Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 14
22 HELGIN Laugardagur 7. desember 1991 SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Robert James og Robert Slatter í rammlegri lögreglugæslu viö réttarhöldin. Kráarslagsmál árið 1899 var stór og mikill á velli og strunsaði nú yfir gólfið og stillti sér upp fyrir framan Joe Slatter. „Ég hef bannað þér að koma héma, Joe. Þér hefur tekist að skreiðast hingað aftur, en komdu þér nú út og hættu að angra viðskiptavini mína.“ „Ég er ekki að brjóta nein lög, herra minn. Ég er bara að fá lánaðan smáa- ur fyrir bjór hjá honum vini mínum héma,“ sagði Slatter og benti á unga manninn í hominu. „Þú ert að betla, Joe, og betl er bann- að með lögum í þessu landi. Kláraðu úr kollunni þinni og komdu þér út.“ „Hann Bob, félagi minn, er söngvari. Bob er mikill ágætis söngvari. Ef hann tæki nú lagið fyrir gestina og við söfnuðum auram fyrir, það væri varla að betla, eða hvað?“ Ástandið var orðið ögrandi og Isaac Day gat ekki, úr því sem komið var, látið undan síga. Á þeirri stundu opnuðust dymar og lögreglumennimir tveir gengu inn í fordyrið. Gestimir steinþögnuðu þeg- ar gestgjafinn gekk til móts við Iög- reglumennina. Slatteryppti öxlum og tók að hvíslast á við félaga sinn. Lögreglumennirnir höfðu ákveðið að hafa sig lítt í frammi til að byrja með, þar sem þeir töldu að nærvera þeirra kynni að nægja til að lægja öld- urnar. áfram. Slatter og James brettu upp ermamar og buðu mótstöðumönn- um sínum birginn. „Sláist þið, helvítis aumingjamir ykkar,“ urruðu þeir. ,>Iaður gegn manni, huglausu ræflar." Hewett sneri sér við til að halda á eft- ir veitingamanninum aftur inn á krána. Hann hafði ekki í hyggju að láta tvo óróaseggi hafa sig út í slags- mál. Verkefni hans hafði verið að losa krána við þá kumpána og að því loknu var hans hlutverki lokið. En í þann mund kom Charlton lög- regluþjónn út úr kránni. James kom auga á hann og flaug á hann honum að óvömm. Flækingurinn rak haus- inn af alefli í maga lögreglumannsins og skellti honum í götuna. Við fallið John Charlton var ungur og vel liðinn iögregluþjónn. Fjögur ung börn misstu föður sinn er hann féll frá. Lítið vinalegt, enskt þorp í lok síöustu aldar var vettvangur slags- mála sem bundu enda á líf ungs lögreglumanns. Lögreglumaðurinn John Chariton var í heimsókn hjá starfsfélaga sínum á annan í páskum árið 1899 þegar tilkynning barst um að ástandið á kránni væri ekki sem best. Hann hélt ásamt félaga sínum til að stilla til friðar og lét þar lífið í átökum við tvo vandræðamenn. En ekki var það síður óhugnanleg staðreynd að fjöldi þorpsbúa horfði á átökin án þess að koma lögreglumönnunum til aðstoðar. Chequers-kráin í litla bænum Har- well í Berkskíri var troðin út úr dyr- um. Dagurinn var annar í páskum, þann 3. apríl 1899. Fastagestimir flykktust að til að gera sér glaðan dag. Gestimir voru aðallega bændur og vinnumenn þeirra, menn sem unnu mikið og drukku stífL Vandræði á fimmtugsaldri Isaac Day veitingamaður var þó ekki ánægður með ástand mála. Hann hafði rekið krána í mörg ár og hafði komið sér upp hæfileika til að sjá það út þegar vandræði voru í uppsiglingu. Áhyggjuefnið að þessu sinni hét Jos- eph Slatter, flækingur á fimmtugs- aldri sem flakkaði um nágrennið, svaf hér og þar og vann einstaka sinnum. En aðaltekjur sínar haföi hann af veiðiþjófnaði, fjárhættuspili og þjófn- aði. Hann var þekktur fyrir ofbeldis- hneigð og að efria til vandræða og Isa- ac Day vildi ekki sjá hann á kránni sinni. Reyndar hafði hann bannað honum að koma þar inn fyrir dyr þremur vik- um áður. En Day hafði ekki tekið eftir því að Slatter hafði laumað sér