Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 2
HELGIN Með alþýðlegum og glettnum hætti segir Vilhjálmur H|álmarsson frá samferðamönnum, sér og sínum og fjölbreyttri sýslan sem al- þingismaður, ráðherra, kennari, blaðamaöur, ritstjóri, bókavörð- ur, oddviti, vegarruðslumaður, rithöfundur og bóndi. Hann hefur gegnt formennsku í útvarpsráði og skólaráði hús- mæðraskóla og átt sæti f fjölda annarra nefnda og ráða. Auk þess hefur hann annast fermingarundirbúning bama og unníð að sfldar- söltun, fiskaðgerð og jarðvinnslu. Þá er hann eftirsóttur ræðumaður, ekki sfst ef vænst er gaman- yrða. Hátt f hundrað Ijósmynda skreyta skemmtiiega frásögn ' Vilhjálms. ‘ er skemmtileg bók ! /jccuAfjl /^CJKrlff/ Hann er sagauf bóndi“ Auglýsing frá Tryggingaeftirlitinu Tryggingaeftirlitið vekur athygli á auglýsingu er birtist í Lögbirt- ingablaðinu 28. nóvember síðastliðinn, varðandi fyrirhugaða sameiningu á rekstri B.l. Líftryggingar g.t. Brunabótafélags ís- lands og Líftryggingafélagsins Andvöku g.t. í Líftryggingafélagi (slands hf. og um breytingu á rekstrarformi Líftryggingafélagsins Andvöku g.t. Tryggingaeftiriitinu ber lögum samkvæmt að athuga hvort ástæða sé til að ætla að yfirfærsla tryggingareksturs og breyting á rekstrarformi geti á nokkurn hátt skaðaö vátryggingartaka og hina vátryggðu. Vegna þessa hefur Tryggingaeftirlitið, með nefndri auglýsingu, óskað eftir skrifiegum athugasemdum innan þriggja vikna frá birtingu auglýsingarinnar. Tryggingaeftirlitiö, 6. desember 1991. -------------------------------------------------------. í Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Torfason frá Kollsvík til heimilis að Njálsgötu 36, verður jarðsettur í Fossvogskirkju, þriöjudaginn 10. desember kl. 10:30. Þórhildur Jakobsdóttir frá Árbakka Sigurlaug Guðmundsdóttir Torfi Guðmundsson Ellen Andersson Jakob Guðmundsson Helga Hermannsdóttir barnabörn og barnabamabörn. Laugardagur 6. desember 1991 „þeir þekkja hvorki ánauö né...“ og þunglega andvarpandi að til Hecklu hafi þeir verið sendir og þang- að verði þeir aftur að hverfa. En eink- um er siður þessa fjalls að loga ógur- lega og láta heyra hin allra hræðileg- ustu hljóð, áður en í heimi þessum gerast einhverjir stórviðburðir eður þegar einhver mikilsverð hlutanna umbreyting er í vændum, og því telja íslendingar líka slíkt öruggan fyrir- boða þess að einhvers staðar muni til bera eitthvað óvenjulegt eða sjald- gæft, en hverjir þeir atburðir verði eða hvar þeir gerist, um það geta þeir skiljanlega ekki fengið vitneskju, fyrr en kaupmenn, annaðhvort frá Þýska- landi eða öðrum stöðum, heimsækja þá næst og segja þeim hvað gerst hafi. Þótt margir hafi oftlega reynt að kom- ast nálægt fjalli þessu, þá hefur enn engum tekist það, en þeir hafa aftur á móti oftast lent í hinum ógurlegustu lífshættum eða — sem þó er enn verra — hafa hálsbrotnað. Á vorri tíð er algengt að íbúar eyjarinnar heim- sæki fjall þetta, en ekki koma allir aft- ur úr þeirri för, því að allt umhverfis er fullt af gjám og sprungum og af dularfullum jarðföllum, sem allt er fullt af ösku eins og annar jarðvegur þama. En í sama bili og einhver ferð- amðurinn stígur þar út á, hrapar hann gegnum öskuna niður í djúpið, rétt eins og væri það fyllt dúni. Aðrir, sem ekki gæta sín nógu vel, verða fyr- ir steinum (því að eldurinn inni í fjall- inu þeytir upp bæði smáum og stór- um steinum) og kremjast þannig til bana. Enn aðrir farast þannig að eld- urinn nær þeim, þegar hann óvænt og snögglega blossar