Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 1
Hér í Helgarblaðinu höfum við af og til lit- ið í ferðaþætti og sög- ur ýmissa erlendra manna um ísland og síðast var um að ræða frásögn frá lok- um síðustu aldar. Hér er einni bætt við, en nú færum við okkur alllangt aftur í tímann: Árið 1633 kom út í Póllandi bæklingur, sem bar eftirfarandi titil: ISLANDYA eður stuttleg lýsing á eyj- unni Islándya. Á hverri undarlega, óvenjulega og í vor- um löndum áður óheyrða hluti má ým- ist sjá með eigin aug- um eður af sannfróð- um nefndrar eyjar íbúum fræðast um, allt hér sannleikanum samkvæmt skráð og nú öllum sannkristn- um mönnum, sem ekki einungis þrá að sjá handarverk Drott- ins herskaranna, heldur einnig um þau að heyra til uppbygg- ingar út gefið í LESZNO á því herr- ans ári MDCXXXIII. — Höfundur rits þessa hét Daniel Streyck og hefur hann e.t.v. kom- ið til íslands um 1615. Sbr. þó Blöndu VIII, bls. 202-219. Rit þetta var þýtt á dönsku og prentað í Annaler for Nordisk Oldkyndighed árið 1858 og svo sérprent- að árið eftir. Fylgir þeirri sérprentun for- máli þýðandans Ed- vin M. Thorson og eft- irmáli eftir Sigurð Jónsson, þar sem hann gerir ýmsar at- hugasemdir við frá- sagnir höfundar. Eftir- farandi kaflar eru þýddir eftir dönsku sérprentuninni af Sig- urði Kristjánssyni frá Húsavík. Á Austfjörðum. „Þeir þekkja hvorki ánauð né þvingandi drambsemi hærri stétta“ Sagði Pólverjinn Daniel Streyck um íslendinga, en hann hefur sennilega komið hér 1615 Um hæðir og fjöll í Islándia Af hæðum og fjöllum er aragrúi í Is- lándia og þeim mjög háum, já, sum- um svo ógnarháum að ótrúlegt er að nokkur maður komist upp á þau og af þeim verða einkum tvö að teljast fremst vegna þeirra sérstöku og und- arlegu eiginleika. Annað þeirra kallast Snebels Hokel. Það liggur ekki langt frá sæ eða réttara sagt við sjávar- ströndina og vegna þess geysilegu hæðar og skýjanna, er sífellt hylja það, sést tindur þess ekki. Sumir hafa ritað um þetta fjall að þar séu sífelldar þrumur og eldingar, en meður því að vér höfum hvorki séð slíkt sjálfir né getað fengið þar á örugga staðfest- ingu, þá viljum vér alls ekki fullyrða að það sé rétt. Aftur á móti höfum vér með eigin augum séð að frá tindi og niður undir miðjar hlíðar er það þak- ið eilífum snjó. Fjall þetta hefur land- fræðingur einn rnælt og af vísdómi sínum með margs kyns áhöldum út- reiknað að það sé nálægt fimm mflum á hæð. Margir hafa freistað að ganga á fjall þetta til að rannsaka hvað er á bak við það, en árangurslaust. Já, fyr- ir mörgum hafa slíkar tilraunir endað mjög slysalega. Þannig fór til dæmis árið 1607 fyrir þremur Englending- um, sem reyndu að ganga á fjall þetta til að sýna að þeir væru öllum hug- rakkari og til þess að afla öruggs fróð- leiks um það. Eru þeir álitnir hafa komist allhátt upp, en komu aldrei aftur, svo að menn hafa enn í dag enga hugmynd um afdrif þeirra. Aðeins hundurinn þeirra, sem þeir höfðu haft með sér, kom aftur, en alveg hár- laus, rétt eins og hann hefði verið sviðinn. Reyndar er auðskilið að þeir hafi farist, annaðhvort þannig að hvirfilbylur hefur hrifið þá og þeytt þeim brott með sér, eða þeir hafa dáið af því að anda að sér einhverri eitraðri og banvænni lofttegund. Hitt fjallið er kallað Hecla eða Heckelsberg og er um þrjár mflur frá Schalholt. Það er einnig afar stórt og víðáttumikið og hátt og svo óttalegt á að líta að hver maður, sem sér það, hlýtur að skjálfa og titra. Þar er aragrúi af litlum, sviðnum, kolsvörtum klettum. Á milli þeirra sést í ýmsa vega löguð op og hellismunna. Þótt allt sé þar krökkt af undarlegum hlutum er þó sá allra merkilegastur að ógurlegur elds- og logastólpi stendur ávallt upp úr fjall- inu. Þó að eldur þessi sé stundum meiri og stundum minni, þá hverfur hann semsagt aldrei. Þess vegna stendur líka alltaf feikna reykjarstrók- ur upp úr fjallinu og liggur hann yfir því eins og kolsvart skýbólstur og er þetta fjall þannig ólíkt öllum öðrum, eins og t.d. Etnu á Silkiley. Oft, og þá einkum á vetuma þegar þama ríkir hin langa nótt, lýsir eldstólpinn, sem stendur upp úr fjalli þessu, út yfir alla eyjuna. Steinar kastast einnig úr því afar hátt og afar langt, svo að enginn getur hafst við nær því en í tveggja mflna fjarlægð, enda vogar heldur enginn að gera það. Enn bætist við þessar ógnir að þaðan má sífellt heyra hróp, óhljóð og veinan, alveg eins og mannaraddir væm. Pappír, lín eða önnur þurr efni brennir logi þessi ekki, en allt hvað hann nær til af lif- andi eða röku brennir hann til ösku og þar af kemur þá líka að því rakari sem veðráttan er, því hærra rís logi þessi og hæst á vetuma þegar mikið snjóar. Þeim, sem búa þar í nágrenn- inu, birtast líka oft margs kyns illir árar og svo fólk sem dáið er fyrir nokkm síðan, og sé þetta fólk spurt hvað það hafist þar að og hví það snúi eigi aftur til heimila sinna með öðr- um slíkum, þá svara þeir daprir mjög

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.