Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 28. nóvember 1991
ÚTLÖND
FRETTAYFIRLIT
TÓKÍÓ - Eduard Shevardtv
adze, sem aflur er kominn I
embætti utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, segist hafa
áhyggjur yfir þeim möguleika
að önnur valdaránstilraun
harðlínumanna verði gerð.
MOSKVA - Leiðtogar Ar-
mena og Azerbajdzhana hittu
Mikhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna og leiðtoga lýð-
veldanna í gær til að reyna að
finna lausn á deiluefnum þjóð-
anna og að koma í veg fyrír
styrjcld.
CANBERRA - Bob Hawke,
forsætisráðherra Ástralíu segir
að Ástralir ætli að endurskoða
samband sitt við Indónesíu ef
rannsókn á morðum á báráttu-
mönngm fyrir sjálfstæði Aust-
ur-Timor reynist vera hvítþvott-
ur einn.
MAMILA - Ríkisstjómin á Fi-
lipseyjum ásakar fyrrum for-
setaffú landsins, Imeldu Marc-
os um að hafa stoliö skóla-
styrkjum frá fátækum bömum
og notaö i eigin þágu.
SINGAPORE - Tveggja ára
drengur [ Singapore hefur
greinst með HIV veiruna sem
getur leitt tíl alnæmis. Embætt-
ísmaður við heilbrigöisráðu-
neytiö segir að hann sé fýrsta
barnið í rfkinu sem greinist
með veiruna. Báðir foreldrar
hans em með veiruna í sér. 1.
nóvember var vitað að 97
manns höfðu greinst með HIV-
veiruna, 33 voru komnir með
alnæmi og 22 voru látnir.
MOSKVA - 13 ára unglings-
piltur sem framdi sjálfsmorð
skildi eftir þau skilaboð að
hann væri að mótmæla lifinu í
Sovótríkjunum. Hann hengdi
sig í úkrafnsku borginni
Kharkov. Þetta kemur fram i
dagblaðinu Trud f gær. Læknar
segja að pilturinn hafi verið
venjulegur unglingur og ekki
vitað til þess að hann hafi átt
við sálræn vandamál að stríða.
Trud segir að hann hafi senni-
iega fyrirfarið sór í þunglyndí
yfir félagslegum vandræðum
og óstöðugu stjómarástandi i
landinu.
DHAKA - Dómstóll í Bangla-
desh hefur dæmt mann til
dauða fyrír að hafa rænt bami.
Systir hans var dæmd í iífstiö-
arfangelsis fyrir aö hafa aö-
stoðað hann. Þetta er í fyrsta
sinn sem dæmt er til dauða
vegna mannráns i landinu. Ab-
dy) Martin og systir hans, Mari-
am, rændu 14 mánaða göml-
um dreng og kröföust 180 þús-
und króna lausnargjalds af for-
eldrum hans. Lögreglan náöi
baminu tveimur vikum slðar og
handtók systkinin.
PEKING - Þrír þjófar voru
teknir af lífi og nokkrir sendir í
lífstíðarfagnelsi en Kínverjar
standa nú f átaki gegn glæp-
um.
Kambódíska þjóðin hefur svo sannarlega ekki gleymt ódæöisverkum Rauðu khmeranna.
Leiðtoga Rauðu khmeranna ekki óhætt í Kambódíu:
Var barinn og
sagt að fara
Khieu Samphan, forystumaður Rauðu khmeranna, flúði aftur
til Thailands í gær, nokkrum klukkutímum eftir að hann
sneri heim til Kambódíu, eftir 13 ára útlegð. Með honum fór
leiðtogi vamarmála Rauðu khmeranna, Son Sen.
Mikil reiði braust út þegar hann
kom aftur til landsins, en þegar
Rauðu khmerarnir voru við völd
myrtu þeir hátt í 2 milljónir manns.
Hundruðir karla, kvenna og barna,
sumir voru vopnaðir öxum, um-
kringdu húsið sem þeir voru í fljót-
lega eftir að Khieu Samphan sneri
aftur heim. Þeir félagar komust ekki
fet í burtu og voru króaðir af í hús-
inu þar sem fólkið réðst á þá.
Vitni sem fóru inn sáu Khieu
Samphan liggjandi á gólfinu og
blæddi úr sári á höfði hans. Hann
var umkringdur lögreglumönnum
og hermönnum sem reyndu að
koma fólkinu í burtu.
