Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 28. nóvember 1991 Tíminn HÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Síml: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldslmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Nýtt klúður í EES-málinu Ahrifamikið málgagn núverandi stjórnarsamstarfs, Morgunblaðið, skýrir frá því í gær að skoðanamunur sé í ríkisstjórninni um afstöðu til nýrrar kröfu Evrópubanda- lagsins á hendur íslendingum um veiðar í íslenskri land- helgi. Hvert er þá málefnið og hvernig lýsir skoðanaágrein- ingurinn sér? Málgagn stjórnarsamstarfsins skýrir skilmerkilega frá hvoru tveggja. Málefnið sjálft tengist samningi Fríversl- unarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins (EFTA og EB) um svonefnt evrópskt efnahagssvæði (EES). Skoð- anaágreiningurinn í ríkisstjórn íslands, að sögn Morgun- blaðsins, er milli tveggja meginskauta: annars vegar sjáv- arútvegsráðherra sem stendur einn sem annar höfuð- póllinn, hins vegar forsætisráðherra og utanríkisráð- herra sem mynda sameiginlega hinn andstæða pól. Kjarni málsins er aftur sá, að stjóm Evrópubandalags- ins (að sögn Mbl.) „mun ekki fallast á þær hugmyndir Is- lendinga að veiðiheimildir EB í íslenskri landhelgi á 3000 tonnum af karfaígildum samkvæmt samningnum um evrópskt efnahagssvæði skiptist þannig að 70% verði til veiða á langhala og 30% til veiða á karfa.“ Enn heldur Morgunblaðið áfram að lýsa málsástæð- um: „Evrópubandalagið mun neita að staðfesta samning- inn um evrópskt efnahagssvæði nema íslendingar [lesist íslensk stjórnvöld] fallist á kröfu þess í tvíhliða samningi þess og íslands." í þessari síðustu Morgunblaðsklausu er vísað til þess að íslensku samningamennirnir í Brússel og Lúxemborg ákváðu á síðustu stundu að slá af um þá afstöðu að semja aldrei um að útlend skip fengju að veiða í íslenskri land- helgi og vörðu þennan undanslátt sinn með því að þarna væri litlu sem engu fórnað, því að í fyrsta lagi væri um „gagnkvæmar" veiðiheimildir að ræða og í öðru lagi hefði tekist að haga málum svo, að 3000 karfaígildi merkti ekki að veiða skyldi 3000 lestir úr þessum nytja- stofni íslensks sjávarútvegs heldur hitt að Spánverjar skyldu aðallega látnir veiða Iítt kunna og ónýtta sjó- skepnu sem samningamenn kalla langhala, en reynist ekki vera eitt dýr heldur tvö, svo að ekki var nákvæmn- inni fyrir að fara í líffræðilegum skilgreiningum við samningaborðið frekar en að lögfræðileg og pólitísk hug- tök lýstu alltaf því sem þau voru gefin út fyrir að merkja. Nú upplýsir aðalstuðningsblað stjórnarsamstarfsins að sjávarútvegsnefnd Evrópubandalagsins efist um að þessi tvíeini djúpsjávarfískur verði fundinn í veiðanlegu magni í íslenskri landhelgi. Ef það reynist rétt, hallast ekki á um framlag málspartanna í þessum gagnkvæmu veiðiheim- ildum, því að Brússelmenn bjóða að framselja ríkisstjórn íslands loðnukvóta keyptan af Grænlendingum. Engan skyldi því furða þótt Þorsteini Pálssyni þyki að nú sé sett „strik í reikninginn hvað varðar EES-samning- inn“, eins og Morgunblaðið hefur við orð þegar það greinir frá ágreiningi milli ráðherra um þetta pínlega ástand í samningamálum þeirra og Evrópubandalagsins. En það kemur líka fram í Morgunblaðsfrásögninni, að utanríkisráðherra og forsætisráðherra telja „að stjórn- völd eigi að fallast á [kröfu Evrópubandalagsins]“, enda hefur Morgunblaðið „upplýsingar um að Hannes [Haf- stein aðalsamningamaður] hafí umboð utanríkisráð- herra undir höndum um að skrifa undir samninginn.