Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28 . nóvember 1991 Tíminn 5 Utanríkisráðherra sakaður um að hafa leynt utanríkismálanefnd, Alþingi og þjóðina um forsendur EES-samnings: EB FULSAR VIP LANG- HALA OG VILL KARFA Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að mjög erfitt yrði að fá Evrópu- bandalagið til að sætta sig við að langhali en ekki karfi yrði uppistaðan í þeim kvóta sem samningar íslands við bandalagið gera ráð fyrir að það fái að veiða á Islandsmiðum. Jafn- framt var upplýst á þinginu að ekkert „Við teljum okkur ekki lengur geta gefið einhverja innantóma óútfyllta yfirlýsingu um það að við styðjum EES-samkomulagið þegar við rek- um okkur á það að það sem okkur var sagt í október á sér enga stoð í raunveruleikanum," sagði Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF. í kjölfar frétta af því að EB hyggist ekki standa við þá samninga sem ut- anríkisráðherra og samningamenn hans töldu sig hafa náð um aðild ís- lands að EES, sendi samstarfsnefhd atvinnurekenda í sjávarútvegi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að samstarfsnefndin sjái sér ekki annað fært en að faila frá stuðningi við EES-samkomulagið þangað til allar upplýsingar liggja fyrir í rituðu máli um einstök samningsatriði þannig að hægt sé að leggja raun- hæft mat á efnisatriði samningsins. Þetta sé óhjákvæmilegt nú vegna þess að í ljós sé komið að eitt mikil- vægasta atriði samningsins, skipti á veiðiheimildum, sé nú túlkað með ítrustu hagsmuni Evrópubandalags- ins í huga. Jafnframt sé komið í ljós að Evrópubandalagið sé ekki tilbúið til að staðfesta ýmis atriði sam- komulagsins sem voru forsendur stuðnings samstarfsnefndarinnar, nema að íslendingar gangi að ítr- ustu kröfum EB um veiðiheimildir. Þá sé auk þess óljóst um nánari út- hefur veríð sett niður á blað í viðræð- um við EB um að íslendingar fái toil- frelsi á saltsfldarílök og veruleg hætta værí á að ekki yrði staðið við loforð um tollfrelsi á saltsfldarflök- um. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár á þingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon (Alb.) hóf umræðuna og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF. færslu á tvíhliða samningi EB og ís- lands um sjávarútvegsmál. Magnús Gunnarsson gagnrýnir harðlega á hvern hátt utanríkisráð- herra hefur staðið að því að kynna samningana og aðdraganda þeirra fyrir hagsmunaaðilum í sjávarútvegi og alþjóð, einkum hvað varðar veiði- heimildir til EB upp á 3 þúsund tonn; 900 tonn af karfa og afganginn lang- hala. Þá hafi ráðherrann lýst því yfir að náðst hefðu samningar um sfldar- flök. Hvorugt virðist nú raunin. sagði að nú hefði verið upplýst að ein af forsendum EES-samningsins, eins og hann hefði verið kynntur fyrir þjóðinni, stæðist ekki. Steingrímur sagðist óttast að það væri „Viðeyjar- ffágangur" á þessum samningi öll- um. Steingrímur spurði hvort þetta hefði áhrif á afstöðu ríkisstjómarinn- ar til samningsins og hvort samn- Á fundi sem samstarfsnefndin hefði verið boðuð á í gær með ráðherra hefði mönnum verið tilkynnt að óhjákvæmilegt væri að gefa eftir með karfann því annars fengjust ekki ívilnanir íýrir sfldina. „Þannig er ljóst að menn eru í hörku samn- ingaviðræðum ennþá og Evrópu- bandalagið greinilega að byrja að rúlla þeim upp. Þá hljótum við að spyrja að fyrst að þetta er allt óklárt, bæði í sambandi við skiptingu á veiðiheimildum og aðra þætti eins og útflutningsmál í sambandi við aflamiðlun, - í sambandi við skil- greiningu á saltflökunum í sfldinni og ýmsum öðrum þáttum þá hlýtur sú spurning að vakna hve margt annað er óklárt og okkur hefur ekki verið sagt frá“? sagði Magnús. Hann minnti ennfremur á að eftir áramótin hefði átt að fara í að semja um veiðisvæði, eftirlit, veiðitíma og skipafjölda