„Ég hélt að fólkið ætlaði gjörsam-
lega að tæta hann í sig, það var alveg
tryllt," segir Tim Page en hann er
breskur blaðaljósmyndari. Margir
sem á þetta horfðu héldu að fólkið
myndi drepa Khieu Samphan en það
æpti, „drepum hann, drepum
hann.“ Margir hrópuðu að þeir
hefðu misst ættingja þegar Rauðu
khmerarnir voru við völd. Stuttu
síðar komu Hun Sen, forsætisráð-
herra og Tea Banh til að reyna að róa
fóikið niður. Eftir að þeir komu fór
fólkið að týnast í burtu.
Klukkan 7:35 fóru Son Sen, Khieu
Samphan og tveir aðrir háttsettir
menn frá Rauðu khmerunum með
brynvarinni bifreið út á flugvöll og
fóru þaðan til Thailands.
Ríkisstjórn landsins hefur sent frá
sér tilkynningu þar sem hún segist
vel skilja tilfinningar fólksins, en
harmar jafnframt þennan atburð.
Khieu Samphan kom til Kambódíu
til að sitja fund með stríðandi fylk-
ingum í landinu, en hann var áætl-
aður næsta fimmtudag. Ríkisstjóm-
in í Kambódíu hyggst ætla að halda
áfram áætlunum um að halda friði í
landinu, en stríðandi aðilar undir-
rituðu friðarsamkomulag í París í
síðasta mánuði. í því felst að aliir
stríðandi aðilar hefji afvopnun undir
eftirliti friðarsveita Sameinuðu
þjóðanna, og að frjálsar kosningar
verði haldnar árið 1993.
í París lofaði ríkisstjórn Kambódíu
að sjá um að öryggi leiðtoga Rauðu
khmeranna yrði gætt til hlýtar þeg-
ar þeir kæmu aftur heim. Þrátt fyrir
það lýsti Sin Sen, aðstoðarinnanrík-
isráðherra, því yfir áður en þeir
komu að það yrði mjög erfitt að
ábyrgjast öryggi þeirra.
Þegar Son Sen kom til Phnom
Penh þann 17. nóvember urðu eng-
in mótmæli. Hann var háttsettur
embættismaður í stjórnartíð Rauöu
khmeranna.
Sagnfræðingar saka Khieu Samp-
han um að hafa tekið ákvörðun um
það að láta fiytja tvær milljónir
manns úr Phnom Penh eftir aö
Rauðu khmerarnir komust til valda.
Þeir gera hann ábyrgan fyrir þeirri
hörðu efnahagsstefnu sem stjórnin
fór eftir.
Borgarbúar voru látnir vinna á því
sem brátt var kallað blóðvellirnir,
þar sem hundruðir þúsunda létust
úr hungri, þrælkunarvinnu eða
veikindum. Margir voru einfaldlega
teknir af lífi.
í dag er erfitt að finna einhvem í
Phnom Penh sem missti ekki að
minnsta kosti nokkra ættingja í
valdatíð Rauðu khmeranna. Þegar
flugvél Khieu Samphan var lent í
Kambódíu og hann kom út var hann
brosandi og greinilega ánægður
með að vera kominn þangað. Þegar
hann var spurður um það, hvort
hann óttaðist ekkert um öryggi sitt
svaraði hann: „Nei, alls ekki.“ En
hann var ekki fyrr farinn af stað frá
flugvellinum þegar reiðir stúdentar
stöðvuðu bílaiestina og mótmæltu
komu hans. Þeir sögðu m.a. að hann
ætti að fara, enginn vill fá hann.
Hun Sen, forsætisráðherra, sagði
þann 15. nóvember, að honum hefði
borist beiðnir um að mótmæla
komu Khieu Samphan og að hann
hefði átt von á því að þjóðin mót-
mælti komu hans.
Friðarfundurinn
í Washington:
ísraelar
vilja
ekki
koma
ísraelska ríkisstjómin ákvað í gær
að hafna boði Bandaríkjamanna um
að koma til viðræðna í Washington
í næstu viku og halda áfram þar
sem frá var horfið á friðarráðstefn-
unni í Madríd.
„Við viljum koma til viðræðnanna
en það eru nokkur vandamál í veg-
inum sem fyrst þarf að leysa með
viðræðum, ekki með fyrirskipun-
um,“ segir heimildarmaður innan
ríkisstjórnar Yitzhak Shamirs for-
sætisráðherra eftir ríkisstjórnar-
fund þar sem þessi ákvörðun var
tekin.
Tálsmaður Shamirs vildi samt
hvorki játa né neita þessum fréttum,
og sagði að fyrst yrði að tala við
Bandaríkjamenn.
Heimildarmenn innan ríkisstjóm-
arinnar segja að ísraelar ætli samt
íyrst að biðja um að fundinum verði
seinkað fram yfir Hanukka-hátíðar-
höldin en þau taka enda 9. desem-
ber. Að auki vilja ísraelar að fundur-
inn fari fram í Miðausturlöndum en
ekki í Washington.
