Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 28. nóvember 1991 Mikligarður hefur hafið nýja sókn í smásöluverslun á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið hefur tekið leiðandi hlutverk á markaðnum með margvíslegum nýjungum. Björn Ingimarsson framkvæmdarstjóri: Ætlun Miklagarðs að vera leiðandi en ekki fylgandi Björa Ingimarsson framkvæmdarstjóri Miklagarðs, segir að opnun Lágmarks í Miklagarði og tveggja 11-11 verslana, hafí tvímælalaust fært Miklagarð inn á kortið á ný í verslun. Viðbrögð viðskiptavina við nýjungunum séu góð og nú sé íyrirtækið í sókn. Bjöm Ingimarsson segir að viðskipta- vinir Miklagarðs hafi tekið mjög vel í þá nýju þjónustu sem fyrirtækið hóf að veita með því að bjóða upp á svokallað „Lágmark". „Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og það sem þau hafa sagt okkur er að Lágmarkið á fullan rétt á sér. Það hefur verið mikil verslun og ös þann tíma sem Lágmarkið hefur verið opið. Við höfum verið að fikra okkur áfram með pakkningar og vörur í Lág- markinu, því við renndum dálítið blint í sjóinn, með hvað það hentaði. Við höfum séð að fólk er að sameinast f innkaupum því margar af þeim vörum sem við bjóðum upp á eru í stórum pakkningum, en það sem við höfðum í huga, var að höfða til hópa sem væru tilbúnir að versla f sameiningu." sagði Bjöm Ingimarsson framkvæmdar- stjóri í samtali við Tímann. Hann sagði ennfremur að enn væri verið að skoða hvaða hlutir gætu hent- að í Lágmarkinu. Þar væru þó ekki bara vörur í stórum pakkningum, því sumar af þeim vörum sem fólki stæði til boða, væru seldar í einingum, ýmist merkjavörur eða þær vörur sem fyrir- tækið næði á góðum verðum með eig- in innflutningi. Einnig er boðið upp á svokallaða sérvöru, fatnað, raftæki, gjafavöru og leikföng. Sem dæmi um þetta þá hefur í Lágmarki verið að finna ýmis raftæki, s.s. örbylgjuofna á innan við 13.000 krónur og útvörp á góðu verði, en þar væru á ferðinni mjög góð merki. Hann sagði ennfrem- ur, aö pappírsvaran seldist mikið þessa dagana, þ.e.a.s. salemispappír og eld- húsrúllur og bökunarvara, enda byði fyrirtækið upp á mjög góð verð í þess- um vöruflokkum. Bjöm Ingimarsson sagði að vöruval Lágmarks yrði lagað að árstíðum, þannig að nú væru ráðandi vörur vegna baksturs og matargerðar og leik- föng og gjafavörur væm áberandi í sér- vöruhlutanum. Að sögn Bjöms hefur innkaupafólki fyrirtækisins verið gert að hafa augun opin fyrir innkaupum á vömm, sem væm á því verði, að hægt yrði að bjóða upp á f Lágmarki. Hann sagði enn- fremur að fyrirtækið myndi ekki binda sig við neina ákveðna línu í Lágmarki og að fólk sem kæmi í dag gæti ekki treyst því að sama vara væri þar nokkr- um dögum síðar. „Viðskiptavinir geta hins vegar alveg treyst því að við emm ekki að selja í Lágmarki neina mslvöm, tjónavöm eða losa okkur við einhver vandamál úr versluninni. Við komum til með að bjóða upp á hágæðavömr og emm að bjóða því fólki sem vill versla í magni, upp á hágæðavömr á besta fáanlegu verði, þegar varan er sett í rekkann. Við höfum orðið var við það, að á þessum fyrstu dögum Lágmarks, höfum við lækkað vemlega vömverð hjá ákveðn- um kaupmönnum í bænum og því hef- ur Lágmark strax haft jákvæð áhrif fyr- ir neytendur. Sumir kaupmenn hafa gefið út þá yfirlýsingu að þeir ætli allt- af að vera með lægstu verðin og ég geri ráð fyrir að þeir fylgist sérstaklega með því sem við emm að gera.