Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 28. nóvember 1991 Breskir vísindamenn bjóða dýraverndunarmönnum byrginn: Ráðast gegn villandi áróðri Linda McCartney er eindreg- iö andsnúin öllum vísinda- legum tilraunum meö lifandi dýr. Vísindamenn, sem hafa unnið til nóbelsverðlauna, og nokkrir þeirra, sem standa í fremstu röð í læknisfræðilegum rannsóknum í Bretlandi, eru reiðubúnir að hætta eigin öryggi þegar þeir búast til fyrstu opinberu herferðarinnar til að styðja tilraunir á lifandi dýrum á rannsóknastofum. Sérfræðingar, sem fram að þessu hafa neyðst til að framkvæma rann- sóknir sínar í leyni vegna ofbeldis og sprengjuhótana þeirra sem berj- ast gegn tilraunum á lifandi dýrum, hafa nú tekið höndum saman við átta stærstu styrktarfélögin við hina ýmsu sjúkdóma og myndað hóp til að kveða niður „villandi áróður“ þeirra sem taka virkan þátt í dýravemd. Dýravemdarmenn notfæra sér þekking- arskort almennings Vísindamennirnir óttast að dýra- réttindafólkið færi sér í nyt þekk- ingarskort almennings á því hversu mikilvægar tilraunir á lifandi dýr- um eru, og setji í hættu rannsóknir sem gætu leitt til þess að lækning finnist á eyðni, krabbameini og öðr- um sjúkdómum sem geta leitt til dauða. Sir James Black, prófessor í Iyfja- fræði við læknadeild King’s College sjúkrahússins í London, er áber- andi stuðningsmaður nýja hópsins, sem kennir sig við rannsóknir styrktarfélaga við ýmsa sjúkdóma. Hópurinn ætlar að hefja út- breiðsluherferð í skólum og meðal heimilislækna. „Ég verð að koma fram og teljast með,“ segir Black, sem árið 1988 vann nóbelsverð- launin í læknisfræði eftir að hafa fundið lyf gegn háþrýstingi, hjart- sláttartruflunum og magasári. „Þegar þaggað er niður í umræðu með því að gera fólk óttaslegið, ætt- um við að verða dauðhrædd," segir hann. Fulltrúar styrktarfélaga, sem leggja fram 171 milljón sterlings- punda á ári til læknisfræðilegra rannsókna, eru í hópnum og hann á áreiðanlega eftir að vekja æstustu umræðu, sem enn hefur komið upp um siðfræði tilrauna á meira en þrem milljónum dýra á ári, aðallega rottum og músum. Hræðast ekki hótanir herskárra dýravemdarsinna Stofnendur hópsins segjast vera reiðubúnir að hætta á að verða teknir á „árásarlistann", lista her- skárra yfir skotmörk baráttumanna gegn kvikskurði. í fyrra náði hrina slíkra árása á vísindamenn hámarki í sprengingu í Bristol, sem særði al- varlega 13 mánaða gamlan son dýrasálfræðings. Heimili Sir Johns Vane prófessors, sem hlaut nóbelsverðlaunin 1982 fyrir vinnu sína að meðferð hjarta- og heilablóðfallssjúklinga, varð fyr- ir eldsprengjuárás dýraverndunar- manna fyrir fjórum árum. Hann hefur nú tekið til máls til varnar vísindaaðferðum sínum: „Ekkert nýtískulegt lyf eða bólueftii, sem nú er á markaði, væri þar ef ekki hefðu verið notuð dýr við tilraunimar." Margir vísindamenn hafa áhyggjur vegna þeirra rita um dýravernd, sem dreift er í skólum. Sir Walter Bodmer, yfirstjórnandi krabba- meinsrannsóknarsjóðs og forseti erfðarannsóknastofnunar, sagði að nemendur væru berskjaldaðir fyrir einhliða upplýsingum. „Sum svo- kölluð dýraverndunarfélög pakka skilaboðum sínum inn í efni sem á samleið með umhverfisverndar- málum, eins og að bjarga dýrum í útrýmingarhættu. Það er gefið til kynna að hvert það bam, sem ekki aðhyllist skoðanir þeirra, en þ.