inn með öðrum manni og þeir höfðu fengið afgreiðslu við barinn. Þegar Day kom auga á þá félaga vom þeir þegar famir að stofna til illinda. Samræðumar vom famar að nálgast rifrildi allískyggilega. Félagamir stunduðu það að taka glös annarra gesta og drekka úr þeim. Þeir gerðu þetta viljandi en létu sem um misgáning hefði verið að ræða, báðust afsökunar en snem sér síðan að glasi næsta manns. Day sá að aðstæður vom um það bil að fara úr böndunum og bað því vika- piltinn að sækja Thomas Hewitt lög- regluþjón. Hewitt átti frí þennan dag og sat á veröndinni heima hjá sér með vínglas og slakaði á. John Charlton, sem var lögreglumaður í næsta þorpi, var hjá honum þegar vikapilturinn kom og sagði þeim að kráareigandanum litist ekki á ástandið sem væri að skapast á kránni. „Er Joe gamli Slatter byrjaður aftur," sagði Hewitt skilningsríkur. Hann náði í jakkann sinn. „Segðu Isaac að ég komi að vörmu spori." Drengurinn hraðaði sér aftur til krárinnar og lögreglumennimir tveir fylgdu honum eftir í rólegheitunum. En á þeim skamma tíma sem það hafði tekið að ná í lögregluaðstoð hafði ástandið á kránni versnað til muna. Slatter og vinur hans, hinn þrítugi Robert James, vom orðnir auralausir og vom famir að betla, eða öllu heldur hóta, fé út úr kráargest- um. Slatter stóð yfir ungum manni og unnustu hans sem sátu út í homi. Robert James stóð við hlið hans til að vama parinu undankomu. Betl varðar við lög „Lánaðu okkur smáaur fyrir kollu, félagi. Þú ert laglegasti piltur. Er hann ekki sætur, Bob? Haltu bara áfram að vera sætur, þá ertu góður strákur. Ég er viss um aö kærastan þín er hrifin af sætum strákum. Bara nokkra aura svo við Bob getum feng- ið okkur í glas.“ Það var dulin hótun í hverju orði. Nú var Isaac Day nóg boðið. Hann Reynslan hafði kennt þeim að best væri að fara rólega að hverju máli. En því miður er engin regla án undan- tekningar. Það leið ekki nema andar- tak áður en heyra mátti að róstur vom hafnar í veitingastofunni. Eng- inn efaðist um að Slatter og James væm þar virkir þátttakendur, svo He- wett sendi Charlton inn ganginn að dymnum fjær en hann sjálfur og Isa- ac Day héldu beint inn í veitingasal- inn. Hitna tekur í kolunum Hewett ákvað að nú væri best að grípa til harðari aðgerða. Bjór hafði verið skvett yfir einn fastagestinn og greinilegt var að Slater átti sök á því. Lögregluþjónninn ungi og veitinga- maöurinn gripu traustataki í sinn hvom æsibelginn og ýttu þeim á und- an sér út á götu þar sem átökin héldu skall hnakki Charltons harkalega í gangstéttina. Hann var þegar nær meðvitundarlaus þegar James og Slatter réðust á hann og hófu að sparka í hann þar sem hann lá. Hewett snerist á hæli og þusti félaga sínum til hjálpar. Hann réðst á Slatt- er og reif hann frá hreyfingarlausum manninum sem lá á gangstéttinni. Hann sló Slatter í andlitið og kom honum þannig niður. En James var ekki lengi að bætast í hópinn og nú tóku við hörð átök milli lögreglumannsins og flækinganna tveggja. Hnefar og fætur vom á ferð og flugi næstu tíu til tólf mínútur, sem er óvenjulega langur tími fyrir slík átök. Kráargestir höfðu flykkst út til að fylgjast með slagsmálunum og hrópa hvatningarorð. Aðgcrðalausir áhorfendur Hewett átti virkilega í vök að verjast þar sem hann var einn gegn þeim tveimur, en enginn áhorfenda lyfti litla fingri honum til hjálpar. Tvisvar sinnum hafði Slatter tekist að slá hann í götuna, en lögreglumaðurinn vissi sem var að það var lífshættulegt að liggja í götunni, kominn upp á náð og miskunn þessara tveggja mdda sem hann átti í höggi við. Hewitt leit- aði í örvæntingu að vini í mannfjöld- anum. Hann kom auga á James