Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 3
MIÖJ3H Laugardagur 6. desember 1991 HELGIN 15 11 að menn verða hreint hræddir við að athuga hann í nálægð. Á því getur enginn vafi leikið að þessir tvennir klettar eru ekki gerðir af mannahönd- um. Um fiskana og undur hafsins í Islándya Við Islándya er miklu meiri fjöldi af stórum og undarlegum fiskum en annars staðar í norðurhafinu, sem án efa stafar af því að þar er svo mikil mergð af algengum fiskategundum og laðar það þessa stóru fiska þangað frá öðrum svæðum hafsins, einkum af því að á þeim minni lifa hinir stóru. Fremsta þeirra verður að telja hval- fiskana. Af þeim koma þangað stórir hópar gegnum hafið með hávaða og gauragangi. Tveir og tveir, stundum !íka þrír og þrír, synda þeir fast að skipunum og halda sig við skipshlið- amar, aðeins með bakið og hálf augun upp úr sjónum. Virða þeir grandgæfi- lega fyrir sér skipið og áhöfn þess. Þeir gera skipunum ekkert mein, að minnsta kosti ekki séu þeir látnir í friði, en sé þeim sýnd áreitni eða ertni, þá er skipunum hætt. Þess vegna verða menn líka á meðan heim- sókn þessi stendur að varast skot og allan hávaða, en reyna að blíðka þá með mildum og vingjamlegum orð- um. Hvalfiskar þessir em óttalegir að sjá, að sumu leyti vegna stærðarinnar og að öðm leyti vegna þeirra kol- svarta litar. Aðeins augun í höfði þeirra glóa sem eldur. Þegar þeir hreyfa sig áfram í sjónum ýta þeir á undan sér háum vatnsvegg og þegar þeir kafa rís vatnið upp í loftið og rís þannig sem lóðréttur klettaveggur. Þegar þeir svo aftur koma upp á yfir- borðið, blása þeir úr nasaholunum (sem em víðar eins og reykháfar) vatninu hátt í loft upp og dreifist það þar í úða, svo að það sýnist í loftinu eins og þoka, sem vindurinn feykir síðan brott. Blæstri þessum fylgja svo miklar dmnur og hávaði að blástur- inn sést ekki aðeins, heldur líka heyr- ist í nokkurra mílna fjarlægð. Auk þessara em þar líka aðrir og minni hvalir, sem oft koma inn í firðina þeg- ar særinn fellur að og svo þegar hafið samkvæmt sínu náttúmlega eðli aft- ur fellur út, verða þeir eftir á sandin- um og em þar drepnir af mannfjöld- anum sem þangað streymir úr öllum áttum. Ekki er kjöt þeirra gott til matar, en aftur á móti er spikið til mikilla nota. Úr beinum þessara hval- fiska, sem mjög mikið er af á Islándya, smíða íslendingar stóla, bekki og þess háttar búshluti. Enn fremur em í sjónum við Islándya fiskar sem þeir kalla „Schwerdtfisch" og em svamir óvinir hvalfiskanna, því að þar sem þeir em útbúnir með langa og mjög hvassa brodda á bakinu, þá granda þeir hvalfiskunum oft, er þeir synda undir þá og stinga þá með þessum broddum og veita þeim þannig oft svo hættuleg sár á kviðinn að hvalfiskam- ir flýja oft inn á land til að forðast þá. Þar er líka ennþá ein fisktegund, sem nefnist „Springfisch" og hafa þeir það einkenni að taka há stökk upp í loftið. Fiskimenn óttast þessa fiska mjög og það ekki að ástæðulausu, því að þeir gera þeim stórar skráveifur, einkum með því að þeir synda að bátum þeirra eins og vildu þeir leika sér við þá, en því næst mölva þeir þá og sundur- kremja. Þess vegna hraða fiskimenn sér í land, allt hvað af tekur, strax og þeir koma auga á fisk þennan, til þess að bjarga lífi sínu. Loks er þar enn all- mikill fjöldi fleiri fiska, þar á meðal nokkrir, sem talsvert líkjast landdýr- um, en nöfn þeirra er ekki hægt að fá að vita. Stundum kemur líka fyrir að þar í hafinu sjást svo ógurlegar ófreskjur að hver sem lítur þær aug- um verður nær dauða en lífi af skelf- ingu. Af þessum ófreskjum eða rétt- ara sagt skrímslum er rétt að nefna tvö sem sjást með vissu millibili. Ann- að er eins og slanga, ógnarlega stór, og getur að því er sumir segja orðið allt að hálf míla á lengd. Þessar ófreskjur koma úr sjónum upp í fljót eitt mikið skammt