Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.12.1991, Blaðsíða 15
Laugardagur 7. desember 1991 23 SAKAMÁL SAKAMÁL l Checquers-kráin þar sem upptökin áttu sér staö. James var þriðjudaginn 4. apríl er hann fór yfir Thames-á við Streatley- brú yfir í Oxfordskíri. Hann hafði ferðast meira en tuttugu kílómetra frá því daginn áður. Allir lögreglumenn í nærliggjandi bæjum voru nú látnir vita að morð- ingi lögreglumanns gengi laus. Lög- reglumenn höfðu gætur á öllum brúm yfir ána Thames ef vera kynni að James reyndi að komast til baka yf- ir í Berkskíri. Einnig var sent skeyti til lögregl- unnar í Oxford þar sem Robert James var lýst sem meðalháum manni um þrítugt, dökkum yfirlitum með yfir- skegg, hann var sagður vera klæddur snjáðum og óhreinum frakka og með kúluhatt á höfði. Smám saman fóru að berast upplýs- ingar um mann sem svaraði til þess- arar lýsingar. Hann hafði sést í slag- togi með töturum og ávallt var hann á norðausturleið. Þetta benti til þess að hann hefði í hyggju að halda til bæjarins Chiltems, en þar var vitað að hann átti ættingja. Lögreglan gat því sagt fyrir um að allar Iíkur væru á því að hann skyti upp kollinum ann- aðhvort í Ipsden eða Stoke Row, sem voru næstu þorp við Chiltems. Almennum lögreglumanni í Ipsden hafði verið sagt að hafa augun hjá sér og leita að James og fyrir einskæra til- viljun liðu aðeins fáeinar mínutur þar til hann sá mann, sem svaraði til lýs- ingarinnar, ganga inn á krá við aðal- götuna. Handtakan gekk hljóðlega fyrir sig, var nánast hversdagsleg. Lögreglu- maðurinn hélt inn á krána, gekk til mannsins við barinn og sagðist telja að hann væri Robert James, sem eft- irlýstur væri fyrir morð á lögreglu- manni í Harwell. James fór með honum þegjandi og hljóðalaust. Hann virtist sem þaimu Iostinn er hann frétti að Charlton væri látinn og tautaði í sífellu: „Þetta vom jöfn slagsmál. Tveir á móti tveimur. Mér þykir þetta leiðin- legt, ég vissi ekki að maðurinn hefði dáið.“ Robert James var geymdur yfir nótt- ina og daginn eftir var hann fluttur í sama fangelsi og Slatter. Hann hafði aðeins verið á flótta í tvo daga. , ,Jöfn slagsmál“ Það var síðan þann 16. júní 1899 að Joseph Slatter, 46 ára gamall, og Ro- bert James, 31 árs, vom leiddir fyrir rétt. Dómarinn, sem tekið hafði við málinu, hafði mælst til þess að ákær- an yrði milduð og þeir sakaðir um manndráp af gáleysi. Báðir héldu mennimir fram sakleysi sínu. Lögfræðingar saksóknara kölluðu íyrir hvert vitnið á fætur öðm sem öll sögðu sömu sögu af slagsmálum þeim sem urðu Charlton að bana og sagan benti svo sannarlega til sektar þeirra félaga. Slatter lét sem ekkert væri. Hann var fjarri því að vera ókunnugur breska dómskerfinu og hafði oft áður heyrt vitni lýsa sér sem manni sem væri bæði óalandi og óferjandi. Hann stóð sperrtur og þögull og Iét.sem honum kæmi það lítið við sem í kringum hann gerðist. Helst var að sjá sem hann gerði sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt málið var. James hafði aftur á móti frá miklu að segja. Hann skýrði frá því að hann og Slatter hefði setið að sumbli allan mánudaginn 3. apríl. Þeir hefðu ör- ugglega dmkkið sjö til átta lítra af bjór hvor áður en þeir fóm á Checqu- ers krána. Þar höfðu þeir, sagði Jam- es, lent í stælum við tvo stóra menn, sem hann vissi núna að höfðu verið þeir Hewett og Charlton, en þá hefði hann ekki vitað að þeir vom lögreglu- menn. Þeir hefðu verið óeinkennis- klæddir og, að því er hann taldi, dmkknir. Einnig hefðu þeir verið hrokafullir og frekir. Slagsmálin vom jöfn, að áliti James, og hann hafði ekki haft hugmynd um það fyrr en hann var handtekinn að þau hefðu leitt til þess að maður hafði látið lífið. Hann sagði að sér þætti leitt að afleið- ingamar