á m. er að banna allar læknisfræðilegar rannsóknir þar sem dýr koma við sögu, sé að veita stuðning við að sýna dýrum grimmd," segir hann. Munur á nauðsynlegrí og ónauðsynlegri tilraunastarfsemi Sue Townsend rithöfundur, sem er sykursýkissjúklingur, er í hópi þeirra sem hafa notið góðs af rann- sóknum með dýr. Þar til fyrir skömmu var aðeins hægt að vinna insúlín úr skepnum, en lyfið hefúr bjargað lífi milljóna sykursjúk- linga. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé svíninu afar þakklát. Þetta er ekki mál, sem er hægt að draga upp annað hvort í hvítu eða svörtu. Én það liggur í augum uppi að ef um Leyndardómurinn um týnda silfrið leystur Einn helsti leyndardómur breskrar fornleifasögu — hvarfið á óvenjulegri rómverskri gersemi fyrir tveimur og hálfri öld — hefur verið leystur af hópi vísindamanna í London, fornleifafræðinga og forngripasala. Það var plægingamaður sem árið 1729 fann fyrsta rómverska silfur- dýrgripinn, sem nokkru sinni hefur fundist á Bretlandseyjum svo vitað sé. Gripurinn fannst grafinn í akri í sýslunni Derbyshire í Englandi. Það fór þó svo að eftir að frægur 18. aldar fornminjafræðingur, William Stukeley, hafði rannsakað dýrgripinn að hluta til — 10‘A punds þungan bakka úr hreinu silfri — hvarf hann. Nú, 262 árum síðar, hefur bakkinn — einasti þekkti stór kirkjudiskur ffá tímum Rómverja í Bretlandi og einhver mikilvægasti listgripur landsins, ef svo má segja, aftur komið í leitirnar. Samkvæmt frásögn í nýjasta tölu- blaði fornleifafréttaritsins Minerva, sem gefið er út í London, var komið með nákvæma 18. eða 19. aldar eft- irlíkingu af horfna dýrgripnum á skrifstofúr fornminjagallerísins Seaby’s í London fyrr á þessu ári. Svo virðist, sem bakkinn hafi legið á hliðarborði á venjulegu heimili í miðhéruðum Englands í margar kynslóðir, án þess að nokkur gerði sér grein fyrir um hvaða dýrgrip væri þar að ræða. Eftir að bakkinn kom aftur í leit- irnar á líðandi ári, var tilveru hans haldið vandlega leyndri á meðan breski vísindamaðurinn dr. Anna Bennett við fornleifastofnunina í London og starfslið British Muse- um gerðu rannsóknir til að ákvarða aldur hans, nákvæmlega ástæðuna til þess að eftirlíking var gerð á 18. öld og hvað kynni að hafa orðið af upphaflega rómverska diskinum frá fjórðu öld. Fornleifafræðingar Sea- by’s, dr. Jerome Eisenberg og forn- leifafræðingurinn Peter Clayton, ritstjóri Minerva, þekktu diskinn aftur þegar eigandi hans sendi ljós- mynd af honum til gallerísins. Éftir nákvæma vísindalega könn- un, þ.á m. gaumgæfilega smásjár- og röntgenskoðun, komust vísinda- mennirnir og fornleifafræðingarnir að þeirri niðurstöðu að mót hefði verið gert af upphaflega rómverska diskinum — sem var í fjölmörgum brotum þegar hann fannst 1729 — diskurinn síðan bræddur og endur- steyptur. Merki um lóðanir á endurfundna og endursteypta diskinum sýna að upphaflegi rómverski diskurinn hafði brotnað í 26 hluta — senni- lega af völdum plægingamannsins sem vitað er að fór yfir hann með Rómverski silfurdiskurinn endurfundinn sem afsteypa frá 18. öld. plógi sínum. Plægingamaðurinn kann að hafa skipt fundi sínum með vinum — vegna þess að Stukeley tókst ekki að skrá nema 7 brotanna. Hins vegar lítur út fyrir að hús- freyjunni á hefðarsetrinu, lafði As- ton, hafi lánast að safna saman öll- um brotunum 26 og að hún, eða einhver eftirkomandi hennar, síðan reynt að fá þeim raðað saman. Vegna þess hversu ákaflega brot- hætt stykkin eru — Stukeley tók það sérstaklega fram — virðist hafa reynst ómögulegt að setja þau sam- an og lítur út fyrir að þá hafi verið ákveðið að endursteypa diskinn, og nota upprunalega silfrið til þess

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.