frá Schalholt og skjóta þær þremur, fjórum eða jafnvel fleiri kryppum upp úr vatninu og það svo hátt að jafnvel stærstu hafskip geta siglt undir hverja kryppuna. í hvert skipti sem þetta skrímsli sést vænta íslendingar að frétta bráðlega Hekla og Krossfjall. um einhverjar markverðar breytingar í heiminum. Til dæmis sást slík ófreskja stuttu fyrir andlát Rudolfs keisara (1612 — innsk.) og sáu hana margir. Hin tegundin, sem einnig er afar stór og hræðileg, sést ætíð með þrjú höfuð, og er hún líka fyrirboði stórtíðinda. Niðurlag Ég hef nú skráð hér lýsingu á því sem hægt er að sjá og heyra í Islándya. Margt er þó það, sem ég get ekki um, og er það af þeim góðu og gildu ástæð- um er ég nú skal greina: í fyrsta lagi var alveg ómögulegt að skoða allt á svo stuttum tíma og hef ég því heldur sleppt alveg að minnast á það en að skýra frá einhverju sem vafi gæti leikið á að væri sannleikanum samkvæmt. Athugull lesari verður því að láta sér þetta nægja, og vilji einhver fræðast meira, þá kann ég honum ekki betra ráð að gefa en að hann fari þangað sjálfur. Fjölbreyttar minningar 5 ” EYIÓUUR b'UBM\)NtjSSCltl-A HVOU NY ALISLENSK FYNDNI Magnús Óskarsson borgarlögmaður tók saman. Nú mun þjóðin reka upp skellihlátur og skemmta sér vel yfir hinni nýju bók Magnúsar, rétt eins og hún gerði fyrir nokkrum árum erfyrri bókhans um sama efni kom út, en hún varð strax metsölubók og er nú ófáanleg. Verðkr. 1.250,- ORN OG ^ ORLYGUR Sí&umúli 11 -108 Reykjavík - Sími: 684866 Albort Jóhannsson í SkóQum HANDBÓK HESTAMANNA ÞJÓÐLÍF OG ÞJÓÐHÆTTIR eftir Guðmund L. Friðfinnsson, Egilsá. Þór Magnússon þjóðminjavörður ritar formála.Höfundur er glöggskyggn á fólk og starfshætti fyrri tíðar og dregur upp skýra og áhrifamikla mynd af þjóðlífi sem nútíminn hefur leyst af hólmi. Bókin er prýdd 300 ljósmyndum sem gera efnið ljóst og lifandi. Verðkr. 8.900,- ÍSLANDSDÆTUR Svipmyndir úr lífi íslenskra kvenna eftir Símon Jón Jóhannsson og Ragnhildi Vigfúsdóttur. Glæsileg bók, prýdd 200 ljósmyndum, sem bregða upp lifandi svipmyndum úr lífi íslenskra kvenna í eina öld: Tímamót, helstu skemmtanir, gleði- stundir, þjóðtrú og kerlingabækur. Hvemig lifðu og hugsuðu mæður okkar, ömmur og langömmur? Verðkr. 4.490,- Eggert Norðdahl FLUGSAGA ÍSLANDS í STRÍÐIOG FRIÐI 1919 -1945 Njörður Snæhólm ritar formála. Sagt frá frumherjum flugs á Islandi og í fyrsta sinni rakin saga herflugs hér á landi og yfir hafinu í kring á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Verðkr. 3.890,- HANDBÓK ÍSLENSKRA HESTAMANNA eftir Albert Jóhannsson í Skógum. Með 100 ljósmyndum af litbrigðum íslenska hestsins. Kári Amórsson, formaður L.H., ritar formála.Vönduð og fróðlegbók um hesta og hesta- mennsku. Auk teiknaðra skýringa- mynda, er öllum helstu litbrigðum íslenska hestsins lýst með 100 ljósmyndum. Verðkr. 3.490,- Árna Tryggvasonar leikara. Ingólfur Margeirsson skráði. Ævisaga í hæsta gæðaflokki sem segir frá litríku lífshlaupi hins ástsæla leikara og trillukarls. Rituð af lipurð og innsæi en einnig með hlýju og kímni og af næmum skilningi á persónur og umhverfi. Bókin er 400 síður og prýdd fjölda ljósmynda. Verðkr. 2.980,- STEFÁN í VORSABÆ ALLTAF GLAÐBEITTUR Endurminningar Stefán var fréttaritari Ríkisútvarpsins í mörg ár, hafði mikil afskipti af málefnum bænda og var baráttumaður fyrir bættri umferðarmenningu. Frægastur mun hann hafa orðið þegar hann bauð Jónasi Kristjánssyni í kapphlaup 1978 og sigraði. Verðkr. 2.890,- MINNINGAR ÚR MÝRDAL eftir Eyjólf Guðmundsson á Hvoli Þórður Tómasson safnvörður í Skógum bjó til prentunar. Halldór Laxness komst svo að orði 1944: " Ég held enginn okkar hafi heldur eins slípaðan stíl né jafn fína frásagnarmenningu og þessi skaftfellski bóndi." Verðkr. 2.490,- Fróbleikur og fyndni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.