Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. desember 1991 21 HELGIN T Þorsteinn Antonsson. Geirfinnsmál enn Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin Áminntur um sannsögli, skráð af Þor- steini Antonssyni. í bókinni er rakin allítarlega at- burðarás svokallaðra Guðmundar- og Geirfinnsmála er skóku íslenskt þjóðlíf fyrir rétt rúmlega hálfum öðr- um áratug. Sagt er frá þessum málum frá fleiru en einu sjónarhomi og allir þættir þessara mála tíundaðir, allt frá fyrsta aðdraganda til þess að nokkur ung- menni eru dæmd fyrir Hæstarétti ár- ið 1980, sökuð um tvö manndráp. Miklar kviksögur urðu til í kringum þessi mál á síntun tíma sem, eins og segir á bókarkápu, „teygðu þráðinn inn í hvem krók og hvem kima þjóð- félagsins." Elías Snæland Jónsson. Harður heimur Komin er út hjá Máli og menningu unglingabókin Davið og krókódtlamir eftir Elías Snæland Jónsson. Sagan segir frá Davíð, 14 ára, sem leiðist heima hjá sér og £ skólanum. Hann sækist eftir félagsskap Krókó- dílaklíkunnar sem fæst við ýmislegt sem Davfð hefur ekki kynnst áður. Hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur sem hann veit að er ekki rétt en sér fram úr erfiðleikunum í lokirt í þessari fyrstu unglingabók sinni lýsir Ellas Snæland Jónsson reykvísk- um imglingaheimi sem er harðari en margan gmnar. Sagan einkennist af spennandi söguþræði og hlýju í garð unglinga. Bókin, sem er 107 bls., var unnin i Prentsmiðjunni Odda. Dýrðin Út er komin hjá Máli og menningu bókin Dýrðin á ásýnd hlutanna eftir Pétur Gunnarsson. Bókin er með svipuðu móti og Vasabók sama höf- undar sem út kom árið 1989. Hér eru brot úr vasabókum áranna 1972- 1983, margvíslegar stuttar hugleið- ingar um mannlíf, náttúru, drauma og andíutakið sem er að líða og er efninu skipt í nokkra hluta. Allt ber þetta vitni þeirri viðleitni að „krota og pára — svo lífið hverfi ekki spor- laust". Bókin er 69 bls. £ vasabókarbroti. Kápu gerði Guðrún Kristjánsdóttir, en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. I FUKDINN LYKIIX Fundinn lykill Þetta er sjötta bókin sem kemur út eftir Normu E. Samúelsdóttur og þriðja skáldsaga hennar. Aðalpersón- an, Beta, lýsir í bókinni umhverfi sínu og Ufi og reynir að brjóta til mergjar hvers vegna lifið hefur orðið henni svo sem raun ber vitni. í bók- inni er engum stórum spumingum svarað, en spumingin £ Iokin er samt sem áður sú hvort Betu tekst að opna dyr. Hildur gefur út. Slakiðá Út er komin hjá Skjaldborg hf. ný bók í bókaflokknum Lykill að llfs- hamingju og nefnist hún Allt um streitu. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um streitu frá ýmsum hliðum og má segja að efni hennar taki fyrir flest það sem snertir daglegt Uf okkar. Bókin skiptist £ eftirfarandi fjóra höfuðflokka: Hversu spenntur ertu? — Kyrrðu llfshætti þína — Slökun — Hástreita. Góðar skýringarmyndir fylgja öllum undirköflum ásamt nokkrum Ijós- myndum sem gefa til kynna stemmn- ingu og fegurð. Flugsaga íslands Út er komið hjá Emi og Örlygi fyrsta bindið £ þriggja bóka flokki sem ber heitið Flugsaga íslands i stríði ogjriði í samantekt Eggerts Norðdahl. I bókinni eru um 200 Ijósmyndir af flugvélum, mönnum og mannvirkj- um sem tengjast fluginu, þar af íjöld- inn allur úr síðustu heimsstyrjöld og teknar voru hér á landi. Fæstar þeirra hafa áður birst á prenti. Verkið hefst með komu fýrstu flug- vélarinnar árið 1919. Rakin er saga flugfélaganna og sagt frá stofmrn fyrstu félaga flugáhugamanna en sum þeirra eru starfandi enn £ dag. Sagt er frá upphafi millilandaflugs og uppbyggingu flugvalla og flugmann- virkja. Þá er £ ritinu að finna sögu fyrstu sviffluganna hér á landi auk einka- og atvinnuflugvéla. Einnig er £ verkinu að finna frásagnir af