hefðu orðið þessar, en lagði á það áherslu að hann hefði ekki byrj- að slagsmálin og reyndar alls ekki viljað taka þátt í þeim. Frásögn Roberts James var í aðalat- riðum sönn og framburður annarra vitna studdi hana. Slatter hafði verið sá sem mestum vandræðum hafði valdið. Þó var því ekki trúað að Robert James hefði ekki vitað að þeir Hewlett og Charlton vom lögreglumenn í borgaraklæðum. Slatter, sem var hagvanur á yfirráðasvæðum beggja lögreglumannanna, vissi vel hverjir þeir vom og hafði greinilega skýrt James frá þeirri vitneskju sinni. Eftir að séð hafði verið í gegnum þessa lygi Roberts James fór ekki hjá því að kviðdómendur tækju öðm í frásögn hans með stökustu varúð. „Lét lífið tíl að vemda hinn almenna borgara“ Lokaorð dómarans vom ekki mörg, loks þegar löngum og erfiðum réttar- höldum var Iokið. Hann sagði það hafa komið skýrlega fram að lög- reglumaðurinn ungi hefði látið lífið er hann var að sinna skyldum sínum við að vemda hinn almenna borgara. Ef, að áliti kviðdómenda, saksóknara hefði tekist að sanna það svo óyggj- andi væri að hinir ákærðu bæru ábyrgð á dauða lögreglumannsins, ættu kviðdómendur aðeins einn kost, að dæma þá seka um manndráp. Kviðdómendur vom ekki lengi að gera upp hug sinn. Þeir snem aftur inn í dómstólinn eftir aðeins fáeinar mínútur og lýstu því yfir að báðir mennirnir væm sekir um mann- dráp. Slatter og James stóðu þögulir á meðan dómarinn dæmdi þá báða í tuttugu ára þrælkunarvinnu. í fótspor föður síns Mikil fjársöfnun var nú hafin tit styrktar ekkju og bömum Charltons. Sonur Charltons lét hin sorglegu endalok föður síns ekki aftra sér frá því að ganga til liðs við lögregluna er hann hafði aldur til. Hahn starfaði sem lögreglumaður í mörg ár í heimabæ sínum, East Hendred, og átti þar gifturíkan feril. HELGIN W Jólaævintýri Sigrúnar Eldjám Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér nýja sögu eftir Sigrúnu Eld- jám. Hún nefnist „Stjömustrákur" og er byggð á samnefndum þáttum hennar sem em Jóladagatal Rlkis- sjónvarpsins 1991. í kynningu FORLAGSINS segir: „Sagan Stjömustrákur segir frá ísa- fold. Einu sinni þegar hún er á leið- inni á bókasafnið hittir hún Bláma, strák frá jólastjömunni. ísafold lang- ar svo mikið til að geta gefið pabba sínum og mömmu jólagjöf, en Bláma vantar varahlut í eldflaugina sína. Saman leggja þau því upp í æsi- spennandi fjársjóðsleit þar sem ótal hindranir verða á vegi þeirra. Ekki sxst eiga þau í dæmalausu basli við skrýtna kerlingu sem alls staðar þvælist fyrir. Hvað skyldi hún eigin- lega vilja þeim?" Stjömustrákur er 96 bls. Bókin er prýdd fjölda litljósmynda úr sjón- varpsþáttunum um Isafold og Bláma. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Tryggingakerfi aðalsstréttarinnar Út er komin hjá Skjaldborg hf. bókin „Á slóð kolkrabbans", og er undirtitill hennar Hverjir eiga ísland eftir Óm- ólf Amason. í bókinni er sögumaður sem ber það fróma nafn NÓRI og er honum mikið niðri fyrir umþað sem hann kallar ættarveldið á íslandi, sem hann per- sónugerir sem kolkrabba. Og margt er það sem Nóri ber á borð og flest af því er út af fyrir sig erfitt að hrekja en margt þess eðlis að margur hefði ekki trúað því að slíkt gerðist hér heima á gamla Fróni. Þetta gerist jú í útlöndum og í bíómyndum en á íslandi, nei. En Nóri er viss í sinni sök og vissulega hefur hann margt til síns máls. Og hann spyr ýmissa spuminga um leið og hann svarar þeim. Vissi fólk t.d. að sjálfstæðismönnum er skipt í „hrein og óhrein böm"? Keyptu for- svarsmenn Eimskips hf. hlutabréf f fé- laginu án þess að láta aðra hluthafa vita um það? Og allt er hér á sömu bókina lært, segir hann, á bak við þessi mál öll teygja sig fram armar Kolkrabbans, sem hann kallar svo, m.