vinnuveitenda, hvort ekki væri hægt að bæta framleiðni foreldra með því að bæta bama- gæslu hér. í öðm lagi nefnir Rannveig hóp- un. Samkvæmt þeirri kenningu hafa konur ekki lægri laun vegna þess að þær séu konur, heldur vegna þess að konur hópast á fá störf eða starfsgreinar. Þannig að í dæmigerðum kvennastörfum er offramboð á konum. Þegar um of- framboð á einhverri vöm á mark- aðinum er að ræða, þá er eina leið- in til að losna við þá vöm sú að lækka verð vömnnar. Ef skoðaður er íslenskur vinnumarkaður þá sést að konur hópast f ákveðin störf, um 80% kvenna em í þjón- ustustörfum. í þriðja lagi nefnir Rannveig ófullkomna samkeppni. Áhang- endur þessarar kenningar álíta að lægri laun kvenna stafi af einokun- arvaldi þess sem kaupir vinnu þeirra. Á vinnumarkaðinum sé einn stór atvinnurekandi og hann er í einokunaraðstöðu gagnvart konum, þar sem giftar konur em ekki eins landfræðilega hreyfan- legar og karlar. Hér má t.d. nefna stóran hóp kvenna sem starfar við heilsugæslu í Reykjavík. Þessar konur vinna flestar fyrir tvo at- vinnurekendur, ríki eða Reykjavík- urborg. Úti í sjávarplássunum er heldur ekki um marga atvinnurek- endur að ræða og erfitt fyrir giftar konur að fara annað til þess að leita sér að vinnu. í íjórða lagi nefnir Rannveig dá- lætiskenninguna. Samkvæmt þessari kenningu getur verið um að ræða launamismun milli karla og kvenna vegna smekks einhvers aðila vinnumarkaðarins fyrir öðm hvom kyninu. Atvinnurekendur em tilbúnir að borga körlum hærri laun en jafnframleiðnum konum, vegna dálætis þeirra á körlum. Viðskiptavinir geta verið viljugir að borga meira fyrir vöm sem framleidd er af körlum. Sam- starfsmenn og verkalýðsfélög geta haft hag af því að koma í veg fyrir að konur flykkist til starfa í fyrir- tækinu eða atvinnugreininni, þar sem mikil aukning kvenna á vinnustað eða í atvinnugrein er talin geta haft í för með sér að laun annarra, þ.e. karla lækki. Rannveig segir í lok erindisins að launamismunur milli karla og kvenna stafi samkvæmt þessum kenningum af einhvers konar ófullkomnun á vinnumarkaðin- um. Óháð því hvaða „aðhvarfs- greiningaraðferð" er notuð, er nið- urstaðan sú, bæði hér heima og er- lendis, að sama framleiðni virðist ekki gefa körlum og konum sömu laun. í erindi Hildar kom það fram að í fylkjunum Manitoba og Ontario í Kanada hefur starfsmat verið not- að meðal fylkisstarfsmanna til að draga úr launamun kynja. í Ont- ario eru einkafyrirtæki einnig skyldug til að gera jafnlaunaáætl- anir þar sem starfsmat er notað til að finna hversu mikið kvenna- störfin eru vanmetin miðað við karlastörfin, og atvinnurekendum er gert skylt að leiðrétta launamis- rétti sem þannig kemur í ljós. Starfsmat hefur því leitt til riðlun- ar á launum í kvennastörfum og karlastörfum. Þetta hefur breytt valdahlutföllum innan fyrirtækja og milli hópa. Og í Nýja Suður-Wa- les í Ástralíu er nú verið að fram- kvæma starfsmat á ríkisstarfs- mönnum fylkisins í sama tilgangi. Þar er gífurlegum kröftum eytt í að tryggja að starfsmatið sé alger- lega kynhlutlaust og allir liðir framkvæmdarinnar einnig. Einnig kemur fram í erindi Hild- ar að meðalvinnutími íslenskra kvenna utan heimilis er sá lengsti sem þekkist í heiminum. „Við eig- um að nota jafnréttislögin. Við eig- um að sjá til þess að nýstofnuð kærunefnd jafnréttismála fái nóg að gera á næstu árum, því okkur vantar úrskurði í jaftilaunamálum sem geta haft fordæmisgildi fyrir breiðan hóp kvenna. Við eigum að gera kröfur til stéttarfélaganna um að setja launamun kynjanna efst á dagskrána, líta á hann sem alvöru- vandamál alvörufólks, sem stéttar- félögin hafi skyldum að gegna við og hreinlega semja um aðferðir til að draga úr launamun. Við eigum jaftivel að krefjast nýrra ákvæða inn í jafnréttislögin. Að gerðar verði áætlanir um að draga úr launamun kynja á hverjum vinnu- stað. Og við eigum að tileinka okk- ur reynslu þeirra, sem bestum ár- angri eru að ná annars staðar í heiminum," segir Hildur að lok- um. -js Halldór Kristjánsson: Hverja á að styrkja? Félagsmálaráðherra hefur nú gert sér Ijóst að ekki leysir allan vanda í húsnæðismálum þjóðarinnar þó að nóg sé prentað af húsbréfum. Það er hægt að ofbjóða skuldabréfa- markaði eins og öðru. Og menn telja sig hafa ýmis úrræði til að geyma fé og ávaxta með öðru móti en að binda það í skuldabréfum sem ekki er hægt að losna við næstu árin nema með verulegum affollum hvað sem fyrir kemur. Jöfnuður og jafnrétti Um það virðist fullt samkomulag enn sem komið er að ríkisvaldinu beri að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið. Sá hefur verið tilgang- ur með löggjöf og framkvæmd und- anfama áratugi. Mönnum hefur verið ljóst að ekki verður bætt úr allra neyð með almennum launa- hækkunum. Það er svo misjafnt hverju menn verða að kosta til svo að þeir komist í hús. Þess vegna þarf að semja regl- ur um það móts við hverja eigi að koma og á hvem hátt það verði gert. Þess vegna er Húsnæðisstofn- un til. Sú fyrirgreiðsla sem er um að ræða, er veiting hagkvæmra lána. Ríkisvaldið sér til þess að lánsfé sé til í þessu skyni og fáist með vægari kjörum en almennt gerist. Hér hef- ur verið um að ræða niðurgreidd lán, studd af almannafé. Ofríki hinna efnuðu Um það hefur verið deilt hversu víðtæk þessi opinbera hjálp ætti að vera. Sumir hafa litið svo á að ekki þurfi að koma til opinberra afskipta eftir að menn hafa eignast sína íbúð. Hins vegar hefur þess verið krafist að menn ættu aðgang að þessu lánsfé þó að þeir ættu íbúð fyrir, og raunar eins þó þær væm fieiri en ein. Þessir efnuðu kröfugerðarmenn hafa beygt ríkisvaldið svo að þeir hafa notið lána sem em niður- greidd af almannafé, enda þótt þeir hafi þess enga þörf á almennan mælikvarða. Rökin em þau að líf- eyrissjóðir eigi mikið fé hjá Hús- næðisstofnun og því megi ekki neita þeim, sem em í lífeyrissjóð- um, um þessi Ián. Þetta sé þeirra fé, sem verið er að lána, og hart að neita sjálfum eigendunum. Hér em höfð endaskipti á hlutun- um. Ríkisvaldið reynir að tryggja þurfandi fólki lánsfé með skapleg- um kjömm til að bæta úr frumþörf- Þessir efnuðu kröfugerðar- menn hafa beygt ríkisvald- ið svo að þeir hafa notið lána sem eru niðurgreidd af almannafé, enda þótt þeir hafi þess enga þörf á almennan mælikvarða. Rökin eru þau að iífeyris- sjóðir elgi mikið fé hjá Hús- næðisstofnun og því megi ekki neita þeim, sem eru í lífeyrissjóðum, um þessi lán. Þetta sé þeirra fé sem verið er að lána og hart að neita sjálfum eigendunum. um sínum í sambandi við húsnæði. Það er þáttur í velferðarþjóðfélag- inu og samfélagið tekur á sig nokk- um tilkostnað þess vegna. Niður- greiðslan er kostuð af almannafé. Þetta er gert til að stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu. Það er verið að full- nægja jafhréttishugsjón mannsins að styrkja hina tekjulægri til að eignast þak yfir höfuðið. En í reynd er þessu snúið við, svo að samféiag- ið er látið hjálpa ríkismönnum til að safria íbúðum. Sú hjálp hefur verið veitt með beinum greiðslum af almannafé. Af þessu má læra Þetta er rifjað hér upp vegna þess að af þessu má læra. Þetta er dæmi um það að opinberar ráðstafanir til jafnaðar og jafnréttis eru teygðar frá tilgangi sínum og jafnvel notað- ar til að efla ójöfnuð. Það, sem átti að hjálpa alþýðumanni í lægri launaflokkum til að eignast þak yfir höfuðið, verður að hjálp við auð- mann til að safna íbúðum. Hér verður ekki að sinni reynt að rekja þessi mál lengra eða leita uppi hliðstæður þess annars staðar. En auk þess sem hér er minnt á tiltek- ið dæmi, sem eflaust á sér hliðstæð- ur, á þetta að vekja til umhugsunar um velferðarþjóðfélag og nauðsyn þess að þar sé rétt á málum tekið og vel áhaldið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.