Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. desember 1991 13 helgin -*■ um, þar sem hann á lögheimili og rekur félagsbú með dóttur sinni og tengdasyni. í fyrra var Páll hjá Sig- rúnu og daetrum hennar í Reykjavík yfir jólin, en Sigrún og Páll eyddu síðan áramótunum fyrir norðan. Nú hafa þau ákveðið að dvelja saman á Höllustöðum yfir jóladagana, en um áramótin í Reykjavík. Sigrún tekur fram að aðstæður þeirra Páls séu fremur óvenjulegar, þar sem þau búi í tveimur lands- hlutum. Böm þeirra eru samtals fimm og búa víðs vegar um landið og einnig erlendis. Sigrún tekur undir þá skoðun að íslendingar séu bundnir siðum og venjum sem þeir hafa alist upp við og tengjast jólunum, t.d. hefðum í mat og ýmsu öðru. Páll segir að þrátt fyrir þessar óvenjulegu að- stæður þeirra hjóna, þá hafi þeirra jól ávallt gengið árekstralaust fyrir sig. Svo skemmtilega vill til að á Höllu- stöðum er venjulega borðað hangi- kjöt á aðfangadagskvöld og svína- hamborgari eða rjúpur á jóladag. Venjan hjá Sigrúnu er hins vegar að borða rjúpur eða svínahamborgara á aðfangadagskvöld, en hangikjötið aftur á móti á jóladag. Á komandi jólum er það því Sigrúnar að ganga inn í Höllustaðahefðina og borða hangikjötið á aðfangadagskvöld. Þau munu síðan eyða áramótunum í Reykjavík. Sigrún bætir við að í rauninni séu mjög góðar hefðir að skapast hjá þeim Páli, þrátt fyrir að þau hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en núna, þ.e. að skipta jólunum svona á milli heimilanna. Aðspurð segjast þau bæði vera fyllilega sátt við þetta fyrirkomulag, enda hafi það ekki þurft mikillar skipulagn- ingar við, í rauninni kom skipulagið af sjálfu sér. Sigrún segir að sú hefð hafi skapast þegar dætumar voru litlar að hafa möndlugjöf á aðfangadagskvöldið. „Dætrum mínum þótti grjónagraut- urinn hins vegar ekkert sérstaklega spennandi, þannig að við svindluð- um svolítið og breyttum jólagrautn- um í búðing sem mandlan var sett í. Dætumar tóku alltaf þátt í að útbúa búðinginn og skreyta hann, þannig að þetta var alveg fastur liður á jól- unum hjá okkur. Einnig er það hefð á mínu heimili að halda Þorláks- messu hátíðlega og borða skötu. Það má segja að dætrum mínum þyki skata með mörfloti og rúgbrauði besti jólamaturinn. Ég get ekki hugsað mér annað en að borða skötu á Þorláksmessu, hins vegar hefur Páll ekki vanist skötunni og borðar hana ekki“, segir Sigrún. Sigrún tekur fram að hún sé í rauninni ekki með neinar sérstakar jólamatamppskriftir. „Þess ber að gæta að ég hef verið kaupmaður undanfarin 20 ár og af þeim sökum hefur minna farið fyrir jólaundir- búningi á mínu heimili. Það hefur verið aðalvandamálið í gegnum tíð- ina að ná því að taka á móti jólunum klukkan sex“, segir Sigrún. Páll segir að jólahaldið í sveitinni sé með nokkru öðru sniði, þar sem ekki er hægt að líta á jólin sem frí. Það verður að hugsa um skepnumar þrátt fyrir að það séu jól, það verður að fara í fjós á aðfangadag jafnt sem aðra daga. Páll segir að venjulega sé reynt að hraða þeim störfum, þann- ig að þeim sé lokið fyrir hálfsex á að- fangadag. Á hinn bóginn er ekki hægt að sofa út á jóladagsmorgun. Páll tekur fram að á Höllustöðum sé það fastur liður að setja upp hangi- kjötið fyrir klukkan sex á aðfanga- dag og síðan er hlustað á messu í út- varpinu. Að messu lokinni er lagt á borð og kvöldmaturinn borðaður. Aðspurður segir Páll að venjulega hafi Höllustaðir verið samastaður stórfiölskyldunnar yfir jólahátíðina, m.a. hafi tengdaforeldrar hans ávallt dvalist á Höllustöðum yfir jólin. Dóttir Páls sem býr á Höllustöðum hefur síðan haldið þessum Höllu- staðahefðum, ef svo má segja. Að lokum er verslunarmaðurinn Sigrún og alþingismaðurinn Páll spurð hvenær þau leggi af stað norður til Höllustaða að halda upp á jólin? Þau eru sammála um að tíma- setningin sé dálítið viðkvæmt mál. Sigrún