frum- herjum sem flugu yfir Atlantshafið. Tréð hans Barbapapa Iðunn hefur gefið út nýja myndabók sem heitir Tréð hans Barbapapa og er eftir Annette Hson og Talus Taylor. Allir kannast við Barbapapa og fjöl- skyldu hans, enda hafa þau notið mikilla vinsælda meðal fslenskra bama. Ný bók um gamla hætti Öm og Örlygur hafa gefið út ritverk- ið Þjóðlífog þjóðhættir eftir Guðmund L. Friðfinnsson á Egilsá. I verkinu, sem er £ fagurlega skreyttri öslqu, kemur vel til skila glöggskyggni Guðmundar á fólki og starfsháttum fýrri tíðar. Einnig áhugi hans á að halda til haga þekkingu á þjóðlffi sem heita má horfið. Um 300 ljós- myndir, sem leitaðar hafa verið uppi um land allt, varpa skýru ljósi á efnið og prýða verkið. Flestar myndanna eru áratuga gamlar og hafa ekki birst áður á prenti. Myndaritstjóri er fvar Gissurarson. Hjalti Pálsson, héraðs- skjalavörður á Sauðárkróki, las yfir handritið og veitti ráðgjöf. í formála Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar segir m.a.: „Sum þjóð- háttarit hafa fýrir löngu unnið sér fastan sess sem mikilsverð heimildar- rit, sem stöðugt er sfðan vitnað til og mega kallast sfgild. Þau þurfa um- fram allt að vera svo aðgengileg að hver geti notað þau að eigin smekk, sem fróðleiksrit, heimildarit og af- þreyingarrit. Þá er fyrir mestu að þau séu svo úr garði gerð að laði að sér lesandann og að lesandanum finnist höfundur tala til sín. Þannig verður þvi, sem mest er um vert, best komið á framfæri við lesendur, veitt það lif sem gerir ritið eign margra kynslóða en ekld aðeins dægurlestur. Er það von min að þessi endurminningaskrif Guðmundar L. Friðfinnssonar megi fylla þann flokk er stundir renna. Óhamdar þrár Iðunn hefur gefið út skáldsöguna Skaði eftir breska rithöfundinn Josep- hine Hart f þýðingu Sverris Hólmars- sonar. Skaði er áhrifarík og mögnuð saga sem lýsir þvf hvemig sterkar ástríður og óhcundar þrár taka völdin og leiða persónumar á vit glötunar og tortím- ingar. Hann er virtur borgari og fjöl- slyldufaðir. Hún er ung, dularfull, tælandi, ögrandi, sködduð af fortíð sinni, banvæn gjöf. eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur - myndskreytt af Hólmfríði Bjartmarsdóttur - er hugljúf og spennandi barnasaga. Þytur er jólabók barnanna í ár. Rammísjénsk úrvalsbók. Bókaútgáfan Björk. NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Barbara Cartland ÁSTAÐ LÁNI Gilda neyöist til að leika hlutverk hinnar vinsœlu systur sinnar, Heloise, í samkvœmislífi Lundúna. En fljótlega dregst hún inn í njósnamál og fleiri atburöir gerast, sem hún hafði ekki fyrirséð. Eva Steen ÍLEITAÐ ÖRYGGI Flestar ungar stúlkur lita björtum augum fram á veginn, en það gerir húnekki. Húnhorfirtil baka — til hinnar glötuðu bernsku sinnar, þegar hún átti félaga, sem hún hafði samskipti við, og þegar foreldrar hennar höfðu tíma fyrir hana. Erik Nerlöe SIRKUSBLÓÐ Hún elskaði líf sitt sem listamaður og var dáð sem sirkusprinsessa. En dag einn dróst hún inn í annars konar heim og varð að velja á milli þess að vera sirkus- stjarna áfram eða gerast barónessa á stóru herrasetri. Theresa Charles ÖNNUR BRÚÐKA UPSFERÐ Maura hafði þráð þennan dag, þegar ungi maður- inn, sem hún hafði gifst með svo litlum fyrirvara, kœmi heim eftir sex ára fangavíst í erlendu fangelsi. En sá Aubrey, sem nú vildi endi- lega fara með hana í „aðra brúðkaupsferð" til fiskiþorps, þar sem þau höfðu fyrst hitst, vírtist gersamlega breyttur maður. Else-Marie Nohr AÐEINS SÁ SEM ELSKAR ER RÍKUR Þegar Anita var fimmtán ára gömul samdi Lennart Ijóð handa henni, sem hann nefndi „Aðeins sá semelskar erríkur". Mörgum árum seinna fékk Lennart tœkifœri til að minna Anitu á þessi orð. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.