Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 28. nóvember 1991 Tíminn 15 BQ WBfa úHíst . KUR 1 1 Helgi Bjamason. Bændur á hvunndagsfötum 3. bindi Viðtalsbók Helga Bjamasonar Bókin Bændur á hvunndagsfötum, þriðja og síðasta bindi samnefndra viðtalsbóka Helga Bjamasonar blaða- manns, er komin út. í bókinni eru viðtöl við fjóra bændur sem allir hafa frá viðburðaríku lífi að segja. Bændumir em Egill Ólafsson á Hnjóti, Eiríkur Sigfússon á Sílastöð- um, Bjöm Sigurðsson í Úthlíð og Egili Jónsson á Seljavöllum. Hörpu- útgáfan á Akranesi gefur bókina út. „Er rekinn áfram af fróðleiksfýsn", er heiti viðtals við Egil Ólafsson, bónda og fræðaþul á Hnjóti í Örlygshöfn. Egill hefur helgað líf sitt varðveislu menningarverðmæta. Hann kom upp byggðasafni og gaf Vestur-Barða- strandarsýslu. Safnið er eitt merkasta héraðsminjasafn landsins. Síðustu ár- in hefur hann verið að safna efni í flugminjasafn, sem hann hefur nú gefið Flugmálastjóm. Eiríkur Sigfússon, stórbóndi á Síla- stöðum í Kræklingahlíð í Eyjafirði, segir meðal annars frá deilum við yf- irvöld og kerfið í frásögn sem hefiúr yfirskriftína „Kaupi mér aldrei frið". Baráttusaga Eiríks hófst þegar hann komungur neitaði að láta kaupfé- lagsstjóra KEA kúga sig í kartöfluvið- skiptum. „Ýmislegt á sig leggjandi til að sjá drauminn rætast", er yfirskrift viðtals við Bjöm Sigurðsson, bónda f Úthllð í Biskupstungum. Bjöm er einn af brautryðjendum í ferðaþjónustu bænda sem sannað hefur gildi sitt á undanfömum árum. Á jörð hans hef- ur byggst upp stórt sumarbústaða- hverfi og hann stendur nú í stórhuga uppbyggingu á þjónustu við sumar- bústaðafólk og aðra ferðamenn. Egill Jónsson, bóndi og alþingismað- ur á Seljavöllum í Nesjasveit í Homa- firði, segir frá störfum sínum í land- búnaði f Austur- Skaftafellssýslu. Eitt mikilvægasta verkið við að koma þar á búskap með nútímasniði og jafn- framt það þekktasta er félagsræktun- in á söndunum. Heiti frásagnarinnar, „Pú sérð ekkert þessu líkt fyrr en í himnaríki", er tekið upp úr lýsingu hans á uppgræðslunni í Skógey í Homafirði. Bændur á hvunndagsfötum, þriðja bindi, er 172 blaðsíður að stærð, prýdd um 100 ljósmyndum auk yfir- litskorta af heimabyggð viðmælenda. í bókinni er nafnaskrá fyrir öll þrjú bindin. Bókin er unnin að öllu leytí í prentsmiðjunni Odda hf. Ógnin rauða eftir Alistair MacLean og Alastair MacNeill Iðunn hefur gefið út nýja bók, Ógnin rauða, úr smiðju hins gamalkunna spennusagnahöfundar Alistairs MacLean. Það er ungur höfundur, Alastair MacNeill, sem skrifar sög- una eftir óunnu handrití MacLeans, sem nú er látínn. Sagan segir frá kaldrifjuðum hryðju- verkamönnum Rauðu herdeildanna sem gera árás á rannsóknarstofur efnaverksmiðju nálægt Róm. Kunnur vísindamaður er drepinn og lítið glerhylki hverfur. Hylkið inniheldur stórhættulega veiru sem banað gætí milljónum manna. Það kemur í hlut UNACO, alþjóðlegrar athafnasveitar sem berst gegn glæpastarfsemi og hryðjuverkum um heim allan, að hjálpa ítölsku stjóminni að takast á við ógnina rauðu. Þetta er æsileg, hröð og viðburðarik spennusaga þar sem enginn veit hverjum er að treysta. Sverrir Hólmarsson þýddi bókina. Undirstöðuatriði reiðmennsku í máli og myndum Ný litmyndasaga fyrir böm og ung- linga eftir Hauk Halldórsson Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Reiðskólinn þinn - Undirstöðuatriði reiðmennsku í máli og myndum. Haukur Halldórsson hefur samið bókina og myndskreytt. í kynningu FORLAGSINS segir: „Þessi glæsilega myndasaga er ætluð bömum og unglingum sem feta fyrstu sporin á hestbaki í reiðskólum Iandsins á hverju sumri. Þeir sem lengra em komnir geta lfka sótt í hana nytsaman fróðleik. Allir geta lært að sitja hest, en góð reiðmennska byggist á tilfinningu, þekkingu og reynslu, og því er þessi bók kjörin til að leiða unga knapa á rétta braut. Hér em undirstöðuatriðin útskýrð: Bömunum er kennt að handleika