segist ekki vera búin að leysa sín mál ennþá og Páll segir að oft sé annasamur tími fyrir jólin hjá al- þingismönnum. Þrátt fyrir annir stefna þau að því að komast norður ekki seinna en á Þorláksmessu. Rjúpur matreiddar að hœtti Sigrúnar Rjúpumar eru steiktar í heilu lagi á hefðbundinn máta. Bringurnarsíðan skomar frá. Beinin og það sem eftir er á beinunum síðan soðið í vatni. Búin til sósa úr soðinu og bætt f vel af rjóma og rifsberjahlaupi. Þá eru bringurnar settar í ofti- fast mót og rjómasósunni hellt yfir. Bakað í ofni f um það bil klukkustund. ScHlie mi>eH hamingiuríkt SUNAAR í BiskU Seljavöllum t Nesjasveit. Allir þessir bændur eiga það sameiginlegt að vera opinskáir og ómyrkir í máli. Verð: 2.980,- krónur Borgfirðingaljóð Ljóð eftir 120 núlifandi höfunda úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum, Akranesi og Borgamesi. Efni ljóðanna er afar fjölbreytt, mörg þeirra á léttum og gamansömum nótum, tækifæris- kveðskapur og vísur. Bók fyrir alla sem hafa gaman af skemmtilegum kveðskap. Verð: 4.550,- krónur Og þá rigndi blómum Smásögur, ljóð og leikrit eftir 142 borgfiskar konur. Einstök bók, sú fyrsta sinnar tegundar. Elsti höfundurinn í bókinni er Steinunn Finnsdóttir, amma séra Snorra á Húsafelli. Yngsti höfundurinn er Jenna Huld Eysteinsdóttir, aðeins 14 ára gömul. Fjölbreytt og skemmtilegt efni, sem allar konur munu hafa gaman af að lesa og eiga. Verð: 4.550,- krónur Kór stundaglasanna Hér er á ferðinni fimmta ljóðabók Friðriks Guðna Þórleifssonar. í þessari bók slær Friðrik Guðni strenginn með öðmm hætti en fyrr, leikur nánast á tungumálið eins og hljómborð. Efniviðurinn er tunga vor fom og samt ætíð ný. Verð: 1.780.-krónur Draumar. Fortíð þín, nútíð og framtíð Höfundurinn Kristján Frímann, hefur í mörg ár kannað drauma og boðskap þeirra. Þessi nýstárlega og forvitnilega bók hjálpar þér að ráða gátur draumanna, finna réttu svörin og lykla að völundarhúsi draumalífsins. Bókin er prýdd fjölda myndai Verð: 2.480.- krónur Þér veitist innsýn Lífsspekibók, sannkölluð leiðsögn á lífsbrautinni. Bók sem hefur fært birtu inn í líf margra og verið nefnd "Náttborðsbókin - lykill að lausn vandamálanna". Hér er að ftnna speki sem allir ættu að geta fært sér í nyt. Verð: 1.980,-krónur Vatnrmelónusykur Skáldsaga eftir bandanska rithöfundinn Richard Brautigan. Þessi sérstæða saga hefur borið nafn hans víða. Vatnsmelónusykur er saga um ástir og svik í undarlegum heimi. Bókmenntaverk í ístenskri þýðingu Gyrðis Elíassonar. Verð: 1.480,- krónur Spakmæli Yftr 4000 spakmæli og málshættir frá öllum heimshlutum. I bókinni em fjölmargar skopmyndir tengdar efninu. Skemmtileg og fræðandi bók, sem á erindi inn á hvert heimili. Verð: 1.980.-krónur Hamingjuríkt sumar Dularfullir atburðir úr fortíðinni koma í dags- ljósið. Ást og heiðar- leiki eiga í höggi við svik og undirferli. Ný bók eftir Bodil Forsberg. Verð: 1.780.-krónur Tvíburasysturnar Spennandi dulúð, ljúf rómantík og ást eru aðalsmerki þessarar nýju bókar eftir Erling Poulsen. Verð: 1.780,- krónur Banaráð Óþekktir aðilar sem tengjast verslun með demanta virðast hafa mikla agimd á eyðibýli í auðnum Ástralíu. Æsileg atburðarás. Spennusaga í hæsta gæðaflokki eftir Duncan Kyle. Verð: 1.880,- krónur. Svik og njósnir Þessi nýja spennubók eftir Jack Higgins hefur verið í efstu sætum metsölulistans í Bretlandi og víðar, eins og fyrri bækur hans. Æsispennandi og mögnuð bók eftir meistara spennusagnanna. Verð: 1.880,- krónur. Oðurinn til lífsins Spakmæli og þankabrot. Höfundurinn Gunnþór Guðmundsson hefur á lífsferli sínum gert sér fágætt safn orðskviða. Lífsspeki hans er byggð á innsæi og eftirtekt. Bók sem læra má af og er til þess fallin að betra og bæta. Verð: 980,- HORPUÚTGÁFAN Stekkjarholt 8 -10, 300 Akranesi / Síðumúli 29,108 Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.