ö.o. samtrygg- ingakerfi íslensku aðalsstéttarinnar sem svífst einskis þegar um er að ræða fé og völd. Samtryggingin er slík að fólkið giftist jafnvel ekki út fyr- ir þennan hóp, sem teygir arma sína inn í allt efsta Iag valda- og fjármuna- kerfis íslands. Og þetta er ekkert huldufólk í máli Nóra, hann nafngreinir alla sem til sögunnar em taldir og birtar em fiöldi mynda af þeim sem sagt er frá. Ömggt má telja að margt í þessari bók mim koma íslenskum aímenningi á óvart. Óruglað hversdagslíf Út er komin hjá Frjálsri fjölmiðlun hf. bókin „Eins og fólk er flest" eftir EU- ert B. Schram ritstjóra. Efni bókarinn- ar er pistlar og smásögur, svipaðs efnis og Ellert hefur skrifað í helgar- blað DV undanfarin ár. Þar er fjallað um hinar margvísleg- ustu hliðar mannlífsins, æskuna og fjölskylduna, íþróttir, þingmennsku, dagdrauma og sjálfsímynd okkar allra; einstæðinga ellinnar, mglað fólk og ómglað og hvunndagslífið hátt og lágt. Samtals em 36 sjálfstæðir kaflar í bókinni. Engum er hífft í háði og skopi og allra síst höfundi sjálfum. En bak við glettnina er alvaran og vemleikinn og undirtónninn í bók- inni er einlægni og hreinskilni. „Eins og fólk er flest" er prýdd myndum eftir Áma Elfar myndlistar- mann. Bókin er 176 síður að stærð, Guðjón Ingi Hauksson sá um hönnun kápu, Frjáls fjölmiðlun hf. annaðist prentun og Félagsbókbandið Bókfell bókband. Bókin kostar kr. 2.480.- í smásölu. Upplýsingabók Ný bók í bókaflokknum íslensk sam- tíð er komin út. íslensk samtíð 1992, alfræðiárbók Vöku-Helgafells, er í sama stíl og fyrsta bókin, íslensk samtíð 1991, sem út kom í fyrra og varð með söluhæstu bókum ársins, en efnið er að sjálfsögðu allt nýtt. í bókinni er viðamikil umfjöllun um Iífið í landinu um þessar mundir í myndskreyttum fréttaannál tólf mán- aða, sérkafla um íslendinga sem ver- ið hafa í fréttum á undanfömum mánuðum og síðast en ekki síst í fjöl- breyttum og ítarlegum alfræðihluta. Þar er margvíslegt efni tengt líðandi stund sett fram í alfræðistíl, til gagns og gamans, undir ótrúlegum fjölda uppflettiorða í starfófsröð. Til stuðn- ings textanum em hundmð ljós- mynda, sémnninna skýTÍngarmynda og myndrita. Atriðisorð og tilvísanir í bókinni em um fimm þúsund og um 1200 íslendingar em nefndir á nafn. íslensk samtíð 1992 er 356 síður að stærð. Alls em í bókinni hátt á fjórða hundrað ljósmyndir, þar af stór hluti litmyndir. Þar til viðbótar em mynd- rit, skýringarmyndir og upplýsinga- töflur hátt á annað hundrað talsins. Atriðisorð og tilvísanir em tæplega fimm þúsund og efnisþættir um fjög- ur hundmð. Alls koma nöfn um tólf hundmð íslendinga við sögu í texta bókarinnar. Ritstjóri íslenskrar samtiðar er sem fyrr Vilhelm G. Kristinsson. ✓ Astin sigrar að lokum Öm og Örlygur hafa gefið út þriðja og síðasta bindið af unglingabókum Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur sem bor- ið hafa heitið DAGBÓK. Fyrri tvær bækumar hétu D AGBÓK í hrein- skilni sagt og DAGBÓK í fullum tninaði. Sú bók sem nú kemur út ber heitið „DAGBÓK hvers vegna ég?" Tvær fyrri bækumar hafa notið mik- illa vinsælda hjá unglingum og em á meðal útlánahæstu imglingabóka á íslenskum bókasöfnum. Söguþráður þriðja og lokabindisins er sá að Kata, aðalsöguhetjan, hefur átt velgengni að fagna í starfi sínu á Ítalíu sem sýningastúlka. Hún er orð- in vel metin og efnuð og skreppur heim til íslands í stutta heimsókn, þá fyrstu síðan hún var 17 ára. Leið Kötu liggur út í lönd á ný og margt drýfur á dagana, bæði gott og illt. Hún lendir í miklum þrekraimum og oft er tvísýnt um hvemig fer, en ástin sigrar þó allt að lokum. Ævintýri Enidar Iðunn hefur endurútgefið tvær fyrstu Ævintýrabækumar eftir Enid Blyton, Ævintýracyjuna og Ævintýrahöllina, í nýjum búningi. En þessar tvær