“ Öll ber þessi frásögn vitni um áframhaldandi klúður í EES- samningunum. GARRI Funain Birasiiia Ekki fannst Norömönnum nóg að sannfeera Bandaríkiamenn um hinn „norska landafundamann** með því aö sigla á Gaia til Noröur- Ameríku, þar s«m nokkmr llkur eru land, aö forsetínn heiör Vjgdis Finnbogadóttír og Leifur Eiríksson var Norðmaður. Þegar þeím árangri vetöur náö í i hafi komiö fyrshir hvífcra manna. Nú halda þeir Gaia ströndum ameríska:: ins. DV birtir mynd af skipiou f höfn í Havaita á Kubu, i segjast eins og er, aö þar er i komiö hættuiega nærri stóðum Kóiumbusar. Svo á aö haida áfram með viökomu í Mexico og alit suö- ur til Rio de Janetro í Brasiliu. Ef- Íaust veröur þetta mikil ævintýra- ferð fyrir Norömenn, sem hafa með þessari siglingu fært Leiís sunnar á ameríska Íandinu en nokkum óraöi , . jafnvel suöur fyrir öll vínber. ís- lendingar kostuðu þessa ferö aö einhverju leytí þegar hæst stóð á iand. Ekkert hefur frekar heyrst af ' á tátur hópur, hafi Norömenn ekki þegar varpað honum fyrir borð í Potomac-ána. Hlutabréf í Kolumbusi Annars hafa axíur okkar hækkað íku og spuming hvort við getum ekki markaössett ísland svo ræki- lega f þeim heimshhita, aö þeir verði á endanum tiltakanlega fáir, sem ekki vita aö ísland heitir ís- una okkar hluL Okkur var hvort sem er etód ætiað aö yfirtaka alla heims- dýröina. Hvar sem Gaia siglh- að landi í Suður-Ameríku má mitóÖ vera ef hinn fávísi fiöldi heldur etód aö þama sé komin eftirHking af stópi Kolumbusar. Fari svo muuu Norömenn freista þess að eignast hlutabréf f honum. Þaö kemur eidd mái viö okkur, en veriö getur aö Spánverjar veröi etód eins hressir og þá etód heldur Genova-búar sem óiu þennan mitóa siglara af sér. Annars eiga Norðmenn ágæta sögu, sem elnn „Norömaöurinn" tíl bjargaói á bók og kallaöi Hebns- Noxegs sé þaö aö þakka Lánsmönnum úr fortíöinni. Leifsíína til suðurs? Etód er vert að hafa mikiö orö á þeinri staðreynd, aöá meöan áVest- urforunum stóð, fluttust nokkrar íslenskar fjölskyidur til Brasih'u. Aö minnasta kosti er óþarfi aö láta Norðmenn vita af siíku. Gætí fariö svo að þeir fyndu út, tíi ágætís sér, aö fjÖlskyldumar hefðu etód fiust úr Þingeyjarsýslum heldur frá Sunnmæri í Norge. Þá værí óðara fjandinn laus og etód við því að bú- ast að viö réöum neinu um fram- bakliö. Ferö Gala tíl Suður- Amer- ffai er því tmdarieg í meira fagi. Jónas Jónsson frá Hrifiu talaði um Leifsiínuna, sem lægi á miili js- lands og Bandarflganna og áttí þá líka við, að hún byggði á Vcstur-ís- lendingum. Með sama hættí er hægt aö taia um Koiumbusar- l£n- una, sem Gaia er aú i ey, sem sett var á flot f minningar- skyni um Leif, en er nú oröiö aö skoðunarskipi fyrir afkomendur Koiumbusar. Hraðlest og krítaricort VIÖ hér heima á fslandi verðum hvorid betri né verri þótt Gaia sigli aHt suður tíl Patagoníu. Við erum ýmsu vön, og tóppum okfcur etód upp viö þaö, þótt markaðssetning Sem stendur erum við í hraðlest- inni Giasgow-Newcastie-London með krítarkort upp úr Öllum vösum bili. Markaðssetning okkar er ófug sem steodur. Landvinningar Norð- manna í Suður- Ameríku eru engu að síður aö hluta á okkar ábyrgð. í mitóu bjartsýniskasti, einu af mörgum, lögðum viö fó tíl Gaia. Þaö vartíiað Norðmenn ættu betra meö aö koma fram þehrri ætíun sinni, vínber. Það bvarflaði auðvitað aldr- ei aö otócur aö Norömenn færu að nota hann tii að nema ný Íönd suð- ur um alla Ameríku. VITT OG BREITT Fasisminn er hér Mætur listamaður, sem lætur sig menningu og menntir nokkru varða, skrifaði í grein um hugðarefni sín að sú skoðun sé uppi í þjóðfélaginu, að það eitt að vera ungur sé afrek út af fyrir sig. í krafti þeirrar visku leyfist af- reksfólkinu að sitja háan hest og leiða yngri og eldri aldurshópa hjá sér og gera þá að einhvers konar óþörfúm þurfalingum í ríki æskunnar. „Ríkjandi æskufasismi" er hugtak sem mann hnykkti við að heyra úr munni manns, sem varið hefúr starfs- ævi sinni til aö uppfræða æskulýð og sínum efri árum til að auðga menn- ingarlíf og víkka