“ sagði Bjöm Ingimarsson Mikligarður hf. hefur nýlega hafið rekstur verslunarkeðjunnar 11-11 og hefur nú þegar opnað tvær verslanir undir því nafni, á Grensásvegi og í Forsvarsmaður Laugavegssamtakanna telur: Innkaupaferðir erlendis hafa áhrif á jólasölu Jón Asbergsson, forstjóri Hagkaupa, segir í samtali við Túnann að hann geti ímyndað sér, án vísindalegrar könnunar, að salan í nóvember í fatn- aði og í gjafavöru, sé allt að 20% minni heldur en hún var í fyrra. „Hins vegar tel ég að það verði jól á íslandi eins og áður“, segir Jón. „Þetta em áhrif þessara miklu utan- landsferða á smásölu á íslandi og smá- salan nú í nóvember hefur liðið fyrir þessi miklu innkaup erlendis. Sömu krónunni er ekki eytt tvisvar. Þetta er einkum og sér í fötum og í gjafavöru. Þetta hefúr engin áhrif sölu á mat- vöm, búsáhöldum eða húsgögnum", erálitJóns. Aðspurður segir Jón að hér áður fyrr hafi verið takmarkanir á opnunartíma verslana, af hálfú borgaryfirvalda og vegna kjarasamninga. Tákmarkanim- ar hafa verið teknar út úr borgarsam- þykktum, en í kjarasamningum er gert ráð fyrir því að verslanir séu lok- aðar á sunnudögum. ,Ateð því að hafa opið á sunnudögum emm við raun- vemlega að fylgja í fótspor annarra. Það hafa verið opnar búðir vestur í bæ, í Garðabæ og Hafnarfirði og nú síðast þessar klukkubúðir svokölluðu. ^ Við fylgjum bara í þeirra fótspor. Ef fólk vill vinna þá vinnur það. En ef fólk vill túlka kjarasamningana stranglega þá er þetta ekki heimilt Við höfum haft opið í tvígang á sunnudegi, en það á eftir að formast betur hvemig þessari vinnu verður dreift, en ætlun- in er að hafa opið á sunnudögum í framtíöinni", segir Jón. Jón Sigurbjömsson, forsvarsmaður Laugavegssamtakanna, segir í samtali við Tímanna að búðir á Laugavegin- um verði opnar tvo sunnudaga í des- ember, þann 15. og 22. Jón segir aðspurður að það sé greini- legt að sala hafi að undanfömu dregist saman vegna innkaupaferða erlendis. „Það gefúr auga leið og við þurfum ekkert að neita því. Innkaupaferðimar munu alveg ömgglega hafa áhrif á jólasöluna, en þó misjafnlega eftir teg- undum verslana. Þetta á við ódýrari fatnað, bamafatnað og mögulega leik- föng, en það er td. engin virðisauka- skattur á bamafatnaði í Engalndi. Ég er mjög svartsýnn yfir þessu öllu sam- an. En málið snýst um meira en þetta. Ef Qölskyldur eyða 100 til 200 þús- undum erlendis, þá verður ráðstöfun- arfé hér heima miklu minna og það verður samdráttur í öllu. Það em fleiri hundmð milljónir sem fólk er að eyða í útlöndum", segir Jón. Jón segir að stjómmálamenn verði að skoða þessi mál. Enn fremur þurfa margir kaupmenn að taka sig á og gerabetriinnkaup. js. Bjöm Ingimarsson framkvæmdastjóri Miklagarös hér við hillurnar í „Lágmarki" í Miklagarði við Sund. Þverbrekku. Bjöm segir að gengi þeirra verslana hafi farið fram úr björt- ustu vonum sínum. Verslanimar væm hverfaverslanir og væm og ættu að vera með sama verð og í Miklagarði. Bjöm sagðist finna það hjá viðskipta- vininum, að fyrirtækið væri í sókn. Fyrirtækið væri að selja meira en áður og staða þess á smásölumarkaðnum væri sterkari en fyrir nokkmm misser- um síðan. Fyrirtækinu hefði reyndar ekki tekist að hrista af sér þann há- vöruverðsstimpil sem það hefði á sér, en það væri vegna þess, hvemig verð- kannanir séu unnar, en ekki vegna þess að vömverð í verslununm Mikligarðs væri almennt hærra en hjá samkeppn- isaðilunum. Verðkannanir næðu ein- ungis til svokailaðra merkjavara, en Mikligarður leggur áherslu á að bjóða fram eigin vömr á samkeppnisfæru verði f trausti þess að viðskiptavinur- inn sé fúllfær um að meta gæði vör- unnar. „Það er ekki spuming að Lámark og 11-11 hefur fært Miklagarð aftur inn á verslunarkortið á ný. Ég sagði í sumar að það væri komið að Miklagarði að stíga næsta skref í verslunarmálum og það tel ég okkur hafa gert, með þessum tveimur nýjungum. Þannig tel ég, að við höfum tekið leiðandi hlutverk f þróun verslunarmála á ný, enda er það frekar ætlun okkar að vera leiðandi frekar en fylgjandi í framtíðinni." sagði Bjöm Ingimarsson ffamkvæmdarstjóri Miklagarðs að lokum. PS Landlæknisembættið: Fræösla um alnæmi í langflestum skólum Einhvem fræðsla um alnæmi og ekkL Afþeim sem veittu önnur svðr lægst á Norðurlandi eystra 54.5%. vamir við því er veitt í að minnsta gáfu langflestir þá skýringu að kyn- Allt þetta endurspeglast svo í því að kosti 55.5% grunnskóla £ landinu. fræðsla og þar með fræðsla um ai- 90.5% skólasijóra tejja að fraeða Ef aðeins eru teknir inn í myndina næmi væri veitt annað hvert ár. eigi grunnskólabörn um alnæmi. þeir grunnskólar sem innihaida Tö að auka hhit þeirra skóla er Aðeins 5% telja að eUd eigi að gera efstu bekki er hhitfallið enn hærra greint £ milli þeirra sem geyma það. 83%. nemendur allt upp í 10. bekk og Landlæknir og hans fólk segir að Þetta kemur fram í könnun um hina sem aðeins geyma nemendur fræðsla og aukin fræðsla sé besta kynfraeðsiu og fræðshi um ainæmi upp í 8. bekk. í fyrmcfnda hópnum vörnin við alnæmi sem öðrum kyn- sem Sigríður Jakobínudóttir hefur veita 83% ffæðslu, en 9% ekkL í sjúkdómum. Þar sem alnæmi er gert fyrir landlæknisembættið. Hún hinum hópnum, þeim yngri, veita lengi að vinna á fómariömbum sín- hannaði spumingallsta og sendi tii aðeins 20.5% fræðsluna, 51.50% um, um 50% smitaðra fá ainæmi á aOra skólastjóra í grunnskólum ekki. Ef við greinum þetta niður á fyrstu tíu ámnum, má benda á tölur landsins, liðlega 200. Svör fengust fraeðsiuumdæml er hlutfaD þeirra um tíðni þriggja annarra kynsjúk- fri 75% þeirra. Verið er að vinna úr sem veita ffæðslu 97% í Reykjavík- dóma þessu tU staðfestíngar. Árið niðurstöðu og þær fyrstu Iiggja fyr- ur og ReykjanessumdæmL 82% í 1980 voru lekandatilfeQi 272 á ir. Ekki var farið ofan í inntak sjálff- Vesturlands- , 83.5% í Vestfjarða-, hveija 100.000 fbúa, 155 árið 1985 ar kennslunnar aðeins hvort ein- 85.5% á Norðurlandi vestra, 82% á og 92 árið 1989. SífilistflfeDi eru hver kennsia væri í þessum efhum. Norðurlandi eystra, 64% á Austur- 3.6 £ hveija 100.000 árið 1980,2.2 Ef við snúum okkur fyrst að spum- landi og 71.5% £ Suðuriandi. árið 1985 og 1.6 árið 1989. Kia- ingunni var alnæmisffæðsla veitt í Skólasfjórar eru nokkuð sammála mediutflfeili eru 26% árið 1980, skólanum sL skólaár svöruðu um að skólana vanti stuðning í 10% árið 1990. Hversu tðfelium 55.5% játandl. 27.5% neitandi, 6% fræðslustarfinu. Þannig svara hefur fækkað þakka landlæknir og var ókunnugt um það, 6„5% gáfú 84.5% þeirra í Reykjavík þess hátt- hans fóik einmitt aukinni fræðslu. upp önnur svör og 4.5% svöruðu ar spurningu játandL Hiutfallið er -aá. Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um LÍN: Námsmenn reiðir ráðherra í gær fóru þingflokkar stjómar- flokkanna yflr drög að frum- varpi menntamálaráðherra til breytinga á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þau eru afrakstur nefndar sem ráðherra skipaði fyrir um tveimur vikum síðan. Fulltrúi Samstarfs- nefndar námsmannahreyfing- anna, Pétur Þ. Óskarsson, skil- aði séráliti. í drögunum er gert ráð fyrir að námslán beri eftirleiðis 3% vexti. Þau greiðist upp á fjór- földum námstíma og greiðslur hefjist ári eftir að námi lýkur. Ekkert tillit var tekið til tillagna námsmanna og óljóst hvaða hlutverki ráðherra hefur ætlað fulltrúa þeirra að gegna í nefnd- inni. Hún er að stofninum til sú sama nefnd og ráðherra skipaði í sumar. Við bættist áðurnefndur fulltrúi Samstarfsnefndar náms- mannahreyfinganna og fulltrúi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Starfið nú stóð í rúma viku. Námsmönnum þykir sem ráð- herra hafi farið að þessu öllu með fullmiklu flýti og flaustri. Málið sé alltof stórt til að af- greiða það á einni viku. -aá. Varnarliðið segir upp þrettán manns Vamarliðið hefur sagt upp 13 starfsmönnum vegna endurskipu- lagningar. Um er að ræða fram- reiðslumenn og matreiðslumenn í veitingahúsum sem rekin eru fyrir sjálfsaflafé. Ný lög um rekstur slíkrar starfsemi á vegum Bandaríkjahers bannar greiðslur úr opinberum sjóðum til að mæta rekstrartapi og eru um- ræddar uppsagnir liður í endur- skipulagningu þessarar þjónustu svo að hún megi standa undir sér. Þrír umræddra starfsmanna verða endurráðnir í önnur störf. -Fréttatílk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.