Bosl- ey, kolakaupmann bæjarins, og hróp- aði: „í guðanna bænum, Jimmy, náðu í kylfuna mína og handjámin inn á krána." Bosley hlýddi honum hikandi og kom til baka ásamt Isaac Day og Thomas Hughes, slátraranum á staðnum. Þeir mddu sér leið gegnum áhorfendaskarann og afhentu blóð- ugum lögreglumanninum kylfu hans og handjám. Þessi nýtilkomni stuðningur, þótt seintbærist, hleypti nýju lífi í Hewett Hann rauk á Slatter, barði hann af al- efli með kylfunni og rotaði hann. Bosley og Hughes kmpu niður hjá meðvitundarlausum manninum og jámuðu hann fyrir aftan bak. Hewett, með blóðið fossandi úr nefinu og augabrúnunum, svipaðist um eftir James, en hann hafði haft sig á brott Um leið og líkur bentu til að Hewett kynni að bera sigur af hólmi hafði hann troðið sér gegnum áhorfenda- skarann og flúið upp í hæðimar um- hverfis bæinn. Fyrsta hugsun Hewetts, þegar átök- in vom til lykta leidd, var að huga að Charlton, sem ekki hafði bærst á meðan á átökunum stóð. Hann hrað- aði sér til hans, með frú Day á hælun- um sem gerði vandræðalegar tilraun- ir til að þurrka af honum blóðið með rakri dulu. Þegar hann kom til félaga síns lá hann enn meðvitunarlaus á gangstéttinni, nú umkringdur áhugasömum áhorfendum. Charlton var nú borinn heim til He- wetts til að hægt væri að veita honum aðhlynningu. Klukkan fimm að morgni þriðju- dagsins 4. apríl 1989 lést lögreglu- maðurinn John Charlton án þess að hafa komist til meðvitundar. Hann hafði verið vinsæll og góður lögreglu- maður, giftur og átti fjögur ung böm. Dómarinn les yfir lýðnum Daginn eftir fór ffarn réttarrannsókn á heimili Hewetts. Þangað flykktust þeir bæjarbúar sem gátu gefið lýsingu á því sem gerst hafði og þeir vom margir sem lýst gátu atburðum lið fyrir lið. Skurðlæknirinn, dr. Rice, lýsti því yf- ir að Charlton hefði látist af völdum þrýstings á heilann sem orsakast hefði af þungu höfuðhöggi. Tálið var að höggið sem varð er hann skall með hnakkann í stéttina væri orsökin. Hewett bar einnig vitni. Hann var illa særður, hafði misst sjón tíma- bundið á öðru auga og hitt var sokkið f bólgu. Hann var nefbrotinn og allur líkami hans var marinn og blár. Dánardómstjórinn kvað upp að um morð að yfirlögðu ráði væri að ræða. Að því loknu sneri hann sér að við- stöddum og húðskammaði þá. Hann sagði sér það gersamlega óskiljanlegt hvemig allir þessir menn hefðu getið staðið aðgerðarlausir og horft á tvo hugrakka lögreglumenn eiga í höggi við alþekkta fanta og ekki lyft fingri þeim til hjálpar. „Þessir lögreglumenn fengu þvílíka útreið að annar þeirra er látinn og hinn verður frá störfum svo mánuð- um skiptir, og fjöldi manns stóð og horfði á og gerði ekkert þeim til hjálpar. Þetta er ykkur öllum til há- borinnar skammar," sagði dánardóm- stjórinn að lokum. Dánardómstjórinn sleit síðan réttar- höldunum og þorpsbúar tíndust út, en það var ekki hátt á þeim risið, heldur vom þeir niðurlútir af skömm. Þegar réttarhöldin sjálf hóf- ust var Slatter dreginn fram fyrir dóminn. Hann vildi ekkert segja og var fljótlega leiddur út aftur. Saksóknarinn, hr. Brain, kom fram með nokkur vitni sem báru það að Slatter hefði ítrekað hvatt Robert James til að stinga Hewett með hnífi sínum. Bosley, Hughes og Isaac Day sóru að þeir hefðu heyrt Slatter hrópa hvað eftir annað: „Stingtu hann með kutanum, Bob!“ Það má þó segja Ro- bert James það til hróss að hann lét það ógert Eftir vitnaleiðslur vísaði dómarinn málinu til réttar í stærri bæ í sýsl- unni. Joeph Slatter var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. James á flótta Það síðasta sem hafði sést til Robert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.