Tíminn - 10.12.1991, Page 1

Tíminn - 10.12.1991, Page 1
Boris Jeltsín forseti lýðveldisins Rússlands og leiðtogar tveggja ann- arra stærstu lýðvelda Sovétríkjanna hafa stofnað til ríkjasambands Rúss- lands, Úkraínu og Hvíta Rússlands. Þeir hafa jafnframt lýst því yfir að stórveldið Sovétríkin sé ekki lengur til. Og þeir geta trútt um talað: í lýð- veldunum þremur búa um 70% af íbuum Sovétríkjanna og þar fyrir- finnst stór hluti auðlinda hins mikla og víðlenda fyrrum heimsveldis. Vestrænir þjóðarleiðtogar óttast nú að upplausnarástand geti skapast og átök brjótist út milli þjóða sem byggja hin fyrrum Sovétríki. Jafn- framt geti kjarnorkuvopnabirgðir Sovéthersins geti nú komist í hendur þjóðernishópa sem vísir væru til að grípa til þeirra hverjir gegn öðrum. Jeltsín átti í gær fund með Gorbat- sjov og kvaðst sá síðarnefndi ekki ætla að segja af sér embætti forseta Sovétríkjanna. Spurning er nú hvort hann sé forseti án ríkis? • Opnan blaðsíðu 8—9 Rauða torgið og grafhýsi Leníns í baksýn. Þar verða trúlega ekki oftar miklar her-og skraut- sýningar á byltingarafmælinu og á hátíðisdegi verkalýðsins. Timamynd —oó Stjórnarþingmenn , ' ' ' : ;' óhressir með tillögur Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í sjö tucji ára ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1991 - 225. TBL. 75. ÁRG. - VERÐ í LAUSASÖLU Kf Jeltsín lýsir heimsveldið í austri búið að vera og Gorbatsjov Kremlarbónda án jarðnæðis: Sovétin horfin af landabréfi Evrópu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.