hnakk og beisli, sitja hestinn og öðl- ast tilfinningu fyrir gangtegundum hans. Hver gangtegund er útskýrð á einfaldan og auðskilinn hátt og síðan em unga knapanum lagðar lífsregl- umar áður en haldið er í fyrsta út- reiðartúrinn. Loks er í bókinni stuttur kafli um hindrunarstökk og tamn- ingu hesta. Bókin er samin og myndskreytt af miklu listfengi og skilningi á þörf bama og unglinga fyrir nákvæma leiðsögn. Anægjan, sem fylgir reið- mennsku, er ólík þvl sem við þekkj- um í öðrum fþróttum, þvf að hún byggist á nánum tengslum manns og hests. Þegar þessi tengsl verða til þess að skilningur kviknar milli knapa og hests — þá verður íþróttin að töfrandi ævintýri." Reiðskólinn þinn er 60 bls. í stóm brotí og í fullum litum. Es- semm/Tómas Hjálmarsson hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi hf. prent- aði. Kynnisf erðir Trölla Bókautgáfan Selfjall hefur gefið út bókina Tröllið hans Jóa eftir Margrétí E. Jónsdóttur, fréttamann á Ríkisút- varpinu. Tröllið hans Jóa er norskur dofri sem heitir Skröggur. Sjálfur er Jói átta ára drengur úr íslensku sjávarplássi. Hann fer f sumarleyfi tíl Noregs með foreldrum sínum og systkinum og rekst þar á dofrann. Sá vill ólmur fara með fjölskyldunni til íslands tíl þess að kynnast tröllum og öðrum kynjaverum þar en foreldrar Jóa em tregir til að hjálpa Skröggi. Hvemig á a koma dofra inn f bflferju og sfðan í gegnum tollgæsluna á Seyðisfirði án þess að allt fari á annan endann? Jóa tekst þó með hjálp systk- ina sinna að ráða fram úr ótrúlegsutu vandamálum á leiðinni en það er bara upphafið að ævintýmm þeirra og dofrans. Bókin er prýdd yfir þrjátíu myndum eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Þetta er fjórða bamabók Margrétar E. Jóns- dóttur. Hún hefur áður sent frá sér tvær bækur um húsamúsina Skottu, Skotta og vinir hennar og Skotta eignast nýja vini og ennfremur Dýrin í garðinum. Tröllið hans Jóa er 149 blaðsfður, bók- in er prentuð og bundin í prentsmiðj- unni Odda hf. Islensk bókadreifing dreifir bókinni. Grútur og Gribba, teikning eftir Quentin Blake. Nýjar bækur frá Bamabóka- ótgáfunni Bamabókaútgáfan hefur gefið út bækumar Refurinn frábæri og Grútur og Gribba eftír Roald Dahl í þýðingu Ama Ámasonar. Refurinn frábæri er ein frægasta bamabók Roalds Dahl. Hún fjallar um Ref og fjölskyldu hans, sem eiga í vök að verjast vegna bændanna ill- gjömu, Vamba, Vembils og Vinguls. Þeir bændur hata Ref og em stað- ráðnir í að ná honum ásamt fjöl- skyldu hans, tilbúnir að skjóta, svelta eða grafa refina út. En sá snjalli og glæsilegi Refur tekur til sinna ráða. Fjöldi nýrra mynda eftir Tony Ross prýðir bókina. Grútur og Gribba em makalaust ill- gjöm hjón. Þau aðhafast frekar illt en ekkert og eiga apar og fugfar harma að hefna vegna illvirkja þeirra hjóna. Apinn Muggur mumpa og fuglinn Teikning eftir Tony Ross úr bðkinni Refurinn frábæri. Rólí-pólí hafa forystu um að apamir og fuglamir gera áætlun um að koma þeim hjónum á óvart með þeim hætti sem þau eiga skilið. Bráðskemmtileg- ar teikningar eftír Quentín Blake prýða bókina. ég man ekki eitthvað um skýin Sjón og Keli kaldi 1 samvinnu Út er komin hjá Máli og menningu ljóðabókin ég man ekki eitthvað um skýin eftir Sjón. Bókin er 43 blaðsíður að stærð og geymir 27 ljóð, sum örstutt, önnur lengri, og mynda þau samfelldan Ijóðabálk þegar að er gáð. Hér er vís- að jöfnum höndum í Jónas Hall- grímsson og súrrealismann, og leikur að hinu óvænta er sem fyrr aðals- merki höfundar. Sjón hefur að imd- anfömu fengist bæði við leikritun og sagnagerð; sfðasta bók frá hans hendi var skáldsagan Engill, pípuhattur og jarðarber (1989). ég man ekki eitthvað um skýin er hins vegar fyrsta Ijóðabók hans frá því safnið „Drengurinn með röntgenaugun" kom út árið 1986. Kápu gerði höfundur í samvinnu við Kela kalda. Bókin er unnin í prent- smiðjunni Odda hf. BLÁSKJÁR AViKTfRl f.TTI* FRANZ HOFFMANN Fræg