bæk- ur komu fyrst út í íslenskri þýðingu fyrir um það bil fjömtíu ámm. Ævintýrabækumar em tvímæla- Iaust vinsælasti bókaflokkurinn sem Enid Blyton hefur skrifað, enda kannast allir við páfagaukinn Kíkí og krakkana Jonna, Önnu, Dísu og Finn. Bækur Enid Blyton hafa skemmt ís- lenskum bömum í áratugi. Auk Æv- intýrabókanna má nefna Fimmbæk- umar, Dularfullu bækumar, Ráð- gátubækumar og Leynifélagsbæk- umar. Það var Sigríður Thorlacíus sem þýddi þessar tvær bækur sem nú koma út. Fógeti í plássi IÐUNN hefur gefið út nýja skáld- sögu eftir Illuga Jökulsson. Nefnist hún „Fógetavóild" og er fyrsta skáld- saga höfundar, sem þó hefur víða drepið niður penna og þekktur er úr fjölmiðlum. Ósvikin frásagnargleði, spenna og orðfimi einkenna þessa nýju bók og um efni hennar segir svo í kynningu útgefanda: „ Aðkomumaður birtist einn daginn í litla sjávarplássinu. Koma hans vekur tortryggni þorps- búa. Hverjum dettur í hug að heim- sækja þá án tilefnis? Slíkur gestur hlýtur að eiga erindi... Hressir krakkar Iðunn hefur gefið út bókina Óvænt stefnumót eftir Pam Lyons. Þetta er spennandi og skemmtileg unglinga- bók um hressa krakka, lífið og ást- ina. Um efni hennar segir í kynningu útgefanda: „Gerry hefur alltaf verið eina stelpan í strákahópnum og þar sem bræðumir þrír em allir með bíl- adellu er kannski ekki skrítið þótt hún hafi áhuga á bílum — svo mik- inn að í rauninni langar hana meira til að skríða undir gamla skrjóðinn sem hún er að gera upp en að fara út með strákum. cMcb Uppreisn dýranna Komin er út hjá Máli og menningu myndasagan Georg í Mannheimum eft- ir Jón Ármann Steinsson og Jón Há- mund Marinósson. Sagan segir frá Georg mörgæs sem býr á hinu ósnortna Snælandi. Þang- að fer að berast rusl frá Mannheimum og er svo komið að dýrunum er ekki Iengur vært fyrir mengun. Georg ákveður að taka til sinna ráða, fara til Mannheima og tala við ráðamenn þar. Þetta verður til þess að öll dýr sameinast um að gera uppreisn gegn ofríki mannsins og fara í verkfall. Þetta verður til þess að stríð verður milli manna og dýra og er barist með ýmsum aðferðum. Sögunni lýkur með sátt og allir lofa bót og betrun. Hér er á ferðinni saga sem vekur at- hygli á mengunarvandanum, en stíll höfunda einkennist af vandvirkni og gamansemi. Bókin höfðar til bama á skólaaldri. Ib H. Cavling Fáir Höfundar ástar- og spennusagna njóta hérlendis vinsælda í líkingu við Ib H. Cavling. Á heimili auðugs bamkastjóra í Sviss lendir hin 16 ára gamla danska fegurðardis Karina í ótrúlegum ævintýrum ásta- og hneykslismála. Bók þrungin spennu frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Hildur gefur bókina út. Barsmíðahús IÐUNN hefur gefið út bókina „Ráð- gátan í Barsmíðahúsi" eftir Enid Bly- ton og er þetta fimmta sagan sem út kemur í þessum vinsæla bókaflokki. Það gengur stundum dálitið mikið á þegar Snúður frændi og hundminn hans, Bjálfi, koma að heimsækja Reyni og Dóru og foreldra þeirra í jólaleyfinu. En svo heppilega vill til að vinur krakkanna, sirkusstrákurinn Bjarni, hringir og býður þeim að dvelja með sér í gömlu húsi uppi í fjöllum - Barsmíðahúsi. Alfheiður Kjartansdóttir þýddi boklO. Ábaki Iðunn hefur gefið út bókina Ekki af baki dottinn eftir sænska höfundinn Ulf Stark, en bækur hans hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Þetta er fjörug og skemmtileg saga, prýdd fjölda teikninga, og um efni hennar segir: „Það er nógu slæmt að vera vakinn á nóttinni af því pabbi er hræddur um að maður sé kannski að kveikja í húsinu. En þegar maður verðuu- að fara í skíðagallanum í skól- ann á heitum vordegi af því að þvottavélin er bilið, er komið að þvl að gera eitthvað I málinu — eitthvað róttækt!"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.