Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 12
20 HELGIN Laugardagur 7. desember 1991 Jólabók eftir Brian Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir listamanninn góðkunna Brian Pilk- ington. Nefnist hún Afi gamli jóla- sveintt x sirkus. Hér er á ferðinni bráðskemmtileg saga í máli og fjörlegum myndum um hann afa gamla sem alltaf leikur jólasvein á jólunum. En stundum þarf að finna upp á nýjum brögðum og brellum til að draga að sér athygli bamanna. Þegar afi gamli fór að starfa við sirkus fékk hann ótal góðar hugmyndir og naest þegar jólin koma er engin hætta á að aðrir jólasveinar geti leikið sömu listir og hann. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Díana í nærmynd Öm og Örlygur hafa gefið út bók sem nefnist Dagbók Dianu - prinsess- an afWales í nærmynd. Bókin er skráð af Andrew Morton sem er manna fróðastur um bresku kon- ungsfjölskylduna og hefur ritað margar bækur um hana. Þýðandi er Veturliði Gunnarsson. í bókinni er ótrúlegur fjöldi lit- mynda sem em raunsæjar, sumar af- ar óvenjulegar, og sýna okkur sjálfa konuna á bak við hina konunglegu ásýnd. Fremst f bókinni er litmynd af Díönu sem hún hefur sjálf áritað. Prinsessan af Wales er hyllt um all- an heim, en hvemig skyldi hún sjálf vera? Hvað gerir hún í tómstundum sfnum, hverjir em vinir hennar, hverja umgengst hún, hvert fer hún að versla, borða og skemmta sér? í Dagbók Díönu bregður Andrew Morton upp nærmynd af prinsess- unni af Wales, eins og nánustu vinir hennar þekkja hana. Með viðtölum við vini Díönu, hirðmenn og starfs- fólk, hefur höfundur opnað dagbók hennar og svipt hulunni af einkalífi hennar. Andrew sýnir einnig hvemig Díana hefur brotist undan oki hefðarinnar. í stað þess að „veiða, skjóta og fiska" með konungsfjölskyldunni fer hún í sólarleyfi á Mallorca eða Neckereyju, einkaparadís Richards Bransons í Karíbahéifinu. Hann segir einnig frá því hvemig Díana fyrirvaralaust sfðla kvölds leitar til gamalla vina „úti I bæ" til þess að draga úr spenn- unni þegar álagið er að verða of mik- ið. SPÁÐ í STJÖRNURNAR Attt trm þarf tll atf Uua til MJ.Sinutmrt lMn<f.< tfalfum sét. viatun og vxtuUtiuMKittm mUMHUGM>NDi CRANT tfWI WÁPC}Öf: II/. GRftNt Spáið sjálf Öm og Örlygur hafa gefið út öskju með ýmsum gögnum sem hjálpa fólki til að átta sig á eigin persónu- leika og annarra og hvemig það get- ur í framhaldi af því hagað lífi sínu. Þetta em engin krystalkúlufræði, heldur leiðbeinandi upplýsingar og ábendingar. Þessi útgáfa er alger nýjung hér á landi en askjan hefur áður komið út víða erlendis og vakið mikla athygli og notið mikilla vinsælda. Askjan hefur að geyma fimm hluti (tvær bækur, skrifblokk, blýant og hjól með dýrahringnum) sem hjálpa fólki að gera nákvæmt stjömukort á tíu til fimmtán mínútum — án nokkurrar sérþekkingar á reglum og útreikning- um stjömuspekinnar. Með þessu móti öðlast það nýjar og skemmtileg- ar upplýsingar um eigin persónu- leika, vina sinna og vandamanna. Brandarastétt Út er komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg hf. bókin Lögfræðinga- brandarar. í bókinni er samsafn stuttra gaman- sagna sem allar eiga það sameigin- legt að fjalla um Iögfræðinga og ým- islegt tengt starfi þeirra. Sögimum hefur safnað Ólafur Stefánsson frá Kalmanstungu. Margur kann að halda að störf lög- fræðinga séu þess eðlis að þar sé fátt að finna sem brosa megi að. Það er rækilega afsannað í þessari saman- tekt Ólafs því margar sagnanna em bráðsmellnar og kitla hláturtaugam- ar