og veiðarfæri. Væru stjórnvöld komin á bullandi undan- hald nú, væri útlitið í tvíhliða samn- ingaviðræðunum tvísýnt. „Kjarni málsins er sá að það er bú- ið að kynna þetta mál ranglega fyrir okkur og þjóðinni allri. Það hefur verið sköpuð jákvæð stemning fyrir því á fölskum forsendum. Þess vegna þarf að endurmeta það allt,“ sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri FÍS. -sá ingamenn íslands hefðu fengið um- boð til að undirrita hann. Utanríkisráðherra sagði að engin breyting hefði orðið á afstöðu stjóm- arinnar til samningsins og samninga- menn íslands hefðu ekki fengið um- boð til að undirrita hann. Undirritun mundi ekki fara fram fyrr en 13. des- ember. Jón Baldvin sagði að ekkert hefði breyst í þessu máli. Alla tíð hefði verið vitað að EB sóttist eftir að fá að veiða karfa, en ekki langhala við ís- land. Hann sagði þetta koma td. skýrt fram á minnisblaði sem dreift var í samstarfsnefnd atvinnurekenda 22. október. Ráðherrann sagðist ekki geta svarað því hvort frekar breyting- ar yrðu á samningnum. Halldór Ásgrímsson (Frfl.) sagði að utanríkisráðherra hefði kynnt málið með þeim hætti að langhali yrði 70% kvótans. Hann sagði vel hugsanlegt að sú umræða sem fram fór hér heima eftir að utanríkisráðherra kom sigurreifúr heim frá Luxemborg og rætt var um að íslendingar hefðu fengið allt fyrir ekkert, hefði haft nei- kvæð áhrif á stöðu íslendinga í samn- ingunum við EB. Halldór sagðist ótt- ast að það næsta sem gerist í þessu máli verði að ekkert tollfrelsi fáist fyr- ir saltsfldarflök. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl.) upplýsti að í þeim texta sem utanríkismálanefnd hefði fengið í hendur væri ekkert að finna um saltsfldarflökin. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, sagði að fyrir fyrri Luxemborg- arfundinn hefði ísland lagt fram til- boð um að EB fengi að veiða 3000 tonn af karfa við ísland og 70% af honum yrði langhali. Þessu tilboði hefði EB ekki mótmælt. Á síðari Lux- emborgarfundinum hefði EB hins vegar þrýst á um að karfahluti kvót- ans yrði aukinn. Þorsteinn sagði að við hefðum enn tíma til að semja um þessi mál. Ingibjörg Sólrún sagðist telja að þessi uppákoma sé bara sú fyrsta af mörgum því að margt sé óljóst í EES- samningunum. Hún sagði þetta vís- bendingu um það sem koma skal. EB muni ávallt geta sótt á með því einu að mótmæla. Aðstaða íslands til að andæfa verði ávallt mjög veik. Undir þetta tóku fleiri þingmenn. Ingibjörg Sólrún sagði að utanríkisráðherra hefði sagt í utanríkismálanefnd að EB þrýsti á um að fá karfahlutinn í kvót- anum aukinn, en að það mundi ger- Vom samningamir sem hann náði, alls engir samningar? Jón Baldvin Hannibalsson átti í vök að verjast í umræðum á Al- þingi í gær um EES- samning- ana. Tfmamynd: Áml BJama. ast síðar á því tíu ára tímabili sem samningurinn á að gilda. Endumýja á samninginn árlega. Steingrímur Hermannsson (Frfl.) lýsti óánægju sinn með að utanríkis- málanefnd skyldi ekki hafa verið upp- lýst um stöðu málsins, en í a.m.k. flórar vikur hafa samningamenn ís- lands og utanríkisráðherra verið að þrátta um þetta mál við EB. Á fundi sem haldinn var í utanríkismálanefnd fyrr í vikunni var sérstakur liður um frágang EES-samninga. Utanríkisráð- herra nefrídi þetta mál ekki einu orði á þeim fundi. Það kom fram í umræð- unum að formaður utanríkismála- nefrídar kom alveg af fjöllum og vissi ekkert um kröfú EB. Ólafúr Ragnar Grímsson (Alb.) og fleiri þingmenn sögðu að utanríkis- ráðherra hefði leynt nefndina, þingið og þjóðina um stöðu málsins og kynnt það fyrir þjóðinni á fölskum forsendum. Ýmsir þingmenn vitnuðu til yfirlýs- ingar samstarfsnefndar atvinnurek- enda í sjávarútvegi, en þar lýsir nefndin því yfir að hún láti af stuðn- ingi við EES- samninginn. Sérstaka athygli vakti að Eyjólfúr Konráð Jóns- son (Sjfl.), formaður utanríkismála- nefrídar, sá ástæðu til að lýsa yfir sér- stakri ánægju með þessa yfirlýsingu samstarfsnefndarinnar. -EÓ Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi hefur glatað trausti á samningana um EES og styður þá ekki meir: Jákvæð stemning á fölskum forsendum Þingmenn spyrja um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, en fá engin svör: Það vantar forystuna Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, spurði for- sætisráðherra um væntanlegar aðgerðir í efnahagsmálum á Alþingi í gær. Svör ráðherrans voru fátækleg. Hann sagði að von væri á að- gerðum innan ekki langs tíma, en sagði ekkert um í hverju aðgerð- imar yrðu fólgnar. Ágreiningur virðist vera í ríkisstjóminni um að- gerðimar. Þingmenn kölluðu eftír forystu í ríkisstjóminni. Halldór sagði að ráðherrar í ríkis- stjóminni hefðu verið með misvís- andi ummæli um fyrirhugaðar efna- hagsráðstafanir og með þeim hafi verið sköpuð óvissa. Ekki hafi dregið úr óvissunni þegar fréttist að tillög- ur sjávarútvegsráðherra hefðu ekki fengist ræddar í ríkisstjóminni á þriðjudag. Halldór spurði forsætis- ráðherra hvort ágreiningur sé í rík- isstjóminni. Davíð sagði að ekki væri hægt að draga að tilkynna ráðstafanir í margar vikur og þess yrði ekki langt að bíða að þær yrðu tilkynntar. Hann svaraði í engu spurningum Halldórs um hvaða tillögur lægju á borði ríkisstjómarinnar, en gagn- rýndi fyrri ríkisstjórn fyrir stjórn efnahagsmála. Svavar Gestsson (Alb.) sagði að í síðustu viku hefði forsætisráðherra sagt að aðgerðirnar yrðu tilkynntar í þessari viku. Nú segi ráðherrann að ótímabundin bið verði eftir aðgerð- um. Guðni Ágústsson (Frfl.) gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir vaxta- stefnu hennar og jafnframt sendi hann stjómendum lífeyrissjóðanna tóninn og sagði að þeir töluðum með tungum tveim. Jóhannes Geir Sigurgeirsson (Frfl.) sagði vanta alla forystu í þessa ríkis- stjórn. „Þegar kemur að umræðum um efnahagsmál kemur í ljós að þar er engin forysta af hálfu forsætisráð- herra. Hann var fyrir rúmri viku síð- an píndur til að gefa yfirlýsingu um að það yrði gripið til aðgerða, eftir fund í ráðherrabústaðnum. Hann snýr við blaðinu í útvarpsviðtali í gær um leið og hann hittir sjávarút- vegsráðherra, flokksmann sinn og samráðherra. Nú er svo komið að þjóðin hefur algerlega misst trúna á það að ríkisstjórn sé fær um að leysa úr aðsteðjandi vanda," sagði Jó- hannes Geir. Halldór Ásgrímsson sagðist vera óánægður með svör forsætisráð- herra og krafðist þess að hann svar- aði spurningum sem til hans væri beint. Halldór sagði útilokað fyrir ráðherrann að spila út þetta kjör- tímabil sömu plötuna um að við- skilnaður fyrri ríkisstjórnar hafi ver- ið slæmur. Ráðherrann komist ekki hjá því að taka á vandanum. Halldór sagði að vandinn væri ekki allur nú- verandi ríkisstjórn að kenna. Afla- heimildir hafi minnkað og ýmislegt fleira hafi gengið á móti okkur. Við þessu verði að bregðast. Davíð Oddsson sagðist skilja að Halldór vildi ekki ræða viðskilnað fyrri ríkisstjórnar. Hann vék síðan nokkrum orðum að viðskilnaðinum og fór síðan úr pontu. Þingmenn voru almennt undrandi yfir því hve lítið kom fram í svörum Davíðs. At- hygli vakti að Þorsteinn Pálsson tók ekki þátt í umræðunum. Frá Tryggingastofnun: Við útborgun bóta almanna- trygginga fyrir desember er greidd 20% uppbót á telqutrygg- lngu, helmllisuppbót og #ér- staka heimilisuppbót. Aðrar bætur breytast ekki frá því sem verið hefur. Uppbótin er greidd til samræm- Is við desemberuppbót launþega. Vakin er athygli á að uppbótln kemur ekld fram sem sérstakur liður á greiðsluseðll Ufeyrisþega, heldur sem hækkun á bótafiokk- unum þremur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.