barnasaga í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Bláskjár eftir þýska skáldið Franz Hoffmann í þýðingu Hólmfríð- ar Knudsen. Þetta er fimmta útgáfa sögunnar, en hún kom fyrst út á ís- lensku árið 1915. í kynningu Forlagsins segir: „Fáar sögur hafa notið jafn mikillar hylli meðal íslenskra bama og ævintýrið um Bláskjá, drenginn með bláu aug- un sem flökkufólkið rændi og vistaði hjá sér f dimmum helli. Ekkert þráði híinn heitar en að sleppa út til að sjá sólina — þó ekki væri nema einu sinni. Loksins rættíst sá draumur og Bláskjá tókst að flýja frá Svarta- Eiríki og hyski hans. En flótti drengsins hafði afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, ritar eftirmála þessarar nýju útgáfu þar sem hún fjallar um sög- una, segir frá höfundi hennar og hugleiðir þá þýðingu sem gamlar sögur geta haft fyrir nútímaböm. Hér fá eldri kynslóðir tækifæri tíl að rifja upp söguna um Bláskjá og kynna hana fyrir nýrri kynslóð bama." Bláskjár er 60 bls. í stóm brotí, prýdd myndum frumútgáfunnar. Ragnheið- ur Kristjánsdóttír gerði kápu. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Böövar Kvaran. Einar Sigurðsson. Islensk tímarit í 200 ár Nýtt hefti Breiðfirðings komið út Skrá um íslensk blöð og tímarti frá upphafi til 1973 er komin út Breiðfirðingur, tímarit Breiðfirð- ingafélagsins 49. árg. er nýlega kominn út. Af efni má nefna ýtar- lega grein eftir Jón Samsonarson um Snóksdal. Aftan við hana er prentuð nákvæm vísitasía Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1639. Þetta er 3. kirkjustaðurinn í Dala- sýslu, sem fengið hefur nákvæma umfjöllun í Breiðfiðingi. Ásgeir Bjarnason fyrrum alþingis- maður í Ásgarði skrifar um heimili foreldra sinna, Salbjargar Jóneu Ás- geirsdóttur og Bjama Jenssonar í Ásgarði. Ásgarður var lengi héraðs- miðstöð og er ekki ofmælt að heim- ilið hafi lengi verið víðfrægt. Krist- ján Benediktsson segir frá komu sinni sem unglingur að Ásgarði. Tveir menn segja frá dulrænni reynslu og sá annar þeirra sjó- skrímsli ásamt heimilsfólki sínu. Greinar eru um friðun æðarfugls 1849 og hina miklu biblíusöfnun Ragnars Þorsteinssonar. Einar Kristjánsson á grein um mjólkur- vinnslu í Dölum frá upphafi og einn- ig skrifar hann um skjalasöfnuna í héraðinu. Birt eru sýnishorn úr óprentuðum handritasyrpum séra Friðriks Eggerz ásamt korti hans af Skarðsströnd. Margt fleira er í heft- inu, svo sem kveðskapur m.a. eftir Einar á Hróðnýjarstöðum og fleiri. Margar myndir prýða heftið. Breiðfirðingur er elsta hérðasrit sem kemur út hér á landi og verður hálfrar aldar á næsta ári. Út er komið ritið „íslensk tímarit í 200 ár. Skrá um íslensk blöð og tímarit frá upphafi til 1973.“ Höf- undar eru Böðvar Kvaran, sem um áratugaskeið lagði stund á söfnun blaða og tímarita, og Einar Sigurðs- son háskólabókavörður. Skráin tekur til allra íslenskra blaða og tímarita, prentaðra og fjöl- ritaðara, sem til hefur náðst, allt frá því er fyrsta tímaritið, „Islandske Maaneds-Tidender" hóf göngu sína í Hrappsey 1773 og til ársins 1973, en það ár komu út 400 blöð og tímarit hérlendis. Heildarfjöldi rita í skránni er 3187, þar af eru rúmlega 700 fjölrituð. Er þetta í fyrsta sinni sem heildarskrá um íslenska tímaritaútgáfu birtist á prenti. Bókin skiptist í tvo hluta: 1. Aðal- skrá, þar sem ritin eru öll talin í einni stafrófsröð; 2. Skrá eftir út- gáfustöðum, þar sem færslur eru styttri og þær flokkaðar eftir heim- kynnum ritanna hverju sinni. Auk þess er inngangur, þar sem m.a. er tölulegt yfirlit yfir blaða- og tíma- ritaútgáfuna á umræddu tímabili. Þá fylgir innganginum einnig út- dráttur á ensku. Bókin er 225 blaðsíður. Reikni- stofnun Háskólans veitti aðstoð við tölvuvinnslu, Steinholt hf. prentaði og bókbandsstofan Flatey sá um bókband. Aðaldreifingaraðili er Þjónustu- miðstöð bókasafna, Austurströnd 12, Seltjamarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.