rækilega. Margt þjóðkunnra manna kemur við sögu í bókinni en höfundur getur þess í forspjalli að henni að reynt hafi verið að sneiða hjá sögum sem kynnu að vera særandi fyrir einhverja og stundum er nöfnum sleppt til vonar og vara. Meirihluti gamansagna bókarinnar tengist aðilum í íslenskri lögfræð- ingastétt, en rétt rúmlega þriðjungur þeirra er þó þýddur. Margar vísur tengdar efninu em og í bókinni. Máttur og mögu- leiki Út er komin hjá Máli og menningu síðara bindi skáldsögunnar Kar- amazovbræðumir eftir rússneska rit- höfundinn Fjodor Dostojevskí. Karamazovbræðumir er síðasta og mesta skáldsaga Dostojevskís og jafn framt eitt frægasta skáldverk allra tíma. Sagan spinnst í kringum gamla saurlífisseggirm Fjodor Karamazov og hina þrjá skilgetnu syni hans, dýr- Iinginn Aljosha, svallarann Dmitri og hugsuðinn Ivan og í bakgmnni em aðrar eftirminnilegar persónur, svo sem glæfrakvendið og örlagavaldur- inn Gmshenka og hin hvatvísa Kater- ina. Þetta er saga um afbrýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, og f heild tekst verkið á við hinar stóm spumingar sem varða mannlega til- vem, tilvist Guðs, mátt hins illa og möguleika kærleikans. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bók- ina úr rússnesku. Þetta sfðara bindi sögunnar er 501 blaðsíða. Ný bók eftir Andrés Indriðason Iðunn hefur gefið út nýja bamabók, Bestu vinir eftír Andrés Indriðason rithöfund sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir bæði böm og unglinga. í þessari nýju bók segir frá Palla, ell- efu ára gömlum strák, sem á heima fyrir austan, og viðburðaríku sumri í lífi hans og Gunnhildar, forvitnu stelpunnar úr Reykjavík. Hún var ekkert of hress með lífið á Hólmsfirði fyrst í stað — það var ekki einu sinni bíó í kaupstaðnum — en fljótlega komst hún að raun um að það var margt hægt að bralla í sveitinni. Gunnar Karlsson myndskrey tti bók- ina. Alltaf sem nýr Sögumar um Hróa hött em alltaf sem nýjar og hafa enn öðlast frægð með hinni geysivinsælu kvikmynd um Hróa hött með Kevin Costner í aðal- hlutverki. Nú hefur bókaútgáfan Öm og Örlygur sent frá sér glæsOega myndskreytta útgáfu þar sem sagan er stytt og endursögð. í þessari bók má lesa imi æsispennandi ævintýri Hróa hattar og kappa hans er þeir taka höndum saman til að klekkja á hinum ágjama og spillta fógeta í Nottingham. Óbilandi tryggð og hugrekki Hróa hattar, Tóka munks, Litla Jóns og lafði Marion birtast á heillandi hátt í þessari hugnæmu frá- sögn af ævintýmm þeirra í Skíris- skógi. Eins og Heiðar er klæddur Iðunn hefur gefið út bók um líf og starf Heiðars Jónssonar snyrtis sem nefnist Heiðar - eins og hann er eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. í kynningu útgefanda segir: „Heiðar snyrtir hefur löngum verið umtalað- ur maður og umdeildur. En hann er líka listamaður og einstakur hæfi- leikamaður sem sífellt kemur á óvart. í þessari bók segir hann frá sjálfum sér og lífi sínu, sögum og umtali, störfum, ævintýmm og kostulegum uppákomum hérlendis og erlendis. Hann hefur málað prinsessur og kvikmyndastjömur og fengið tilboð um frægð og frama á erlendri gmnd, en þó er hann alltaf snæfellskur sveitastrákur innst inni. Og hér er Heiðar einmitt hann sjálfur, kemur til dyranna eins og hann er klæddur og lýsir tæpitungulaust skoðunum sín- um og viðhorfum til málefna og manna — en þó aðallega kvenna." Grikkland ár og síð Bókin Grikkland ár og sið er gefin út að tilhlutan Grikklandsvinafélagsins Hellas og helguð