upp úr og breið- ist út frá holunum í fjallinu, og loks eru margir sem af ótta við hina illu anda, sem þar úir og grúir af, ekki að- eins falla í öngvit, heldur sálast alveg, ef félagar þeirra hafa ekki mátt og kunnáttu til að hjálpa þeim. Já, í sannleika — fullkomlega fífldjarfur og hirðulaus um líf sitt hlýtur hver sá maður að vera, sem áræðir að nálgast fjall þetta eða — það sem er þó enn voðalegra — að ganga á það. Því að óhugsanlegt er annað en að jafnvel sá, sem í hæfilegri fjarlægð virðir það fyrir sér, hljóti að fyllast ógn og skelf- ingu, já, eins og tekið er til orða, að hárin hljóti að rísa á höfði hans af ótta. Því er það líka margra hyggja, bæði af þessum þegar nefndu og af mörgum fleiri ástæðum að þama sé helvíti eða bústaður þeirra sem dæmdir em til eilífrar pínu, eða að þama sé að minnsta kosti einn af inn- göngunum til þess óttalega af eldi og brennisteini vellandi helvítisbústaðar. En hvort sú er raunin eður eigi er ekki hægt með fullri vissu um að segja og er oss ei heldur mjög áríð- andi að vita, hvort það er þama eða annars staðar, sem bústaður þeirra fordæmdu er. Heldur en að grennsl- ast eftir því hvar þessi hryggilegi dval- arstaður hinna fordæmdu muni vera, skyldum vér, hver um sig, reyna eftir megni að komast hjá því þangað að lenda. Auk þessara em þar allmörg fleiri há fjöll, sem einnig búa yfir mörgu ein- kennilegu og dularfullu. Ég skal að- eins geta um eitt þeirra (16 mílur frá Schalholt). Á því og við það gerðust árið 1613 um veturinn eftirskráðir at- burðir: Fyrst gengu þmmur og eld- ingar í þrjá sólarhringa með slíkum fádæma gauragangi sem skotið væri af stærstu fallstykkjum; því næst lyft- ist allt fjallið og steyptist logandi, eins og það væri brennandi kerti, með ægilegu braki og skelfdegum þórdun- um niður í afar breitt og um þrjátíu feta djúpt stöðuvatn, sem var við ræt- ur þess, hvar af allt vatnið samstundis upp gufaði og fylltist leg þess alveg af möl og bmnagrjóti og þannig er það enn í dag. Um Islándyas íbúa eða heimamanna ástand Islándyas íbúa ástand gæti virst á margan hátt hamingjusnautt, þar sem þá vantar algerlega það sem vor lönd hafa gnægðir af til lífsframfæris og auk þess margt fleira. Og ýmsir gætu — og það ekki að ástæðulausu — freistast til að álíta að hið gamla orð Drottins við Adam: „í sveita þíns andlits skaltu brauðs þíns neyta", gæti að minnsta kosti ekki bókstaf- lega átt við þá, því að þeir hafa ekkert „brauð“ né heldur salt, tré, vín, ávexti af trjám né annan aldingróður (og væri ekki heldur til neins að flytja fræ af slíkum gróðri þangað, því að þau geta alls ekki vaxið þar í landi). Og þó em þeir þrátt fyrir allt þetta vel ánægðir og hrósa og hæla landi sínu svo mjög að þeir segja að ekki sé til betra land undir sólunni en Islándya. Og raunar — séu nánar skoðaðir ýms- ir þess kostir og góðir hlutir — þá verður að viðurkennast að þeir em ekki allfáir og má af þeim fyrst nefna hið heilnæma andrúmsloft, sem er miklu síður hætt við að verða fúlt heldur en hjá oss og af því leiðir aftur að margir hjá oss algengir sjúkdómar, svo sem hitasótt, fótagigt, pest og fleiri, em hjá þeim algerlega óþekktir. Þeir ná líka yfirleitt mjög háum aldri. Þannig em þeir ekki fáir sem verða hundrað og fimmtíu ára, já, að því fullyrt er, einnig nokkrir, sem verða tvö hundmð ára gamlir. Þótt þeir séu sjaldan hávaxnir, heldur yfirleitt lágir vexti, em þeir þó allsterkir og auk þess snarir og liðugir. Vegna þess hve þeir em lágvaxnir verður þeim mjög starsýnt á þá menn frá vom landi sem þó em ekki nema meðalmenn. Eink- um er kvenfólkið mjög smávaxið, en þrátt fyrir það eru bæði karlar og kon- ur mjög lagleg og aðlaðandi útlits og auk þess alls ekki hömndsdökk af sól- bmna. Annar þeirra góður kostur er sá að þeir em mjög ánægðir með sitt, þó að þeir þrátt fyrir það geti tekið duglega til sín, þegar þeir em með kaupmönnum, og þá einkum tekið sér fullmikið í staupinu. En þó að þeir fái þannig margs kyns drykkjarföng, geyma þeir þau aldrei lengi, heldur drekka þau strax, án þess þó að það hafi nokkur áhrif á þeirra lifnaðar- hætti, sem þeir hafa alist upp við frá blautu bamsbeini og halda ætíð óbreyttum. Þriðji kostur þar í landi er sá að þeir em lausir við margar þær sorgir og áhyggjur sem þjá fólk í vom landi. Þeir þekkja þannig hvorki ánauð né jarðeignaskatt né heldur þvingandi drambsemi hærri stétta. Þar er öllum frjálst að setjast að hvar sem þá lystir. Og ekki þurfa þeir að hafa áhyggjur af því hvemig þeir eigi að hafa ofan af fyrir sjálfum sér eða fyrir konu, bömum og vinnuhjúum, því að þeir geta ætíð haft gnægð af fiski og kjöti, sem er þeirra aðalfæða. Ekki þurfa þeir heldur að vinna erfið- isvinnu, sem reynir á kraftana og slít- ur þeim. Heita má að öll þeirra vinna sé að hirða skepnumar, því að fisk- veiðamar má miklu frekar kalla skemmtun og hressingu fyrir þá en vinnu, því að alls staðar er sú gnægð fiskjar, að ekki tekur nema stundar- kom að veiða nægilegan forða. Sé nú loks spurt um klæðnað þeirra, þá er hann mjög einfaldur og auk þess svo líkur á körlum og konum að mjög torvelt er að þekkja kynin hvort frá öðm af fötunum, einkum aftan frá. Lín er sjaldgæft og því í mjög háu verði og mikils metið af þeim. Þess vegna nota margir, einkum að kalla öll alþýða manna, skinnskyrtur. Um eyjaniar umhverfís ísland Umhverfis fsland liggja allmargar litlar og stórar eyjar. Þær síöast- nefndu em byggðar, eínkum vegna þess að þar er best til fiskifanga (því að allar em eyjar þessar umflotnar sæ). Ein þeirra nefnist Wespene (Vest- mannaeyjar — innsk.). Hún er allstór og auk þess að fiskiemir halda þar til hefur hún annan merkilegan eigin- leika fram yfir aðrar eyjar, sem sé þann, að þar getur engin kona fætt og verður því að flytja þær yfir á stóm eyjuna, sem sé Islándya, til þess að fæða bömin. Auk þessa er meðfram ströndinni fjöldi stórra og hættulegra kletta og skerja í sjónum, sem sæfarar óttast mjög og gæta sín vandlega, einkum á næturþeli, að sigla ekki á, því að þá mundi bæði skipið og þeir sjálfir farast. Einn kletta þessara er mjög hár og lítur út eins og munkur í kufli og frammi fyrir honum er annar, sem er nokkm breiðari og tíkist altari. Þeim, er sér þessa kletta í nokkurri fjarlægð, virðist sem hann sjái í raun og vem munk standa eða krjúpa fyrir altarinu og lesa messu. Það er ekki fyrr en nær kemur að menn sjá að þetta em aðeins tveir klettar sem líta svona út. Einnig er líka í nágrenni Helgápelda (Helgafell — innsk.) hár klettur, sem er svo nauðalíkur konu STÁLGRINDAHÚS FRÁ BANDARÍKJUNUM Takmarkað tilboð ótrúlega hagstæðu verði. Innifalið í pakka allt stál í bygginguna, grind, klæðning og festingar. Verð: 9,2 x 11,0 M (101 m2) Kr. 423,110.+VSK 11,0 x 18,5 M (204 m2) Kr. 784,260.+ VSK 15,0 x 22,0 M (330 m2) Kr. 1254,340. + VSK HAFIÐ SAMBAND STRAX í SÍMA 91-26984 MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI 19 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 91-26984 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.