Tíminn - 09.11.1991, Qupperneq 12
20 Tíminn
Laugardagur 8. nóvember 1991
Stór pallbíll með takta vöru-
bíls og þægindi fólksbíls
Toyota Hilux Extra Cab, SR5 virðisaukabíll var tekinn til kost-
anna í síðustu viku. Þetta er afar langur bíll á milli hjóia og það
gerir hann ansi vörubílsiegan í akstri. Og það finnst þegar far-
ið er á honum ofan í miðbæ Reykjavíkur og götumar þar þrædd-
ar. En þrátt fyrir lengdina ieggur bfllinn vel á og er því síður en
svo stirður eða erfiður í meðförum.
En menn verða bara að reikna með
lengdinni þegar ekið er fyrir þröng
götuhorn. Það er svo sem lafhsegt að
komast á honum um gamla bæinn,
en óneitanlega er það heldur
hampameira en á t.d. Fiat Uno.
Kynnin við Extra Cab-inn voru í
Engirtaglar
rr en eftir 1. november
Minni
Gífurlegum fjármunum er árlega
varið í endurbætur ög viðgerðir,
dví skulum við nýta okkur ónegldu
ijólbarðana og haga akstri eftir
aðstæðum.
GATNAMALASTJORINNIREYKJAVIK
það heila tekið hið besta mál, en til-
finningin af honum svona eftir á er
svolítið sérkennileg: Manni finnst
nefnilega að maður hafi verið að aka
allstórum vörubíl, að vísu góðum
vörubíl.
Það var svipuð tilfinning að setjast
undir stýri og að setjast upp í fólks-
bíl í betri kantinum. Sætið er ágætt
og stjórntækin öll og mælarnir svip-
uð og gerist í betri fólksbflum. Síð-
an, þegar ekið var af stað, fannst að
hreyfingar bflsins voru eiginlega
skyldari hreyfingum vörubfla. Þar
mun lengd bflsins milli hjóla skipta
höfuðmáli, auk þess sem afturfjaðr-
irnar eru nokkuð stífar, enda er
þeim ætlað að standa undir þungu
hlassi. Afturfjaðrirnar eru blaðfjaðr-
ir og afturöxull heill. Að framan
fjaðra hjólin hins vegar óháð hvort
öðru og sjálf fjöðrunin er vinduás,
sem festur er við efri framhjóls-
spyrnuna og liggur þaðan aftur und-
ir bflinn þar sem hinn endinn er
festur við grindina. Þetta er sama og
lengi hefur tíðkast í bflum frá
Chrysler, Blazer og fleiri tegundum
og reynst ágætlega. Hiluxinn er því
ágætlega mjúkur að framan og tek-
ur grófar holur og öldur mjög vel.
Það gera afturhjólin raunar líka al-
veg þokkalega, en vitanlega er bfll-
inn miklu harðari að aftan, en ein-
mitt þessi munur á stífleika fjöðrun-
arinnar að aftan og framan, auk
lengdar milli hjóla, eru meginþættir
Innréttingin í Toyota Hilux Extra Cab SR5 er smekkleg og allur
frágangur snyrtilegur og óaðfinnanlegur.
Plasthúsið yfir pallinn er
aukabúnaður og fæst í auka-
hlutaverslun Toyotaumboðs-
ins og er á mjög góðu verði,
miðað við það sem gerist
annarsstaðar. Auk þess fást
þessi hús í standardlitum
sjálfra bílanna og óneitanlega
gefur það bílnum fallegan
heildarsvip.
þess hve bfllinn er vörubflslegur í
akstri.
Hin sjálfstæða framhjólafjöðrun
gerir bflinn miklu betri í stýri en t.d.
þá gerð af Hilux, sem algengust hef-
ur verið hér og er með heilli hásingu
að framan að fomum jeppasið. Það
er alveg klárt að þessi með sjálf-
stæðu fjöðruninni er allur annar og
betri í stýri og ekki myndi ég hugsa
mig um tvisvar ef ég ætti að velja á
milli þeirra.
Bfllinn, sem reynsluekið var, er lít-
illega breyttur. Hann hefur verið
hækkaður upp um eitthvert smá-
ræði, eða innan þeirra marka sem
mæla fyrir um sérstaka jeppaskoð-
un. Þá hafði hann verið settur á
breið og grófmynstruð dekk sem
hvein töluvert í, einkum á malbiki,
en þessi hvinur var nánast einasta
hljóðið sem heyrðist í skikkanlegum
þjóðvegaakstri.
Toyota Hilux Extra Cab er góður í
stýri og rásfastur, og þótt langur sé
hættir honum ekkert sérstaklega til
að slengja til afturendanum og
raunar minna en búast hefði mátt
við. Hvort þessi lítillega breyting á
bflnum hefur haft í för með sér ein-
hverja breytingu á upprunalegum
aksturseiginleikum, gátum við ekki
fundið. Reynsluaksturinn fór að
hluta til fram á fljúgandi hálku og
þar urðu ekki neinar uppákomur.
Gíraskiptingin var auðveld og þægi-
leg og kúplingin virkaði vel, þannig
að ekkert var vörubflslegt við þá
hluti og ekki heldur hemlana, sem
taka afar jafnt og vel í. Þá var bfllinn
hljóðlátur nema að fyrrnefndur
hvinur heyrðist inn í bflinn frá hin-
um grófu dekkjum.
Okkur fannst vélin einnig nokkuð
vörubflsleg: Hún er 2,4 I bensínvél
með beinni rafinnspýtingu og gefur
84 kW eða 115 hestöfl við 4800 sn.
Tog hennar er 190 Nm við 3600
snúninga. Bfllinn er hins vegar tæp-
lega 1600 kg, þannig að ekki er hægt
að segja að hann sé viðbragðssnögg-
ur og í því efni líktist hann trukki.
Það er hins vegar langt því frá að
hann sé kraftlaus, en vissulega hefði
ég kosið svona eins og 20 hestöfl til
viðbótar og eins dálítið meira tog á
lægri snúningssviðum vélarinnar.
Þessi stóri vagn er hins vegar góður
á skriðinu og fer létt með að sigla
áfram á góðum vegi á þetta 120-130
án nokkurs hávaða eða rembings.
Og það er hægt að komast ágætlega
hratt yfir, því hann er talsvert hátt
gíraður og þegar ekið er á 80 km
hraða í 5. gír stendur snúnings-
hraðamælirinn á 1900 sn./mín. og á
2500 sn. er hraðinn nokkurn veginn
Toyota Hilux SR5 Extra Cab: