Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhusinu v TrYggvogotu S 28822 Lausnin er: Enzymol Nýtt í Evrópu :r. ' WV J EUQO-HAIR Islandi ■ Engin’ hárígræðsla ■ Engingerfihár Engin lyfjameðferð Einungis tímabundin notkun Eigið hár með hjálp lífefna-orku ©91 -676331e.ki.t6.oo Áskriftarsími Tímans er 686300 Tíminn FIMMTUDAGUR 28. NÓV. 1991 Viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun helsti hagstjórnarvandi á næstunni: SPÁÐ 1 I8I 1 L LJ A ÐA VIÐSKIPTAHALLA í ÁR Þjóðhagsstofnun vekur sérstaka athygli á tveim atriðum, minni landsframleiðslu og auknum viðskiptahalla, í nýrri endurskoðun á þjóðhagsspárinnar. Vegna meiri neyslu en áætlað var er talið að landsframleiðsla verði nokkru meiri á þessu ári en reiknað var með. Á hinn bóginn er nú, vegna frestun- ar álvers og lakari viðskiptakjara, bú- ist við að Iandsframleiðslan verði 3,6% minni og þjóðartekjumar 5,7% minni árið 1992 en 1991, í stað 1,5% og 3,1% samdráttar í fyrri spá. Þá blasir nú við mun meiri viðskipta- halli, eða rúmlega 18 milljarðar í stað 13,7 sem spáð var í október. Ástæðan er meiri innflutningur og samdrátt- ur í útflutningi. Viðskiptahalli og er- lend skuldasöfriun eru því sögð helstu vandamálin á sviði hagstjóm- ar á næstunni. Þjóðhagsstofnun rifjar upp að í inn- gangi að þjóðhagsáætlun í október hafi áhersla verið lögð á það að end- urskoðun efnahagsáætlana ríkis- stjómarinnar væri óhjákvæmileg ef ekki yrði af byggingu álvers. Þessi endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir næsta ár er samt sem áður byggð á óbreyttri efnahagsstefnu. Niðurstöð- ur hennar geti því breyst þegar ákvarðanir hafi verið teknar varðandi óhjákvæmilega endurskoðun efna- hagsstefnunnar. Af þeim ástæðum var Þórður Friðjónsson spurður hvers vegna ekki hefði verið hinkrað með endurskoðun spárinnar. Eða gerir Þjóðhagsstofnun e.Lv. ekki ráð fyrir að ríkistjómin grípi til neinna aðgerða? Nauðsynlcgt að hafa forsend- umar á borðinu... „Við töldum afar mikilvægt að þessi spá kæmi fram nú, af tveim ástæð- um. í fyrsta lagi er verið að taka mik- ilvægar ákyarðanir í kringum ríkis- fjármálin. í öðm lagi þá hafa breyt- ingamar orðið óvenjulega miklar á mjög skömmum tíma; með frestun álversframkvæmdanna og einnig því að horfur í alþjóðaefhahagsmálum em einfaldlega verri en áður var reiknað með og lægra verð m.a. á áli og kísiljámi. Auk þess hefur sam- dráttur í hvers konar útflutningsiðn- aði orðið meiri heldur en reiknað var með. Allar þessar forsendur er nauð- synlegt að menn hafi á borðinu hjá sér þegar þeir mynda sér skoðun á því hvað og hvemig eigi að bregðast við þessu“. Fjárlagahallinn meiri en 4 milljaröar nema... Þórður segir nú verið að taka mjög mikilvægar ákvarðanir m.a. á sviði ríkisfjármálanna, með afgreiðslu ffumvarps til fjárlaga. Hvemig sú af- greiðsla endanlega verður, geti haft áhrif á niðurstöðu þessarar spár. Af því sem gerst hefúr núna undanfam- ar vikur og mánuði frá því að áætlan- ir vom teknar saman fyrir fjárlaga- ffumvarpið og þjóðhagsáætlun sé augljósL að þær hafi m.a. breyst á þann veg, að markmiðið um 4 millj- arða halla á fjárlögum náist ekki mið- að við áform í fjárlagafrumvarpi. Meiri halli liggi að baki. Verði því að grípa til ýmissa ráðstafana ætli menn að ná þeim markmiðum sem þeir settu sér í frumvarpinu. Einkaneyslan eykst 5% í ár í Ijósi upplýsinga um veltu og inn- flutning neysluvara þykir Þjóðhags- stofnun nú einsýnt að einkaneysla muni aukast um 5%, eða tvöfalt meira en reiknað var með í þjóð- hagsáætlun, þrátt fyrir að ráðstöf- unartekjur aukist ekki umfram fyrri áætlun. „Aukning einkaneyslunnar kemur því að mestu fram á kostnað minnkandi spamaðar heimilanna", segir Þjóðhagsstofnun. En þýðir þetta ekki jafnframt að við erum einfaldlega að stórauka innflutning neysluvara sem við borgum fyrir með erlendum lánum? „Jú, það er ósköp einfalL Viðskipta- halli er meiri en spáð var og við- skiptahalla verður að fjármagna og það verður ekki gert nema með ein- hverskonar erlendri lántöku. Það er beint samhengi þarna á milli“, svar- aði Þórður. Til lengdar þá nemi er- lendar lántökur einfaldlega mjög svipaðri tölu og nemur viðskipta- hallanum, þ.e. nýtt fjármagn sem við þurfum til þess að fjármagna neyslu okkar umfram þjóðartekjur. Eftir þessa endurskoðun er hins vegar reiknað með að fjárfestingar aukist minna á þessu ári en áður var spáð. En spá um samneyslu stendur óbreytt. Snöggur bati ekki t augsýn... Varðandi horfumar fyrir 1992 seg- ir Þjóðhagsstofnun m.a. að frestun álvers fylgi 1,3% minni landsfram- leiðsla en ella. Þar við bætast verð- lækkun á áli og kísiljámi ásamt minni útflutningi iðnaðarvara og eldisfisks, sem alls dregur lands- framleiðsluna niður 2% meira en reiknað var með, eða um 3,6% á næsta ári, sem áður segir. Vegna rýmunar viðskiptakjara verður samdráttur þjóðarteknanna síðan enn meiri, að um 5,7% á næsta ári. í endurskoðaðri spá er sömuleiðis reiknað með verulegum samdrætti þjóðarútgjalda (6%), einkum sök- um 12% samdráttar í fjárfestingu með frestun álversframlwæmda. Af því leiðir einnig að innflutningur minnkar rúmlega 6% umfram fyrri spár, eða alls um 9,7% milli ára. Viðskiptahalli er því talinn minnka heldur, eða í 4,2% af landsfram- leiðslu á næsta ári, í stað 4,9% halla sem nú stefnir í á þessu ári. Um 800 fleiri atvinnu- lausir... Mun dekkri horfur í atvinnumál- um en áður var talið em óhjá- kvæmileg afleiðing aukins sam- dráttar, að sögn Þjóðhagsstofhunar. Nú er talið að atvinnuleysi gæti orð- ið um 2,6% af mannafla á næsta ári í stað 2% sem talið var áður. Sá mis- munur svarar til 750-800 færri árs- verka. Tekið er fram að þessi spá sé þó mikilli óvissu háð. En varðandi breytingar frá fyrra ári skipti mun minni umsvif í byggingarstarfsem- inni mestu máli. - HEI Uppnám á Alþingi vegna ummæla um kaup á nýrri björgunarþyrlu: DAVIÐ FORDÆMIR INGA BJORN „Ég vil taka það fram að mér þótti og þykir enn að framkoma þingmannsins við umræður hér um þyrlumálið á mánudaginn var, hafi verið þingmanninum til vansa og að ég hafi síst tekið of sterict til orða í þeim efnum," sagði Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, á þingi í gær og vísaði þar til ummæla sem hann lét falia í flölmiðium í fyrradag um að ræða sem Ingi Bjöm Albertsson fiutti á AÍþingi um þyrlukaup hefðu verið ódrengileg og ósmekkieg. Það er vægt til orða tekið þó sagt sé að uppnám hafi verið á þingi vegna þessa máls. Ingí BjÖm gagnrýndi haricaiega ríkisstjórnina á mánudaginn fyrir framgöngu í hinu svokallaða þyriukaupamáii. í fyrradag sagði Davrð í samtaii við fjölmiðla að þessi ummæli Inga Bjöms hefðu verið ósmekkleg og óviðeigandi á þessari sorgarstundu. Þetta varð til þess að Ingi Björa krafðlst ut- an dagskrár umræðu á þingi i gær. Forseti þings íélist á að leyfa um- neðuna og tók að sér að ræða við forsætisráðherra um málið. Venja er aö þingmenn ræði sjálfir við ráðherra um slíkar beiðnir, en Ingi BjÖra mun ekki hafa treyst sér að ræða við Davíð vegna þessa máls. Davíð neitaði hms vegar að ræða málið á þingi og ákvað for- seti þings þá að leyfa ekki umræð- una. Við upphaf þingfundar í gær sté Ingi Björn í pontu og sagði að for- seti gætí ektó meinað sér að nýta rétt sinn til að ræða mál utan dag- skrár. Undir þetta tóku fleiri þing- menn og bentu á að samkvæmt þingsköpum hefðu þingmenn ótvíræðan rétt til að tjá sig utan dagskrár. Þingmenn sögðust ekki geta sætt sig við að fordæml væri skapað fyrir því að þessi réttur væri tetónn af þeim. Ingi Björa spurði; „Hver stjóraar eiginiega þinginu?" og gaf þar með í skyn að það væri forsætisráöherra en etód forseti þingsins. Á endanum var gert þinghlé í háiftfma og í því féllst forseti á að Ingi Björn fengi að ræða málið ut- an dagskrár. Það gerði hann síðan og krafðist afsökunar firá forsæt- isráðherra. Hana fékk hann ektó, heldur herti ráðherrann frekar á fordæmingu sinni á ummælum Þoir vönduðu ekki hvorum öðrum kveðjumar flokksbrasðurnir Ingi Bjöm Albertsson og Davíð Oddsson á Alþingí f gær. Timamynd: Aml Bjama. Inga Björas. björgunarmái fyrir ísiendinga og armið rítósstjómarinnar í þessu Ingi Björn óskaði ennfremur rétt væri að fresta þyrlukaupum. máli í umræðum sem fóru fram skýringa frá forsætisráðherra á Davíð svaraði þessu ektó beint en um það á Aiþingi síðastllðinn ummæium hans um að hugsan- sagði að dómsmáiaráðherra og mánudag. -EÓ lega gæti varaariiðið tekið að sér iðnaðarráðherra hefði túlkað sjón-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.