minninu Svein- bjamar Egilssonara rektors og Hóm- ersþýðanda sem átti tveggja alda af- mæli fyrr á þessu ári. Hún er að stofni til erindi sem flutt hafa verið á fundum félagsins undanfama vetur en meirihluti greinanna, sem era 25 talsins, er þó saminn sérstaklega fyrir þessa bók. Fjallað er um ýmsa þætti griskrar menningar að fomu og nýju og auk þess em í bókinni tveir kaflar með ljóðaþýðingum úr fomgrísku og nýgrísku sem margar hveijar birtast nú á prenti í fyrsta sinn. Mikill fjöldi mynda er í bókinni sem er 440 bls. Ritstjórar em Sigurður A. Magnús- son, Kristján Amason, Þorsteinn Þor- steinsson og Guðmundur J. Guð- mundsson. Á eftir inngangsorðum Sigurðar A. Magnússonar gerir Kristján Ámason grein fyrir griskum menntum á fs- Iandi i aldanna rás og þá einkum ómetanlegu starfi Sveinbjamar Egils- sonar. Hann ritar einnig um fom- gríska Ijóðlist og kynnir ljóðaþýðing- ar úr fomgrisku. Tvær greinar fjalla um heimspeki fomgrikkja: Vilhjálm- ur Ámason ritar um siðfræði frá Só- kratesi til stóumanna en Eyjólfur Kjalar Emilsson (ásamt Patricia Curd) um frumherjana í grískri heim- speki; hann velur einnig og þýðir brot sem varðveist hafa úr verkum þeirra. Um náttúmvísindi, stærð- fræði og læknisfræði með fomgrikkj- um rita Þór Jakobsson, Guðmundur Amlaugsson og Þórarinn Guðnason. Um leikritun fomgrikkja og leiklist fjalla Sveinn Einarsson og Sigurður Á. Magnússon, en Þorsteinn Gunn- arsson um leikhúsbyggingar þeirra. Hrafnhildur Schram á grein um gríska myndlist, Þóra Kristjánsdóttir um grískar styttur í Reykjavík og Þorkell Sigurbjömsson um gríska tónlist. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar um sagnaritun fomgrikkja og Ragnar Sigurðsson um Býsansrfki. Þá skrifar Einar Sigurbjömsson um Austurkirkjuna og Jón Sveinbjöms- son um tengsl kristindómsins við Hellas. Um væringja er fjallað í tveimur greinum eftir Friðrik Þórðar- son og Magnús A. Sigurðsson, Frið- rik ritar einnig um þjóðkvæðin grísku og þýðir stutt brot úr þeim. Þorsteinn Þorsteinsson ritar grein um grískættuð orð í íslensku og aðra um fimm grísk skáld frá þessari öld. Herra Sigurbjöm Einarsson bregður birtu á líf kvenna í Aþenu hinni fomu í grein sem hann nefnir Xan- þippa og systur hennar. Að lokum em í bókinni tvær greinar með ferða- minningum frá Grikklandi eftir Sig- urð A. Magnússon og Thor Vil- hjálmsson. Hverabók Út er komin hjá Máli og menningu bókin Hverir á íslandi eftir Bjöm Hró- arsson og Sigurð Svein Jónsson. Bókin fjallar um nær alla stærri og þekktari hveri landsins og veitir góða sýn yfir öll helstu hverasvæðin. Jafn- framt er gerð grein fyrir uppmna jarðhitans og fjallað um hagnýtingu hans. Með litljósmyndum, teikning- um, kortum, kveðskap, þjóðsögum og aðgengilegum texta bregða höf- undamir upp mynd af þessum sér- kennilegu fyrirbrigðum í náttúm landsins. Höfundamir em báðir jarðfræðing- ar að mennt. Þeir hafa sótt heim lang- flest hverasvæði landsins til að geta lýst þeim sem gleggst; flestar ljós- myndir bókarinnar em einnig af- rakstur þeirra ferða. Eftir Bjöm Hró- arsson hefur áður komið út bókin Hraunhellar á íslandi. Bókin er 160 blaðsíður. Kortagerð annaðist Þórarinn Jóhannsson. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Friðurinn hennar Maríu Iðunn hefur nú gefið út bókina Skil- málamir hennar Maríu sem er ævisaga Marfu Þorsteinsdóttur, skráð af Nönnu Rögnvaldardóttur. í kynningu útgefanda segir: „Ævi- saga Maríu Þorsteinsdóttur er sagan af því hvemig ung kona vex og þroskast í kreppu og stríði og heitir því að vinna friði og bræðralagi manna það gagn sem hún má; hvem- ig hún kynnist mörgum þekktustu einstaklingum samtlmans með þátt- töku sinni f alþjóðlegu friðarstarfi; hvemig henni tekst, þrátt fyrir þung- ar sorgir og mikinn missi að vera allt- af sönn og heil. Hún hefur aldrei ver- ið hrædd við að skera sig úr hópnum og ganga grýtta veginn. Þótt örlögin hafi greitt Maríu Þor- steinsdóttur þung högg lætur hún aldrei bugast, heldur beinir öllum kröftum sínum í baráttu fyrir þeim hugsjónum sem hún trúir á og telur dýrmætastar: Friði, jöfnuði og rétt- læti." Bókin er prentuð í Prenttækni. Klækir Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Klækir kameljónsins eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Bækur Birgittu era orðnar íslenskum lesendum vel kunnar, því þetta er níunda spennu- bókin sem út kemur frá hennar hendi. Og hún bregst ekki frekar en fyrri daginn, í þessari nýjustu bók sinni spinnur hún örlagavef ungra systkina sem flækjast inn í hættulega atburðarás sem á upphaf sitt í bílslysi er þau lentu í á bamsaldri, en foreldr- ar þeirra fómst í því slysi. Örlaga- valdurinn er „Kameljónið" sem, eins og það dýr sem hann dregur nafn sitt af, er snjall að dyljast innan um venjulegt fólk í daglegu Iífi en breyt- ist óðara í hættulegt óargadýr um leið og tækifæri gefst til að koma fram hefndum sem geðveikur hugur hans hefur talið sér trú um að hann þurfi að framkvæma. Sagan hefst í Noregi en atburðarásin berst fljótlega til íslands þegar systkinin ákveða að gerast leiðsögumenn fyrir hóp er- lendra ferðamanna sem hyggjast ferðast um landið. Kenndu mér að... Iðunn hefur gefið út bókina Listin að kyssa eftir William Cane. Hér er á ferðinni handbók um þá ljúfu list að kyssa, bók sem lýkur upp leyndar- dómum kossanna og lýsir því hvem- ig fólk kyssir um víða veröld. I þessari bók er listbrögðum ástar- gyðjunnar sjálfrar safnað saman til unaðar, skemmtunar og uppfræðing- ar öllum þeim sem vilja kunna að túlka tilfinningar sínar með kossum; ljúfum kossum, ástríðukossum, stríðniskossum, sáttakossum. Lax á stöng Út er komin bókin Stangaveiðin 1991 sem er árbók veiðimanna. Bókin er að koma út í fjórða sinn og er upp- bygging hennar í meginatriðum hin sama og fyrr. í bókinni em þrír meginkaflar. Fyrstan má telja fréttaannálinn, en þar er að finna nákvæma umfjöllun um allt það helsta sem gerðist í heimi stangaveiðimanna á vertíðinni sem nýliðin er. Þá er farið á yfirreið um landið þar sem komið er við á bökk- um allra helstu áa landsins, skoðaðar veiðitölur og greint frá því helsta sem gerðist á hverjum stað. Þriðji megin- kafli bókarinnar fjallar um silungs- veiðina 1991. Nokkrar magnaðar veiðisögur krydda efnið og hátt í 200 myndir víðs vegar af landinu gera það einnig svo um munar. Em marg- ar þeirra í lit. Höfundar bókarinnar em blaða- mennimir Guðmundur Guðjónsson á Morgunblaðinu og Gunnar Bender á DV. Skyggir skuld fyrir sjón Jón Kr. Guðmundsson í þessu gagnmerka verki em margs konar sagnabrot, auk ábúendatals úr Geiradals- og Reykhólasveit í Austur- Barðastrandasýslu. í ábúendatölum em tilgreindir ábúendur hvers býlis 1703-1989, auk maka og bama. Ómissandi bók allra þeirra fjölmörgu sem grúska í ættfræði og þjóðlegum fróðleik. í bókinni em myndir af öll- um lögbýlum sem í byggð em nú. Ráðgert er að n. bindi þessa ritverks komi út á árinu 1992. Bókin er 240 bls. og Hildur gefur hana út.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.