sjóndeildarhring þjóðar sinnar. Poppheimurinn á ekki samleið með neinum öðrum lífsstíl og ryðst af fullkomnu miskunnarleysi yf- ir þarfir og friðhelgi þeirra sem ekki eru á réttum poppaldri. Uppamir með sína frjálsu samkeppni og gegndarlausu græðgi í stöður og frama, eigasamleið með poppinu í fyr- irlitningunni á öllu því sem troðið er yfir, og er femínisminn blómleg grein á þeim meiði. Gegndarlausar kröfúr eru gerðar á hendur þjóðfélaginu til aðstöðu til náms, íþróttaiðkana og allra annarra þarfa æskulýðsins, og eins og sönnum fasisma sæmir er bannað að ræða þau mál nema frá einum sjónarhóli. Ef út af bregður, er sá seki afhrópaður. Það er einkar auðvelt, því fjölmiðlun- in er á bandi unga fólksins, það er að segja uppanna og popparanna, og starfsmenn eru málaliðar þeirra. Útilegufólk Unga kynslóðin er glæsileg og fram- sækin og verður aldrei of mikið fyrir hana gert og hennar er framtíðin og skuldimar. Eða einhvem veginn svo hljóðar hin opinbera trúarjátning, og er best að víkja hvergi frá henni. En niðurstaða æskudýrkunarinnar, eða sjálfsdýrkunar unga fólksins, er sú að bömum og unglingum og öldruö- um er ekki ætlaður neinn eðlilegur staður í þjóðfélaginu. Eða sú er skoð- un Páls Skúlasonar, prófessors í heim- speki, og kom hún fram á ráðstefnu sem Öldrunarfélagið efndi til og var gerð að umræðuefni í Tímanum í gær. Að vera unglingur eða aldraður eru sjúkdómseinkenni í augum popp- og uppasamfélaglsins. Þeim er vikið til hliðar, enda þvælast þeir fyrir þeim ungu og fyrirferðarmiklu og eru þeim til vandræða. Páll segir fullum fetum að fullorðnir og of ungir séu útlagar í þjóðfélagi, sem sniðið er fyrir tiltölu- lega þröngan aldurshóp. Búnar eru til endalausar sérþarfir fyrir unga og aldraða, til að þeir séu ekki að flækjast fyrir hinum útvöldu kynslóðum. Aöskilnaöarstefna Ungbamavistun og dagheimili f sí- fellt stærri stíl er krafa bamfjandsam- legs þjóðfélags og telur ráðandi kyn- slóð sér trú um að það sé gert bam- anna vegna, því samkvæmt kenning- unni er ekkert eins andsfyggilegt fyrir böm eins og að eiga athvarf hjá móð- ur sinni eða föður. Gettó fyrir aldraða rísa með undra- verðum hraða út um borg og bý. Þjón- ustan við aldraða er svo mögnuð, að gert er ráð fyrir að þeir séu orðnir karlægir við 55 ára aldur og eigi að loka svoleiðis fólk af í „þjónustuíbúð- um"; eftir það eigi félagsmálastofnan- ir og öldrunarþjónusta að sjá um dag- legar þarfir og fólk kemur með hafra- grautsskál úr stofnanaeldhúsi úti í bæ og matar „gamlingjana." Þjóðfélag hinna ungu og frama- gjömu, sem margir em afkomendur hippa, blómabama, rauðsokka og mussukomma úr kommúnum, vill útilegufólkinu svosem ekkert illt. Síð- ur en svo. Það vill bara ekki sjá það, ekki hafa það nærri sér, ekki að það sé að fiækjast fyrir á heimilum eða vinnumarkaði, ekki þar sem tóm- stundagaman fer fram og síst af öllu þar sem ráðið er ráðum, nema þeim sem allir em svo yndislega sammála um, að ekkert sé of dýrt eða of gott fyr- ir unga fólkið. Framtíðin er björt. Hressir menn og menntaðar konur með óbrigðulan smekk fyrir hljómfalli rafmagnsgítara, kynslóð sem er stælt af líkamsæfing- um á ferkílómetmm af fi'nasta parketti heims og svífur yfir fannbreiðumar í dúnfóðmðum göllum í skfðalyftunum veit vel hvar útlagamir eiga að halda sig. Sérþörfum þeirra er mætt með að bjóða upp á þjónustu sem þeir geta ekki neitað. Stofnunum fyrir unga og aidraða, svo að þeir flækist ekki fyrir þeim ungu og hressu. En nú telst ekki allt ungt fólk til uppa og poppara. Vel má það vera, en það em þeir hressu sem vita hvað þeir vilja, sem ráða ferðinni og allir hinir hlýða og steinþegja. Það er þess vegna sem uppalandinn aldni talar um æskufasisma og skoðanakúgun. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.