ísraelar viija að fundurinn fari fram
í Miðausturlöndum til að undir-
strika viðurkenningu þeirra í Araba-
heiminum. En fyrst vilja Arabar sjá
ísraela afhenda hertekin svæði sem
áður tilheyrðu þeim.
Bandaríkjamenn segjast vera til-
búnir að bjóða Washington fram
sem fundarstað þar sem Aröbum og
fsraelum tókst ekki að koma sér
saman um fundarstað á þeim tíma
sem liðinn er síðan friðarráðstefnan
í Madríd fór fram. Hugmyndin er að
ísraelar, Sýrlendingar, Líbanir, Jórd-
anir og Palestínumenn hittist.
Jórdanir og Líbanir hafa formlega
samþykkt boð Bandaríkjamanna, en
ekki hefur enn borist ákveðið svar
frá Sýrlendingum og Palestínu-
mönnum. Þeir hafa þó verið nokkuð
jákvæðir.
Hins vegar vilja Bandaríkjamenn
fá skýr svör, annað hvort já, eða nei.
Eins sætta þeir sig ekki við einhver
skilyrði fyrir þátttöku einstakra
landa.
Barist á stöku stað í Króatíu
Júgóslavneski sambandsherínn og
króatískir þjóðvarðliðar börðust á
stöku stað í Króatíu í gær þrátt fyr-
ir vopnahlé. Júgóslavar hafa beðið
Sameinuðu þjóðiraar að senda frið-
arsveitir þangað.
Sendimenn Evrópubandalagsins í
Króatíu tilkynntu um harða bardaga
í Osijek í austurhluta Króatíu, í No-
va Gradiska, sem er í miðhluta lýð-
veldisins, og í Ston sem er 40 km
norður af Dubrovnik.
Fjórtánda vopnahléð á fimm mán-
uðum virðist ætla að halda á flestum
stöðum Króatíu en þar hafa Króatar
og Serbar barist síðan Króatar lýstu
yfir sjálfstæði í júní.
í New York bað Júgóslavía Samein-
uðu þjóðirnar formlega um að hefja
aðgerðir til að hægt verði að senda
friðarsveitir á Balkanskagann.
„Ríkisstjórn mín hefur beðið mig
um að óska eftir aðgerð Sameinuðu
þjóðanna," sagði Darko Silovic,
sendifulltrúi Júgóslavíu hjá S.þ.
Búist er við að Öryggisráðið taki
fljótlega ákvörðun um, til hvaða að-
gerða verður gripið, en ljóst er að
eitthvað verður að athafast eins
fljótt og mögulegt er.
Cyrus Vance, sérlegur sendifulltrúi
S.þ. er væntanlegur til Júgóslavíu
innan skamms til að athuga ástand-
ið áður en friðarsveitir verða sendar
á vettvang.
Reuter-SIS
VAR KUGUÐ
TIL NJÓSNA
Utanríkisráðuneytið í Suður-Afr-
íku hefur leyst konu sem starfaði
sem diplómati frá storfum, vegna
gruns um að hún hafi stundað
qjósnir fyrir ónefnt arabaríki.
Awie Marais, taismaður ráðu-
neytisins, segir að arabfskur
diplómati hafi kúgað Lldlu van
Heerden tíl að iáta sér í té mikU-
vægar upplýsingar en hann hót-
aðí að opinbera myndlr sem hann
hafði í fórum sínum, þar sem
hún sást í ástarleikjum með
fjölda elskhuga.
Marais sagði að van Heerden,
sem var í sendinefnd S.-Afríku
hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi
byjjað að láta Araban fá upplýs-
ingar síðla árs 1989 og hélt því
áfram iríð 1990. Maraie vildi
ekki segja frá hvaða landl þessi
maður er.
„Upplýsingaraar sem hún gaf
voru ekki séríega mikilvægar,"
sagði Marais.
Hann sagði einnig að Arabinn
hafi verið einn af elskhugum van
Heerden sem hafi sennilega verið
afbrýðissamur og þess vegna
snúist gegn henni. Marais segir
að van Heerden hafl sldiið við eig-
inmann sinn, Pau! Bryant, sem
starfar einnig sem diplómati. Þau
skildu eftir að þau komu til Suð-
ur-Afríku aftur áríð 1990, en
giftu sig svo aftur í ár.
Þá eru þau hjón grunuð um að
hafa misnotað greiðslukort eigin-
mannsins, og eiga yfir höfði sér
ákæru fyrir fjármálamisferiL
Afrfska blaðið Beeld segir að van
Heerden hafi flúið frá Suður- Afr-
íku.
Reuter-SIS