Tíminn - 09.11.1991, Side 11

Tíminn - 09.11.1991, Side 11
Laugardagur 8. nóvember 1991 Tíminn 19 Við sölu á notuðum bílum er miðað við 15% afföll frá verði nýs bíls á ári: Japanskir bílar eru auðseldastir Þegar ráðist er í kaup á nýjum eða notuðum bíl, er endursölugildi hans atriði sem skiptir verulegu máli. „Opinbert" gengi á nýlegum bflum miðast við 15% afföll af verði nýs bfls á hvetju ári fyrstu fjögur árin. Með öðrum orðum: Bfll, sem kostar milljón krónur nýr, kostar 850 þúsund ársgamall, 722 þúsund krónur tveggja ára, og svo framvegis. Málið er hins vegar ekki alveg svona einfalt; sumir bflar selj- ast einhverra hluta vegna betur en aðrir. Þær bflasölur, sem Tíminn hafði samband við, voru á einu máli um að japanskir millistærðarbílar væru þeir sem seldust best. Yfirleitt voru Toyota Corolla, Mitsubishi Colt og Lancer nefndir í fyrsta sæti yfir þá bíla, sem auðveldastir væru í sölu. í kjölfarið fylgdu Nissan, Daihatsu, Mazda og þar á eftir evrópskir bflar og austantjaldsbflar. Amerískir bflar og dýrari tegundir Vestur-Evrópu- bfla voru oftast nefndir sem þeir þyngstu í sölu, en þó væri það mis- munandi á milli bflasala. Bflasala Guðfinns hefur til dæmis um árabil lagt áherslu á Mercedes Benz og sölumenn þar á bæ kvarta ekki und- an því að Benzinn sé þungur í sölu, þó kollegar þeirra annars staðar hafi aðra sögu að segja. Þumalfingursreglan um 15% afföll stjórnar því verði sem sett er á not- aða bfla. Það fer síðan eftir tegund bflsins, ástandi, notkun og fleiru hvað kaupandinn greiðir á endanum fyrir hann. Auðséljanlegir bflar fara á því verði sem sett er á þá, og þess eru jafnvel dæmi að þeir seljist fyrir hærra verð, séu þeir í góðu ástandi. Staðgreiðsla borgar sig Greiðslukjör eru atriði, sem kaup- endur notaðra bfla ættu að athuga vel áður en endanleg ákvörðun er tekin. Með því að staðgreiða notað- an bfl er oft hægt að gera mjög góð kaup, ef seljandinn þarf nauðsynlega á peningum að halda. Staðgreiðslu- afsláttur er mjög mismunandi; yfir- leitt frá 8%-10%, en í sumum tilfell- um er hægt að fá 20%- 40% afslátt með staðgreiðslu. Sé svo mikill af- sláttur gefinn, er yfirleitt um að ræða gamla bfla, eða bfla sem eru gallaðir að einhverju leyti. Það getur borgað sig að taka bankalán fyrir bfl og staðgreiða hann, frekar en að kaupa hann með afborgunum (sem í mörgum tilfellum eru með sömu vöxtum og almenn lán), en menn verða líka að hafa í huga að ef bfll er staðgreiddur, getur verið erfitt að ná þeim peningum til baka, reynist hann gallaður. Eftir því sem bflar verða eldri, minnka afföllin af þeim, en útlit og talan á ökumælinum skipta því meira máli. Almennt er talað um 10% afföll eftir fyrstu fiögur árin, þó er það mismunandi eftir tegundum. Með bættum samgöngum og vax- andi vegalengdum á milli heimilis og vinnu, hefur akstur „meðaljóns- ins“ aukist. FVrir nokkrum árum var meðalakstur á reykvískum einkabfl 12-13 þúsund kflómetrar, en í dag þykir eðlilegra að tala um 15-20 þúsund kflómetra akstur á ári. Þar af Íeiðandi eru notaðir bflar almennt meira eknir en var á árum áður. Á móti kemur að bættir vegir fara bet- ur með ökutækin og viðhald og hirða bfla hefur einnig batnað. Að sögn bflasala skiptir kflómetratalan á mælinum minna máli en áður; kaupendur horfa fyrst og fremst á ástand bflsins og hvort þeir geti auð- veldlega losnað við hann aftur. Clio Fullkomnir yfirburðir 60 sérfræðingar bílatímarita frá 17 löndum gáfu Renault Clio hæstu einkunn eftir reynsluakstur. Clio var kjörinn BILL ÁRSINS í EVRÓPU1991 með einkunninni 312 stig, heilum 54 stigum meira en sá bíll hlaut sem komst næst Clio. BlLL ÁRSINS 1991 Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633. inéi háttar álkgMkjiiin aíbramnuiii^úk Vorð áíiiir! kr.HÍ2/kílóið Tilboásverá:

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.